Morgunblaðið - 14.08.1993, Síða 2

Morgunblaðið - 14.08.1993, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 32. þing Sambands ungra sjálfstæðismanna sett í gær í Hveragerði Fj ölmennasta þing frá upphafí 32. ÞING Sambands ungra sjálfstaeðismanna var sett í gær. Um er að ræða stærsta þing í sögu SUS en atkvæðisrétt eiga 463 fulltrúar. Formaður SUS setti þingið og forsætisráðherra ávarpaði það ásamt formönnum félags ungra sjáifstæðismanna í Hveragerði og á Selfossi þar sem þingið er haldið. Davíð Oddsson -forsætisráð- herra sagði í ræðu sinni að SUS hefði haft meiri áhrif á störf og stefnu stjómmálalífs í landinu en nokkur önnur sambærileg samtök á íslandi. „Ég treysti því og trúi að þau störf sem þetta sambandsþing mun vinna að verði öflug og traust í þágu Sjálf- stæðisflokksins. Ég veit að þing- ið leggur áherslu á það að flokk- urinn muni ekki kaupa sér stund- arfrið í þeirri baráttu sem fram- undan er. Miklu fremur mun ungt sjálfstæðisfólk kjósa að menn haldi stefnu sinn, bugist ekki eða gefíst upp og muni þá njóta þess árangurs sem menn hljóta réttilega þegar upp er staðið," sagði Davíð Oddsson. Hafna kvabbi á ríkinu Yfírskrift þingsins er „Úr viðj- um ríkisafskipta". Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður SUS, sagði það hafa verið helsta verk- efni ríkisstjórnarinnar undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins að leysa íslenskt þjóðlíf úr viðjum ríkisrekstrar og stjórnlyndis. í þeirri baráttu hefðu komið við sögu margar hugmyndir sem orðið hefðu til í herbúðum ungra sjálfstæðismanna og síðan verið bomar fram til sigurs á vett- vangi Sjálfstæðisflokksins. Hann nefndi þar á meðal hugmyndir um einkavæðingu. „Við sjálfstæðismenn höfum hafnað þessu kvabbi á ríkinu. Við vitum eins og er að engin verðmætasköpun fer fram í þessu landi nema á vegum kraft- mikilla og duglegra einstaklinga úti í atvinnulífínu. Aðeins þangað er hægt að sækja þann auð sem mun standa undir velferð í land- inu. Ef þorskurinn bregst og álið Morgunblaðið/Bjami Skráning á SUS-þing FULLTRÚAR á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna skrá sig á þingið á Hótel Örk í Hveragerði í gær. selst ekki þýðir ekki að leita á náðir ríkisvaldsins og biðja um erlend lán. Það þarf að fínna ný sóknarfæri fyrir íslenskt at- vinnulíf og það er hlutverk ungs hugmyndaríks fólks að benda á nýjar leiðir, losa þjóðfélagið úr viðjum vanans og ýta undir ein- staklingsframtak og bjartsýni," sagði Guðlaugur dag hefjast nefndarstörf þingsins og lögð verður fram skýrsla stjórnar. Nefndarstörf- um verður haldið áfram á sunnu- dag en eftir hádegi þann dag verður gengið til formannskosn- inga. Tveir em í framboði, þeir Guðlaugur Þór Þórðarson, nú- verandi formaður, og Jónas Fr. Jónsson, lögfræðingur. Ásakanir á hendur Eðvald Hinrikssyni um meinta stríðsglæpi hans Ríkissaksóknari fyrirskip- ar opinbera rannsókn RLR HALLVARÐUR Einvarðsson ríkissaksóknari hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á ásökunum á hendur Eðvald Hinrikssyni, áður Evald Mikson, um stríðsglæpi. Rannsóknarlögreglu ríkisins verður falin rannsókn málsins, í samvinnu við ríkissaksóknara- embættið. í tilkynningu frá rikissaksóknaraembættinu kemur fram að fyrir rúmum mánuði hafi verið gerðar sérstakar ráðstaf- anir til að að afla frekari málsgagna erlendis frá. Jónatan Þórmundsson lagapró- fessor var í vor skipaður til þess sérstaklega að kanna mál Eðvalds á vegum embættis ríkissaksókn- ara. Jónatan sagði í samtali við Morgunblaðið að sú ákvörðun að efna til opinberrar rannsóknar væri tekin á grundvelli allra þeirra gagna, sem fyrir lægju í málinu, bæði þeirra sem embættið hefði aflað sér sérstaklega og þeirra, sem þegar hefðu legið fyrir. Mikið af gögnum bætzt við Nefnd ríkisstjómarinnar, sem skipuð var til að skoða íslenzk lagaákvæði um þá glæpi, sem Eðvald var sakaður um, komst að þeirri niðurstöðu í fyrrahaust að gögn málsins væru óljós og óviss og gæfu ekki tilefni til opinberrar rannsóknar hér á landi. Jónatan var spurður hvort ákvörðun ríkis- saksóknara nú væri ekki endur- skoðun á því áliti. Hann sagði að hlutverk nefndarinnar hefði eink- um verið að gera grein fyrir laga- ákvæðum. „Eg tel því að hér sé einkum um að ræða framhald á þeirri vinnu. Jafnframt er rétt að hafa í huga að mikið af gögnum barst eftir að nefndin lauk störf- um. Meðal annars fór Wiesenthal- stofnunin á stjá og forstöðumaður- hennár kom hingað með gögn. Hann hefur síðan sent forsætis- ráðuneytinu gögn öðru hvequ, þannig að mikið hafði bætzt við áður en við fóram að rannsaka málið fyrir alvöra,“ sagði Jónatan. „Meginatriðið er að við reynum nú að afla allra gagna, sem skipta máli til að komast til botns í því hvort um sekt er að ræða eða sakleysi," sagði Jónatan. „Við fögnum öllum gögnum, í hvora áttina sem er, og höfum meðal annars hvatt þá feðga, Atla Eð- valdsson og föður hans, til að at- huga hvort þeir hafí einhver gögn sem skipta máli.“ Rannsókninni hraðað eins og kostur er Jónatan sagði erfítt að segja til um hvað rannsóknin myndi taka langan tíma. Rannsóknarlögreglu- maður myndi nú væntanlega koma að málinu með sér og hann þyrfti tíma til að setja sig inn í málið. „Ég held að við getum lofað því að við munum hraða rannsókninni eins og kostur er, en það fer með- al annars eftir því hvemig okkur gengur að afla gagna erlendis frá og hversu samvinnufúsir aðilar era þar,“ sagði Jónatan. Bogi Nilsson, rannsóknarlög- reglustjóri ríkisins, sagði að frétta- tilkynning saksóknara væri það, sem lægi fyrir á þessu stigi'máls- ins og taldi ekki ástæðu til að svara frekar spurningum um framkvæmd rannsóknarinnar. Fjárlagagerðin Tillögiir fyr- irríkisstjóm í næstu viku VINNA við gerð fjárlagafrum- varps stendur nú sem hæst en að undanförnu hafa farið fram við- ræður á milli fjármálaráðuneytis- ins og annarra ráðuneyta um ein- stakar niðurskurðartillögur. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins stefnir fjármálaráðherra að því að geta Iagt frágengnar tillögur sínar um útgjaldahlið frumvarpsins fyrir ríkisstjórnar- fund næstkomandi þriðjudag. Gert er ráð fyrir veralegum niður- skurði í einstökum ráðuneytum og ýmsum breytingum á skipulagi og stofnunum. Eftir að ríkisstjórnin setti sér markmið um niðurskurð útgjalda hafa einstök ráðuneyti unn- ið að tillögugerð um hvernig þau hyggjast halda útgjöldum næsta árs innan rammans. A síðustu dögum hafa svo farið fram viðræður á milli ráðherra um einstakar hugmyndir og er reiknað með að þeirri vinnu verði haldið áfram yfir helgina. » ♦ ♦---- Sjónvarpið með frétta- tengdan þátt SJÓNVARPIÐ ætlar í haust að byija með fréttatengdan þátt og verður hann sýndur fjórum sinn- um í viku á undan kvöldfréttum. Sigurður G. Valgeirsson verður ritstjóri þáttarins og segir hann að þátturinn verði með blönduðu ívafi, þar sem m.a. verði fjallað um fréttatengt efni og listir, þó ekki verði fréttir í sjálfum þætt- inum. Útvarpsráð samþykkti nú í sum- ar vetrardagskrá Sjónvarpsins og var þessi þáttur með í þeirri dag- skrá. Sigurður segir að þátturinn komi til með að vera eitthvað lengri en kvöldfréttatími Sjónvarpsins, en verið sé að móta þáttinn og því séu enn einhver óvissuatriði. dag Flensa á leiöinni Skæð inflúensa væntanleg til landsins upp úr áramótum 4 Fyrrum Sovétríki Dularfullt morð staðfestir umsvif CIA í Georgíu 19 Góð byrjun Islenska landsliðið í handknattleik sigraði lið Norðrpanna og Svía í fyrstu leikjunum á Norðurlanda- móti 21 árs og yngri 39 Leiðuri Afkoma fyrirtækja 20 JHoreutdíIoMt) BBr. ,iiaBa "C- Lesbók ► Skáldið Elizabeth Bishop- Maríukvæðið Milska - Hug- myndasagan og aldarlokin - Síð- asta vígi vestursins - Yfirstéttin snýst gegn eigin samfélagi. Menning/listir ► Tolli í Kringlunni - Ámi Tryggvason og Rúrik Haraldss- son - Tónleikar; á Klaustri og í Skálholti, Gerðubergi og Lista- safni Sigurjóns - Hólahátíð Eðvald Hinriksson um opinbera rannsókn Hvergi hræddur við niðurstöður Tökum þessum fréttum fagnandi, segir Efraim Zuroff EFRAIM Zuroff, forstöðumaður Simon Wiesenthal-stofnunarinn- ar í Jerúsalem, segist fagna mjög ákvörðun ríkissaksóknara um að efna til opinberrar lögreglurannsóknar á sakargiftum á hend- ur Eðvald Hinrikssyni. Wiesenthal-stofnunin hefur sakað Eðvald um alvarlega glæpi gegn gyðingum í Eistlandi í seinni heimsstyij- öld og margsinnis krafizt opinberrar rannsóknar og réttarhalda í máli hans. Eðvald Hinriksson kvaðst í samtali við Morgunblaðið hvergi hræddur við niðurstöður rannsóknarinnar. „Gyðingar spila við mig fótbolta. Þeir segja að sókn sé besta vömin. Þeir gleyma bara því, að ég var eistneskur landsliðsmarkmaður,“ sagði hann. „f 53 ár hafa þeir reynt að gera mér illt og ég svara fyrir mig.“ „Þú ert fyrstur til að segja mér þetta og ég verð að segja að þetta era frábærar fréttir,“ sagði Efraim Zuroff í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. „Þetta er jákvætt skref, sem við tökum fagnandi, og nú hlökkum við bara til næsta skrefs í málinu, sem hlýt- ur að vera réttarhöld. Við teljum að rannsóknin eigi að vera hröð og skilvirk, í ljósi þeirrar stað- reyndar að tíminn sem líður færir Mikson aðeins degi nær því að sleppa undan réttlætinu." Zuroff sagðist álíta að nú ætti að handtaka Eðvald. „Ég myndi halda að maður, sem er granaður um morð, ætti að fara í fangelsi," sagði hann. „Við fögnum engu að síður þessari ákvörðun, við von- umst eftir réttarhöldum fljótlega og við fögnum því að Mikson skuli vera gerður ábyrgur fyrir hinum hryllilegu glæpum, sem hann framdi.“ Tilviljun? Zuroff sagði að það væri ein- kennileg tilviljun, fyrst ákveðið hefði verið 10. ágúst að hefja opin- bera rannsókn, að fréttatilkynning saksóknaraembættisins kæmi út hinn 13. „í gær [12. ágúst] sendu 85 ísraelskir þingmenn forsætis- ráðherranum ykkar bréf og Peres kemur til íslands á þriðjudaginn. Hvílík tilviljun! Vegir sögunnar eru órannsakanlegir," sagði Efraim Zuroff.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.