Morgunblaðið - 14.08.1993, Side 26

Morgunblaðið - 14.08.1993, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 Minning Helgi Sigurðsson, Grundarfirði Fæddur 1. desember 1955 Dáinn 6. ágúst 1993 í dag er kvaddur Helgi Sigurðs- son vinnufélagi okkar og vinur. Það er ekkert sem getur breytt þeirri staðreynd að Helgi skuli ekki vera meðal okkar og erfitt að sætta sig við fráfall hans. Samt er eins og dauði Helga veki ókkur eftirlifendur til lífsins. Trúin á lífið verður sterk- ari og meiri, og virðingin fyrir lífínu vtx. Helgi var fæddur á fullv.eldisdag- inn 1955, sonur hjónanna Áslaugar Pétursdóttur og Sigurðar Helgason- ar, Lárkoti, Eyrarsveit. Helgi var kvæntur Patricia Ann Heggie. Eignuðust þau hjón þijá syni, þá Sigurð Tómas 13 ára, Adam Kára 11 ára og Daníel Magnús 8 ára. Október 1976 hóf Helgi störf hjá Guðmundi Runólfssyni hf. Grundar- fírði. Fyrst á togaranum Runólfi og síðar á netaverkstæði okkar. Helgi þurfti að nota mjög sterk gleraugu, en það háði honum ekki við vinnu. Furðuðu samstarfsmenn hans sig oft á hversu næmur hann - 3$ar fyrir öllum hlutum. Hafí ein- hver tekið eftir að eitthvað væri að, eða virtist vera að bila, þá sá hann það fyrstu allra. Á meðan hann vann á togaranum voru margir nýliðar sem kynntust Helga. Hann lagði sig í líma við að kenna þeim til verka. Ekki voru aðferðir hans alltaf ljúfar, en þær báru árangur. Oft vill það vera hjá kraftmiklum mönnum að vinnu- tækni og dugnaður fari ekki sam- an, en þar*var öðru nær. Vinnu- iLekni hans var einstök, hann ðfammaði menn þegar þeir böðluð- ust áfram hugsunarlaust, einnig ef vinna þeirra var ekki í takt við aðra. Stutt var í glettnina hjá Helga. Ef búið var að binda saman skó eða vettlinga var yfírleitt kallað „_Helgi“ eða svarað var í sömu mynt. í öllum þeim glettum og látum sem voru í Helga þá var aldrei neitt illt í hans stríðni. Helgi óskaði eftir að fá að vinna á netaverkstæði okkar, svo hann væri meira í nálægð fjöiskyldu sinn- ar og var það auðsótt mál. Vinnu- gleði og atorka hans var slík að menn undruðust hvar hann fékk allan þann kraft. Því meir sem lá fyrir af verkefnum og því lengur sem hann vann, því meiri urðu af- köstin og vinnugleðin. Þótt nóg væri að gera var Helgi alltaf tilbú- inn að hjálpa öðrum hvenær sem var. „Ég kem“ var viðkvæðið hjá honum, aldrei humm eða jaa. Ávallt kom Helgi brosandi og gekk í verk- in með krafti. Fyrir ókunnuga var Helgi hlé- drægur og frekar fráhrindandi, en eftir stutt kynni var ljúfmennskan og hjálpsemin það sem einkenndi Helga. _Börn sóttu mikið í návistir hans. Úti á netaverkstæði logaði stundum allt í ópum og skrækjum. Æpandi krakkaskari kom hlaup- andi út með Helga á hælunum. Oft var fjöldinn allur af börnum inni á netaverkstæðinu að sveifla sér í köðlum, hoppa í netabingjum, eða að ræða við Helga. Þar til Helgi fékk nóg af fjöldanum, og henti öllum út með látum. En undantekn- ingarlaust fóru allir út brosandi. Góðmennskan var það sem menn sáu eftir stutt kynni við Helga og ávallt sjá bömin það fyrst allra. Helgi hjálpaði föður sinum með búskapinn vegna heilsuleysis hans. Fór Helgi í hvaða veðri sem var að gefa skjátunum og var föður sínum ómetanleg hjálp við búskapinn. Sláttur og hirða var ekkert mál og tók skamma stund hjá Helga eins og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Einnig var hann vara- slökkviliðsstjóri og vann hann þar gott og mikið starf fyrir Eyrarsveit. Söknuðurinn yfir fráfalli Helga er mikill og ekki hægt að lýsa í fátæklegri minningargrein sem þessari. Við sendum eiginkonu, börnum, foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðju. Megi drottinn styðja okkur öll í sorginni. Blessuð sé minning Helga Sigurðssonar með þakklæti fyrir allt. Guðmundur, Mói, Runni, Diddi, Ingi Þór, Palli, Smári, Svanur, Maria, Unni og fjöl- skyldur. Það er hnípið fólk sem heldur heim úr vinnu, það varð slys við höfnina. Enn á ný er höggvið skarð í stétt hins vinnandi manns. Einn af hinum hljóðu sonum byggðar- lagsins, er kallaður til að leggja fram krafta sína á æðri stöðum. „Náum bara í Helga“ var við- kvæðið hvort sem gera þurfti við hjól nágrannabarna eða net sjó- manna. Smíða leiktæki á skólavöll- inn, fara í bekkjarferðalög eða keyra íþróttafólk í keppni. Hlaupandi við fót, glettinn og smástríðinn á hveiju sem gekk. Eitt af þeim félögum sem nutu hans ósérhlífnu vinnu var Skíða- deild UMFG. Að smíða hús, setja upp lyftur, lýsa brekkur, gera við, safna flöskum! „Fáum bara Helga“. Síðast ævintýrið á Snæfellsjökli þegar hann ásamt öðrum, smíðaði 40 sæta sleða aftan í troðarann og „gerði út á Jökulinn". Seint gleym- um við jómfrúrferðinni á skírdag ’92, þegar Þúfurnar risu í hálf- rökkrinu upp úr fannbreiðunni eins og klakaborgir úr öðrum heimi. Síð- an eru ótal ferðir að baki með stóra og smáa hópa, þar sem enskukunn- átta Helga naut sín, þegar hann sýndi útlendingum stoltur töfra Jökulsins, fjallgarðinn og heima- sveit sína. Góði félagi, hafðu þökk. Guð styrki Patriciu og fjörkálf- ana ykkar, Sigga, Adam og Dáníel. Félagar úr Skíðadeild UMFG. Okkur langar að minnast góðs nágranna. Helgi var mjög bamgóð- ur og áttu strákamir okkar góðan vin þar sem Helgi var. Helgi var tilbúinn til að laga kassabílinn eða hjólið hvenær sem var eða bara að leika við þá. Það var alltaf gott að leita til hans og hann var alltaf til- búinn til að hjálpa. Hans verður sárt saknað. Við viljum votta fjöl- skyldu hans okkar dýpstu samúð. Fjölskyldan Hlíðarvegi 14. Vegna andláts af hörmulegum slysföram — við vinnu sína — Helga Sigurðssonar, náfrænda mannsins mins Páls Hannessonar í Reykjavík, vil ég strax í upphafi þessara orða minna, votta foreldram hans Sig- urði Helgasyni og Áslaugu Péturs- dóttur mínar samúðarfyllstu kveðj- ur. Einnig öllum systkinum hans og þá ekki síst skoskættaðri konu hans og þremur börnum þeirra hjóna ungum að aldri, en þeirra söknuður mun þó verða mestur, og sorg. Helgi kom okkur fyrir sjónir sem afar viðkunnanleg persóna og frá upphafi einn sólargeisli í heiði. Hann var fádæma mikill heimilis- maður, lipurmenni og ljúfur dreng- ur og drengskaparmaður í alla staði bæði heima og heiman. Okkar kynni og sambönd urðu okkur afar kær, og þá helst er við röbbuðum í júní- mánuði síðastliðnum um heimsreisu fjölskyldu hans til Ástralíu fyrir ári síðan eða svo. Helgi lagði stund á margvísleg störf á sínu stutta ævi- skeiði, og þá helst sjómennsku og netagerð. Laufey og Páll. Hvílíkt reiðarslag það var að fá fregn um að frændi minn Helgi Sigurðsson væri látinn, verður vart lýst. Harmi slegin látum við hugann reika, og ótal minningar hrannast upp fyrir hugskotssjónum okkar, og upp rifjast ánægjulegar stundir sem við hjónin ásamt börnum okkar höfðum átt með Helga, fjölskyldu hans og ættingjum í Grundarfirði á liðnum árum. Við hjónin dvöldum árið 1985 í sumarhúsi að Kverná við Grundarfjörð, hjá Ragnari bónda þar og fjölskyldu hans, og fóram við að sjá æskustöðvar ömmu minnar, Steinunnar Jóhannesdótt- ur, Hjarðarból í Eyrarsveit, þegar í raun uppgötvaðist að ég átti nokk- urn frændgarð í Grandarfirði. Eng- um togum skipti að okkur var tekið af ástúð og umhyggju þegar frá fýrsta degi, en Áslaug móðir Helga er bróðurdóttir ömmu Steinunnar. Þar með voru knýtt þau bönd, sem aldrei verða slitin, og höfum við alltaf síðan talið okkur svolitla Grundfirðinga. Helgi átti þar stóran hlut að máli. Eljusemi og lipurð vora aðalsmerki Helga. Hann vildi allra götu greiða, og svo sannarlega minnumst við veiðiferða og sam- verastunda frá heimsóknum okkar, þar sem Helgi var á sinn hógværa en einlæga hátt, gefandinn. Helgi Sigurðsson var sonur sæmdarhjón- anna Sigurðar Helgasonar og Ás- laugar Pétursdóttur. Hann var fæddur að Koti, býli foreldra sinna skammt utan við Grundarfjörð, 1. desember 1955. Eftirlifandi systkini Helga eru: Jóhanna Kristín, Jens Pétur, Guðrún Lára, Jón og Berg- þóra. Eftirlifandi eiginkona Helga er Patricia M. Heggie, ættuð frá Skotlandi, og eru börn þeirra Sig- urður, fæddur 7. maí 1980; Adam, fæddur 13. maí 1982; og Daníel, fæddur 25. september 1984. Vott- um við þeim okkar dýpstu samúð á sorgarstund. Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit, mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur, feprð, flðr flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. Helgi Sigurðsson var aðeins 37 ára gamall, er hann lést af slysför- um við störf sín við höfnina í Grund- arfírði. Hann var lengst af sjómað- ur og netagerðarmaður. Hann gerði við veiðarfæri togaranna og báta, sem gerðir voru ut frá Grandar- firði. Störf sín vann hann af alúð, og eftirsóttur til vinnu, enda gerðu útgerðarmenn sér grein fyrir því, hversu mikilvægt er að veiðarfæri öll séu í stakasta lagi, þegar á mið- in er komið. Oft var vinnudagur Helga langur, enda var hann ósér- hlífinn. Hann átti fáa sér líka, og hreif fólk með hjartagæsku sinni og glaðværð. Ekki taldi hann eftir sér að skreppa að Koti og kynna sonum okkar sauðburðinn, eitt sinn er við vorum í heimsókn, og oftar en ekki gaukaði hann einhveiju að borgarbömunum áður en lagt var í hann eftir viðdvöl í Grundarfírði. Þannig var Helgi Sigurðsson, og ljúf minning um góðan dreng mun aldrei gleymast. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Patriciu, börnum hennar, foreldr- um og systkinum Helga vottum við okkar innilegustu samúð. Megi góð- ur Guð veita þeim styrk og huggun í harmi þeirra og sorg. Steinunn Pálsdóttir og fjölskylda. í dag verður jarðsunginn frá Grandarfjarðarkirkju frændi minn, Helgi Sigurðsson, sem lést af slysr föram 6. ágúst síðastliðinn. Helgi var við störf er hið hörmulega slys varð. Það setti alla hljóða hér í byggðarlaginu. Góður drengur var kallaður burt í blóma lífsins. Það er erfítt að svara þegar spurt er: Af hveiju einmitt hann? Því getur enginn svarað. Helgi var mikill mannkostamað- ur, mjög duglegur til vinnu og létt- ur í lund. Hann átti auðvelt með að koma öllum í gott skap, sem í kringum hann voru, hvort heldur var við störf eða leik. Hann var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fór. Helgi byijaði ungur til sjós hjá þeim er þetta ritar, ásamt Valdimar syni mínum. Vora þeir þá rétt um fermingaraldur, en því er nú þannig farið að þeir eru báðir látnir. Valdi- mar lést af slysförum 20. janúar 1989. Það var gaman að fylgjast með þessum glöðu drengjum. Þeir leystu störf sín vel af hendi. Oft voru þeir þreyttir eftir erfiðan dag, en þegar þeir vöknuðu eftir góða hvíld byij- aði glensið. Var þá oft glatt á hjalla hjá þeim frændum. Helgi stundaði sjó mestan hluta ævi sinnar, bæði á bátum og togur- um. í mörg ár var Helgi á togaran- um Runólfi, en síðustu árin starfaði hann á netaverkstæði Guðmundar Runólfssonar og þótti einstaklega liðtækur í því starfí. Jafnframt sá hann, ásamt Páli samstarfsmanni sínum, um afgreiðslu togara Hrað- frystihúss Grundarfjarðar. Páll og Helgi voru miklir vinir og leystu störf sín í sameiningu af mikill prýði. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR PÉTURSDÓTTUR, Skarðsbraut 15, Akranesi. Haukur Ármannsson, Sigrún Sigurðardóttir, Sigurður Armannsson, Edda Bolladóttir, Sigþrúður Ármannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og vináttu við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR MELSTAÐ, Bjarmastig 2, Akureyri. Karitas Melstað, Sverrir Ragnarsson, Eggert St. Sverrisson, Kara G. Melstað, Guðrún Sverrisdóttir, Sæmundur Melstað, Ragnar Sverrisson, Margrét Melstað, Einar St. Sverrisson, Valgerður Melstað, Þorsteinn P. Sverrisson. Helgi var elstur af fjóram böm- um hjónanna Áslaugar Pétursdótt- ur og Sigurðar Helgasonar frá Lár- koti í Eyrarsveit, en að auki átti Helgi tvö eldri hálfsystkini. Eftirlifandi eiginkona Helga er Patricia Ann Heggie frá Ástralíu. Þau eignuðust þijá mannvænlega drengi. Helgi var góður heimilisfaðir. Hann var foreldram sínum kær og var þeim afar hjálplegur. Mörgum þótti gott að leita til Helga því hann var alltaf tilbúinn að hjálpa öðram. Það er erfítt að lýsa tilfinningum sínum í orðum þegar góður drengur er kallaður burt, en minningin um hann lifir. Trish mín, ég bið góðan guð að styrkja þig og drengina í þeirri miklu sorg sem þið eigið við að stríða, en þið eigið góða minningu um góðan mann og góðan föður. Ása min og Siggi. Guð styrki ykkur og börnin ykkar. Ég og fjölskylda mín sendum innilegar saknaðarkveðjur. Þorvarður Lárusson. Föstudagurinn 6. ágúst rann upp bjartur og fagur, enn einn yndis- dagurinn var ranninn upp á þessu indæla sumri. Grundarfjörður skartaði sínu fegursta og fólk þusti til vinnu sinnar. Hver hönd til starfa. Framundan var svo helgin með frístundum sínum. Allt virtist til gleðinnar fært. En dagur var ekki að kvöldi kominn þegar hel- fregnin barst. Ungur duglegur fjöl- skyldufaðir hafði á einni svipan verið hrifínn á brott. Byggðarlagið skipti um svip, í stað birtu og gleði ríkti nú myrkur og harmur. Helgi Sigurðsson var allur. Grundarfjörð- ur hafði í einni svipan misst einn af sínum dugmestu sonum. Lamað- ur frammi fyrir almættinu spyr maður: „Til hvers?“. í leit að svari og réttlætingu lifnar minningin. Minningin um drenginn góða og hjálpfúsa sem öllum rétti hjálpar- hönd. Minningin um kerskna félag- ann og hrekkjalóminn. Minningin um harðduglegan vinnufélaga. Minningin um góðan eiginmann og föður, ástkæran son og bróður. Já, í öllu þessu er létt að minnast Helga, og hugurinn fyllist gleði og þakk- læti fyrir það að hafa fengið að sitja á skólabekk með honum, að hafa átt hann að félaga til sjós þegar ungir menn voru að fóta sig á hálum brautum lífsbaráttunnar. Jafnvel hrekkjabrögð og stríðni verða þakkarverð. Og minningarnar hafa yfír sér ljóma bjartra daga. Litla samfélagið kveður nú góðan son og áhugasaman félaga og skarðið er stórt. En lífið verður að halda áfram, og við sem eftir lifum verðum að sætta okkur við þær breytingar sem almættið velur. Um leið og við biðjum algóðan Guð að sefa sorg ástvinanna og styrkja með þeim minninguna um drenginn góða, þökkum við fýrir stundirnar góðu. Blessuð sé minning Helga Sig- urðssonar. Ingi Hans. Kallið kom þegar þess var síst að vænta. í öllu falli er dauðinn eitthvað sem’ virðist svo fjarri þegar ungur maður, önnum kafínn og í blóma lífsins, er annars vegar. Það var því mikið áfall þegar Helgi lést í vinnuslysi fyrir skömmu. En eng- inn fær ráðið sínum næturstað seg- ir hið fornkveðna. Við minnumst Helga sem góðs drengs sem alltaf var tilbúinn að hjálpa náunganum. Kímni hans annars vegar, en jafn- framt festa, höfðu góð áhrif á alla þá sem honum fengu að kynnast. I það minnsta er það svo þegar við rifjum upp samverustundir okkar með Helga, þá koma eingöngu góð- ar stundir upp í hugann. Það segir meira en mörg orð um það hvem mann hann hafði að geyma. Góðum manni fær ekkert grandað, hvorki lífs né liðnum, því minningin lifir. Helgi lætur eftir sig eiginkonu og þijá unga syni. Við viljum biðja góðan guð að styrkja þau, foreldra hans og aðra aðstandendur í sorg sinni. Ornólfur og Bergþóra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.