Morgunblaðið - 20.08.1993, Síða 4

Morgunblaðið - 20.08.1993, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993 Illa horfir með komuppskeru á Suðurlandi Frostnætur eyði- lögðu flesta akra „ÉG vil ekki trúa því að allt sé dautt,“ sagði Guðjón Vigfússon bóndi á Húsatóftum á Skeiðum í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær þegar hann var spurður um útlitið í korarækt- inni. Líkur eru taldar á að kornuppskeran bregðist að veruleg- um hluta í haust og telur Kristján Bjarndal Jónsson jarðræktar- ráðunautur á Selfossi að harðar frostnætur í júlí og sérstak- lega ágúst hafi eyðilagt flesta kornakra á Suðurlandi, vestan Markarfljóts. Erlingur Loftsson bóndi á Sand- læk í Gnúpveijahreppi hefur rækt- að kom í fimm ár, einna lengst bænda í Árnessýslu. Hann sagðist að undanförnu hafa tekið eftir þvi að byggið væri gelt, ekkert kom væri í öxunum. Einnig hefði hann fyrir því orð reyndari manna sem hann treysti. Erlingur sagði að komræktin færi mikið eftir vorinu og kornið þyrfti góða tíð fyrstu dagana eftir að það skriði. Hann taldi að rúmur helmingur byggsins sem hann ræktar á fjórum hektumm væri alveg ónýtur og væri ekki eftir neinu að bíða með að slá þann hlut- ann enda fengi hann út úr því gott fóður. Hins vegar kæmi ekki end- anlega í ljós með annað fyrr en eftir helgi. Lítið vantaði upp á fullan þroska Guðjón Vigfússon á Húsatóftum á Skeiðum sagðist ekki hafa haft hugmynd um að eitthvað væri að fyrr en hann hefði frétt það hjá ráðunautnum sem litið hefði við á akri hans. Hann sagðist þá hafa farið að skoða en sæi ákaflega lítið Morgunblaðið/Bjarni Sleginn akur ÞESSI akur verður sleginn, segir Erlingur Loftsson á Sand- læk þegar hann skoðar tveggj- araðabygg á akri sínum. á bygginu þó hluti þess væri öragg- lega dauður. Hann sagðist hafa náð að sá snemma og sexraðabyggið hefði verið komið mjög vel til og lítið vantað upp á fullan þroska þegar frostið gerði um 10. ágúst. Ekkert ostbragð ARNAR Bjarai Eiríksson í Sandlækjarkoti segist ekki finna neitt ostbragð og raunar lítið til að bíta í þegar hann bítur í kornið en bændur segj- ast finna ostbragð þegar kornið er að verða fullsprottið. Sagðist hann ekki trúa því að allt væri dautt, í það minnsta ekki það sem lengst hefði verið komið. Guð- jón sagði að sér hefði boðist að láta rannsaka byggið á Hvanneyri og sagði að vonandi myndi það leiða í ljóst hvað hefði gerst. Guðjón sagði að til greina kæmi að slá komið núna en sagði að sér hefði ekki reynst vel að gefa kúnum það og því vildi hann bíða aðeins og sjá hvort kornið bætti sig ekki. Fyllinguna vantar „Ég er ekki alveg tilbúinn að trúa þessu og þijóskast við að slá í rúllur því ég á nóg hey og græn- fóður og hef ekkert við þetta að gera,“ sagði Amar Bjarni Eiríksson á Sandlækjarkoti í Gnúpveija- hreppi en hann sáði í 8‘A hektara í vor og er líklega með mest undir af Árnesingum. Hann sagði að akrarnir virtust í góðum blóma og axið liti vel út en fyllinguna í það vantaði. Sagði Amar að allir korn- bændur stæðu frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir ættu að hrökkva eða stökkva, það er hvort þeir ættu að slá núna eða bíða og sjá til hvort einhver uppskera fá- ist. Hins vegar tapaði byggið mikið af fóðurgildi sínu við þó ekki væri nema vikubið. Arnar fóðrar kýr sínar með korn- inu, eins og flestir kombændur, og sagði að það sparaði mikið í að- keyptum fóðurbæti þegar uppskera fengist. Talið hefur verið að korn- uppskera eigi að fást í Árnessýslu í meðalári, engin í lakari áram en góð í betra árferðinu. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri 11 rigningog súld Reykjavfk 12 úrkomafgrennd Bergen 13 skýjað Helsinki 14 skúr á sfö.kls. Kaupmannahöfn 16 skýjað Narssarssuaq 6 skýjað Nuuk 4 léttskýjað Osló 16 háifskýjað Stokkhólmur 17 léttskýjað Þórshöfn 11 rigning AJgarve 28 Þokumóða Amsterdam 20 skýjað Barcelona 30 iéttskýjað Berlín 18 skýjað Chicago 22 rigning Feneyjar 30 þokumóða Frankfurt 26 skýjaö Glasgow 15 skýjað Hamborg 18 léttskýjað London 24 skýjað LosAngeles 18 þokumóða Lúxemborg 24 háifskýjað Madrid vantar Maiaga 28 léttskýjað Mallorca 32 heiðskírt Montreal 20 skýjað New York 21 léttskýjað Orlando 25 þokumóða Parls 25 skýjað Madelra 24 hálfskýjað Róm 28 heiðskírt Vín 24 léttskýjað Washington 23 mistur Winnipeg 14 Iétt8kýjað Valur Valsson bankastjóri íslandsbanka Vaxtalækkun mun koma bönkunum vel „FÁIR aðilar eiga meira undir vaxtalækkun á íslandi en viðskipta-1 bankarnir. Ef raunvextir lækkuðu á íslandi kæmi það bönkunum vel. Hagur þeirra viðskiptavina bankanna sem hafa átt í erfiðleikum myndi vænkast, eins gæti vaxtalækkun örvað hagvöxt og við það aukast tekjur bankanna," segir Valur Valsson bankastjóri íslands- banka, en Morgunblaðið greindi í gær frá þeim ummælum tals- manns Skandinaviska Enskilda bankans að vaxtalækkun í Svíþjóð hafi leitt til betri afkomu bankans. Valur segir að eina leiðin til þess að lækka vexti á íslandi sé að lánsfjárþörf ríkissjóðs minnki. „Til þess að lækka vexti á ís- landi verðum við að hætta að eyða um efni fram. Augu okkar hljóta því að beinast að því hvernig ríkis- stjórninni gengur að jafna hallann við fjárlagagerð í haust,“ segir Valur. Hann segir að spá Ríkisend- urskoðunar um að halli á ríkissjóði verði ríflega tvöfalt meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir, bendi til þess að raunvextir sem lækkað hafa undan- famar vikur hækki að nýju. „Það byggir þó á því að þessi spá reynist rétt, en ég hef engar upplýsingar um það,“ segir Valur. Valur sagði að undanfarin ár hefðu raunvextir á bankalánum verið með hæsta móti í Svíþjóð og hærri í Skandinavíu en á Islandi. Hinsvegar hefðu raunvextir á ríkis- skuldabréfum verið hærri hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Nú væri bilið milli vaxta ríkis- skuldabréfa og bankalána 2,6% á íslandi en 4% að jafnaði á Norður- löndunum. Þessi staðreynd sýndi svo ekki yrði um villst að það væri lánsfjárþörf hins opinbera sem réði háum raunvöxtum á íslandi. Fljúgandi sjúkrabílar RAUÐI kross íslands hefur kom- ið fyrir á fimm af stærstu flug- völlum landsins sérhönnuðum búnaði sem gerir kleift að veita sambærilegt öruggi og nýta sam- bærilegan tækjabúnað í sjúkra- flugi og í sjúkraflutningum í þeim sjúkrabílum sem eru hvað best búnir. Á Akureyri, Egilsstöðum, ísafirði, í Reykjavík og Vestmanna- eyjum verður þessi búnaður tiltæk- ur fyrir þau flugfélög sem sinna sjúkraflutningum frá hveijum stað og að sögn Jóhanns Péturs Jónsson- ar, deildarstjóra hjá RKÍ, ætti nú að vera unnt að fljúga á innan við 30 mínútum hvert á land sem er í sjúkraflug með þennan búnað. Jóhann Pétur sagði að undanfar- in þijú ár hefði verið í gangi átak til að bæta búnað í sjúkraflugi og gera aðbúnað sjúklinga og vinnuað- stöðu lækna mannlegri og full- komnari. í samvinnu við Kristján Ámason flugvélaverkfræðing og flugstjóra hefði verið hannaður búnaður sem passaði í sætafesting- ar á flugvélum og uppfyllti því allar öryggiskröfur sem gerðar væru til vélarinnar. Annars vegar er um að ræða grind fyrir sams konar sjúkrabörur og sjúkrabílar eru búnir þannig að framvegis verður óþarfi að flytja í GÆR var farið fyrsta sjúkra- flugið með hinn nýja búnað þeg- ar flugvél íslandsflugs sótti sjúkling á Rif. sjúkling af einum börum á aðrar þegar hann er fiuttur úr sjúkrabíl í sjúkraflugvél. Hins vegar er um að ræða skáp með lækningatækjum á borð við hjartarafsjá og -stuðtæki og utaná- liggjandi hjartagangráð, fimm lítra súrefniskút og -skammtara ásamt fleiru. Jóhann Pétur sagði að hver tækjasamstæða kostaði um 1.800 þúsund krónur og væri helmingur kostnaðarins greiddur af Rauða krogf félögunum í hveijum fjórð- ungi en helmingur úr sérverkefna- sjóði Rauða Kross íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.