Morgunblaðið - 20.08.1993, Page 42

Morgunblaðið - 20.08.1993, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993 Nuer tvöfaldur l.vinninour! Vertu með -draumurinn gæti orðið að veruleika ! FRJALSIÞROTTIR / HM I STUTTGART Morgunblaðið/Bjami Þórdís Gísladóttír náði besta árangri sínum á þessu ári í Stuttgart í gær er hún stökk 1,84 metra. „Ég er glöð yfir að hafa náð mér upp úr 1,80 metrum,“ sagði Þórdís sem var elsti keppandinn í hástökkinu, 32 ára. Besti árangur minn á HM - sagði Þórdís Gísladóttirsem stökk 1,84 metra og hafnaði í 24. sæti. Guðrún Arnardóttirvarð í 38. sæti í 100 m grindahlaupi „ÉG er ósköp sátt við árangur- inn sem er minn besti á heims- meistaramóti," sagði Þórdís Gísladóttir sem stökk 1,84 metra í hástökki og haf naði í 24. sæti af 36 keppendum á heimsmeistaramótinu í Stutt- gart í gær. Guðrún Arnardóttir keppti í 100 metra grindahlaupi og var töluvert frá sínu besta, hafnaði í 38. sæti af 42 kepp- endum. Þórdís, sem var elsti keppandinn í hástökkinu, 32 ára, sagði að þetta hefði jafnvel verið betri árang- ur en hún hefði búist við. Hún sagð- ist hafa verið með lakasta árangur- inn af öllum keppendunum fyrir mótið. Hún byijaði á að stökkva yfir 1,75 metra, síðan 1,80 metra og síðan 1,84 metra og fór yfir í fyrstu tilraun. Hún sagðist hafa átt góðar tilraunir við 1,87 metra, sér- staklega í 2. og 3. tilraun. „Eg er glöð yfir að hafa náð mér upp úr 1,80 metrum. Þetta er jafnframt FELAGSLIF Körfuboltaskóli KR Körfuboltaskóli á vegum körfuknattleiks- deildar KR verður haldinn vikuna 23. - 31. ágúst í fþróttahúsi félagsins við Frosta- skjól. Umsjón með skólanum hafa dr. Laszlo Nemeth og Stefán Arnarson. Leið- beinendur auk þeirra verða Benedikt Guð- mundsson, María Guðmundsdóttir, Óskar Kristjánsson og fleiri. Þátttökugjaid er 1500 krónur fyrir pilta (fimm daga nám- skeið, og 1000 krónur fyrir stúlkur (4 daga námskeið). Skráning og frekari upp- lýsingar hjá Óskari Kristjánssyni I síma 620145 og Benedikt Guðmundssyni í sími 28628. Körfuboltaskóli Breiðabliks Körfuboitaskóli Breiðabliks verður í íþróttahúsinu Digranesi 23. til 28. ágúst. Sigurður Hjörleifsson mun hafa umsjón með skólanum, en gestakennarar verða John Rhodes úrvalsdeildarleikmaður og Helga Þorvaldsdóttir landsliðsleikmaður og fleiri. Skráning í síma 27053 milli 5 og 7 virka daga, og 41081 kl. 4 til 8 laugar- dag og sunnudag. Einnig á staðnum um leið og skólinn hefst. Verð 2500 krónur. Hópa og fyrirtækjakeppni Samtökin Iþróttir fyrir alla halda smáhópa og fyrirtækjakeppni í knattspyrnu helgina 4. til 5. september nk. Keppt verður í flmm mismunandi flokkum: Opnum flokki þar sem eilefu manna lið leika, sjö manna lið- um og sjö kvenna liðum, sjö manna liði 40 ára og eldri og sjö manna fjölskyldul- iði til að geta tekið þátt í þessum riðli, og mega lið vera blönduð. Þátttökugjald er 5000 krónur fyrir félagsmenn í IFA, og kr. 9000 fyrir önnur lið. Þátttökutil- kynningar verða að berast fyrir 27. ág- úst. Aljar nánari upplýsingar fást hjá skrif- stofu ÍFA í sfma 813377. besti árangur minn utanhúss í ár,“ sagði Þórdís, sem var að keppa á HM í fjórða skipti. Lélegt hlaup Guðrún Arnardóttir hljóp 100 metra grindahlaup á 13,96 sek. og var síðust í sínum riðli. íslandsmet hennar er 13,39 sek. og var sett í maí á þessu ári. „Þetta var einfald- lega lélegt hlaup og ég hef enga skýringu hvers vegna. Það er best að gleyma þessu hlaupi sem fyrst. Þetta var ekki það sem ég ætlaði mér hér í Stuttgart. En ég er reynslunni ríkari og nú er bara að horfa fram á veginn,“ sagði Guð- rún. Þráinn Hafsteinsson, landsliðs- þjálfari FRÍ, sagði að Guðrún hefði byrjað hlaupið vel en eftir þijár grindur hafi hún dottið út úr stíln- um bæði á milli grinda og yfir þær. „Þetta er sjálfsagt spurning um einbeitingu hjá henni í hlaup- inu, að láta ekki aðra keppendur trufla sig.“ Hann sagðist vera sátt- ur við árangur Þórdísar. „Ég bjóst við meiru af Guðrúnu og vonaðist eftir betri árangri hjá Sigurði Ein- arssyni og Vésteini Hafsteinssyni. Annars var ég búinn að gera mér í hugalund að þetta gæti farið svona hjá Sigurði og Vésteini því undirbúningur þeirra hefur verið frekar skrykkjóttur," sagði Þráinn. Pétur bjartsýnn Pétur Guðmundsson keppir í und- ankeppni í kúluvarpi karla í dag. Hann kom til Stuttgart á miðviku- dagskvöld. „Keppnin leggst vel í mig og ég er nokkuð bjartsýnn á góðan árangur. Sérfræðingar hér segja að það þurfi að varpa kúlunni 19,50 metra til að komast í úrslit og á góðum degi ætti ég að geta það. Eg tel mig hafa lært mikið af fyrri mótum og vonandi nýtist mér það,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið í gær. 36 keppendur taka þátt í kúluvarpinu í dag og komast 12 þeirra í úrslit, sem fram fara á morgun. ÞRIÞRAUT / HM Einar keppir á HM í Manchester Einar Jóhannsson, íslands- meistari í þríþraut, keppir á heimsmeistaramótinu í þríþraut, sem haldið verður í Manchester á Englandi á sunnudaginn. Keppt er í ólympískri vega- lengd eins og venjulega á heims- meistaramóti. Þá byija keppend- ur á því að synda 1500 metra, hjóla 40 km og hlaupa loks 10 km. Rúmlega 1000 keppendur frá 75 þjóðum taka þátt á mót- inu. Það hefst reyndar fyrir utan Manchester, keppendur munu síðan hjóla í átt að borginni, m.a. í gegnum Bolton, og hlaupa síðan um götur Manchesterborg- ar. MARAÞON Skráningu iýkur í dag Skráningu í Reykjavíkurmarþon- ið, sem fram fer á sunnudag, lýkur í dag. Keppnin hefst kl. 11.00 á sunnudag í Lækjargötu. Hægt er að skrá sjg í anddyri íþróttamið- stöðvar ÍSÍ í Laugardal frá kl. 09 - 19 í dag. Eins er hægt að skrá sig í Frísporti, Kringlusporti til kl. 18.00. íkvöld Knattspyrna kl. 18.30 1. DEILD KARLA: Valsvöllur: Valur - ÍBK 2. DEILD KARLA: Þróttarv.: Þróttur - Stjaman Grindavík: UMFG - Tindastóll Akureyri: KA - ÍR 3. DEILD KARLA: Borgamesv.: Skaliagr. - Seifoss Sandgerði: Reynir - Haukar Gróttuv.: Grótta - Víðir Kópavogsv.: HK - Dalvík Grenivík: Magni - Völsungur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.