Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 15 Þingmannaráðstefna um málefni Norðurheimskautssvæðisins Fjallað um umhverfismál og nýtíngu náttúruauðlinda ALÞJÓÐLEG þingmannaráðstefna um málefni Norðurheim- skautssvæðanna verður haldin í Reykjavík dagana 16. og 17. ágúst nk. Meðal fyrirlesara verða Johan Jorgen Holst, utanríkis- ráðherra Noregs, og Jakob Jakobsson, forstöðumaður Hafrann- sóknastofnunar. Ráðstefnan er á vegum Norður- landaráðs en helsti hvatamaður hennar var Halldór Ásgrímsson þingmaður. Til ráðstefnunnar er boðið þingmönnum frá þeim ríkjum sem eiga land að Norðurheim- skautssvæðinu. Fulltrúar frá Norð- urlöndunum, Rússlandi og Kanada sitja ráðstefnuna, en Bandaríkja- menn og Japanar sáu sér ekki fært að senda fulltrúa. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, verður við- stödd setningu ráðstefnunnar. Samstarf þjóðþinganna Á ráðstefnunni verður umfjöllun um skynsamlega nýtingu náttúru- auðlinda, umhverfismál, þróun at- vinnulífsins, vamarmál og málefni frumbyggja svæðisins í fyrirrúmi. Leitast verður við að fá samþykkt lokaskjal á ráðstefnunni þar sem tilmælum um aðgerðir verður beint til ríkisstjórna landanna. Jafnframt verður tekin afstaða til þess hvort unnið verði að því að koma á form- legu samstarfi viðkomandi þjóð- þinga í einhverri mynd. Halldór Ásgrímsson sagði þegar ráðstefnan var kynnt blaðamönnum að það væri mikilvægara en nokkru sinni fyrr að auka samvinnu þjóð- anna sem eiga land að þessu svæði því mengun þar hefði aukist mikið og hafa þyrfti samvinnu um nýtingu auðlindanna. Morgunblaðið/Kristinn íslensku fulltrúarnir ÞAU verða fulltrúar Islands á þingmannaráðstefnu um málefni Norðurheimskautssvæðisins. F.v.: Kristín Einarsdóttir, Eiður Guðna- son, Halldór Ásgrímsson og Geir H. Haarde. Matvælaverksmiðja í undirbúningi í Keflavík UNNIÐ er að því um þessar mundir að stofna matvælaverksmiðju í Keflavík á frísvæði Tollvörugeymslunnar. Það er Þróunarfélag- ið Land hf. sem vinnur að þessu í samstarfi við franskt fyrir- tæki, Vie De France, sem staðsett er í Bandaríkjunum. Völundur Þorgilsson, matreiðslumaður og hluthafi í Þróunarfélaginu Landi hf. á móti Keflavíkurbæ, segir að hugmyndin sé að framleiða tilbúna matarpakka til útflutnings og notast að mestu við ís- lenskt hráefni. Þá hefur Tollvörugeymslan, sem er eini aðilinn hér á landi sem hefur leyfi til að reka frísvæði, opnað skrifstofu í Keflavík vegna þessa. „Það er nánast forsenda fyrir svona framleiðslu að þetta sé á frísvæði. Öll framleiðslan er til útflutnings og ef við þyrftum að greiða tolla af öllu, sem við þurfum að flytja inn til framleiðslunnar, þá er varan ekki lengur sam- keppnishæf erlendis,“ segir Völ- undur. Hann segir að framleiða eigi Risaeðlurnar frumsýndar FRUMSÝNING var í gær á hinni nýju kvikmynd Stevens Spielberg, Jurassic Park, eða Risaeðlunum. Að sögn Alfreðs Árnasonar, markaðs- stjóra Sam-bíóanna, var mikið að gera í miðasölu allt frá opnun kl. 13.30 og allar símalínur voru rauðglóandi frá því snemma morguns. Myndin er sýnd samtímis í Bíóhöllinni, Bíóborginni og Háskólabíói. Alls rúmast um 2.140 gestir á hverri sýningu, en sýningarnar eru fjórar á dag. Búist er við að 15 þúsund manns sjái Risaeðlurnar um þessa helgi og væri það metaðsókn. Á myndinni má sjá tvo eftirvænt- ingarfulla bíógesti á leið inn í Háskólabíó. matinn með „sous vide“-aðferð- inni, sem felist í því að pakka matnum í neysluumbúðir, t.d. fyrir matvöruverslanir, veitingastaði og skóla. Þá segir hann að markmiðið sé að markaðssetja matinn sem lífrænan, en hann segir að franska fyrirtækið hafi áhuga á þessari framleiðslu vegna hráefnisins hér á landi. íslensk framleiðsla best „Hér erum við með besta fiskinn og lambakjötið er að mati mark- aðsfulltrúa Vie De France mjög gott og það er ástæða þess að áhugi er fýrir hendi hjá þessu fyrir- tæki. Hins vegar vitum við ekki enn hvort við getum notað íslenskt grænmeti. Við verðum að nota samskonar hráefni allt árið um kring í þessari framleiðslu og á meðan það er ekki hægt að fram- leiða grænmeti á íslandi allt árið getum við því miður ekki notað það aðeins hluta af árinu. Auðvitað væri best ef þetta gæti vérið ís- lensk framleiðsla að öllu leyti,“ segir Völundur. Þá segir hann að á milli 25 og 30 manns komi til með að fá vinnu við verksmiðjuna í Keflavík ef af henni verði, en það komi væntalega í ljós í haust. Hann segir að for- stjóri Vie de France komi væntan- lega til landsins nú í ágúst og von- ast Völundur að ákveðið svar komi fljótlega eftir það. Eðlilegt framhald hjá Tollvörugeymslunni Helgi K. Hjálmsson, forstjóri Tollvörugeymslunnar, segir að mikil von sé bundin við að mat- vælaverksmiðjan verði að raun- veruleika, en Tollvörugeymslan kemur til með að hafa eftirlit með verksmiðjunni. „Við erum búnir að vera brautryðjendur í þessum frí- svæðismálum í gegnum árin og þetta er eðlilegt framhald á okkar starfsemi. Það eru ýmis önnur mál í gangi hjá okkur, sem jafnvel gætu orðið að veruleika, en það er ekki tímabært að ræða um það ennþá,“ segir Helgi. Sjaldgæft að fólk skrái sig hjá ókunnugum TILKYNNINGAR um þúsunda lögheimilisflutninga berast Hag- stofu íslands á hveiju ári, að sögn Skúla Guðmundssonar, skrif- stofustjóra Hagstofu íslands. í frétt blaðsins í gær er sagt frá hjónum, sem fengu allt í einu póst ókunnugs manns sendan heim til sín, en hann hafði flutt lögheimili sitt til þeirra án þess að flytjast þangað sjálfur og án þeirra samþykkis eða vitneskju. Skúli segir að samkvæmt lögum ráði umráðamaður húsnæðis því hver sé skráður hjá honum, en það sé mjög sjaldgæft að fólk skrái lögheimili sín hjá ókunnugu fólki. Skúli segir að þegar mistök, eins og virðast hafa orðið við þenn- an lögheimilisflutning, eiga sér stað sé reynt að leiðrétta þau eins auðveldlega og kostur er. „Það er mjög sjaldgæft að fólk falsi upp- lýsingar á eyðublöð Hagstofunnar t.d. vegna flutnings á lögheimili og það í er reyndar brot á margs konar löggjöf,“ segir hann. Þúsundir flutninga Ennfremur segir Skúli að þar sem þúsundir lögheimilisflutning- ar séu á ári hverju geti alltaf ein- hver mistök átt sér stað og þá sé reynt að leysa þau á sem greiðast- an hátt. „Stundum er t.d vandinn hjá Hagstofu sá að fólk hefur leigt frá sér íbúðir en síðan kemur upp deila við leigutgka og er hann e.t.v. tilkynntur út úr íbúðinni. í slíkum tilvikum verður ennfremur að gæta að rétti leigutakans," segir Skúli. Sigrar hjá ís- lendingum á HM í snóker ÍSLENSKU keppendunum á HM U-21 í snóker sem fram fer í hús- næði Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni gekk vel í gær og unnu þeir allir sigur á móti andstæðing- um sínum nema einn. Þrír íslensku spilaranna, Jóhannes B. og Jóhannes R. Jóhannessynir og Kristján Helgason eru taplausir en sex Islendingar geta enn komist í sextán manna úrslit. Jóhannes B. er með hæsta skorið til þessa, 109 stig, en Sri Lanka- búinn Indika er með 105 stig. Leiknar verða þijár umferðir í dag og hefst sú fyrsta kl. 12. ------» ♦ Enn brotið á rétti Sophiu KOMIÐ var að lokuðum dyrum þegar dætra Sophiu Hansen var leitað á heimili fyrrum eigin- manns hennar í Istanbúl í gær. Sigurður Pétur Harðarson, stuðn- ingsmaður Sophiu, sagði að engra viðbragða hefði orðið vart þegar knúð hefði verið dyra á heimili Ha- lims A1 í gær. Gluggar hefðu verið lokaðir og byrgðir og komufólk, þ.á m. fulltrúi fógeta og tveir lög- reglumenn, hefði aðeins orðið vart við konu húsvarðarins og nokkur börn úr nágrenninu. Hún hefði verið fámál og reynt að halda börnunum í burtu. Þau hefðu hins vegar greini- lega vitað um hvað málið snerist. Aðspurður sagði Sigurður að frek- ari ákvarðana vegna heimkomu Sop- hiu og fyrirhugaðs hungurverkfalls hennar væri að vænta á næstunni. Hann gat þess að komið hefði fram að Halim hefði við yfirheyrslu sak- sóknara 4. ágúst sagt að hann myndi frekar fóma höfðinu en leyfa Sophiu að sjá dætur þeirra enda væri ætlun hennar án efa að ræna þeim. Það kostar minna en þig grunar að hringja til útlanda PÓSTUR OG SÍMI *98 kr.: Verð á 1 minútu símtali (sjálfvirkt val) til Ítalíu á dagtaxta m.vsk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.