Morgunblaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993 Vamarræða prófessors eftirJón Steinar Gunnlaugsson Sunnudaginn 15. ágúst sl. birti Morgunblaðið viðtal við Sigurð Lín- dal prófessor í lögfræði, fyrrverandi hæstaréttarritara og núverandi varadómara í Hæstarétti. í viðtalinu er fjallað um nýgenginn dóm Mann- réttindadómstóls Evrópu í máli Sig- urðar Á. Siguijónssonar leigubíl- stjóra, sem ég hef talið að fæli í sér þungan áfellisdóm yfir vinnu- brögðum í Hæstarétti íslands. Virð- ist erindi viðtalsins að hluta til vera að andmæla þessari skoðun minni. Nú hefur það sjálfsagt litla þýð- ingu að vera að karpa um þetta í blöðum. Þeir menn sem hafa áhuga á málinu geta einfaldlega kynnt sér dómana báða, Hæstaréttar íslands frá desembermánuði 1988 og Mannréttindadómstólsins frá í sum- ar, og myndað sér sína eigin skoð- un. Eg get samt ekki látið hjá líða að benda á tvö atriði úr viðtalinu við Sigurð Líndal sem vekja undr- un, þegar haft er í huga að þar talar háskólaprófessor, sem fyrir- fram mætti ætla að vildi ekki láta neitt frá sér fara sem ekki uppfyll- ir akademískar kröfur. Svo er að sjá að hann vilji veija málstað (heið- ur Hæstaréttar), sem hann metur svo mikils að hann er tilbúinn að fórna nokkru af fræðimennsku sinni fyrir. Fyrra atriðið, og það sem minna máli skiptir, er að Sigurður telur mig hafa horft að mestu framhjá undirbúningsgögnum að samningu Mannréttindasáttmála Evrópu, þegar ég taldi að dómstólarnir tveir hefðu verið að dæma um hliðstæð álitaefni. Segir Sigurður að því hafi nefnilega verið hafnað, er Mannréttindasáttmálinn var sam- inn, að hafa þar ákvæði eins og er í 2. mgr. 20. gr. Mannréttindayfir- lýsingar Sameinuðu þjóðanna frá 1948 þess efnis að enginn skuli neyddur til að vera í félagi. Það er að vísu ónákvæmt að segja að þessu hafi verið hafnað við setningu sátt- málans. Réttara væri að segja að því hafi verið sleppt að kveða á um þetta berum orðum. í þvi fólst sú fyrirætlan að láta það koma í hlut þeirra stofnana, sem skýra ættu sáttmálann (nefndarinnar og dóm- stólsins) að ákveða efnisinnihald ákvæðisins í 11. gr. hans um félaga- frelsi að þessu leyti. En hvaða þýð- ingu hefur þetta lögskýringaratriði, sem Sigurður nefnir, fyrir saman- burðinn á úrlausnum dómstólanna tveggja? Það hefur augljóslega þá þýðingu að félagsskylda ætti síður að teljast brot á Mannréttindasátt- málanum heldur en íslensku stjóm- arskránni, þar sem henni var að sögn Sigurðar vísvitandi haldið utan við sáttmálann. Samt fór málið svo að Mannréttindadómstóllinn taldi um brot á sáttmálanum að ræða en Hæstiréttur íslands hafnaði því að þetta væri brot á íslensku stjórn- arskránni. Þessi röksemd Sigurðar er því röksemd gegn því sem hann vill sanna með henni. Síðar í viðtalinu ber kapp Sigurð- ar hann ofurliði. Hann er þar spurð- ur um þá skoðun mína „að rökbund- in tengsl séu milli jákvæða og nei- kvæða félagafrelsisins, þannig að sé hið fyrra verndað þá hljóti hið síðara ennfremur að vera tryggt sökum þess að þungbærara sé að vera þvingaður til virks stuðnings við málstað, sem maður er andvíg- ur, heldur en að vera bannað að beijast fyrir málstað sem maður styður“. Prófessor Sigurður telur þetta of mikla einföldun (þetta er algengur frasi hjá þeim sem vill veija slæman málstað). Segir hann ýmis rök vera fyrir því að skylda menn til að vera í félögum, sem ekki komi við sögu varðandi réttinn til að stofna félög. Tekur hann dæmi af því að Mannréttindadóm- stóllinn sjálfur greini milli félaga sem gæti almannahagsmuna og félaga sem gæti alfarið einkahags- muna. í fyrmefndu félögunum sé félagsskylda áskilin, því annars missi þau marks, Hér skýst Sigurði alvarlega í rökfærslu sinni. Málinu er þannig háttað, að Mannréttindadómstóllinn hefur talið að félög, sem stofnuð eru með landslögum til að gegna skilgreindum stjórnsýsluverkefnum séu alls ekki félög í skilningi 11. gr. sáttmálans. Með þessu er dóm- stóllinn að segja, að löggjafi megi koma opinberri stjórnsýslu á ákveðnu sviði fyrir með þessum hætti, án þess að með því sé verið að skerða félagafrelsi skv. 11. gr. Langt mál mætti sjálfsagt hafa um hvaða skilyrðum slíkar stjórnsýslu- stofnanir þurfí að fullnægja til að „Ég hef þó fyrir löngu komist að þeirri niður- stöðu, að slíkt traust verður aldrei reist á efnislausum yfirlýsing- um, hvort sem þær koma frá prófessorum eða öðru fólki. Dóm- stóllinn fær ekki það traust sem hann þarfn- ast, fyrr en hann sýnir það með störfum sínum, að hann verðskuldi það.“ vera ekki taldar einkaréttarleg fé- lög í skilningi 11. gr. M.a. fór hluti málflutningsins í máli Sigurðar Sig- uijónssonar í að fjalla um hvort Frami væri félag í skilningi 11. gr. eða stjórnsýslustofnun, eins og ís- lenska ríkið vildi halda fram. Þegar prófessor í lögfræði er að bera rétt- eftir Stefán Sigurkarlsson Af málflutningi þeirra sem vilja Bónusvæða lyfsöluna hér á landi er helst að skilja að sú skipan sé nú þegar komin á í öllum löndum nema Islandi. Við séum þarna eftir- bátar annarra eins og á fleiri svið- um, og búum því enn við „léns- skipulag" og „einokun“ í lyfsölu- málum. En hver er þá sannleikurinn í þessu máli? Hann er einfaldlega sá að íslendingar búa við svipað fyrir- komulag lyfsölunnar og flestar aðr- ar Evrópuþjóðir. En í öllum Evrópu- löndum þar sem ég þekki til, nema í Þýskalandi, eru ákvæði um fólks- íjölda að baki hverri lyfjabúð, fjar- lægðir milli þeirra, o.s.frv. og hvergi er stórmörkuðum heimilt að hafa apótek á sínum snærum nema í Englandi, en þar er frelsið þó inn til að stofna félög saman við réttinn til að standa utan félaga, verður hann í báðum tilvikum að miða við félög í skilningi 11. gr. Hann má ekki í öðru tilvikinu miða við slík félög en í hinu við stjóm- sýslustofnanir, sem ekki falla undir greinina. Til þess að samanburður hans hafi eitthvert gildi, verður hann með öðrum orðum að nefna einhver atriði sem réttlæta það að skylda menn til aðildar að félagi, sem nýtur verndar skv. 11. gr. Mannréttindasáttmálans. Ástæðan fyrir því að hann gerir það ekki er einföld, án þess að þar sé um nokkra einföldun að ræða. Hann getur það ekki. Ég virði það alveg við prófessor Sigurð Líndal að hann skuli ganga úr fræðimannsfleti sínu til að veija Hæstarétt íslands. Hann er sjálf- sagt rekinn áfram af þeirri þörf, sem yfirleitt allir borgarar hafa, að geta treyst æðsta dómstól landsins. Satt að segja er það dapurlegt að geta ekki gert það. Ég hef þó fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu, að slíkt traust verður aldrei reist á efnislausum yfirlýsingum, hvort „En hver er þá sann- leikurinn í þessu máli? Hann er einfaldlega sá að Islendingar búa við svipað fyrirkomulag lyfsölunnar og flestar aðrar Evrópuþjóðir.“ ekki meira en það að almanna- tryggingarnar ráða í raun bæði fjölda apótekanna og staðsetningu þeirra. Auðvitað eru þessar reglur misjafnar frá einu landi til annars, en allar eru þó settar með sama markmið í huga. Það er að tryggja öryggi og hagsmuni þeirra sem lyfja þurfa að neyta. Fullyrðingum á borð við það að „frelsi" í lyfsölunni leiði til lækkaðs lyfjaverðs og bættrar þjónustu hef- ur mjög verið haldið að oss að Bætt þjónusta? Hvað œtlar þú að gera um helgina? 2nætur Kr. 10.900* á mann INNIFALIÐ: Gisting í tvíbýli, morgunverbur af hlaöborði og þríréttaður kvöldverður hússins * Aukagjald fyrir einbýli kr. 1.500 á nótt. 1 nótt Kr. 5.500 á mann Á Hótel Örk eru öll herbergi með baði, síma, útvarpi, 7 rása sjónvarpi og smábar. Veitingasalir og barir em skreyttir með verkum íslenskra listamanna og blómskrúði úr gróðurhúsum Hveragerðis. Á Hótel Örk er upphituð útisundlaug með heitum pottum, vatnsrennibraut og barnabusllaug, gufubað með jarðgufu og góð sólbaðsaðstaða. Við hóteiið er 9 holu golfvöllur, tennisvellir, 18 hoiu ^ púttvöllur og sparkvöllur. Á Hótel Örk er hárgreiðslustofa, nudd- og snyrtistofa með ljósalömpum, líkamsræktarsalur og borðtennis. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík sýnir listaverk á landi hótelsins til 8. september. 4 nætur í miðri viku Kr. 14.900* á mann HÓTEL ÖEK HVERAGERÐI SÍMI 98-34700. FAX 98-34775 hvu 2 nætur í miðri viku fír. B.900* á mann I I I I I I I Jón Steinar Gunnlaugsson sem þær koma frá prófessorum eða öðru fólki. Dómstóllinn fær ekki það traust sem hann þarfnast, fyrr en hann sýnir það með störfum sínum, að hann verðskuldi það. Höfundur er hæstaréttar- lögmaður. Stefán Sigurkarlsson undanfömu. Samkvæmt þeirri formúlu ættu þá Þjóðveijar að búa við lægsta lyfjaverðið og bestu þjónustuna. Raunin er þó sú að lyfjaverð í Þýskalandi er það hæsta í Evrópu, þrátt fyrir Evrópumet í lyfjaáti. Um þjónustuna er það að segja að þar í landi þurfa menn oft að koma aftur til að fá lyf sín afgreidd, því apótekin eru svo van- burða að þau hafa ekki tök á að hafa nægilegar lyfjabirgðir. Og meira af þýskum: Nýverið komu þýskir ferðamenn í apótek hér í höfuðborginni og vildu kaupa penisillín við slæmsku í hálsi. Þeim var sagt að slík lyf væru ekki látin úti lyfseðilslaust hér á landi. „Það má ekki heldur heima,“ sögðu túr- hestarnir, „en við fáum þetta samt alls staðar keypt.“ Er það kannski þetta sem menn eiga við þegar þeir tala um bætta þjónustu? Nú má enginn skilja orð mín svo að ég hljóti alltaf og ævinlega að vera á móti öllum breytingum í lyfsölumálum, en fjarri fer því. Hins vegar er ég, og verð vonandi alltaf, á móti málflutningi af því tagi sem talsmenn sjoppuvæðingar- innar á starfsgrein minni hafa haft uppi. Málflutningi sem miðar að því að halda að almenningi falsaðri mynd af veruleikanum. Höfundur er lyfsali. _____———s GÆÐAHÍSAR A GÓÐU \TBÐI Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.