Morgunblaðið - 14.08.1993, Page 1

Morgunblaðið - 14.08.1993, Page 1
56 SIÐUR LESBOK/C 181. tbl. 81. árg. LAUGARDAGUR14. ÁGÚST 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Leitað í hótelrústum FRÁ björgunarstörfum við hótel sem hrundi til grunna í tælenska bænum Nakhon Ratchasima í gær. Óttast var að á annað hundrað manns hefðu farist en 270 mönnum hafði verið bj'argað lifandi úr rústunum og talið var að þar væri fleiri að finna á lífi. Ástæður slyssins eru óljósar en margsinnis hafði verið byggt ofan á húsið og var verið að ljúka framkvæmdum við eina hæð til viðbótar er hótelið hrundi. Sjá „Rúmlega 100 farast þegar hótel hrynur“ á bls. 18. Frásögn danska dagblaðsins Politiken Leynileg olíu- leit við Rockall Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunbiaðsins. DANSKA stjórnin hyggst nú reyna að flýta rannsóknum á Rock- all-svæðinu, en gerir það á bak við tjöldin, þar sem enn hefur ekki verið skorið úr um hverjum klettaeyjan tilheyri. Áhuginn á svæðinu hefur aukist eftir að fram komu vísbendingar í vor um olíu á svæðinu. Af hálfu íslendinga hafa ekki verið neinar viðræð- ur um eyjuna undanfarin ár. Danska blaðið Politiken hefur upplýst að Jann Sjursen orkumála- ráðherra hafi leynilega sótt um aukaíjárveitingu frá fjárveitinga- nefnd danska þingsins upp á sem samsvarar rúmlega 25 milljónum íslenskra króna. Færeyska land- stjórnin leggur til rúmlega tíu milljónir og dönsk jarðfræðistofn- un 35 milljónir til nýrra jarðfræði- rannsókna. Af hálfu ráðuneytisins er sagt að umsóknin hafi verið leynileg til að skaða ekki danska hagsmuni í samningaviðræðum við Breta vegna Rockall. Aukinn áhugi Áhuginn á Rockall-svæðinu hef- ur stóraukist eftir að olíufélögin BP og Shell fundu stórt olíusvæði um 40 kílómetra suðaustur af Færeyjum í vor. Áætlað er að svæðið sé töluvert gjöfulla en allt danska Norðursjávarsvæðið. Haukur Ólafsson, sendiráðu- nautur í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn, sagði í viðtali við Morgunblaðið að ekkert nýtt væri að frétta af viðræðum íslendinga við Dani og Breta vegna Rockali, en kröfur þjóðanna þriggja, auk Ira, til Rockall stæðu enn. Fyrir þremur árum hefðu verið tvíhliða viðræður í Reykjavík við Dani vegna svæðisins og einnig hefðu verið fundir í Bretlandi. ------♦ ♦ ♦ Svarti dauði enn á kreiki Rússar lýsa yfir andstöðu sinni við loftárásir á Serba Moskvu, Genf, Sariyevo, Dublin. Reuter. RÚSSAR tilkynntu í gær að þeir vildu hvergi koma nærri loft- árásum á stöðvar Serba í Bosníu en ynnu sjálfir að því að finna lausn á deilunni eftir pólitískum leiðum án þess að grípa til hót- ana. Sáttasemjararnir Owen lá- varður og Thorvald Stoltenberg ákváðu í gær að fresta friðarvið- ræðum í Genf fram yfir helgi. Gefst þá Bosníu-Serbum ráðrúm til að flytja síðustu hermenn sína frá mikilvægum hæðum við Sarajevo. „Frumkvæði sem felst í því að gera loftárásir á stöðvar Bosníu- Serba getur tæpast talist pólitískt frumkvæði, þó svo að bandarískir embættismenn segi það hafa verið gert til þess að fá Serba til að breyta afstöðu sinni,“ sagði Míkhaíl Demúrín, talsmaður utan- ríkisráðuneytis Rússlands, í gær. Rússar hvöttu til þess á þriðjudag að leitað yrði friðsamlegra lausna á Bosníudeilunni en Serbar eru hefðbundnir bandamenn þeirra meðal slavneskra þjóða. „Ömurlegt" Svíar og Bretar ætla að taka við tugum særðra Bosníumanna. írskur skurðlæknir sagði í gær að tilboð þarlendra stjómvalda um að taka við fimm slösuðum börnum frá Bosníu væri „ömurleg láta- læti“, bjarga þyrfti mun fleira fólki. „Okkur ber skylda til, sem kristinni þjóð, að sinna björgunar- starfi með því að koma miklum fjölda fórnarlamba stríðsins undir læknishendur, þrátt fyrir að álagið á heilbrigðiskerfið hjá okkur sé mikið,“ sagði læknirinn. Líðan Irmu Hadzimuratovic, 5 ára gamallar bosnískrar stúlku sem var flutt til London, hafði lít- ið breyst í gær. Læknar segja hana enn í lífshættu og telja lík- legt að hún verði það næstu daga. Moskvu. Reuter. GREINST hefur svarti dauði í konu i Kazakhstan og er talið að hún hafi smitast af héra sem eiginmaður hennar veiddi. Einkenni veikinnar, sem varð tugmilljónum að bana á miðöldum, eru mikill hiti, kuldaskjálfti, bólgur og blæðingar. Hún er einn margra sjúkdóma sem taldir voru að mestu úr sögunni en greinst hafa á ný í löndum gömlu Sovétríkjanna. Mal- aría færist enn í vöxt í Moskvu og segja yfirvöld að moskítóflugumar, sem dreifa sýkinni, dafni vel í um 10.000 vatnsbólum í og við borgina. EB krefst aðgerða til að koma í veg fyrir ofveiði fiskistofna Bresk þíngnefnd leggur til kvótakerfi með gialdtöku T.nndnn Finnneiiil Timn« Roidor London. Financial Times, Reuter. NEFND breskra stjórnmálamanna úr öllum flokkum tjáði ríkis- stjórninni í gær að það myndi hafa slæm áhrif á sjávarútveg landsins ef umdeildar áætlanir um verndun fiskistofna á veiði- svæðum sem heyra til ríkjum Evrópubandalagsins (EB) yrðu að veruleika. Áætlanir um takmarkanir á fjölda veiðidaga væru „óþarflega harkalegar" og aðgerðirnar, sem stjórnin hugðist láta taka gildi 1. janúar, stefndu tilvist útvegsins í voða. „Hætt er við að fjárhagsgrund- völlur fiskiskipaflota Bretlands hrynji,“ segir í áliti nefndar- manna. Stjórnvöld vilja að veiðar verði takmarkaðar við 80 daga á ári, til samræmis við samþykkt EB um að veiðigeta Breta verði skorin niður um 19%. Öll skip yfír tíu metrar að lengd verða háð þessum ákvörðunum. Tæpur helmingur af niðurskurðinum, 8‘/2%, á samkvæmt hugmyndum stjómvalda að nást með takmörk- un veiðidaga en afgangurinn með því að úrelda skip. Tvíþöett kerfi Þingmannanefndin leggur til að í staðinn fyrir sóknarmark skuli tekið upp tvíþætt kerfi. í fyrsta lagi verði um að ræða heildarveiðikvóta fyrir hverja físktegund sem síðan verði deilt niður á flotann. Kvóti hvers skips verði framseljanlegur. Útgerðir yrðu í upphafi að kaupa kvóta af yfírvöldum, hugsanlega á upp- boði, og gætu notað hann sjálfar eða selt öðrum. í öðru lagi, segir í forystugrein dagblaðsins Fin- ancial Times, bendir nefndin á að hagnað af kvótauppboðum megi nota til að fjármagna að hluta til úreldingu skipa þeirra aðila sem ekki treysti sér til að halda áfram útgerð. Stjómvöld gætu dregið úr afkastagetu flot- ans með því að kaupa sjálf kvóta. Nefndin sagði einnig að hug- mynd stjórnvalda um að verja 25 milljónum punda, nær 2.700 millj- ónum króna, til að kaupa báta út úr útgerðinni á þriggja ára tímabili væri „hálfvelgjuleg" og ófullnægjandi. í forystugrein Financial Times segir að útgerðarmenn muni vafalaust bregðast illir við þeim umskiptum að þurfa að greiða fyrir veiðiheimildir sem þeir hafí áður fengið fyrir ekki neitt. Hins vegar megi draga úr óánægjunni með rausnarlegri áætlun um úr- eldingu; slíkt kerfi gæti líkt og í Ástralíu og á Nýja Sjálandi dreg- ið úr ofveiði og aukið tekjur þeirra sem eftir yrðu í atvinnugreininni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.