Morgunblaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993 31 Á yngri árum tók Sigurður mik- inn þátt í félagsstarfi lyfjafræðinga meðal annars sem formaður Lyfja- fræðingafélags íslands og auk þess starfaði hann mikið í opinberum nefndum svo sem lyfjaverðlags- nefnd og lyfjaskrárnefnd, en þar gegndi hann formannsstarfi 1963- 1976. Einnig var hann kjörinn í stjórn Apótekarafélags íslands, þar sem hann gegndi formannsstarfi og var skipaður í nefnd til þess að endurskoða lyfsölulög. Þá var hann kjörinn f stjórn Íslensk-ameríska félagsins og var forseti Rotary- klúbbs Reykjavíkur og umdæmis- stjóri eitt kjörtímabil. Árið 1944 kvæntist Sigurður Þorbjörgu Jónsdóttur úr Reykjavík og eignuðust þau tvo syni, Ólaf, verkfræðing, og Jón, lækni. Ég kynntist Sigurði Ólafssyni fyrst árið 1951, er ég kom til náms- dvalar í Reykjavíkur Apóteki. Hann vakti strax athygli mína fyrir hressilega og ljúfmannlega fram- komu, en á þeim árum var hann hægri hönd og staðgengill þáver- andi lyfsala. Mér varð einnig fljótt ljóst hvern hug starfsfólk lyfjabúð- arinnar bar til hans þá og ávallt síðan. Var það allt maklegt og staf- aði af einstökum hæfileikum hans að umgangast starfsfólkið og stjórna því við vinnu. Starfsfólk Reykjavíkur Apóteks á að meðal- tali lengri starfsferil þar en í öðrum stofnunum sem ég þekki til og að minnsta kosti eru tvö dæmi um hálfrar aldar starfsafmæli á þeim bæ. Segir það eitt fyrir sig meira en mörg orð. Er ég hafði lokið ársnámsdvöl í Reykjavíkur Apóteki skildu leiðir um sinn, en ég átti því láni að fagna að endurnýja ágæt kynni við Sigurð árið 1963, er hann tók að sér for- mennsku í lyfjaskrárnefnd, sem þá hóf starfsemi sína. Meginverkefni nefndarinnar var að skrá ný og gömul sérlyf og að endurskoða lög og reglugerðir, er vörðuðu fagið. I starfi sínu sem formaður vann Sig- urður mikilvægt brautryðjendastarf og þá komu lipurð hans og mann- þekking að góðu gagni því segja má, að upphaf og fyrstu starfsár nefndarinnar hafí verið þyrnum stráð af ástæðum, sem ekki verða raktar hér. Eitt er þó alkunn stað- reynd, að íslendingar eru ekki al- mennt hrifnir af því að hert sé á klónni þótt hún hafí verið hættulega slök fyrir. En Sigurði tókst að sigla nefndinni gegnum brim og boða fyrstu áranna með miklum ágætum. Að svo giftusamlega tókst til má einnig þakka þeim faglega áhuga og þekkingu, sem hann hafði í rík- um mæli. Er Sigurður tók við starfí lyfsala í Reykjavíkur Apóteki árið 1962 var það meðal annars vegna þess, að forveri hans hafði vegna náinna kynna af störfum hans mælt með honum sem eftirmanni sínum við heilbrigðisyfirvöld. Var þetta mögu- legt vegna þess, að sarf lyfsala í þessari elstu lyfjabúð landsins hafði frá upphafí verið bundið hlutbundnu lyfsöluleyfi. Þetta merkti, að hand- hafí hlutbundins lyfsöluleyfís gat gert tillögu um eftirmann sinn. Þau réttindi, sem lyfsöluleyfinu fylgdu, komu nú í hlut Sigurðar og not- færði hann sér þennan rétt árið 1982, er hann hætti störfum sem sjálfstætt starfandi lyfsali og seldi Háskóla íslands lyfjabúðina að und- angenginni lagabreytingu, sem heimilaði Háskóla íslands að reka lyfíabúð og veija arðinum af rekstri hennar til kennslu og rannsókna í lyfjafræði lyfsala. Með þessari gerð sýndi Sigurður ekki einungis hug sinn til Háskóla íslands með því, að gera honum kleift að eignast lyfjabúðina á ótrú- lega auðveldan hátt heldur einnig mikið hugrekki vegna þess, að það er engin launung að það voru ekki allir hrifnir af þessum hugmyndum hans og framkvæmd þeirra. Ýmsir töldu, að arðinum af rekstri lyfja- búðarinnar væri betur varið til ann- — 720 Borgarfirði eystra, sími 97-29977, fax 97- ars en að stuðla að bættri menntun og auknum rannsóknum í Háskóla íslands. Mín skoðun er sú, að með þessu hafi Sigurður Ólafsson gerst einn af mestu velgjörðarmönnum Háskólans og ég harma, að hann fékk ekki að lifa þá stund að sjá hugmyndir sínar rætast í nýjum og betri húsakynnum fyrir lyfjafræði lyfsala, sem væntanlega verða til- búin á þessu og næsta ári. Ég er sannfærður um, að þessi draumur hefði ekki ræst, ef Sigurður hefði ekki haft forsjálni, góðvilja og göf- uga hugsjón árið 1982 og dugnað og hugrekki til þess að koma henni í framkvæmd. Fyrir þetta tel ég, að Háskólinn standi í ævarandi þakkarskuld við Sigurð Ólafsson og minningu hans, einkum starfs- fólk og nemendur í lyfjafræði lyf- sala. Ég sagði áður, að Sigurður hefði starfað óslitið til æviloka í Reykja- víkur Apóteki. Er hann hætti form- lega störfum sem forstöðumaður árið 1991, var gerður samningur við hann að halda áfram vinnu við og ljúka samningu lyfjasamheita, en að þeim hafði hann unnið í hjá- verkum og íhlaupum um 20 ára skeið. Var þessi eljusemi hans enn einn angi af faglegum áhuga, sem hann hafði til hinstu stundar, því að rúmri viku fyrir andlátið, er við ræddum saman við sjúkrabeð hans, ræddi hann fyrst og fremst um þetta hugðarefni sitt og framvindu þess, sem hann bar svo mjög fyrir bijósti. Grunar mig, að hann hafi gert sér ljóst hvert stefndi og viljað nota síðustu kraftana til þess að stýra þessu áhugamáli í höfn. Og nú hefur hann stýrt fleyi sínu á drottins fund. Ég veit að ég mæli fyrir hönd þeirra, sem sitja í stjórn Reykjavíkur Apóteks og starfsfólks og nemenda í lyfjafræði lyfsala er ég sendi Þorbjörgu og fjölskyldu hennar mínar innilegustu samúðar- kveðjur og bið Sigurði Ólafssyni guðs blessunar. Vilhjálmur G. Skúlason. Kveðja frá Apótekarafélagi íslands Sigurður Ólafsson fæddist 7. mars 1916 á Brimilsvöllum á Snæ- fellsnesi, sonur hjónanna Ólafs Bjarnasonar og Kristólínu Krist- jánsdóttur. Sigurður lauk stúdents- prófi frá stærðfræðideild Mennta- skólans í Reykjavík 1936 og exam. pharm.-prófi frá Lyfjafræðinga- skóla íslands 1941 og B.Sc.-prófi frá Philadelphia College of Pharmacy and Science í nóvember 1943. Sigurður starfaði allan sinn starfstíma í Reykjavíkur Apóteki, fyrst sem lyfjafræðingur en apótek- ari frá 1962 til 1. júlí 1991, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Sigurður gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir stétt sína. Hann sat í stjórn Lyfjafræðingafé- lags íslands á árunum 1944-1956, og þar af sem formaður um þriggja ára skeið. Þá átti hann sæti í stjórn Lífeyrissjóðs apótekara og lyfja- fræðinga 1955-1961, Apótekara- félags íslands 1969-1970 og var formaður félagsins 1974-1975. Einnig sat Sigurður í skólanefnd Lyfjafræðingaskóla íslands 1953- 1957, í lyfjaverðlagsnefnd 1960- 1962. Sigurður kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Þorbjörgu Jónsdótt- ur 1944. Þau eignuðust tvo syni Ólaf verkfræðing og Jón lækni. Um leið og Apótekarafélag íslands þakkar Sigurði vel unnin störf í þágu félagsins sendir það eiginkonu hans og fjölskyldu innilegustu sam- úðarkveðjur. Fleiri minningargreinar um Sigurð Olafsson bíða birting- ar og munu birtast næstu daga. + Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓHANN MAGNÚSSON, Efstasundi 6, lést á heimili sínu miðvikudaginn 18. ágúst. Halldóra Einarsdóttir og börn. + Móðir mín, tengdamóðir og amma, KARITAS KRISTINSDÓTTIR, Árhóli, Dalvfk, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 18. ágúst. María Jónsdóttir, Sigurjón Sigurbjörnsson og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTNÝ J. VALDADÓTTIR, Brekastíg 29, Vestmannaeyjum, sem andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þann 10. ágúst sl., verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 21. ágúst nk. kl. 14.00. Lilja S. Jensdóttir, Jón Þórðarson, Guðrún Jensdóttir, Sigríður M. Jensdóttir, Kristinn Baldvinsson, Linda Antonsdóttir, Bjarni Valtýsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN GUÐMUNDSSON frá Stakkadal f Aðalvfk, síðast til heimilis á Droplaugarstöðum, Snorrabraut 58, Reykjavfk, andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt 18. ágúst sl. Sigríður Aðalsteinsdóttir, Kristján Guðmundsson, Ragnar Aðalsteinsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Stefán Aðalsteinsson, Ólöf Haraldsdóttir, Bjarnþór Aðalsteinsson, Ingibjörg Bernhöft, Anna Lóa Aðalsteinsdóttir, Ólafur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÞORSTEINSSON skipstjóri, Nesi, Grimsby, lést 17. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Gunnsteinsdóttir Þorsteinsson, Ashgrove, Nursinghome, North Sea Lane, Humberside, ENGLANDI. + Móðir okkar, MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði áður til heimilis á Miklubraut 7, er látin. Kristrún Gunnarsdóttir, Hannes Gunnarsson, Gunnar Kr. Gunnarsson. + Maðurinn minn, faðir okkar, sonur og bróðir, AXEL SIGURGEIR AXELSSON, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Guðrún María Óskarsdóttir, Axel Axelsson, Birgir Óskar Axelsson, Guðrfður Þorgilsdóttir, Þorgils Axelsson, Birgir Axelsson. + Faðir minn, SIGURÐUR ODDSSON, Ásabraut 14, Sandgerði, verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju laugardaginn 21. ágúst kl. 15.00. Eggert Sigurðsson. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okk- ur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærrar dóttur okkar og systur, ÁSLAUGAR ÞORSTEINSDÓTTU R, Álfhólsvegi 75, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks barna- spftala Hringsins, deild 12E og á fönd- urstofunni, fyrir sérstaka umönnun. Ellen Pálsdóttir, Gunnar Kristjánsson, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Hrefna Gunnarsdóttir og Gunnar Gunnarsson. + Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, tengdasonar og bróður, HELGA HJÁLMARSSONAR rafvirkja, Granaskjóli 36. Guð blessi ykkur. Berglind Sigurðardóttir, Arnar Sigurður Helgason, íris Alda Helgadóttir, Helgi Steinar Helgason, Margrét Guðmundsdóttir, Hjálmar Gfslason, Alda Jónsdóttir, Sigurður Gunnarsson og systkini hins látna. Lokað Skrifstofa Náttúruverndarráðs verður lokuð eftir hádegi í dag, föstudaginn 20. ágúst, vegna útfarar EYSTEINS JÓNSSONAR. Náttúruverndarráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.