Morgunblaðið - 08.08.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.08.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993 11 firði á Snæfellsnesi, sem er í nám- unda við hrygningarstöðvar þorsks í Grundarfirði. Starfsmenn Haf- rannsóknastofnunar hafa ekki til þessa náð neinum laxaseiðum á hrygningarslóð þorsksins í Grund- arfirði. En hvað um hafbeitarlaxa á heimleið? Hvað éta þeir? Konráð hefur skoðað nýgenginn lax í lax- eldisstöðinni í Hraunsfirði á Snæ- fellsnesi. „Það er yfirleitt lítið í maganum á hafbeitarlöxunum, samt höfum við fundið eitt og ann- að, til dæmis laxaseiði. Það er ekk- ert sem bendir til þess að laxinn sé sökudólgur í slæmri nýliðun þorsksins." í sumar er unnið að söfnun magasýna úr sjógönguseið- um og verður unnið úr þeim í vet- ur. Konráð segir fjárveitingar ráða því hversu langt verður hægt að fylgja sjógönguseiðunum og rann- saka þau. „Við stefnum að því að fylgja laxinum út á haf, ef við fáum peninga til þess.“ Laxinn ctur ekki þorskinn „Ég hef aðeins heyrt þessa um- ræðu. Orðrómur af þessu tagi kem- ur alltaf fram þegar kreppir að í einhverri útgerð,“ sagði Vigfús Jó- hannson fiskifræðingur hjá Laxeld- isstöð ríkisins í Kollafirði. „Þessi skýring er hins vegar langsótt og engar upplýsingar sem fiskifræð- ingar búa yfir benda til þess að lax éti þorsk á nokkru vaxtarstigi. Annars vegar verður að huga að því, hver munur er á stofnstærðum þessara tegunda, en þar hefur þorskurinn gífurlega yfirburði, og hins vegar er þess að geta, að fyrir átta árum, er þorskstofninn byijaði að hrynja, fóru laxastofnar einnig að dragast saman. Raunar hafa allir helstu nytjastofnar okkar, lax- inn meðtalinn, verið í samdrætti síðustu árin. Það segir manni að það eru sömu umhverfisþættirnir sem valda þessu.“ Vigfús benti einnig á, að það þyrfti að ýmsu að hyggja í þessum efnum, t.d. hvaða þýðingu það hefði fyrir fiskistofna á borð við lax og þorsk, er gengið væri nærri loðnu- stofninum, sem væri bæði lax- og þorskstofnunum afar mikilvægur. Þá er vitað að laxinn lifir mikið á sandsíli, én stofnstærð þess sveifl- ast verulega á milli ára. Vigfús benti á að það væri margt sem væri. á huldu um háttu laxins. „Það er farið í gang verkefni sem Haf- rannsóknastofnun hefur umsjón með, verkefni sem miðar að því að varpa skýrara ljósi á laxinn. Þetta eru fyrstu skrefin að leita út eftir laxinum, að finna hvað hann étur á leið sinni á hefðbundnar hafbeit- arslóðir. Ég tel þó af og frá að vaxandi gönguseiði á leið í hafbeit éti þorskseiði. Er laxinn er kominn til sjávar sem seiði, tekur hann strikið á haf út og dokar ekki við fyrr en hann kemur í átuflekki og eru það einkum ýmiss konar krabbalirfur sem hann hámar i sig. Næsta stigið eru svo sandsíli og þetta étur hann í efstu lögum sjáv- ar,“ sagði Vigfús. Hlynntur lavvcirti í sjó Síðasta innlegg Vigfúsar í um- ræðuna var að lýsa yfir áhuga sín- um á því að fram færu vel skipu- lagðar vísindaveiðar á laxi í hafinu, t.d. sem samvinnuverkefni Haf- rannsóknastofnunar og Veiðimála- stofnunnar. „Það duga ekki handa- hófskenndar veiðar. Okkar stærsta vörn varðandi laxinn og raunar alla fiskistofna, er að vita sem mest um þá. Það væri gleðilegt ef helstu hagsmunaaðilar myndu setja fjár- muni í rannsóknarverkefni af þessu tagi. Það er okkur nauðsynlegt að afla upplýsinga um hver áhrifin verða ef veitt er grimmt úr stofni sem er öðrum mikilvægur. Það hlýt- ur að vera sameiginlegt áhugamál að staðsetja hveija tegund í vist- kerfínu," sagði Vigfús. Algcr firra „Þetta er alger firra, þú mátt hafa það eftir mér, enda hefur ver- ið sýnt fram á það með ítarlegum rannsóknum, að stofnstærð Atl- antshafslaxins hefur dregist saman Skipulögð aðför að sljóm Heimdallar FUS í Reykjavík um 95 prósent síðustu 100 til 200 árin, þar af 60 prósent síðustu 20 árin. Hnignun þorskstofna nær fjarri því svo langt aftur í tímann," sagði Örri Vigfússon formaður al- þjóða kvótakaupanefndarinnar og stangveiðimaður. „Við eigum þenn- an lax, erum búnir að kaupa hann af þeim sem höfðu veiðiréttindin og hann á að fá að ganga óáreittur í sína upprunaá. Við höfum ekkert á móti því að ferðir hans og fæðu- hefðir í hafinu séu rannsakaðar, en það þurfa einhveijir ábyrgir aðilar að gera. Mér þykir með ólíkindum að láta sér detta svona firru í hug - að laxinn éti þorskinn. - laxa- stofnarnir hafa minnkað miklu meira en þorskstofnar," bætti Orri við. Engin tengsl „Þetta er verulega langsótt og nægir að benda á muninn á stofn- stærðunum," sagði Árni ísaksson veiðimálastjóri. „Við erum að tala um 400 tonn af laxi á móti svona 500.000 tonnum af þorski. Það þýðir ekki að bera sig saman við Norðmenn, þótt þeir séu í vandræð- um með þorskinn sinn, þá eru þeir ekki með hafbeit á íslenska vísu. Þeirra laxeldi er allt í kvíum og þó þeir hafí stundum misst mikið úr kvíunum, fer alla vega fyrir þeim fiski. Sama má segja um Kanada- menn, þeirra þorskstofn er hruninn, en engin er hafbeitin þar til að eyðileggja þorskstofninn og lax- veiðin að auki verið í lægð. Laxinn er uppsjávarfiskur, en þorskurinn neðar í sjónum. Megnið af þeim laxi sem veiðst hefur í hafínu hefur verið tekinn í fimm efstu metrun- um.“ Árni gat þess að vissulega væri enn lítið vitað um hvað laxinn legði sér til munns á fyrstu stigunum eftir að hann gengi úr ánum sem gönguseiði, en ránnsóknarverkefni væri þó komið í gang til að varpa ljósi á það. Það fer fram hjá Silfur- laxi í Hraunsfirði og sagði Ámi að þótt verkefninu væri ekki lokið, benti ekkert til þess að þorskseiði væru á matseðlinum. „Hvað fram- haldið varðar þykir mér ekki senni- legt að við finnum þorskseiði í laxa- mögum, því laxinn gengur ákaflega hratt á hafbeitarslóðina, hann stækkar gríðarlega hratt, úr nokkr- um tugum gramma í allt að 3 kílógrömm eða jafnvel meira á einu ári og þær athuganir sem gerðar hafa verið á fæðuvali laxins í hafinu við vesturströnd Grænlands og á Færeyjarmiðum sýna fram á, að aðalfæðan er loðna og sandsíli, einnig spærlingur við Færeyjar og svo rauðáta og smokkfiskur þar sem hann kemst í þær tegundir. Það er sem sagt ekkert neikvætt gagnvart þorskinum á ferðinni og Veiðimálastofnunin hefði ekkert á móti því að rannsóknarskip færi eina eða tvær ferðir og gerði úttekt á fæðuvalinu ef útséð væri að það hefði einhveija þýðingu." Auknar rannsóknir nauósynlcgar Viðmælendur blaðsins voru sam- mála um að þörf væri miklu meiri rannsókna á fiskistofnunum í haf- inu og hvernig skynsamlegast væri að nýta lífkerfi hafsins í okkar þágu. Einn orðaði það svo: „Tilvera okkar byggist á því sem hafið gef- ur, ef undirstaðan hrynur þá fylgir yfirbyggingin á eftir.“ Laxinn og þorskurinn synda í sama sjónum. Sýnt hefur verið fram á fylgni milli stærðar laxagangna í hafbeitar- stöðvar og veiðiár annars vegar og ástands loðnustofnsins hins vegar. Loðnan er einnig mikilvæg fæða þorsksins og hefur því áhrif á af- komu beggja fisktegundanna. Hvaða áhrif hefði það á þorsk og lax að friða loðnuna? Nýlega var ■ kynnt tækni sem gerir kleift að setja örmerki, sem skrá ástand sjáv- ar, í sjógönguseiði og er þegar far- ið að nota þessi örmerki. Framtíðin sker úr um hvaða fróðleikur um ferðalag laxins verður skráður í örmerkin. Víst er að auknar rann- sóknir á lífríki hafsins hljóta að verða eitt meginverkefna íslenskra vísindamanna á komandi árum. eftír Kjartan Magnússon f grein í Morgunblaðinu í gær er veist harkalega að stjórn Heimdallar af Ólafi Stephensen, fyrrverandi for- manni félagsins. Ólafur telur að sann- girnissjónarmiða hafi ekki verið gætt er stjórnin valdi fulltrúa á þing Sam- bands ungra sjálfstæðismanna á Sel- fossi og í Hveragerði um næstu helgi. í grein þessari koma fram svo harka- legar ásakanir á hendur stjórnar Heimdallar að nauðsynlegt er að taka eftirfarandi fram. 272 sóttu um 144 sæti Pjölmargir ungir sjálfstæðismenn um allt land hafa óskað eftir því að verða þingfulltrúar á SUS-þinginu og eru Heimdellingar þar engin und- antekning. Þegar umsóknarfrestur rann út höfðu 272 félagsmenn í Heimdalli óskað eftir því að gerast þingfulltrúar og voru því tæplega tveir umsækjendur um hvert sæti. Af þess- um ástæðum var þvf ljóst að aðeins var hægt að hleypa rúmlega helmingi umsækjenda á þingið sem fulltrúum. Innan stjómar Heimdallar var rætt um að núverandi stjórn félagsins svo og stjómir síðustu ára yrðu sjálfkjörn- ar á þingið en þar á eftir kæmu áhuga- samir félagsmenn og fulltrúaráð fé- Um leið og þessi niðurstaða náðist lýstu Ólafur og Arn- ar yfir því að þeir hygðust ekki efna til ófriðar um fulltrúavalið á opinberum vettvangi og var það sam- komulag handsalað. Tólf tímum síðar var samkomu- lagið virt að vettugi... lagsins. í þessum umræðum var með- al annars rætt um þær starfsreglur sem stjóm Heimdallar setti sér við val á SUS-þingið 1987. í skýrslu stjórnar á því ári kemur skýrt fram að þessar regiur skyldu gilda fyrir það þing en Ólafur gerir því skóna að þessar regl- ur séu enn í gildi. Fór stjórn hans til dæmis ekki eftir þessum reglum þegar þingfulltrúar vom valdir 1989. Samkomulag handsalað. Stjórnarfundurinn á fímmtudag og aðfaranótt föstudags var 12 tíma lang- ur og þar var farið yfír hvert sæti. Skiptar skoðanir vom um ýmis atriði en stjómin náði þó niðurstöðu sem samþykkt var einróma. í upphafí fundarins kom fram af hálfu Ólafs og félaga ósk um að fá að sitja fundinn en því hafnaði stjórn- in enda var hér um að ræða málefni sem stjómin á að taka ákvörðun um en ekki utanaðkomandi aðilar. Hins vegar bauðst stjórnin til að gera hlé á fundi sínum eins oft og óskað væri til að ákveðinn félagsmaður gæti ráðg- ast við þá félaga að vild. Jafnframt átti ég viðræður við Ólaf Stephensen og Amar Þórisson og í framhaldi af því ákvað stjórnin að taka inn sérstök nöfn sem þeir lögðu sérstaka áherslu á. Um leið og þessi niðurstaða náðist lýstu Ólafur og Arnar yfír því að þeir hygðust ekki efna til ófriðar um full- trúavalið á opinberum vettvangi og var það samkomulag handsalað. Tólf tímum síðar var samkomulagið virt að vettugi þegar Arnar Þórisson réðst á stjórn Heimdallar í fréttatíma Stöðv- ar 2. í kjölfarið fylgdi svo grein Ólafs Stephensen. Hér er því um að ræða skipulagða aðför að stjórn Heimdallar. Umdeildu fulltrúavali Heimdallar er lokið. Jafnframt er lokið vali full- trúa fyrir 37 önnur félög ungra sjálf- stæðismanna um allt land þar sem margt orkar tvímælis. Því verður ekki breytt en hins vegar geta ungir sjálf- stæðismenn reynt að haga kosninga- baráttunni fram að þingi með þeim hætti að SUS og flokkurinn beri ekki skaða af. Höfundur er formaður Heimdallar. iur I LIKAMSÞJALFUN 1. Byrjendanámskeið: Fyrir þá sem vilja fá grunnþekkingu og undirbúning fyrir eróbikkkennslu. Námskeiðið er dagana 16. - 21. ágúst. Námsefni: lífeðlisfræði, vöðvafræði, uppbygging tíma, o.m. fl. bóklegt og verklegt. Samt. 20 tímar. (19.00 -23.00 mán-fös) • --Ágústa Johnson Leiðbeinendur: •----Hrafn Friðbjörnsson • --Halldóra Björnsdóttir Líkamsræktarstöðvarnar eru ávallt á höttunum eftir hæfileikaríku og hressu fólki til að kenna eróbikk. Skelltu þér á námskeið og stattu vel að vígi þegar þú sækir um! 2.Námskeið fyrir starfandi eróbikk- og íþróttakennara: Allt það nýjasta frá IDEA ráðstefnunni í USA. Námskeiðið verður haldið þann 29. ágúst. kl.10.00 - 18.00 Eins og alltaf bjóðum við uppá vandaða kúrsa sem eru pakkaðir af nýjum æfingum, sporum, rútínum og nýjum ferskum hugmyndum. — 1. Mjúkt eróbikk, einfaldar samsetningar. — 2. Mjúkt eróbikk m/dansívafi — 3. Mjúkt og hart eróbikk — 4. Tröppur, einfaldar samsetn. — 5. Tröppur, flóknari samsetn. — 6. Vaxtamótun á tröppum — 7. Nýtt! Æfingar m. V-spaða. (thighmaster) — 8. Barnaeróbikk Ný tónlist á kass&ttum til sölu Láttu skrá þig i sima 689868 68 98 68 r r WU&SI wSSa r r AGUSTU 06 HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 68SI868

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.