Morgunblaðið - 08.08.1993, Side 28
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993
28
Minning
Hans AdólfHer■
mann Jónsson
Fæddur 10. desember 1920
Dáinn 1. ágnst 1993
Á morgun, mánudag, kveðjum
við tengdaföður minn, Hans Á.H.
Jónsson. Hann var fæddur í
Reykjavík 10. desmeber 1920 og
var yngri sonur hjónanna Sesselju
Hansdóttur og Jóns Jónssonar.
Hann ólst upp á Smiðjustíg 9 og
bjó þar um 45 ár. Bróðir hans er
Magnús Kr. Jónsson, fyrrverandi
bílstjóri hjá Strætisvögnum
Reykjavíkur, kvæntur Sigríði
Kristínu Sigurðardóttur. Muna
eflaust margir eftir þeim bræðrum
Hansa og Madda á Smiðjustígnum.
Maddi var ekki eingöngu bróðir
hans heldur besti og traustasti vin-
ur, sem kom fram í veikindum
Hansa síðustu árin, þó að Maddi
hafí oft verið veikur sjálfur var
hann alltaf með hugann hjá bróður
sínum.
Ungur kvæntist Hans Margréti
Þórðardóttur. Þau eignuðust þijú
börn: Jón Hreiðar verslunarmann,
hann er kvæntur Kristbjörgu Jóns-
dóttur í Hafnarfírði; Hilmar tölvu-
fræðingur, hann er kvæntur Önnu
Aðalsteinsdóttur, þau búa í Ástr-
alíu; og Sigríði Esther húsmóður,
er hún gift Jónasi Baldurssyni, þau
búa í Vogum. Hans og Margrét
slitu samvistir.
Hinn 5. ágúst 1958 kvæntist
hann eftirlifandi eiginkonu, Ingi-
björgu Ingimundardóttur. Þau
eignuðust þrjú böm saman: Dag-
björtu myndmenntakennara, gift
Sigurbimi Sveinssyni; Hermann
bílamálara, kvæntur Auðbjörgu
Tómasdóttur og Svövu fóstru, í
sambúð með Jóhannesi Braga
Kristjánssyni, þau búa öll í Reykja-
vík. Ingibjörg átti dóttur fyrir,
Agnesi Jóhannsdóttur nuddara,
gift Bessa H. Þorsteinssyni og
gekk Hans henni í föður stað.
Einnig ólu þau upp frá 7 ára aldri
Hrafn Ingimundarson, bróður Ingi-
bjargar, en hann kom til þeirra við
lát móður sinnar, hann er fram-
kvæmdastjóri, hans kona er Elín
Ágústsdóttir.
Hans lauk skyldunámi og síðan
tók við skóli lífsins, sem hafði
margt að bjóða. Hæfileikamir voru
margvíslegir sem hann fékk í
vöggugjöf. Hann spilaði ungur á
trompet með lúðrasveitinni Svani,
annars var sama hvaða hljóðfæri
hann snerti, hann spilaði á allt.
Einnig hafði hann góða söngrödd.
Mamma hans kenndi dans hjá Rig-
mor Hansen og var hann mjög
ungur farinn að sýna dans. Man
ég eftir að hann talaði um að hafa
dansað með öðrum fyrir kónginn
á alþingishátíðinni 1930, þá 9 eða
10 ára.
Oft minntist hann á dýrðardag-
ana í skátaflokknum Væringjum,
þar kynntist hann mörgum minnis-
stæðum „strákum". Hann var
óvenju laghentur, það var sama á
hveiju hann snerti hvort sem það
var útskurður, myndlist eða bíla-
viðgerðir, allt lék í höndunum á
honum. Eg veit ekki til að nokkru
sinni hafí verið fenginn viðgerðar-
maður eða nokkur hlutur sendur í
viðgerð á meðan hann hélt heilsu.
Hæfileikar hans nýttust honum vel
í starfí, hann vann hin ýmsu störf,
til dæmis við silfursmíði, vefari í
teppagerð Axminster, bflstjóri og
síðustu tíu ár starfsævinnar sem
verslunarmaður í bflabúðum.
Þegar ég kynntist honum fyrir
21 ári var hann verslunarstjóri í
bílavarahlutaversluninni Smyrli
sem þá var í Ármúla 7. Þar naut
hann sín vel, því að hann var eins
og tölva sem hægt var að fletta
upp í því að hann vissi allt um
bíla, sérstaklega eldri bfla, enda
báru bílamir hans þess merki, að
honum þótti vænt um þá. Hann
var mjög greiðvikinn og gat aldrei
sagt nei, var oft til hans leitað þar
sem hann var svo fjölhæfur, enda
var vinnudagurinn oft langur.
Það var í byijun árs 1977, Hans
var þá 56 ára að aldri, að hann
fékk heilablóðfall og iamaðist
hægra megin, við það missti hann
málið. Það voru erfíðir tímar fyrir
ijölskylduna, sérstaklega eigin-
konu sem var með §óra unglinga
heima, 13 til 19 ára. En hún stóð
eins og klettur við hlið hans og
studdi hann í orðsins fyllstu merk-
ingu fram til hinstu stundar. Fötl-
unin kom ekki í veg fyrir að hæfni
hans nýttist þrátt fyrir að hafa
aðeins vinstri höndina. Hann var
fyrsti vistmaðurinn í dagvistun í
Hátúni 12. Þar var hans starfsvett-
vangur eftir það. Þar skóp hann
hin ýmsu listaverk, meðal annars
saumaði hann listavel út myndir,
„smyrnaði“ gólfmottur og vann úr
leir. Þar átti hann sína vini meðal
vistmanna og starfsfólks.
Vil ég sérstaklega þakka for-
stöðumanni, Steinunni Finnboga-
dóttur, hennar ómetanlegu störf.
Einnig vil ég þakka Steindóri bfl-
stjóra sem sótti hann á hveijum
morgni. Þó að hann væri mállaus
síðustu 16 árin, þá þurfti engin
orð til að vinna hug og hjarta
bamabamanna sem fundu kær-
leikann og hlýjuna sem hann gaf
þeim. Það var táknrænt að síðasta
stundin sem flestir úr fjölskyldunni
áttu saman með honum var ein-
mitt helgina fyrir andlátið. Þá vor-
um við saman komin í Skálholti
við skím yngsta bamabamsins.
Elsku Ingibjörg mín, Guð gefi
þér og ástvinum hans styrk í sorg
ykkar.
Bessi.
Ég vil með fáeinum orðum minn-
ast góðs vinar og nágranna, Hans
Jónssonar. Ég gladdist mjög þegar
Ingibjörg, sem ég þekkti frá
bemsku, fluttist í næstu götu og
ekki minnkaði ánægjan þegar ég
kynntist Hans. Við hjónin höfum
síðan átt með þeim Hans og Ingi-
björgu margar ánægjustundir og
vorum við í yndislegu matarboði
hjá þeim kvöldið áður en Hans lést.
Minningin um skemmtilegt kvöld
var svo sterk að erfítt var að trúa
því, að Hans hefði hnigið niður I
garðinum sínum morguninn eftir
og að þetta hafí verið kveðjustund-
in.
Hans varð fyrir því mikla áfalli
3. janúar 1977 að lamast öðru
megin og geta ekki talað, lesið né
skrifað síðan, en alltaf átti hann
sitt fallega bros. Hans var svo
gæfusamur að kvænast Ingibjörgu
Ingimundardóttur 5. ágúst 1958
og stóð hún ætíð vörð um velferð
hans þau sextán ár sem hann
stríddi við veikindin. Þau hjónin
eignuðust þijú böm, Dagbjörtu,
Hermann og Svövu, en fyrir átti
Ingibjörg dótturina Agnesi Jó-
hannsdóttur. Einnig ólu þau upp
bróður Ingibjargar, Hrafn, sem
missti móður sína aðeins sjö ára
gamall. Það var því mikið lán fyrir
Hans að eiga stóra og góða fjöl-
skyldu sem öll stóð saman um að
gera honum lífið léttara. Blessuð
sé minning hans. Og ekki má
gleyma börnum Hans af fyrra
hjónabandi sem að héldu góðu
sambandi við föður sinn. Ekki get
ég látið af þessum skrifum í minn-
ingu Hans án þess að minnast Iist-
rænna hæfíleika hans og verk-
lagni, en margir fallegir munir
prýddu heimili þeirra sem Hans
vann í dagvist fatlaðra. Við minn-
umst hans með sitt hlýja bros þeg-
ar hann sagði svo oft „þetta í lagi“.
Við hjónin vottum Ingibjörgu og
fjölskyldu innilega samúð.
Halla og Sigurjón í Miðtúni.
Ég átti mér góðan afa sem hét
Hansi. Þegar ég kom til hans sett-
ist ég í fangið á honum og knús-
aði hann. Ég settist oft við píanóið
og spilaði fyrir hann og það þótti
honum mjög gaman. Þegar ég svaf
heima hjá honum leyfði hann mér
að sofa í sínu rúmi. Það síðasta
sem ég gaf honum var grænmeti
úr garðinum mínum.
Nú geymir Guð hann fyrir okkur
og vemdar hann.
EvaMjöll.
Mig langar til að minnast afa
míns í fáum orðum. Alltaf er ég
kom heim til afa og ömmu þá var
hann alltaf svo glaður að sjá mig
og systur mínar. Hann faðmaði
okkur og kyssti í hvert einasta sinn
er hann sá okkur. Þá fann ég hvað
honum þótti ofboðslega vænt um
okkur. Þegar ég var yngri bauð
hann mér tvisvar sinnum með sér
í dagsferðalag með dagvistuninni
í Hátúni. Ég man sérstaklega eftir
annarri ferðinni þegar við sungum
aftur og aftur „Blátt lítið blóm
eitt er“. Afí söng auðvitað með,
því að hann gat sungið þó að hann
gæti ekki talað. Ég fór líka með
honum nokkrum sinnum á jólaball
úti í Hátúni og gekk hann þá með
mig á milli fólksins til að sýna
mig. Þó að afí gæti ekki talað gat
ég oftast skilið hann.
í fimm ár æfði ég fímleika rétt
hjá þar sem amma og afí eiga
heima. Ég fór þvi oft til ömmu og
afa eftir æfíngar og tóku þau allt-
af svo vel á móti mér og kenndi
hann mér fyrsta lagið sem ég lærði
á píanó. Þegar þau komu í heim-
sókn heim til mín þá voru þau allt-
af bæði. Núna verður svo tómt að
koma til ömmu þegar enginn afi
er sitjandi lengur í stólnum sínum
sem hann sat yfirleitt alltaf í þeg-
ar ég var hjá honum. í vor fékk
afi hjartaáfall og var ég þá svo
hrædd um að missa hann, en hann
lifði og kom heim, okkur til mikill-
ar ánægju. Núna þegar afí er dá-
inn þá veit ég að honum líður vel
og þarf ekkert að þjást lengur. Ég
bið þig góði Guð að vefja afa örm-
um þínum og veita elsku ömmu
minni allan þann styrk sem hún
þarf á að halda í sorgum sínum.
Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir.
Þegar ég minnjst Hans A.H.
Jónssonar kemur mér fyrst í hug
eitt orð: Æðruleysi. Og svo hin
þögla gleði. Kynni okkar hjónanna
og samskipti við þau Hansa og
Ingibjörgu spanna ekki langt tíma-
bil, svo sem um rúman áratug. Þó
hygg ég að fátt geti gefíð meira.
Innsýn í kærleik og umhyggju við
ótrúlega erfíðar aðstæður. Það er
í senn gagnleg og sérstæð reynsla
að blanda geði við mann sem ekki
gat tjáð sig með orðum en heyrði
og skildi. Gat ekki tjáð sig með
orðum, aðeins brosað fallegu brosi
og augnatilliti sem gaf meira til
kynna en jafnvel nokkurt orð. Á
heimili þeirra ríkti sá góði andi sem
segir manni að þar sé maður vel-
kominn, eitthvað sem ekki þarf að
segja með orðum. Það er tilfínning.
Hans A.H. Jónsson fæddist í
Reykjavík og ólst þar upp. Foreldr-
ar hans voru hjónin Sesselja Hans-
dóttir og Jón Jónsson. Hans byij-
aði ungur að vinna, fyrst við gull-
smíði hjá Guðlaugi Magnússyni, í
fyrra hjónabandi sínu sem ekki
entist eignaðist hann þijú böm, en
árið 1958 giftist hann Ingibjörgu
Ingimundardóttur sem þá átti eina
dóttur. Saman eignuðust þau þijú
börn. Þegar þau hófu búskap vann
Hans hjá fyrirtæki sem hét Axm-
inster og seinna nokkum tíma hjá
varahlutaverslun Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga og síðan
hja Smyrli, varahlutaverslun.
Það var svo árið 1977 sem öll
örlög réðust. Þá fékk Hans heila-
blæðingu, missti málið og hægri
hönd og fótur lamaðist. Eftir það
gat hann hvorki talað, lesið né
skrifað. En athyglisgáfu hélt hann
og gat notið þess að horfa á sjón-
varp. Þetta em í mjög stuttu máli
æviatriði manns sem átti mikla
möguleika vegna meðfæddra hæfí-
leika eða eins og tíðum er sagt:
Allt lék í höndum hans.
Okkur sem ekki höfum sætt
þeim hörðu kostum að missa heils-
una á miðjum starfsaldri undrar
stundum hve sterkur og góður vilji
getur unnið úr þeim erfíðleikum.
Hans hlaut þá gæfu að geta verið
á heimili sínu þar til yfír lauk.
Ýmsir sem komu þar að verki eiga
ómældar þakkir og þó fyrst og
fremst eiginkonan Ingibjörg. Án
þeirra sem þama lögðu hönd að
hefðu vinir og skyldmenni ekki átt
þess kost að kynnast einstöku
heimili þar sem voru til prýðis alls-
konar listmunir er vitnuðu um
snilldarhandbragð þessa þögla
manns unnir með styrk annarrar
handar.
Þessum fáu kveðjuorðum fylgja
alúðarþakkir fyrir samfylgd. Við
Svanfríður vottum Ingibjörg svo
og öllum öðrum aðstandendum
samúð.
Óskar Þórðarson.
Okkur langar svo til að skrifa
nokkur orð um afa okkar. Hann
var svo góður og okkur fannst svo
vænt um hann. Við vitum líka að
honum fannst svo vænt um okkur.
En núna er afí kominn til Guðs
og við vitum að þar á honum eftir
að líða vel. Eins og afi reyndi allt-
af að segja við okkur viljum við
núna segja til hans: Guð geymi þig.
Ragnhildur, Hans Ottar og
Guðrún Þórey.
Lífíð er eitt það merkilegasta í
sköpunarverki meistarans. Þegar
líf kviknar í móðurkviði, eða hvar
sem litið er í náttúrunni, veit eng-
inn hvaða hlutverki meistarinn
hefur ætlað því. Jú, auðvitað vitum
við í stórum dráttum hvaða hlut-
verki því er ætlað í náttúrunni, því
að lífið er til í svo mörgum mynd-
um. En þegar líf kviknar í móður-
kviði veit enginn hvert hlutverk
þess verður meðal okkar.
Hvaða tilfinning er yndislegri
hjá foreldrum en að hafa getað
getið af sér einstakling, fullskapað-
an og heilbrigðan. Margir vilja
halda því fram að bam sé sem
óskrifað blað þegar það fæðist -
en er það svo? - Er okkur ekki
öllum ætlað að ganga í gegnum
einhver ákveðin stig í lífinu -
ákveðnar þrautir sem við eigum
síðan að leysa - hvort sem þær eru
í formi gleði - sorgar - velgengni
eða erfíðleika? Er það svo ekki í
valdi hvers og eins hvernig hann
leysir þessar þrautir svo þær verði
honum til aukins þroska og skiln-
ings?
Og hvaða tilfinning er yndislegri
fyrir bam en að eiga foreldra sem
eru tilbúnir til að gefa þessum litla
einstaklingi sem er að hefja göngu
sína alla þá ást og umhyggju sem
þarf til að hann fái notið sín í svo
hörðum heimi sem þessum og láta
sér framtíð hans varða. Hér áttu
pabbi og mamma lof skilið, lof sem
aldrei verður fullþakkað, nema þá
helst í því formi að við systkinin
getum reynst barnabörnum þeirra
jafn vel og þau reyndust okkur.
En því miður eru ekki allir jafn
heppnir að geta notið foreldra
sinna fram til fullorðinsára. Hvað
getur hrætt barn meira en sú til-
hugsun að missa foreldra sína í
blóma lífsins? Þeirri hræðslu
kynntist ég sem bam þegar pabbi
fékk heilablóðfall, lamaðist og
missti málið. Þá hélt ég að ég
væri að missa hann. Ég bað til
guðs um að fá að hafa hann leng-
ur hjá okkur - og ef ég hef ein-
hvem tímann verið bænheyrð þá
var það þá. Því þrátt fyrir þá fötl-
un sem hann átti við að stríða eft-
ir þetta þá átti ég samt ennþá
pabba - pabba sem elskaði og lifði
fyrir fjölskylduna sína - pabba sem
ég var stolt af.
Ekki óraði mig fyrir því þegar
ég lá á bæn sem barn og bað þess
eins að pabbi fengi að lifa aðeins
lengur, að ég ætti eftir að setjast
niður tæpum sautján árum síðar
og skrifa um hann minningargrein.
Ég er guði svo þakklát að hafa
leyft okkur að hafa verið svona
lengi saman. Að hafa leyft honum
að vera hjá mér og gleðjast með
mér þegar ég hef verið að taka
stærstu spor lífs míns. Sjá mig
vaxa úr grasi, stofna heimili og
síðast en ekki síst, hann náði því
að kynnast bömunum mínum þó
að þessi tæpu sautján ár hafí oft
verið erfíð, sérstaklega honum sem
alltaf þurfti að búa í þögninni, þá
vitum við öll að það eru ekki endi-
lega orðin sem skipta máli heldur
nærveran. Orðin segja ekki allt.
Blindur maður getur búið til svo
fallega hluti að sjáandi maður
reynir ekki að líkja eftir þeim, -
heymarlaus maður getur samið svo
falleg tónverk að heimurinn hrífst
af snilld hans - og mállaus maður
getur gefíð svo mikið af sér með
nærvera sinni að engin orð fá því
lýst.
Pabbi varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að kynnast mömmu minni,
Ingibjörgu Ingimundardóttur, og
giftu þau sig 5. ágúst 1958. Þau
áttu því 35 ára brúðkaupsafmæli
sama dag og hann var kistulagð-
ur. Pabbi átti þrjú börn frá fyrra
hjónabandi, en mamma eina dótt-
ur, sem hann gekk svo til í föður-
stað. Saman eignuðust þau síðan
þijú börn og tóku að sér bróður
mömmu eftir að hann missti for-
eldra sína mjög ungur.
Pabbi átti því miklu bamaláni
að fagna. Og þannig vildi hann líka
hafa það, þvi eins og hann sagði
sjálfur þá vildi hann helst alltaf
hafa fullt af bömum í kringum
sig. Finnst mér það lýsa svo vel
hvem mann hann hafði að geyma,
enda löðuðust alltaf öll böm að
honum. Þó svo að hann gæti ekki
talað við þau, þá áttu þau saman
sitt mál sem var okkur hinum full-
orðnu óskiljanlegt. En hann átti
ekki bara bamaláni að fagna því
að ég held að hans mesta lán í líf-
inu hafí verið mamma, enda þótti
honum svo undur vænt um hana.
Ég veit að enginn hefur reynst
honum eins vel og hún. Alltaf stóð
hún við hlið hans eins og klettur
sama hvað gekk á. Mér á sjálfsagt
eftir að þykja skrítið og það á eft-
ir að taka tíma að venjast því að
hitta bara mömmu eina, en ekki
með pabba sér við hlið.
Eftir að pabbi veiktist fékk hann
inni á dagvist Sjálfsbjargar þegar
mamma var að vinna. Þar eignað-
ist hann mjög góða vini og þar
leið honum svo vel að það þurfti
mikið að ganga á svo hann sleppti
úr einum degi. Vil ég fyrir hönd
mömmu og systkinanna þakka
starfsfólki og vistmönnum Sjálfs-
bjargar fyrir þær stundir og þá
ómældu hlýju og umhyggju sem
þau veittu pabba.
Elsku mamma, ég veit að það
er alltaf erfitt og sárt að missa.
En minningin um góðan eiginmann
og yndislegan föður er eitthvað
sem enginn getur frá okkur tekið
og vona ég að hún eigi eftir að
styrkja okkur og hlýja þegar það
sárasta er yfírstaðið.
Með ástakveðju í minningu
pabba.
Svava Hansdóttir.