Morgunblaðið - 08.08.1993, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR B. ÁGÚST 1993
37
TERRACINABRÉF
Fávitar, fífl og vitleysingar
Blóts- og bannyrði þjóðar eru
rannsóknarverkefni út af fyrir sig.
Hvemig úthúðar maður öðrum,
hvaða orð velur maður? Og hvað
má af þessu marka um menningu
og hugarfar? Efnið býður upp á
lærðar vangaveltur og útlegging-
ar, en hér verður tekið á því á
öldungis ólærðan og óábyrgan
hátt.
Erum við ekki öll alin upp við
að það sé bannað að blóta og segja
ljótt og ussumsuss? Ég freistast
reyndar stundum til að nota orðið
„ansans“, sem er auðvitað fegr-
andi stytting úr „andskotans", en
þá áminnir sjö-áringurinn mig um
að maður megi ekki blóta. Með
bannorðum er meðal annars átt
við dónaleg orð, sem orð sem
snerta kynlífið á einhvern hátt.
Yfirleitt heyrast mér bann- og
blótsyrði lítið notuð í íslensku,
miðað við það sem ég heyri í ít-
ölsku, þó ég geri mér grein fyrir
að það sé kannski eitthvað upp
og ofan.
Eins og önnur rómönsk mál er
ítalska fima auðug af blóts- og
bannyrðum og ítalir nota þau í
tíma og ótíma. Reyndar er áber-
andi að karlmennirnir em mun
iðnari við spunann en konurnar,
sem iðulega sussa á eiginmenn,
feður, syni, bræður, vini og félaga
þegar þeim hijóta slík orð af
munni. ítalskir kunningjar' mínir
spyrja mig stundum hvernig mað-
ur skammist á ísiensku. Eg hef
reynt að telja upp orð eins og fífi,
fáviti, heimskingi, vitleysingur,
asni, kjáni, kannski líka drullu-
sokkur og skíthæll... Það er svo
sem af nógu að taka, en ítalirnir
uppta bara öxlum og spytja hvað
við segjum ef við verðum reglu-
lega reið og viljum móðga viðkom-
andi. Þá rekur mig í vörðurnar.
Mér þætti nú nokkuð að kalla ein-
hvern þessum nöfnum í alvöru (en
ekki bara í sætlegum gælutón),
en sé í hendi mér að í eyrum ít-
ala hljóma þessi orð eins og hrein-
ustu blíðyrði, miðað við hvers
konar orðum þeir hósta upp, þeg-
ar hitnar í ítölsku kolunum.
ítalskir viðmælendur mínir eiga
erfitt með að ímynda sér að nokk-
urt mál geti verið svona ger-
sneytt almennilegum blóts- og
bannyrðum eins og ég segi ís-
lenskuna vera, svo þeir hafa haft
mig grunaða um að vera óeðlilega
prúða og teprulega. Það hljóp því
á snærið hjá mér í vetur, þegar
ég sá ítalska mynd í íslenska sjón-
varpinu. Myndin var um ungt fólk
í núinu. Ungu mennirnir voru
auðvitað stöðugt með blóts- og
bannyrði á vörum, en í íslensku
þýðingunni töluðu allir þessi klúr-
yrtu ítalir algjört sunnudaga-
skólamál.
„Testa di catzo“, sem þýðir
„typpislaus“ (og þar sem „catzo“
er mjög gróft) var þýtt sem þorsk-
haus, „stronzo" sem er líka mjög
gróft og þýðir skítur eða kúkur,
var þýtt sem kjáni, „un
rompicoglione" þýðir orðrétt sá
sem eyðileggur eistun, hreðja-
bijótur mætti kannski segja, en
það var þýtt sem „sá sem lýðum
er leiðastur“ og merkingin er ein-
mitt sú, en um leið hljómar þetta
eins og fegursta gullaldarmál. Um
einhvern var sagt að hann hefði
„facca como culo“, andlit eins og
rass, þar sem orðið fyrir rass er
mjög gróft og það var þýtt sem
apaandlit. En ég var öldungis
sammála þýðandanum. Það er al-
veg vonlaust að nálgast ítölsku
orðin öðru vísi en með íslenskum
umyrðingum, sem óhjákvæmileg-
ar verða broddlitlar. Daglegur
orðaforði íslenskunnar er einfald-
lega sárasnauður af orðum af
þessu merkingarsviði. Eftir þetta
get ég skemmt ítölskum viðmæ-
lendum með því að leyfa þeim að
heyra hvernig íslendingar bera-sig
að.
Hið hreinlífa mál
Þetta undarlega kynþrungna
skammyrðaúrval, séð með ís-
lenskum augum, á sér sína eðli-
legu skýringu í kaþólskunni. Nátt-
úrufíðringurinn verður ekki svo
auðveldlega barinn niður, hvorki
með hótunum um helvíti né loforð-
um um paradís. Það ku víst fátt
mergjaðra og _ klámfengnara en
munkaspaug. í bókinni „Kristur
staðnæmdist í Eboli“ sem fjallar
um lífið á fjórða áratugnum í
fjallahéraði á Suður-ítalíu, segir
höfundurinn Carlo Lecy frá fund-
um sínum við fyrrverandi munk,
sem hafði afskaplega gaman af
því að segja gamansögur. Þær
voru svo „munkslegar“ og blaut-
legar að Levy treysti sér ekki einu
sinni til að gefa dæmi um þær
saklaustustu í frásögn sinni.
Eins og sjá má af handahófs-
kenndu samsafni íslenskra
skammaryrða þá er íslendingum
vitsmunirnir ofarlega í huga, þeg-
ar þeir reiðast, því mörg skamm-
aryrðin ganga út á að frýja við-
komandi vits, meðan þau ítölsku
eru öll undir beltisstað. Danir og
Þjóðveijar nota gjarnan einhvem
skítahugtök, þegar þeir skamm-
ast, það er að segja nota einhver
orð fyrir skít og þá yfírleitt í
merkingunni saur. Þarna kemur
íslenskan alveg á skjön, því skarn,
sem merkir saur, er líka notað sem
gæluyrði, skarnið mitt. Og orðið
rassgat er einnig notað sem gælu-
yrði, til dæmis er talað um sæt
böm sem óttalegt rassgat. Reynd-
ar fínnst mér að ég hafi langoft-
ast heyrt konur nota þetta gælu-
yrði, enda alþekkt að orðfæri
karla og kvenna er ekki að öllu
leyti eins. Þessi gæluyrði hljóma
undarlega í ítölskum eyrum, mjög
undarlega.
Auðvitað er mjög freistandi að
draga ályktanir um þjóðareðlið
af skammaryrðanotkun þjóðanna.
Ég hef lengi haft þá skoðun að
Islendingar væru ákafír gáfna-
dýrkendur og það að svo mörg
skammaryrði gangi út á gáfna-
skort renna stoðum undir það.
íta-lir eru þekktir fyrir yfirþyrm-
andi áhuga á kynferðismálum,
enn er það kaþólskan, forboðnir
ávextir bragðast best og allt það,
en þar skiptir þjóðinni í tvö hom.
Annars vegar kvenfólkið, sem á
helst ekki að nota gróf skammar-
yrði og gerir það lítið. Hins vegar
karlmennirnir og um þá gildir
væntanlega að það sem huga er
næst, er tungunni tamast. En á
einhvern hátt og einhvers staðar
hlýtur þjóðin nú samt að samein-
ast um áhugann, þó það skipti í
tvo horn með grófyrði.
Nú hef ég gmn um að íslend-
ingar hafi ekki alltaf verið svona
penir og prúðir og látið eins og
þeir vissu ekkert af líkamanum
undir beltisstað og íslenskan ekki
alltaf verið svona hreinlíft mál. í
íslendingasögunum er töluvert af
ummælum, sem vísa í kynferðis-
lega átt, þó nútíma lesandi átti
sig ekki alltaf á skírskotuninni,
en samkvæmt þeim hugsuðu land-
ar okkar forðum líkara ítölum og
notuðu kynþrungin orð til að
móðga og svívirða. Orðin „ragur“
og „argur“ vísa í átt að kynvillu,
en hefur fengið saklausari merk-
ingu. Og „rassragur" er gróft
skammaryrði, en lesandanum er
látin efír nánari útlegging. Reynd-
ar hef ég heyrt íslenska krakka
kalla hvert annað homma, svo
kannski að íslenskan sé að kyn-
væðast á ný. Og hóruungi er auð-
vitað til, en miðað við hve hlut-
fall óskilgetinna bama er hátt á
íslandi og hefur lengi verið, þá
hljómar orðið fremur sem þýðing
en íslensk frumhugsun.
Hvað eiga kaþólskan og
hreintungustefnan
sameiginlegt?
Nú eru dæmin hér að ofan tek-
in úr ítölsku sem vegna kaþólsks
bakgrunns er sérlega kynþrungið
mál. En einnig miðað við dönsku
er íslenskan íjarska hreinlíft mál,
sem er örugglega málfræðinni að
kenna ... eða þakka. Hreintungu-
stefnan hefur ekki aðeins hreinsað
burt flámæli, dönskuslettur og
önnur síðari alda fyrirbæri, sem
ekki eru í samræmi við gullaldar-
málið, heldur einnig gert íslensk-
una að fjarska kynlausu máli og
örugglega kynlausara máli en hún
áður var. Málið hefur verið svo
stranglega vaktað, innblásið af
hreinlífisstefnunni, sem ríkti þeg-
ar hreintungustefnan varð sjálf-
stæðismál, að allt vafasamt og
tvírætt hefur verið strokað burt
úr skólabókaíslenskunni, sem við
tölum öll að meira eða minna leyti.
Og þar með hefur kynlífíð verið
fellt undir læknisfræðiorðaforða.
Onnur orð eru bara klám til að
pukrast með. Ekki svo að skilja
að mér sé uppsigað við hrein-
tungustefnuna, öðru nær, en hún
hefur bara því miður þessar ófyr-
irséðu aukaverkanir.
Þar með hefur hreintungu-
stefnan haft sömu áhrif á íslenskt
hugarfar og kaþólskan á hið ít-
alska, nefnilega gert umræður um
kynferðismál hálfgert vandræða-
mál. ítalir bregða sér undan oki
kaþólskunnar með því að syndga
smávegis í orðafari, en við eigum
okkur enga útgönguleið, þar sem
málið liggur í málinu ...
Sigrún
Davíðsdóttir
LJósmyndarinn Jóhannes Long
HJÓNABAND. Þann 17. júlí sl.
voru gefin saman í hjónaband í
Dómkirkjunni af sr. Hjalta Guð-
mundssyni, Anna MargrétThorodd-
sen og Ólafur Ólafsson. Heimili
þeirra er í Umea í Svíþjóð.
Ljósin. Sigr. Bachmann
HJÓNABAND. Þann 3. júlí voru
gefin saman í hjónaband í Dóm-
kirkjunni af séra Karli Sigurbjöms-
syni Elfa Björk Guðnadóttir og
Einar Farestveit. Heimili þeirra er
á Kvisthaga 14, Reykjavík.
Ljósmyndastofan Nærmynd
HJÓNABAND. Þann 10. júlí sl.
voru gefín saman í hjónaband í
Fríkirkjunni í Hafnarfírði af sr.
Einari Eyjólfssyni, Fanney Hall-
dórsdóttir og Kristmundur Birgis-
son. Heimili þeirra er í Álftahólum
6, Reykjavík.
Ljósmyndastofan Nærmynd
HJÓNABAND. Þann 10. júlí sl.
voru gefín saman í hjónaband í
Laugarneskirkju af sr. Guðmundi
Karli Ágústssyni, Guðbjörg Jens-
dóttir og Ragnar Antonsson. Heim-
ili þeirra er í Furugrund 58, Kópa-
vogi.
Ljósmyndarinn Jóhannes Long
HJÓNABAND. Þann 17. júlí sl.
voru gefín saman í hjónaband í
Háteigskirkju af sr. Frank M. Hall-
dórssyni, Guðrún Mjöll Róbertsdótt-
ir og Arnar Skúlason. Heimili þeirra
er að Dalshrauni 5, Hafnarfirði.
UTSALAN HEFST A MORGIIN
20 - 60% AFSLÁTTUR
OPNUM STUNDVÍSLEGA KL. 9
»hummet í
SPORTBÚÐIN
Armúla 40 Símar 813555 og 813655
Iþróttaskór, iþróttagallar, bolir, sundfatnaður, dúnúlpur, regnfatnaður ofl.