Morgunblaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 1
64 SIÐURB/C
STOFNAÐ 1913
186. tbl. 81.árg.
FOSTUDAGUR 20. AGUST 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reuter
Loksins sigraði bronsdrottningin
MERLENE Ottey frá Jamaíku náði loks að krækja í gullverðlaun á stórmóti í fijálsum íþróttum, þegar
. hún sigraði naumlega í 200 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í Stuttgart í gær. Ottey, sem er lengst
til hægri á myndinni, kom í mark á 21,98 sekúndum, einungis sjónarmun á undan bandarísku stúlkunni
Gwen Torrence, sem er lengst til vinstri. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Ottey á stórmóti á þrettán ára ferli.
Þýskt skip finnst mannlaust á reki
Myrti rússneskur
háseti áhöfnina?
Kaupmannahöfn. Reuter.
RÚSSNESKUR sjómaður hefur verið sakaður um að hafa myrt
fimm félaga sína á þýsku flutningaskipi, sem fannst mannlaust
á reki í Norðursjó. Sjálfur fannst Rússinn í gúmmíbjörgunarbát
og hafði hann þá sögu að segjaj að eldur hefði komið upp í
skipinu og mennirnir farist þegar þeir reyndu að forða sér.
afmá þá og önnur verksummerki.
Þá hafði einnig verið reynt að
kveikja í skipinu," sagði Bent
Egenberg, talsmaður lögreglunnar
í Esbjerg.
Egenberg sagði, að Bárbel hefði
farið frá London 16. ágúst og átt
að vera komið til Brunsbiittel við
ósa Saxelfar tveimur dögum síðar.
Leitað hafði verið að skipinu úr
lofti en án árangurs.
Danskir og norskir sjómenn
fundu skipið, sem heitir Bárbel,
og gerðu þeir dönsku strandgæsl-
unni viðvart eftir að hafa farið um
borð. Sendi hún þyrlu á vettvang
og úr henni sást til rússneska sjó-
mannsins, sem er 28 ára gamall.
„Okkur grunar, að Rússinn hafi
myrt skipsfélaga sína, fjóra Rússa
og þýskan skipstjóra, enda fund-
ust blóðblettir um borð og aug-
ljóst, að einhver hafði reynt að
Víktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra Rússlands
Vestræn ríki vilja
sjá Rússland falla
Khasbúlatov og þingið neita kröfu Jeltsíns um kosningar
Moskvu. Rcuter.
VÍKTOR Tsjernomyrdín, forsæt-
isráðherra Rússlands, sagði í gær
í ræðu, sem hann hélt í Vladívost-
Færeyjar
Bankamir
sameinast
Þórshöfn. Frá Grækaris D. Magnussen,
fréttaritara Morgunblaðsins.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina
Færeyjabanka og Sjóvinnubank-
ann í einn stóran banka þann 1.
október nk.
Talið er að um fimmtíu manns
verði sagt upp störfum í tengslum
við sameininguna til að byija með.
Marita Poulsen lögmaður segir hins
vegar að þegar sameiningunni verði
endanlega lokið eftir þijú ár verði
búið að fækka störfum um 150.
Ástæða sameiningarinnar er mikið
tap á rekstri bankanna fyrstu sex
mánuði ársins. Er nánast allt eigið
fé þeirra uppurið, fyrst og fremst
vegna tapaðra útlána til sjávarút-
vegsfyrirtækja.
„Annaðhvort varð að sameina
bankana og landstjórnin að leggja
til 560 milljónir [tæpa sex milljarða
íslenskra króna] í hlutafé nýja bank-
ans eða þá að sætta sig við að danska
bankaeftirlitið lokaði bönkunum,"
segir Marita Poulsen.
ok, að vestræn ríki ynnu að því
vitandi vits að eyðileggja Rússland
efnahagslega. Rúslan Khasbúl-
atov, forseti rússneska þingsins,
hefur vísað á bug kröfu Borísar
Jeltsíns, forseta Rússlands, um
haustkosningar.
„Þeir, sem ráða á heimsmörkuð-
unum, hafa engan áhuga á, að Rúss-
ar komist þ'ar að. Þeir vonast eftir
efnahagslegu hruni í landinu," sagði
Tsjernomyrdín á fundi með embætt-
ismönnum í Vladívostok á Kyrra-
hafsströndinni. Kvað hann það kröfu
Rússa, að þeim væri gert jafn hátt
undir höfði á heimsmarkaði og vest-
rænum ríkjum.
Álflóðið takmarkað
Á skömmum tíma hefur tvisvar
verið iagt hart að Rússum að breyta
viðskiptaháttum sínum. Að kröfu
Bandaríkjastjórnar hættu þeir við að
selja Indveijum eldflaugatækni og
búnað fyrir 350 milljónir dollara og
Evrópubandalagið ákvað nýlega að
setja takmarkanir á innflutning
rússaáls.
Rússneskir embættismenn segja,
að viðskiptatakmarkanir skaði þá
meira en nemur aðstoðinni, 43 millj-
örðum dollara, sem Vesturlönd ætla
að veita Rússlandi, og að undanförnu
hafa rússnesk stjórnvöld orðið æ
tregari til að semja við Vesturlönd
gegn loforði um stuðning.
Jeltsín Rússlandsforseti krafðist
þess í gær, að bundinn yrði endi á
þráteflið milli sín og þingsins með
því að efna til þingkosninga í haust
en Khasbúlatov þingforseti og höfuð-
andstæðingur Jeltsíns vísaði því á
bug. í sumar hefur þingið gert marg-
ar samþykktir, sem stefnt er gegn
umbótastefnu Jeltsíns, og í gær sagði
forsetinn, að Hvíta húsið eða þing-
húsið, sem hefði verið aðsetur and-
spyrnunnar gegn valdaránstilraun-
inni fyrir tveimur árum, væri nú orð-
ið að höfuðsetri afturhaldsaflanna í
landinu.
írakar mótmæla
árás á skotpall
harkalega við svipuðum árásum,
sagði Iraka hafa rétt til sjálfsvarn-
ar samkvæmt alþjóðalögum.
----»-♦■■■-♦-
Viðræður
um refsi-
aðgerðir
Financial Times.
NORSKA ríkisstjórnin ætlar í
næsta mánuði að hefja viðræður
við bandarísk sljórnvöld í þeim
tilgangi að reyna að koma í veg
fyrir, að gripið verði til efnahags-
legra refsiaðgerða gegn Norð-
mönnum vegna hvalveiða.
Ron Brown, viðskiptaráðherra
Bandaríkjanna, mælti fyrr í mán-
uðinum með því að gripið yrði til
refsiaðgerða gegn Norðmönnum og
verður Bill Clinton forseti að taka
afstöðu til málsins fyrir 6. október.
Bagdad. Reuter.
BANDARÍSKAR orrustuþotur
vörpuðu í gær sprengjum á
eldflaugaskotpall í norðurhluta
Iraks í kjölfar þess að flug-
menn eftirlitsvélar sáu að
tveimur flaugum var skotið
þaðan á loft. Alls tóku sex þot-
ur þátt í árásinni og sagði tals-
maður I bandaríska varnar-
málaráðuneytinu að svo virtist
sem eldflaugaskotpallinum
hefði verið tortímt.
írakar neita að hafa skotið eld-
flaugum á þessu svæði og segja
staðhæfingar um slíkt vera tilbún-
ing Bandaríkjamanna. Þeir segjast
hins vegar hafa skotið að flugvél-
unum er þær gerðu sig líklegar
til árásar.
Mohammad Saeed al-Sahaf,
utanríkismálaráðherra íraks,
sagði sprengjuárás Bandaríkja-
manna vera „grimmilegan yfir-
gang“ sem ríkisstjórn íraks mót-
mælti harðlega. Sahaf, sem til
þessa hefur ekki brugðist mjög
Óróleiki í Norður-Kóreu
FREGNIR hafa borist af auknum óstöðugleika og jafnvel
uppþotum í Norður-Kóreu að undanförnu vegna skorts á
mat, eldsneyti og öðrum nauðsynjavörum. Er ástandið mjög
slæmt og skortir reglulega vatn og rafmagn. Svo virðist sem
fólk sé í vaxandi mæli farið að rísa upp gegn stjórnvöldum
og að herinn hafi þurft að grípa inn í til að stilla til friðar,
samkvæmt frétt í blaðinu International Herald Tribune í gær.
Vestrænir sérfræðingar segja
erfitt að meta hvort þessi óróleiki
ógni stjórn Kim II Sungs forseta
sökum þess hve lokað landið er.
Vestrænar leyniþjónustur segja
hins vegar að greina hafi mátt
herflutninga í landinu sem virðast
eiga að þjóna þeim tilgangi að
vernda stjórnina frá almenningi.
Innanríkisátök í Norður-Kóreu
eru talin geta haft hrikalegar af-
leiðingar í för með sér. í hernum
eru milljón manns og norður-kór-
esk stjórnvöld eru þar að auki
talin vinna að leynilegri kjarn-
orkuvopnaáætlun.
Norður-Kóreu var lengi haldið
uppi með styrkjum frá Rússlandi
og Kína en fyrir þá hefur nú ver-
ið lokað að mestu. Er ríkið því
mjög háð tekjum af japönskum
ferðamönnum sem leyft hefur
verið að koma með skemmtiferða-
skipi til að heimsækja ættingja í
Norður-Kóreu. Þessar ferðir, sem
voru reglulega á tíu daga fresti,
hafa nú að mestu fallið niður. Er
ástæðan talin vera að norður-kór-
esk stjórnvöld vilji ekki að fréttir
berist af uppþotunum.
Þeir sem heimsótt hafa landið
að undanförnu segja að vaxandi
reiði gæti meðal almennings í
garð ráðamanna. Ströng viðurlög
séu hins vegar við andófi og er
refsingin fyrir að gagnrýna Kim
II Sung ævilangt fangelsi ekki
bara fyrir viðkomandi, heldur
einnig maka og börn.