Morgunblaðið - 14.08.1993, Side 4

Morgunblaðið - 14.08.1993, Side 4
I 4 MORGUNBLAÐIÐ IAUGARDÁGUR114. ÁGÚSt 1993 Skæð inflúenza væntanleg til landsins upp úr áramótum Landlæknisembættið þegar gert ráðstafanir LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ gerir ráð fyrir því að skæð inflú- enza, sem nefnd hefur verið Peking-flensan, kunni að berast til íslands um eða upp úr áramótum. Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir segir að þegar hafi verið gerðar viðeigandi ráðstafan- ir. Lyfjaverslun ríkisins hefur verið falið að kaupa bóluefni, sem þróað hefur verið og verði tiltækt í haust þegar hefðbundnar bólusetningar fari fram. Hann hvetur fólk eldra en sextugt, hjarta- og lungnasjúklinga, sjúklinga með bilun í ónæmiskerfinu og starfsmenn í heilbrigðisþjónustu að láta bólusetja sig. „Embættið hefur þegar brugðist við fréttum um skæða inflúenzu, sem að öllum líkindum berst til Evrópu í haust,“ sagði Matthías. „Ég hef í samráði við Þór Sigþórsson, for- stjóra Lyfjaverslunarinnar, gert ráð- stafanir til að panta bóluefni, sem verður tiltækt áður en flensan berst til landsins. Pöntunin var meiri en venjulega vegna þess hve skæð hún er talin vera.“ „Ég tel þó ekki ástæðu til að ætla að flensan nái sér verulega á strik,“ sagði Matthías. Hann bendir á að hingað komi infiúenzur árlega og því séu heilbrigðisyfirvöld vel í stakk búin að taka á móti þessari flensu þó skæð sé. „Inflúenzur hafa sjaldnast orðið skæðar hér á landi en ástæður þess eru m.a. þær að á hveiju ári eru tugir þúsunda íslend- inga bólusettir. Á síðustu tveimur árum hafa að jafnaði 40 þúsund skammtar verið notaðir til bólusetn- inga. Ég tei að í engu landi láti hlut- fallslega fleiri bólusetja sig.“ Ákveðnir hópar mæti til bólusetningar Matthías segir að heilbrigðisþjón- ustan muni að venju auglýsa bólu- setningarátak í haust. Sérstök til- mæli muni fylgja með, þar sem fólk í ákveðnum hópum verður hvatt til að láta bólusetja sig. í fyrsta lagi segir Matthías mikilvægt að fólk með langvinna hjarta- og lungna- sjúkdóma fái bóluefnið og ennfremur sjúklingar með minnkaða mótstöðu gegn sýkingu. Þá séu allir íslending- ar 60 ára og eldri hvattir tii að mæta til bólusetningar. Loks sé ætlast til þess að starfsmenn í heil- brigðisþjónustu geri hið sama. Hann tékur það fram að allir geti fengið bólusetningu og það gerist æ algengara að fyrirtæki og stofnanir mælist til þess við starfsmenn sína að þeir láti bólusetja sig og greiði jafnvel allan kostnaðinn. I/EÐURHORFUR í DAG, 14. ÁGÚST YFIRLIT: Um 300 km suðsuðvestur af Hornafirði er 982 mb lægð sem þokast austur og síðan norðnorðaustur. SPÁ: Norðan- og norðaustanátt, víða stinningskaldi, en sumstaðar að- eins kaldi. Á annesjum norðan- og austanlands má búast við skúrum, en bjartviðri um sunnnanvert landið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Fremur hæg norðan- og norðvestanátt Skúrir á Norðausturlandi, en þurrt og víðast léttskýjað sunnanlands og -vest- an. Hiti 4 til 14 stig, hlýjast sunnanlands. HORFUR Á MÁNUDAG OG ÞRIÐJUDAG: Sunnan- og suðvestangola eða kaldi. Skýjað og sumsstaðar dálítil rigning um sunnan- og vestan- vert landiö, en þurrt og víðast léttskýjað norðanlands og austan. Hlýn- andi veður. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. ö ▼ Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað * / * * r r * r Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað * V V V Skúrír Slydduél B $ Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaörimar vindstyrk, heil fjööur er 2 vindstig.^ 10° Hitastig v Súld = Þoka itig-. FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Þjóðvegir landsins eru allir í ágætu ásigkomulagi og ágætlega greiðfær- ir. Þá er einnig búið að opna flesta vegi um hálendið en þó eru vegir eins og um Stórasand, i Þjófadali, í Hrafntinnusker og Gæsavatnaleið ennþá ófærir. Hálendisvegir eru yfirleitt ekki færir venjulegum fólksbilum nema vegur um Kaldadal og vegur í Landmannalaugar. Víöa er unnið við vegagerð og eru vegfarendur af gefnu tilefni beðnir að lesa þær merking ar sem þar eru. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirllti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegageröin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tíma hltl veöur Akureyri 8 skýjað Reykjavik 11 léttskýjað Bergen 12 skýjaö Helsinkl 15 rigníng Kaupmannahöfn 18 skúr á sfð.klst. Narasarasuaq 10 skýjað Nuuk 6 vantar Osló 17 skýjað Stokkhólmur 15 skúrir Þórshöfn 10 rigningt Algarve 26 helðskfrt Amsterdam 18 léttskýjað Barcelona 28 léttskýjað Beriín 18 skýjað Chicago 21 þokumóöa Feneyjar 28 heiðskírt Frankfurt 21 léttskýjað Glasgow 17 skýjað Hamborg 15 skúr á síö.klst. London 20 léttskýjað Lo8 Angeles 18 skýjað Lúxemborg 17 léttskýjað Madríd vantar Malaga 27 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Montreal 20 skýjað New York 20 skýjað Orlando 25 léttskýjað Parfe 22 léttskýjað Madelra 23 léttskýjað Róm 30 léttskýjað Vín 28 léttskýjað Washington 22 þokumóða Winnipeg vantar Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Æfingar fyrir bj örgunarflug SÍFELLT berast fréttir af þyrlu Landhelgisgæslunnar, þegar hún er kölluð til þjörgunarstarfa, t.d. til að sækja sjúka eða slasaða sjómenn. í hveija för þyrlunnar fer m.a. einn læknir. Ef aðstæður eru góðar þá er læknirinn látinn síga niður í bátinn og börur og lækningataska. Vaktir læknanna eru sjötta hvern sólarhring og því þurfa sex læknar að vera í þjálfun. Þórgunnur Ársælsdóttir er einn læknanna sex sem nú eru á þyrluvakt og hún hefur í sumar hlotið þjálfun til að fara með þyrlunni í björgunarflug. Eftir að búið er að kenna læknunum handtökin mætir hver og einn á mánaðarlegar æfingar að sögn hennar. Þórgunnur hefur nýlokið við kandídatsárið sitt og er því eins og flestir læknarnir, sem fara í björgunarflug- ið, nýútskrifuð og ekki enn búin að sérhæfa^ sig. Á myndunum er Þórgunnur að síga um borð í varðskipið Óðin á einni æfing- unni. Yfirlæknir glasafrjóvgunardeildar Vel fylgst með frjó- semisaðgerðum hér „VIÐ framkvæmum svona frjósemisaðgerðir hér á Iandi en þá gefum við konum mjög litla hormónaskammta svo að svona geti ekki gerst og við fylgjumst vel með því að allt sé í lagi í svona meðferð,11 segir Jón Hilmar Alfreðsson, yfirlæknir glasafijóvgunardeildar Landsspítal- ans, en í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að dönsk kona gangi með níbura eftir að hafa gengist undir frjósemisaðgerð þar í landi. Jón Hilmar segir að áður en glasa- fijóvgun sé gerð, sé konum gefin hormónalyf til að auka egglos áður en glasafijóvgunin sjálf eigi sér stað. Þá sé einnig hægt að auka þessa lyfjagjöf og framkalla þannig egglos mjög kröftulega svo að mörg egglos verði samtímis. „Þetta virðist hafa verið gert í þessu tilfelli og svo er náttúran látin sjá um afganginn og því hefur ekki komið til glasafijóvg- unar. Það má kannski segja að þetta sé svolítil óheppni því líkurnar á því að þetta geti gerst eru litlar. Hins vegar hefur kannski verið farið dálít- ið óvarlega að,“ segir Jón Hilmar. Hann segir að þegar fijósemisað- gerðir voru fyrst að byija í heiminum upp úr 1950 hafi það verið vanda- mál hversu margir fjölburar fædd- ust. Lyfín hafi svo verið þróuð og skammtar minnkaðir til þess að reyna að komast í veg fyrir að mörg egg fijóvguðust í einu. Jón Hilmar segir að þegar glasa- fijóvgun sé gerð hér á landi séu oftast settir tveir, en aidrei meira en þrír, fósturvísar í leg konu. h \ I » I > i i i i i } i i f \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.