Morgunblaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993 19 114 ísienskir spilarar á nýjum lista yfir Evrópumeistarastig Jón Baldursson er efstur á íslenska stigalistanum Morgunblaðið/GSH Tveir landsliðsmenn NORÐMAÐURINN Geir Helgemo er einhver efnilegasti spilari sem komið hefur fram lengi. Þótt hann sé aðeins 23 ára gamall er hann aðalmaðurinn í norska landsliðinu sem varð í 3. sæti á Evrópumótinu í sumar og hefur keppni eftir rúma viku á heimsmeistaramótinu í Santiago. Þá leiddi hann norska unglingaliðið í heimsmeistara- keppni spilara 25 ára og yngri í síðustu viku. Helgemo hefur at- vinnu af brids og ætlar í haust að hefja útgáfu bridstímarits í Nor- egi. Á myndinni er hann i góðum félagsskap íslenska landsliðsmanns- ins Björns Eysteinssonar. ____________Brids_________________ Guðm. Sv. Hermannsson JÓN Baldursson er efstur íslend- inga á nýjum Evrópustigalista sem var að koma út. Hann er í 53. sæti yfir spilara í Evrópu með 369 stig. Aðalsteinn Jörgensen er í 59. sæti með 344 stig, Þorlákur Jóns- son í 63. sæti með 314 stig og Guðmundur Páll Arnarson í 72. sæti með 299 stig. Frönsku ólymp- íumeistararnir og spilafélagamir Paul Chemla og Michel Perron eru efstir á listanum með 864 og 805 stig. Evrópustig eru reiknuð út eftir árangri á mótum á vegum Al- þjóðabridssambandsins, Evrópu- bridssambandsins og landsmóta í aðildarlöndum þess. 200 stig og yfir gefa meistaratitil, 300 stig gefa nafnbótina lífstíðarmeistari og 500 stig og sigur á Evrópu- eða heims- meistaramóti gefa stórmeistaratitil. Alls hafa 114 íslenskir spilarar fengið skráð Evrópustig en miðað er við árangur síðasta áratugar. Þar eru íslensku heimsmeistaramir vita- skuld hæstir. Jón Baldursson, Aðal- steinn Jörgensen og Þorlákur Jóns- son hafa allir fengið nafnbótina evr- ópskur lífstíðarmeistari en Guðmund Pál Arnarson vantar aðeins eitt stig í titilinn. Næstir í íslensku röðinni koma Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson með 259 stig, þá Sigurður Sverrisson 150, Valur Sig- urðsson 144, Bjöm Eysteinsson 134, og Karl Sigurhjartarson 129. Hjördís Eyþórsdóttir er efst ís- lenskra kvenspilara með 72 stig og Esther Jakopsdóttir hefur 71 stig. Næstar koma Kristjana Steingríms- dóttir með 40 stig, Ljósbrá Baldurs- dóttir með 30 stig, Anna Þóra Jóns- dóttir með 27 stig og Valgerður Kristjónsdóttir með 25 stig. Stiga- ij'öldi Hjördísar nægir henni í 99.-100. sætið meðal evrópskra kvenspilara en Bep Vriend, Evrópu- meistari kvenna í tvímenningi, er langhæst með 614 stig. Þá er gefinn út sérstakur listi fyr- ir spilara 25 ára og yngri. Þar em bræðurnir Ólafur og Steinar Jóns- synir hæstir íslendinga með 34 stig í 17.-18. sæti, en í 19.-20. sæti koma Ljósbrá Baldursdóttir og Hrannar Erlingsson með 30 stig. Efstir á list- anum em Geir Helgemo frá Noregi með 262 stig og Alfredo Versace frá Ítalíu með 245 stig, en báðir þessir spilarar em orðnir fastamenn í aðal- landsliðum þjóða sinna. Þorlákur Jónsson vann sér inn flest stig íslenskra spilara á keppnis- tímabilinu 1992-93, eða 81, og Guð- mundur Páll Amarson kemur næstur með 77. Þar munar mestu um 4. sæti þeirra í Evrópumótinu í tví- menningi. Frakkarnir Alain Lévy og Hervé Mouiel voru sigursælastir í Evrópu í fyrra. Þegar listinn yfir stigahæstu spilara síðustu 3 ára er skoðaður kemur í ljós, að Jón Bald- ursson er þar í 11. sæti, Þorlákur í 13. sæti, Aðalsteinn Jörgensen í 15. sæti og Guðmundur Páll Arnarson í 16. sæti. Efstir á þeim lista eru Pól- veijarnir Zmudzinski og Balicki. Listi yfír 10 stigahæstu spilara Evrópu lítur þannig út: 1. PaulChemla, Frakkl., 864 stig 2. Michel Perron, Frakkl., 805 stig 3. Piotr Gawrys, Póllandi, 791 -stig 4. Krzyzstof Martens, Pól., 775 stig 5. Per Olof Sundelin, Svi., 701 stig 6. Michel Lebel, Frakkl., 686 stig 7. Jan Fucik, Austurríki, 626 stig 8. Cezary Balicki, Pól., 624 stig 9. Hans Göthe, Svíþjóð, 612 stig 10. Jens Auken, Danm., 606 stig Þessir spilarar em allir evrópskir stórmeistarar nema Auken sem hefur ekki enn unnið Evrópumót þótt hann hafi fyrir löngu náð stigunum 500 sem krafist er til þeirrar nafnbótar. Þjóðverjar heimsmeistarar yngri spilara Þjóðverjar unnu heimsmeistara- mót spilara 25 ára og yngri sem haldið var í Árósum í Danmörku í síðustu viku. fjóðveijar unnu Norð- menn í úrslitaleik og Bandaríkja- menn unnu Dani í leik um 3. sætið. Danir urðu fyrir miklum vonbrigð- um en þeir reiknuðu með því að hei- maliðið myndi að minnsta kosti kom- ast í úrslitaleikinn. Það munaði að vísu ekki miklu því Þjóðveijar unnu Dani í undanúrslitum með Vi impa mun! Þýsku heimsmeistaramir heita Guidi Hopfenheit, Markus Jöst, Rolf Kúhn, Frank Piech, Klaus Reps og Roland Rohowsky sem vann Ros- enblumbikarinn í sveitakeppni árið 1990 og varð þá yngsti heimsmeist- ari í opnum flokki frá upphafi. HM að hefjast Keppnin um Bermúdaskálina og Feneyjabikarinn hefst í Santíagó í Chile 29. ágúst. í opna flokknum reikna flestir með að slagurinn muni standa milli Pólveija og Bandaríkja- manna sem senda tvær fjallsterkar sveitir. Það hafa orðið breytingar á pólska liðinu frá Evrópumótinu í Menton. Martens og Lesniewski gáfu ekki kost á sér í liðið áfram, að sögn vegna þess að þeir voru ekki ánægð- ir með hvað þeir fengu lítið að spila í Menton. í þeirra stað koma Witec og Kowalczyk en aðrir í liðinu eru sem fyrr Balicki, Zmudzinski, Gawr- ys _og Lasocki. í Bandaríkjunum kepptu sigurveg- arar stærstu mótanna þar í landi að venju um tvö sæti í heimsmeistara- keppninni. Sigurvegarar keppninnar er A-lið Bandaríkjanna skipað þeim Becker, Rubin, Weischel, Levin, Su- koneck og Ekeblad. Þeir fjórir fyrst- nefndu eru allir fyrrverandi heims- meistarar. Það gæti þó veikt liðið, að þeir Becker og Rubin munu hafa ákveðið að slíta bridsfélagsskap sín- um sem hefur staðið í 17 ár. B-lið Bandaríkjanna er skipað Russel, Lev, Berkowitz, Cohen, Bergen og Rodwell. Þetta lið er for- vitnilegt af ýmsum ástæðum. Til dæmis spilaði Lev lengi í ísraelska landsliðinu, þar á meðal á heims- meistaramótum, en hann hefur nú fengið bandarískan ríkisborgararétt. Þá er óvenjulegt að sjá Rodwell í liði án Meckstroths en þeir hafa verið eitt besta par heims í rúman áratug. Skýringin er sú, að þeir komust ekki saman í úrslitakeppnina. Hins vegar vantaði einn mann í tvær af sveitun- um sem spiluðu um sætin. Þeir sett- ust í þau og voru því andstæðingar Það stóð raunar til að Meckstroth og Rodwell spiluðu saman í þessari sveit. Svíinn Bjöm Falleníus var upp- haflega í sveitinni en fékk eðlilega ekki að spila í landsliðskeppninni. Þá vildu hinir bæta við pari en Berg- en, sem við það hefði fallið út úr sveitinni, vildi í staðinn fá greiðslu frá bandaríska bridssambandinu. Á það var ekki fallist og Rodwell var því fenginn til að spila við Bergen. Ef ég man rétt spiluðu þeir félagar saman á Bridshátíð fyrir nokkrum árum og í landsliðskeppninni rann á þá mikið stuð eftir rólega byijun og landsliðssætið var víst einkum þeim að þakka. í Santíagó tekur Suður-Afríka þátt í alþjóðlegu bridsmóti í fyrsta skipti í 13 ár en S-Afríka vann Afr- íku og Mið-Asíu svæðamótið bæði í opnum flokki og kvennaflokki. Brids í Dublin Nú er tími verslunarferða til Bret- landseyja að hefjast. íbúar Dublin búa sig undir að taka á móti fjölda íslendinga að venju, þar á meðal þeir sem ráða bridsmálum þar í borg. Samkvæmt upplýsingum frá Sam- vinnuferðum geta þeir íslendingar sem óska spilað í hvaða bridsklúbbi sem er í Dublin, hvaða kvöld vikunn- ar sem er, á svipaðan hátt og í sum- arspilamennskunni hér í Reykjavík. Samvinnuferðir gefa nánari upplýs- ingar um bridsklúbba í Dublin og opnunartíma þeirra. JLHORO Steypa - VIÐGERÐARSTEYPA - ÞURRSTEYPA - PERLUSTEYPA - FLOTSTEYPA - SÉRSTEYPA Allar gerðir af steypublöndum í pokum og fötum. !l steinprýði Stangarhyl 7, sími: 672777. "53 OATUN ODYR MATARKAUP! VIKUTILBOD 18. ágúst tii 25. ágúst Lambalifur 199;.. (Áður 489.-) Lambanýru 93 pr kg. (Áður 249.-) Bacon Sparipakki 786 pr- kg. (Áður 990.-) Sviö óhreinsuð Lambahjörtu \ 99 Pr-kg. (Áöur 503.-) Gróf hrossabjúgu 372 pr.kg. (Aður 469.-) pr.kg. 199 Weetos 375 gr. 225 Tekex Kantolan 200 gr. 39- Prik þvottaefni 70 dl. 299 Saltkjöt Borgarnes 324 London Lamb 799pr.kg. Lambalæri 1/1 kg. Lambahryggir 1/1 PT'k9' Lambaframpartur 1/1 niöursagaftur 398 pr. kg. Jarðarberjagrautur 1 ",0' 129- M.S. Fínt bakarabrauð kaupireitt A BA 9 _ti, færð annað frítt | SIK. Nóatún 17-S. 617000 Hamraborg 14, Kóp. -S. 43888 Rofab® 39 - S. 671200 Furugrund 3, Kóp. - S. 42062 Laugavegi 116 -S. 23456 Þverhotti 6, Mos. - S. 666656 JL-húsinu vestur í bæ - S. 28511

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.