Morgunblaðið - 08.08.1993, Síða 31
fHmrgtmliIftfrtfe
ATVINNURAD-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
ATVIN N tMAUGL ÝSINGAR
Leikskóli, Kjalarnesi
Fóstru eða annan hæfan starfskraft vantar
til starfa við leikskólann Kátakot á Kjalarnesi
frá 1. september nk.
Upplýsingar um starfið veita leikskólastjóri
í símum 667383 og 666039 og undirritaður
í síma 666076.
Sveitarstjóri Kjalarneshrepps.
Endurskoðunar-
skrifstofa
Hlutastörf
Óskum eftir fólki í hlutastörf í móttöku og
verslun eftir kl. 16 á daginn og á laugardögum.
Umsóknareyðublöð á staðnum.
Upplýsingar ekki veittar í síma.
AGUSTU OG HRAFNS
SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 68 98 68
SJÁLFSBJÖRG
FÉLAG FATLAÐRA I REYKJAVlK OG NÁGRENNI
Hátúni 12, pósthólf 5183, sími 17868
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavfk
og nágrenni,
auglýsir eftir framkvæmdastjóra frá
1. október nk.
Skriflegum umsóknum ber að skila á skrif-
stofu félagsins, Hátúni 12, 105 Reykjavík,
fyrir 20. ágúst.
Upplýsingar gefur formaður félagsins í síma
38132 milli kl. 18 og 19 virka daga.
Starfskraftur óskast til almennra skrifstofu-
starfa á endurskoðunarskrifstofu sem fyrst.
Góð undirstöðumenntun er æskileg t.d. stúd-
. entspróf frá VI. Framtíðarstarf.
Vinnutími frá kl. 9-17.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
þriðjudagskvöld, merktar: „E - 413“.
LANDSPÍTALINN
Reyklaus vinnustaður
LYFLÆKNINGADEILD
Deildarlæknir
(áður aðstoðarlæknir 2. stigs)
á lyflækningadeild Landspítala
Laus er til umsóknar staða deildarlæknis á
lyflækningadeild Landspítalans frá og með
1. nóvember 1993 til 1 árs.
Umsóknarfrestur er til 27. ágúst.
Umsóknir skilist til Þórðar Harðarsonar,
prófessors, sími 601266 eða Þórarins
Guðnasonar, umsjónarlæknis, sími 601000
(píptæki) og veita þeir einnig frekari upplýs-
ingar um stöðuna.
RÍKISSPÍTALAR
Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi
um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri
meðferð sjúkra, fræöslu heilbrigðisstótta og fjölbreyttri rannsóknastarf-
semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með,
og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum.
Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum
ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi.
Útstillingardama
Stórt verslunarfyrirtæki á Akureyri óskar
að ráða starfskraft til að sjá um gluggaút-
stillingar og tengd verkefni. Fullt starf.
Skilyrði er menntun á þessu sviði. Góð vinnu-
aðstaða. Starfið er laust í haust.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu okkar til 15. ágúst nk.
GudniTónsson
RAÐGJÓF fr RÁÐNI NCARMÓN USTA
TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
Pökkunarstörf
Þekkt íslenskt iðnfyrirtæki á Reykjavíkur-
svæðinu óskar eftir að ráða starfsfólk til
framtíðarstarfa við pökkun.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.,
merktar: „ P - 9823“, fyrir 11. ágúst.
Leikskólastjóri
Leikskólinn Kæribær, Fáskrúðsfirði, auglýsir
eftir leikskólastjóra með fóstrumenntun.
í skólanum er starfsmaður í fjarnámi við
Fósturskóla íslands.
Umsóknarfrestur er til 1. september '93.
Upplýsingar eru veittar í síma 97-51339,
Elsa, og 97-51220, sveitarstjóri.
fff
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Leikskólinn Sæborg
Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk með upp-
eldismenntun óskast til starfa á nýjan leik-
skóla, Sæborg v/Starhaga.
Upplýsingar gefur Þuríður Pálsdóttir,
leikskólastjóri, f síma 27277.
★ ★ ★
Fóstrur, þroskaþjálfar
eða fólk með uppeldismenntun óskast til
starfa á eftirtalda leikskóla:
Arnarborg v/Maríubakka, s. 73090,
Drafnarborg v/Drafnarstíg, s. 23727,
Grandaborg v/Boðagranda, s. 621855,
Grænuborg v/Eiríksgötu, s. 14470,
Nóaborg v/Stangarholt, s. 629595,
Seljaborg v/Tungusel, s. 76680,
Ægisborg v/Ægissíðu, s. 14810.
Nánari upplýsingar gefa viðkomandi
leikskólastjórar.
Eihnig vantar fólk með sömu menntun
á skóladagheimilið/leikskólann
Foldakot v/Logafold, s. 683077.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277.
Heilsugæslustöð Eskifjarðar
Læknar
- lausar stöður
Lausar eru tvær stöður heilsugæslulækna
við Heilsugæslustöð Eskifjarðar og Reyðar-
fjarðar. Stöðurnar eru lausar nú þegar.
í störfunum felst umsjón með hjúkrunarheim-
ilinu Hulduhlíð á Eskifirði.
Æskileg sérgrein heimilislækningar.
Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um
læknismenntun og læknisstörf, sendist for-
manni stjórnar, Jóni Guðmundssyni, Hafnar-
götu 2, 730 Reyðarfirði, fyrir 1. september
nk.
Sérstök eyðublöð varðandi umsóknir fást hjá
landlækni.
Nánari upplýsingar formaður stjórnar,
Jón, í síma 97-41300.
Framhaldsskólinn
Reykholti
auglýsir eftir íslenskukennara.
Húsnæði á staðnum.
Umsóknarfrestur til 20. ágúst.
Upplýsingar veitir skólastjóri og yfirkennari
í símum 93-51200 og 51210.
P.s. Örfá nemendapláss laus.
Vanir sölumenn
Við erum að stækka og þurfum þess vegna
að ráða 1-2 sölumenn til frambúðar í fullt
starf við að selja auglýsingar í Sjónvarpshand-
bókina, sem er dreift ókeypis inn á heimili í
Reykjavík.
Viðkomandi þurfa að vera eldri en 25 ára
og hafa bíl til umráða. Laun eru háð árangri.
Vinsamlegast hafið samband á skrifstofu-
tíma við Jón eða Skúla.
Sjón varpshandbókin,
sími 678580.