Morgunblaðið - 14.08.1993, Síða 13

Morgunblaðið - 14.08.1993, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 13 un á ákveðnu landsvæði með ráð- herrabréfí. Rök apótekara og lyfja- heildsala í málinu eru veik og snú- ast meira um verndun hagsmuna en faglega þætti. Það er athyglis- vert að í umsögn um frumvarpið, bæði frá lyfjafræðingum og Lækna- félagi Íslands, hefur ekkert komið fram um að dregið sé úr faglegum kröfum. Sú vitneskja hlýtur að vera mun mikilvægari fyrir alla heil- brigðisstéttina, en það hvort eignar- hald lyfjaverslunarinnar er í hönd- um Jóns apótekara eða Bónus. En það eru fleiri rök í málinu. Þannig hefur verið bent á að hagnaður sem apótekin hafa borið gegnum árin í skjóli einokunar hafí m.a. verið notaður til þess að byggja húsnæði undir læknastofur. Þessar læknastofur hafa verið boðnar læknum á verði sem verðugt fram- tak fjölda lækna um að byggja eig- in húsnæði, eins og t.d. í Domus Medica, Glæsibæ og Læknasetrinu, hefur ekki getað keppt við. Þama er um ójafna samkeppni að ræða. Á það hefur einnig verið bent að eðlilegra væri að apótekarar myndu skera niður í rekstri með því að selja slíkt húsnæði eða hækka leig- una, fremur en að stefna faglegri undirstöðu verslunar sinnar í óvissu með því að segja upp reyndum lyfja- fræðingum. Einnig hefur verið bent á að stað- setning margra apóteka er afleit þegar horft er á málið út frá sjónar- hóli sjúklinga. Allt frá því að hug- myndin um sérstakt læknahús kom fram í kringum 1960, hafa eigend- ur Domus Medica haft áhuga á því . að í húsinu væri apótek. Sá áhugi er enn til staðar í dag enda er apó- tek óaðskiljanlegur þáttur í þeirri heilbrigðisþjónustu sem verið er að byggja þar upp. En þrátt fyrir nokkrar tilraunir til þess að fá apó- tek í húsið síðustu ár og áratugi hefur það ekki tekist. Það hefur einhverra hluta vegna ekki fallið að hagsmunum núverandi kerfís. Þetta eru þijár mikilvægar rök- semdir í málflutningi þeirra sem -vilja að frumvarpið verði samþykkt. Einokun afnumin, hagnaður feng- inn í skjóli einokunar verði ekki notaður til að greiða niður húsnæði í samkeppni við aðra og staðsetning apóteka verði gefín fijáls. Þessi atriði, sem og svör við rök- semdum apótekara, eru efnisatriði þeirrar umræðu sem ætti að fara fram um frumvarpið. Hið sérstaka hagsmunasamband sem myndast milli apótekara og lækna í niður- sóknir yrðu endursendar, eins og gert hefur verið undanfarin ár. Þrátt fyrir þetta vantaði fullnægjandi upp- lýsingar frá mörgum skólum, eink- um um það hvernig staðið hefði ver- ið að auglýsingum. Til þess að flýta fyrir afgreiðslu mála var reynt að ná símasambandi við marga skólastjórnendur. Tókst það stundum en ekki alltaf þar sem skólum er lokað vegna sumarleyfa mislengi eða frá fjórum og upp í sjö vikur. Var því gripið til þess ráðs að senda skólameisturum öll erindi nefndarinnar bréflega. Á fundi nefndarinnar 14. júlí sl. voru af- greiddar allar hæfar umsóknir sem þá lágu fyrir. Ráðningamál Iðnskólans í Reykjavík Þegar undanþágubeiðnir höfðu borist frá Iðnskólanum í Reykjavík undir lok júnímánaðar varð ljóst að auglýsingar um lausar kennarastöð- ur í Lögbirtingablaðinu 30. apríl og 4. júní fullnægðu ekki skilyrðum laganna. Þar voru ekki auglýstar stöður í tilteknum kennslugreinum heldur auglýst eftir kennurum í „al- mennum greinum", „byggingagrein- um“, „málmiðngreinum", „rafíðn- greinum" og „þjónustugreinum". Umsækjendum var því ekki ljóst hvaða stöður þeir gætu sótt um og fór undanþágunefnd fram á að aug- lýst yrði að nýju þar sem ofangreind- ar upplýsingar kæmu skýrt fram. Þetta var tilkynnt í bréfí dags. 5. júlí sl. og umsóknir um undanþágur jafnframt endursendar. Stöðurnar voru svo auglýstar með fullnægjandi hætti í Morgunblaðinu 21. júlí, gef- inn umsóknarfrestur í eina viku, íjallað um umsóknir í skólanefnd IR Meira um „grín og klaufaveiki“ greiddu húsnæði er aðeins einn angi málsins. Gagnrýni þeirra sem hafa dregið þennan þátt fram í dagsljósið beinist fyrst og fremst að þeim óeðlilega þætti að apótek- arar geti notað hagnað sem fengin er gegnum einokunarkerfi á lyfja- dreifíngu til þess að keppa við aðra sem fjármagna starfsemi sína með eðlilegum hætti. T.d. hafa margir læknar í sameiningu lagt fram tugi milljóna króna af eigin fé í gegnum árin til uppbyggingar á Domus Medica, bæði til byggingar á hús- næði og kaupa á tækjabúnaði. Hið sama á sjálfsagt við um aðrar læknastöðvar. Þessir læknar hafa sparað hinu opinbera stórar upp- hæðir gegnum árin þegar tekið er mið af þeim svimandi tölum sem kostar að byggja og reka eina heilsugæslustöð. Það er því eðlileg krafa að framtaki þeirra séu ekki settar skorður með óeðlilegri sam- keppni. Hvorki frá apótekum né hinu opinbera. Ef apótekarar byggðu húsnæðið fyrir læknastofur með fjármunum sem þeir öfluðu gegnum eðlilega samkeppni væri tæplega hægt að gera nokkra athugasemd við það. Margir apótekarar hafa ef til vill áhuga á að byggja upp læknastöðv- ar einir sér eða í samvinnu við sjálf- stætt starfandi lækna, rétt eins og margir sjálfstætt starfandi læknar hafa sameinast um að gera víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. En þegar læknum er boðið húsnæði á vildarkjörum, þannig að húsnæðið beri ekki eðlilegan arð sem íjárfest- ing, jafvél með það að sjónarmiði að örva sölu í apóteki sem þegar nýtur einokunarverndar, þá eru all- ir hlutaðeigandi aðilar sem slíku máli tengjast komnir á hálan ís. Og þegar kerfið er þannig að apó- tekari sem nýtur einokunarverndar ríkisvaldsins getur fengið til sín lækna, en læknar sem byggja eigin húsnæði geta ekki fengið til sín apótek, þá hlýtur hver maður að sjá að eitthvað er að. Ekki hvað síst þegar haft er í huga, að upp- bygging læknastöðva á fyrst og fremst að taka mið af þörfum þeirra einstaklinga sem þangað leita. Hvað er þægilegast fyrir þá. Það vefst tæplega fyrir neinum hversu mikil þægindi það eru fyrir veikt fólk sem leitar til lækna að geta fengið úrlausn allra sinna mála á sama stað. Höfundur er framkvæmdastjóri Domus Medica 29. júlí og undanþágubeiðnir sendar undanþágunefnd samdægurs. Yfír verslunarmannahelgina var unnið úr umsóknum, þær afgreiddar á fundum undanþágunefndar 3. og 4. ágúst ásamt undanþágubeiðnum fjölmargra annarra skóla. Tilkynn- ingar um samþykktir nefndarinnar voru sendar starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytis jafnóðum og sér hún til þess að iaun verði greidd 6. þ.m. til þess að forða fólki frá frek- ari vandræðum. Það hefur reynst vandasamt að framfylgja sumum ákvæðum lög- verndunarlaganna, einkum í skólum með sérhæfða menntun, t.d. á sviði list- og starfsgreina. Nauðsynlegt er því að nefndin meti hvenær túlka beri einstök ákvæði með tilliti til sérstakra aðstæðna í skólum. Það gerir hún ef fyrir liggja skýrar og efnislega rökstuddar ástæður. í þvi erfiða atvinnuástandi er nú ríkir hér á landi, þar sem fleiri framhalds- skólakennarar eru á vinnumarkaðn- um en nokkru sinni fyrr frá gildis- töku Iaganna, skerpist krafan um að nefndin gegni eftirlitshlutverki sínu af samviskusemi og fag- mennsku. Sem betur fer dylst nú orðið fáum mikilvægi starfsmennt- unar kennara, ekki aðeins sérmennt- unar í kennslugrein heldur einnig menntunar í kennarafræðum, né heldur réttmæti þess að þeir hafi að öðru jöfnu forgang við stöðuveit- ingar sem hafa aflað sér tilskilinna starfsréttinda á viðkomandi sviði. Höfundur er deildarsérfræðingur í menntamAlaráðuneyti og formaður undanþágunefndar framhaldsskóla. eftir Brynjólf Sandholt Magnús Óskarsson, hæstaréttar- lögmaður og borgarlögmaður Reykjavíkurborgar, ritar enn eina skemmtigreinina í Morgunblaðið laugardaginn 7. ágúst sl., nú undir yfirskriftinni „Grín og klaufaveiki", en þar fer hann nokkrum vel völdum •orðum um innflutning sláturafurða og kröfur um sótthreinsun notaðs fatnaðar. Magnús hefur safnað bröndurum og skondnum fyrirsögn- um úr dagblöðum_ á undanförnum árum og gefíð út. Ýmislegt er hnitt- ið í þessu safni og hef ég skemmt mér við margt sem þar er birt. í upphafi greinarinnar skjöplast hæstaréttarlögmanninum í fræðun- um þegar hann vitnar í lög um gin og klaufaveiki frá 1928 sem reyndar hétu lög um varnir gegn því, að gin- og klaufaveiki og aðrir alidýrasjúk- dómar berist til landsins, en þessi lög eru ekki lengur í gildi. Lög þar sem sambærileg ákvæði er að fínna voru samþykkt á Alþingi í apríl sl. (Lög nr. 25/1993). Skýst þó að skír sé. Magnúsi er tíðrætt um innflutning á hráum eða lítt söltuðum sláturaf- urðum og í því sambandi vil ég segja frá atviki sem gerðist í Belgíu fyrir nokkrum árum og afleiðingum þess. Á árinu 1984 fór belgísk fjölskylda í vetrarleyfí til Spánar og tók með sér frá Spáni unnar kjötvörur þar með talið álegg eins og spægipylsu. Fjölskyldan neytti ekki alls sem hún tók með sér heim en til að ekkert færi nú til spillis voru leifarnar gefn- ar svínum nágrannans. í byijun febr- úar 1985 veiktust svínin af sjúkdómi sem reyndist vera afrísk svínapest, en það er skæður veirusjúkdómur sem ræðst eingöngu á svín. Belgísk heilbrigðisyfírvöld gerðu strax ráð- stafanir til að uppræta sjúkdóminn og þegar það tókst hafði 34.900 svín- um verið lógað og eytt. Útlagður kostnaður ríkisins við þessar aðgerð- ir var u.þ.b. 178 milljónir belgískra franka eða um 360 milljónir ís- lenskra króna. Þá er ekki reiknað tjón þeirra aðila sem þurfti sjálfír að bera það vegna farsóttarinnar, en talið er að það tap hafí nálgast einn milljarð króna. Belgum er ekki hlátur í hug er þeir hugsa aftur til ásins 1985. Um sótthreinsun fatnaðar gilda reglur um að bannað sé að koma með til landsins notaðan reiðfatnað nema hann hafi verið sótthreinsaður áður. Þessu banni er framfylgt eftir bestu getu af tollgæslu. Veturinn 1990-91 tók að bera á útbrotum á hrossum í Eyjafirði. Mestar líkur eru á að smit hafí borist með gestum sem komu erlendis frá á Pjórðungsmót hestamanna í Eyjafírði sumarið áð- ur, því að sjúkdómurinn er landlægur víða í nágrannalöndum okkar. Gró sveppsins eru mjög lífseig og berast auðveldlega með óhreinum reiðfatn- aði og reiðtygjum. Lyfjakostnaður vegna meðhöndlunar sjúkdómsins er nú talinn nema ríflega tveimur millj- ónum króna. Þessi útgjaldakvöm á eftir að mala áfram því að mjög erf- itt hefur reynst að hefta útbreiðslu veikinnar eins og hestahaldi er hátt- að hér á landi. Við þetta bætist svo vinna eigenda við meðhöndlun auk óþæginda sem veikin veldur hrossun- Brynjólfur Sandholt „Lyfjakostnaður vegna meðhöndlunar sjúk- dómsins er nú talinn nema ríflega tveimur milljónum króna.“ um. Varla má búast við að hesta- menn standi með bros og þakkarorð á vör við lækningaböðun hrossa sinna. Með ofangreind tilfelli og afleið- ingar þeirra í huga verður vart hjá því komist að maður velti því fyrir sér hvenær grín sé brandari. Það er von mín að jafnágætur penni eins og Magnús Oskarsson að jafnaði er beini háðsádeiluskrifum sínum í framtíðinni til liðs við þá aðila, toll- gæslu, lögreglu og heilbrigðisyfír- völd, sem reyna af fremsta megni að bægja þeim hættum frá landinu sem valdið geta þjóðinni allri stór- tjóni eins og fjölmörg dæmi hafa- sannað, bæði hérlendis og erlendis. Höfundur er yfirdýralæknir 100.000 KR. AFSLÁTTUR af fáeinum Suzuki Swift Suzuki Swift er rúmgóður og sparneytinn bíll búinn aflmikilli 58 ha. vél með beinni innspýtingu, framdrifi og 5 gíra handskiptingu eða sjálfskiptingu. Eyðslan er í algjör- um sérflokki, frá aðeins 4,0 I á 100 km. Nú seljum við nokkra af þessum frábæru bílum með allt að 100.000 kr. afslætti. Verð frá kr. 888.000 útborgun 25% og lán til 36 mánaða. Tökum notaðd bíla upp í nýja á hagstæðum kjörum. $ SUZUKI .. SUZUKIBÍLAH HF. SKEIFUNNI 17 SlMI 685100 Suzuki Swift - Aldrei betri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.