Morgunblaðið - 20.08.1993, Page 12

Morgunblaðið - 20.08.1993, Page 12
I -I 12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993 Morgunblaðið/Kristmn Besti frágangur við fyrirtæki og stofnanir STÉTT, hellusteypa, Hyrjarhöfða 8, fékk viðurkenningu fyrir góðan frágang í iðnaðarhverfi, Sijórnunarskólinn, Sogavegi 69, fékk viðurkenningu fyrir góðan frágang á áberandi stað og Islensk-erlenda verslunarfélagið hf., Vatnagörðum 26, fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegan frágang í þjónustuhverfi. Vel heppnaðar endurbætur LAUGAVEGUR 20b fékk viðurkenningu fyrir vel heppnaðar endur- bætur á gömlu húsi. Umhverfismálaráð veitir fegrunarviðurkenningar Frostaskjól valin fallegasta gatan Fallegasta gatan FROSTASKJÓL var valin fegursta gata borgarinnar í ár. UMHVERFISMÁLARÁÐ Reykja- víkurborgar veitti á miðvikudag viðurkenningar fyrir fegurstu götu borgarinnar og varð Frosta- skjól fyrir valinu. Viðurkenningar fyrir fjölbýlishúsalóðir fengu lóð- irnar við Birkimel 8, 8a og 8b og Ásholt 2 til 42. Fallegustu stofnan- irnar og fyrirtækin voru valin Stétt, hellusteypa, Hyijarhöfða 8, Stjórnunarskólinn, Sogavegi 69 og íslensk-erlenda verslunarfé- lagið, Vatnagörðum 26. Þá var veitt viðurkenning fyrir endur- bætur á gömlu húsi og varð Laugavegur 20b fyrir valinu. Fegursta gata borgarinnar hefur verið valin frá árinu 1969. Þær götur sem orðið hafa fyrir valinu hafa ver- ið auðkenndar með merki fegrunar- nefndar og fengið að halda því í 10 ár en þá hefur merkið verið fiar- lægt. Þær götur sem borið hafa skjöldinn eru eftirfarandi: Selvogs- grunn, Safamýri, Sporðagrunn, Brekkugerði, Einimelur Hvassaleiti, Sunnuvegur, Gilsárstekkur, Eikju- vogur, Heiðarbær, Sáeviðarsund, Teigagerði, Ægisíða, Fjölnisvegur, Seljugerði, Fýlshólar, Láland, Stað- arsel, Ljárskógar, Viðjugerði, Stuðl- asel, Klapparás, Holtasel og Ákrasel. „Vitni um natni og dugnað“ Tvær ijölbýlishúsalóðir fengu við- urkenningar, Birkimelur 8, 8a og 8b og Ásholt 2 - 42. í niðurstöðum dóm- nefndarinnar segir að tvær lóðir hafi verið valdar þar sem lóð eldra fjölbýl- is sé fyrirmynd af allt öðrum toga en lóð nýs fjölbýlis. Annars vegar sé um framúrskarandi viðhald og natni að ræða en hins vegar fram- kvæmdagleði, smekkvísi og dugnað. Fjölbýlishúsið á Birkikmel 8, 8a og 8b var byggt 1952. Dómnefndin seg- ir um lóðina við húsið að hún beri íbúum gott vjtni um hirðusemi, natni og næmt auga fyrir umhverfinu. Byggðin að Ásholti 2 - 42 skiptist í þijú fjölbýlishús og raðhús sem mynda lokaðan garð inn á milli sín. Byggðin var reist árið 1990. í niður- stöðum dómnefndar segir að allur frágangur sé hinn smekklegasti og til fyrirmyndar. Leiksvæði barnanna sé innilokað af byggðinni, þar sem engin hætta stafi af umferð, þótt miklar umferðaræðar umlyki húsin á alla vegu. Þijú fyrirtæki verðlaunuð Þijú fyrirtæki og stofnanir fengu viðurkenningar fyrir að hafa lokið Hádegisverðarhlaöborð með fiskréttum, pasta, svínakjöti, steiktum pylsum og beikoni. Ávaxtaborð, nýbökuð brauð og vínarbrauð. kr. 1.395. FrittfyrirbörnundirlO ára aldri í ^ íotM á sunnudögum í ágúst Úrval af snittum, brauðtertum, smákökum, rjóma-, marsipan- og súkkulaðitertum. Kaffi og gos innifalið. kr.795.- HÓTEL LIFTLEIDIR Heimilistæki úr Kringl- unni vegna þrengsla þar ÁKVEÐIÐ hefur verið að hætta rekstri verslunar Heim- ilistækja hf. í Kringlunni frá og með næstu helgi. AHur verslunarrekstur fyrirtækisins verður framvegis í Sætúni 8. Að sögn Rafns Jónssonar fram- kvæmdastjóra Heimilistækja er ástæða flutninganna fyrst og fremst lítið verslunarrými í Kringl- unni. „Við höfum ekki getað stillt upp nema broti af vöruúrvali okk- ar. Það voru sífelldar málamiðlan- ir að velja vörur til útstillingar í verslun okkar,“ sagði Rafn. Rafn segir að fyrirtækið kveðji Kringluna með söknuði enda sé hún fyrirtaks verslunarhúsnæði. „Við munufh nú einbeita okkur að aðalverslun okkar í Sætúni. Ég útiloka þó ekki að við setjum á laggirnar aðra verslun með tíð og tíma og jafnvel í Kringlunni ef okkur byðist stærra verslunarpláss þar.“ Það kom fram í máli Rafns að næsti nágranni Heimilistækja í Kringlunni, verslunin Vero Moda, hafi keypt húsnæði fyrirtækisins. -- i i i I i i I i i i 1 i i 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.