Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 29 Minning Jón Þ. Pálsson bóndi Prestsbakka á Síðu Fæddur 18. september 1917 Dáinn 7. ágúst 1993 í dag verður til moldar borinn á fyrrum prestssetrinu að Prests- bakka á Síðu, húsbóndinn þar Jón Þórarinn Pálsson. Hann fæddist á Keldunúpi á Síðu, sonur hjónanna Páls Jónssonar og Guðrúnar Jóns- dóttur. Tveggja ára að aldri var hann tekinn í fóstur af hjónunum á Keldunúpi, Bergi Jónssyni og Guðnýju Brynjólfsdóttur. Hjá fóst- urforeldrum sínum ólst hann upp og varð síðan bóndi þar til ársins 1953 er hann, ásamt konu sinni Sigríði Jónsdóttur, keypti prests- setrið Prestsbakka á Síðu. Nokkr- um árum áður en Jón og Sigríður keyptu jörðina mátti segja að hún væri nokkurs konar hjálega frá annarri jörð hér í hreppnum. Á Prestsbakka hafa þau hjón búið síð- an, byggt upp og ræktað ásamt syni sínum er búið hefur þar nú hin síðari ár. Prestsbakki er nú orð- inn ein af stærstu og bestu býlum á Síðunni og rekinn þar myndarbú- skajDur. Á Keldunúpi var tvíbýli þegar Jón hóf þar búskap með fóstursystur sinni og svo var alla búskapartíð hans þar. Jörðin var lítil og oft erf- itt um heyöflun áður en tilbúinn áburður og seinni tíma tækni kom til sögunnar. Oft þurfti því að leggja hart að sér til að afla heyja og stundum langt frá heimajörð. Jón var duglegur heyskaparmaður og sérlega góður sláttumaður þegar allt þurfti að slá með orfí og ljá. Undirrituðum eru minnisstæðar vikur tvær er við unnum saman við heyskap á engjum á Brunasandi. Var þá sofið í tjaldi, oft ekki langan tíma nætur. Oft var því snemma risið og skáraförin mágs mín á Keldunúpi voru dijúg í morgunrekj- unni. Vegna lítils jarðnæðis og þar af leiðandi takmarkaðrar bústærðar réðst Jón snemma í að kaupa sér vörubíl, sem hann um mörg ár vann með í vegagerð til að afla heimilinu tekna. í mörg ár voru þeir einu vörubílstjórarnir hér í Hörgslands- hreppi, hann og nafni hans í Hörgsdal. Jón á Prestsbakka gerði ekki víð- reist á ævigöngu sinni. Hann fædd- ist í einum fegursta hvammi Síðu- fjallanna, ólst þar upp í skjóli fóst- urforeldra sinna, lifði þar sína bemsku og æskuár, varð þar bóndi um hríð en flytur svo á miðjum aldri tveimur bæjum vestar á Síð- una þar sem afkomumöguleikar voru margfalt meiri. Hann unni þessum stöðum báð- um og ég veit að hann vildi taka undir orð listaskáldsins góða: „Hér vil ég una æfi minnar daga, alla sem guð mér sendir." Sú kynslóð sem fæddist á árum fyrri heimstyijaldar og ólst upp á tímum kreppunnar um og uppúr 1930 varð fljótt að vinna það sem orkan megnaði. Lokið er löngum vinnudegi og erfíðri sjúkdómslegu. Mági mínum og vini þakka ég góð kynni og bið honum blessunar á nýjum vegum þar sem verður meira að starfa guðs um geim. Systur minni, bömum þeirra, bamabörnum og tengdabömum svo og öllum öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Jóns Þ. Páls- sonar á Prestsbakka. Ólafur J. Jónsson. í dag fer fram frá Prestsbakka- kirkju á Síðu útför Jóns Pálssonar bónda á Prestsbakka, en hann lést á heimili sínu laugardaginn 7. ág- úst eftir langvarandi vanheilsu. Jón Þórarinn Pálsson fæddist á Keldu- núpi 18. september 1917 og var því á 76. aldursári er hann lést. Foreldrar hans voru hiónin Guðrún Jónsdóttir og Páll Jónsson, bæði Skaftfellingar að ætt og uppruna. Þau bjuggu víða þar eystra, lengst af i Blesahrauni (Efri-Mörk) en fluttu þaðan 1943 til Hveragerðis. Jón var næstelstur sex systkina en eftirlifandi systkini hans eru: Guðný nú búsett á Akureyri, Ragnar á Kirkjubæjarklaustri, Guðjón og Ingólfur í Hveragerði og Hulda í Reykjavík. Jón ólst upp hjá Guðnýju Brynjólfsdóttur og Bergi Jónssyni á Keldunúpi, ásamt einkadóttur þeirra Solveigu. Hann kvæntist Sig- ríði Jónsdóttur frá Teygingalæk 9.júlí 1950 og tóku þau þá við búi fósturforeldra hans en fluttust 1953 að Prestsbakka. Guðný var þá látin en Bergur og Solveig fluttust með þeim. Bergur lést sama ár en Sol- veig andaðist 1973. Prestsbakki er kirkjustaður og allt til 1931 sat sóknarprestur-þar, síðastur séra Magnús Bjarnarson sem þjónaði þar frá 1896. Móður- systir Sigríðar Guðrún Auðunsdótt- ir og Guðbrandur Guðbrandsson maður hennar bjuggu þar 1931- 1947 og síðar Guðlaugur Ólafsson, en síðustu árin áður en Jón og Sig- ríður fluttust þangað var jörðin í eyði. íbúðarhúsið sem var byggt af séra Magnúsi fyrir aldamót var í slæmu ástandi, ekkert rafmagn og eitt útihús uppistandandi. í það settu þau eina kú og kvígu og ekki blés byrlega þegar þær drápust báðar á básum sínum fyrsta vetur- inn. En það var ekki siður þeirra hjóna á Prestsbakka að gefast upp, hvorki þá eða síðar. Hafist var handa við að laga íbúðarhúsið, byggja upp útihús og heimarafstöð var byggð 1954. Jón var með þeim fyrstu í Hörgslandshreppi sem eign- uðust vörubíl og stundaði hann vegavinnu árlega auk ýmissa flutn- inga svo sem áburðarflutninga frá Reykjavík austur á Síðu. Þessi vinna bætti fjárhaginn en jók auð- vitað vinnuálagið heima fyrir hjá þeim báðum. Áfram var haldið að búa í haginn á Prestsbakka, túnin stækkuðu ár frá ári, bætt var við útihúsin og nýtt íbúðarhús reist 1980. Samlíf þeirra hjóna var fag- urt og alltaf virtist Jóni það efst í huga að gera konu sinni og bömum allt til geðs. Börn þeirra em: Gunnar Bragi búsettur í Vík kvæntur Sigríði D. Árnadóttur og eiga þau þijú börn og eitt barnabarn; Jón sem búið hefur í samvinnu við foreldra sína á Prestsbakka, kona hans er Sigrún Böðvarsdóttir og eiga þau tvær dætur; Guðríður Steinunn gift Ólafí Oddssyni og búa þau í Mörtungu og eiga þijú böm; yngstur er Rún- ar Páll búsettur á Kirkjubæjar- klaustri kvæntur Rannveigu Bjarnadóttur og eiga þau tvo syni. Ég hygg að leitun sé að meira ljúfmenni en Jón mágur minn var. Hann var einstaklega hógvær mað- ur, tranaði sér aldrei fram og ekki heyrði ég hann mæla illa til nokk- urs manns þótt hann hefði gaman af græskulausu gamni. Allt fram á síðasta ár sá maður bregða fyrir glettnisglampa í augum hans. Greiðvikinn var hann og þær vom ófáar ferðirnar sem hann fór á bíln- um sínum fyrir nágranna og vini, ýmsa snúninga milli bæja, út að Klaustri eða með bamaskara til beija. Allt var gert með sömu ljúf- mennskunni og án þess að ætlast til borgunar. Um þetta og allt ann- að voru þau sammála systir mín og Jón. Gestrisnin á Prestsbakka er landsþekkt, stundum hefur eflaust rignt ofan í flekkinn meðan þau sátu í stofu með gestum sínum. Það gekk fyrir öllu að taka vel á móti frændfólki og vinum. Öll börn hændust að Jóni, bæði skyld og vandalaus. Ég hugsa að sumarbörn- in sem dvalist hafa hjá honum fylli heilan tug og jafnvel meir. Flest þessara barna hafa haldið sambandi við Sigeru og Jón og sýnt þeim mikla vinsemd. Á sjöunda áratugnum var ég í skjóli þeirra á túninu á Prestsbakka með syni mína unga, nokkrar vikur á hveiju ári. Þá var barnahópurinn þar stór og öll fengu þau að taka þátt í því sem fram fór á búinu. Jón keyrði inn heyið á græna Bed- fordinum og aldrei brást það, að áður en hann æki af stað gengi hann hringinn í kringum bílinn, já stundum marga hringi, til að full- vissa sig um að öll börnin væru á öruggum stað. Takmarkalausa um- hyggju á þessum árum og svo margt og margt vil ég og fjölskylda mín þakka af alhug. Eiginkonu, afkomendum og venslafólki vottum við samúð og biðjum þeim velfarn- aðar. Góður maður er genginn, kær vinur hefur kvatt. Blessuð sé minning Jóns Pálsson- ar. Ólöf Jónsdóttir. Jón Pálsson bóndi á Prestbakka á Síðu lést á heimili sínu 7. ágúst síðastliðinn 75 ára að aldri. Vil ég minnast æskuvinar míns nokkrum orðum. Jón var fæddur á Keldunúpi á Síðu og ólst þar upp sem fóstur- barn hjónanna Bergs Jónssonar og Guðnýjar Brynjólfsdóttur. Dóttir hjónanna, Sólveig, var uppeldissyst- ir Jóns. Foreldrar Jóns voru Páll Jónsson, fæddur á Maríubakka í Fljóts- hverfi, og Guðrún Jónsdóttir frá Skaftárdal á Síðu. Jón var einn af sex systkinum. Keldunúpur er næsti bær við Breiðabólstað þar sem sá er þetta ritar ólst upp. Þótt Jón væri tveim- ur árum eldri urðum við snemma leikbræður og tvo vetur samtímis í barnaskóla að Múlakoti. Margt er minnisstætt frá þessum árum. Ég gerði tíðreist að Keldunúpi, um 15 minútna gáhg, til að leika mér við Jón vin minn. Leiðin í skólann að Múlakoti var um 40 mínútna gangur frá Breiða- bólstað og gengum við ávallt þessa leið þegar fært var fyrir veðri. í vesturbænum á Keldunúpi slóst í förina jafnaldri minn og síðar ferm- ingarbróðir, Olafur Jónsson, sonur bóndans Jóns Bjamarsonar. Jón bóndi hafði tekið að sér að selflytja okkur strákana yfír Hörgsá, ef ein- hver vöxtur var í ánni. Þetta var atburðaríkur og eftirminnilegur tími. Jón Pálsson var bráðþroska og fór því snemma að taka þátt í störfum fullorðna fólksins, svo sem kraftar leyfðu. Bergur bóndi fatlaðist snemma vegna slitgigtar, sem háði honum við hin erfiðari störf. Raunar mátti sama segja um Sólveigu einkadótt- ur Bergs og Guðnýjar. En fyrr en varði var Jón orðinn fuilgildur vinnumaður og sá sem mest mæddi á við hin erfiðari störf. Jón var snemma mjög verklaginn og verkhygginn. Þetta sáum við Breiðabólstaðarmenn glöggt, en menn fylgdust gjarnan með hvernig störfín gengu hjá nágrönnunum. Oft undraðist ég afköstin á hinu fáliðaða Keldunúpsheimili um slátt- inn, ekki síst í stórhirðingum. Ann- ars voru þetta erfiðir tímar í sveit- inni, því kreppan var í algleymingi. Hafa ber í huga að á fæstum bæjum voru vinnuvélar á þessum tíma til að létta störfín við heyskap- inn. Sláttuvélar voru þá nýfarnar að ryðja sér til rúms og síðar rakstrar- vélar. Árið 1950 kvæntist Jón Sigríði Jónsdóttur frá Teygingalæk, mikil- hæfri konu. Var þetta mesta gæfu- spor Jóns í lífinu, því að hjónaband þeirra varð í alla staði hamingjuríkt og farsælt. Ástúð og gagnkvæm virðing ríkti milli þeirra alla tíð. Ungu hjónin tóku við búi af Bergi og Guðnýju á Keldunúpi 1950 og bjuggu þar til 1953, en Jón fékk þá jörðina Prestbakka á Síðu. Þá var Guðný látin en Bergur og Sól- veig fluttust með þeim að Prest- bakka. Prestbakki var kirkjujörð og prestsetur til 1931 er prestsetrið fluttist að Kirkjubæjarklaustri. Landkostir voru þar góðir, dágóð beitilönd, slægiur góðar þegar vel áraði og jörðin vel fallin til ræktun- ar. Jón og Sigríður hófu búskapinn á Prestbakka af mikilli atorku og búnaðist alla tíð vel, enda samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hend- ur. Með tíð og tíma endurreistu þau húsakost allan af miklum myndar- skap. Jafnframt var unnið að jarðar- bótum af miklum krafti, túnið stækkað ár frá ári og er nú með stærstu og fegurstu túnum sveitar- innar. Auk bústarfanna stundaði Jón um árabil vörubílaakstur ýmist við vegaframkvæmdir eða vöruflutn- inga til Víkur og Reykjavíkur. Akst- urinn var lýjandi og oft kom Jón örþreyttur heim eftir löng ferðalög, en á þessum tíma voru vegir oft og tíðum ógreiðfærir. Ekki bætti úr skák að Jón kenndi snemma á ævi bakveiki, sem ágerðist með árunum. Jón og Sigríður eignuðust fjögur mannvænleg börn, sem öllum hefur farnast vel, þau eru: Gunnar Bragi, fæddur 6. júní 1952; Jón, fæddur 11. janúar 1954; Guðríður Stein- unn, fædd 6. janúar 1956; og Rún- ar Páll, fæddur 25. júlí 1961. Fljótt kom í ljós að Jón yngri hafði mikinn áhuga á búskapnum og tók við hluta búsins á Prest- bakka fyrir allmörgum árum á móti foreldrum sínum. Hann er bóndi góður og fetar dyggilega í fótspor föður síns. Við Jón héldum alla tíð sambandi okkar frá æskuárunum. Ég og kona mín, Karólína, höfum á undanföm- um áratugum gert tíðreist að Prest- bakka, venjulega gist eina eða fleiri nætur í senn og notið ólýsanlegrar gestrisni. Þessum heimsóknum fjölgaði þegar sonur okkar Snorri Páll kom til sögunnar. Frá 7 ára aldri var hann í sumarvist á Prestbakka skemmri eða styttri tíma næstu 5 árin. Þetta var ómetanlegur tími fyrir hann og áreiðanlega fyrir öll hin bömin frá Reykjavík og víðar sem vom í sumardvöl á Prest- bakka. Oft undraðist ég umhyggju og þolinmæði húsbændanna við barnaskarann. Oft var mannmargt á Prestbakka á sumrum á þessum árum. Vandamenn barnanna og vinir fjölskyldunnar bættust oft í hópinn. Allt þetta skapaði mikið álag á heimilið, ekki síst húsmóður- ina. Ekkert var talið eftir, um- hyggja, rausn og gestrisni ein- kenndi allan heimilisbraginn. Jón Pálsson var fremur hávaxinn maður, grannur, fríður sýnum. Allt látbragð hans einkenndist af still- ingu, festu og hógværð. Hann var ræðinn þegar málefni sveitarinnar og búskapar bar á góma. Snemma fannst mér mikið til koma hve vel hann kunni skil á örnefnum öllum, jafnt í byggð og í heiðarlöndum og afréttum. Síðustu árin átti Jón við vaxandi vanheilsu að stríða og hrakaði heilsu hans síðan ört á síðustu mánuðum. Allan tímann naut hann einstakrar umhyggju konu sinnar, sem auðnaðist að annast mann sinn og hjúkra á heimili þeirra til hinstu stundar. Ég kveð Jón vin minn með þakk- læti og söknuð i huga. Blessuð sé minning hans. Við Karólína og börn okkar send- um Sigríði og börnunum innilegar samúðarkveðjur. Snorri Páll Snorrason. í dag verður gerð frá Prests- bakkakirkju á Síðu útför Jóns Páls- sonar, bónda á Prestsbakka, sem lézt á heimili sínu hinn 7. ágúst síðastliðinn. Þegar kvaddur er góður vinur hrannast minningarnar upp. Sá er þetta ritar var svo lánsam- ur á unga aldri að komast í sveita- dvöl. Það var árið 1949, fyrsta sum- arið mitt í §veit hjá vandalausum, í austurbænum á Keldunúpi á Síðu. Jón Pálsson bjó þá enn í félagi við aldraða fósturforeldra sína, þau Guðnýju Brynjólfsdóttur og Berg Jónsson, ásamt fóstursystur sinni, Solveigu Bergsdóttur. Mörg ungmenni höfðu á undan mér verið í sumardvöl hjá þessu góða fólki og notið umhyggju þess, sumar eftir sumar, og í sex sumur átti fyrir mér að liggja að njóta þess líka. En þegar ég kom í vistina annað sumarið hafði Jón fundið sína ham- ingjudís, Sigríði Jónsdóttur á Teyg- ingalæk. Þau gengu í hjónaband 9. júlí 1950. Það var giftuspor þeirra beggja. Um það b‘er sambúð þeirra, samstaða í blíðu og stríðu og gagnkvæm virðing. Þau ungu hjónin tóku þá við búsforráðum og bjuggu á Keldu- núpi, sem þá var í tvíbýli. En 1952 fengu þau ríkisjörðina Prestsbakka til ábúðar og fluttu þangað vorið 1953. Guðný fósturmóðir Jóns var þá látin. Bergur lézt í maí skömmu eftir að þau komu að Prestsbakka, en Solveig bjó í skjóli þeirra Jóns og Sigríðar til dauðadags í desem- ber 1973. Nokkrum árum eftir að þau fluttu að Prestsbakka fengu þau jörðina keypta. Jörð og hús á Prestsbakka voru í mikilli niður- níðslu, þegar þau komu þar að. Þeirra beið því mikið starf við rækt- un og uppbyggingu húsa. Samhent lögðust þau á eitt, bæði tvö atorku- söm, harðdugleg og ósérhlífin. En þó vinnudagurinn við bústörfin væri oftast langur var eftirtekjan ekki alltaf í samræmi við það. Jón stundaði því lengst af vörubílaakst- ur samhliða búskapnum m.a. við vegagerð, áburðar- og fjárflutn- inga. Þrátt fyrir landkosti á Prests- bakka, voru þessi uppbyggingarár sannkölluð frumbýlingsár. En þau hjónin bjuggu frá fyrstu tíð af mik- illi rausn. A heimili þeirra var jafn- an mjög gestkvæmt og þau orðlögð fyrir gestrisni. í tímans rás hafa þau séð árangur erfíðis síns. Börn þeirra Jóns og Sigríðar urðu ijögur og bera öll foreldrum sínum fagurt vitni. Af þessum stiklum má sjá, að sá er þetta ritar var fyrsta sumar- dvalarbarnið í búskap þeirra Jóns og Sigríðar og hefur alltaf átt ein- stöku atlæti að inæta frá þeirra hendi. Öll þessi ár hef ég og fjölskylda mín öll notið vináttu Prestsbakka- fólksins, sem nú er þökkuð á kveðjustund húsbóndans. Jón Pálsson var hæglátur en þó glettinn og lundin létt, kærleiksrík- ur og skapstilltur, en gat verið fast- ur fyrir þegar við átti. Hann var góður maður, sannur mannkosta- maður. Síðustu misserin voru honum erf- ið, en þá kom samstaða fjölskyld- unnar best í ljós, sem gerði honum kleift með góðra manna hjálp, að vera heima til hinztu stundar. Að leiðarlokum þökkum við Erla, börn okkar og fjölskyldan öll, Jóni Pálssyni samfylgdina og vottum ástvinum hans öllum okkar dýpstu samúð Blessuð sé minning Jóns Pálsson- ar. Valur Páll Þórðarson. LEGSTEINAR )ÁL17ASTEIN1Ntf 720 Borgarfirði eystra, sími 97-29977. fax 97-29877

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.