Morgunblaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993
Sigmður Gíslason,
Akranesi - Minning
Fæddur 7. júlí 1907
Dáinn 12. ágúst 1993
Með tryggð til máls og manna,
á mátt hins góða og sanna,
þú trúðir traust og fast.
Hér er nú starfsins endi.
I æðri stjómar hendi,
er það, sem heitt í hug þú barst.
(E.B.)
Það virðist sem sumir menn eld-
ist ekki þó árin sem þeir lifa verði
mörg. Sigurður Gíslason var einn
þeirra manna er kvaddi ungur í
anda, 86 ára gamall. Hann lifði
ávallt í nútímanum, hafði upplifað
ótrúlegar þjóðfélagsbreytingar, en
gat alltaf tileinkað sér nútíðina og
séð fyrir hvað framtíðin bæri í
skauti sér. Hann var margfróður
og einstaklega minnugur og fylgd-
ist til hinstu stundar með öllum
hræringum í þjóðfélaginu. Hann sá
fyrir byltingar í atvinnuþróun á
undan flestum samtíðarmönnum og
var þess vegna góður og hollur ráð-
gjafi. Þess naut ég sem þessar línur
rita.
Sigurður var fæddur í næsta
nágrenni Akraness í Litla-Lamb-
haga í Skilamannahreppi þann 7.
júlí 1907, sonur hjónanna Þóru Sig-
urðardóttur og Gísla Gíslasonar er
þar bjuggu. I Lambhaga ólst Sig-
urður upp í hópi átta systkina, í
rammíslenskri bændameningu og
stóð hugur hans til þess að verða
bóndi, en örlögin höfðu allt annað
á pijónunum varðandi þennan unga
sveitapilt. Sigurður fór 19 ára í
„Verið“ sem kallað var. Sandgerði
var hans fyrsti vertíðarstaður og
fyrstu vertíðina árið 1926 var hann
á Ingólfi sem var í eigu Lofts Lofts-
sonar en þijár næstu vertíðir var
hann á Stíganda með Guðna Jóns-
syni frá Flankastöðum, Stígandi var
þá í eigu Haraldar Böðvarssonar.
Sigurður starfaði víða á þessum
árum og þótti þá þegar eftirsóknar-
verður starfskraftur. En svo var það
sildin sem togaði hann á vit nýrra
ævintýra ásamt svo mörgum ung-
um mönnum. Siglufjörður var höf-
uðstaður ungra athafnamanna. Á
Siglufírði kynntist Sigurður meðal
annars Óskari Halldórssyni, þeim
fræga manni sem Nóbelsskáidið
okkar hefur gert ódauðlegan. Hjá
honum vann Sigurður á „plani“ sem
kallað var. Óskar var fljótur að sjá
hvern mann Sigurður hafði að
geyma og fól honum mannaforráð.
Þessi ár voru í senn erfið og
skemmtileg í minningunni og þegar
Sigurður kom á Akranes hafði hann
aflað sér mikillar þekkingar varð-
andi síldarverkun.
Árið 1945 var hann fastráðinn
hjá Haraldi Böðvarssyni. Það var
Axel Sigurgeir
Axelsson - Minning
Fæddur 9. ágúst 1945
Dáinn 10. ágúst 1993
Þegar Gilli vinur og frændi minn
hringdi að kvöldi 10. ágúst og sagði
þær fréttir að Axel bróðir sinn
væri dáinn, fór hugur minn að leita
til liðinna daga, er ungur drengur
níu ára gamall kom hér til dvalar
um óákveðinn tíma. Hann langaði
svo mikið að prófa að vera í sveit,
því Gilli bróðir hans var kominn í
sveit á Eyjólfsstöðum, en þar
bjuggu tengdaforeldrar minir,
Bjami og Jenný. Axel átti að vera
þar líka smátíma, en Bjami bauð
okkur Nonna að lána okkur dreng-
inn til snúninga um tíma. Krakki
sem átti að koma til okkar hætti
við, svo við vomm fegin að fá hjálp-
ina. Við hjónin hér á Bakka emm
búin að hafa marga tugi af börnum
og unglingum í sveit, en enginn
hefur tekið Axel fram. Síglaður og
brosandi, fjarska laglegur og alltaf
fljótur að gera það sem hann var
beðinn um.
Axel var hjá okkur í þijú sumur,
hvert á eftir öðm. Mér er svo minn-
isstætt vorið 1956, þá var ég ófrísk
og var nú stundum að rölta til að
gá að fénu um sauðburðinn. Alltaf
var Axel með mér í þessum ferðum.
Svo var ég að senda hann frá mér
ef ég settist niður og var hann
hálf hræddur, hélt þá að barnið
væri að koma. Snemma morguns
9. júní vakti Nonni Axel og bað
hann að hlaupa út að Eyjólfsstöð-
um, sem er næsti bær og stutt
bæjarleið, að vekja einhvern til að
hringja í ljósmóðurina. Þá var ég
búin að taka léttasóttina, en við
höfðum engan síma þá. Fljótur var
Axel þá milli bæja og þegar hann
fór til baka var svo mikill hraði á
kalli að hann datt í skurð sem er
hér á milli bæjanna. En heill komst
hann heim og ljósmóðirin kom í
tíma. Eitt vorið gáfum við honum
gráa gimbur og þótti honum mjög
vænt um það.
Fullu nafni hét hann Axel Sigur-
geir Axelsson. Faðir hans kom með
hann á vorin og sótti að hausti.
Maður man vel þegar þeir feðgar
komu með fullt af öllu mögulegu
góðgæti, sem maður gat ekki veitt
sér að kaupa. Þá var nú öldin önn-
ur eins og þar stendur. Við áttum
orðið þrjá elstu drengina síðasta
sumarið sem Axel var hjá okkur,
og Guðríður móðir Axels sendi okk-
ur mikið af fötum á þá. Það kom
sér vel. Þau voru mjög rausnarlegt
og gott- fólk. Axel hélt sambandi
við okkur mörg ár eftir að hann
var hér. Stoltur var hann þegar
hann kom með son sinn Axel, lítinn
og sætan kút, mjög líkan pabba
sínum þegar hann var lítill drengur.
Axel var tvígiftur. Fyrri kona
hans var Dómhildur Sigurðardóttir
frá Draflastöðum í Fnjóskadal og
eiga þau soninn Axel, 21 árs: Seinni
konan var Guðrún María Óskars-
dóttir og eiga þau fjögurra ára son,
Birgi Óskar.
Axel minn, við kveðjum þig með
kærri þökk fyrir gömlu, góðu stund-
imar og felum þig Guði á vald.
Við hjónin og synir okkar sendum
innilegar samúðarkveðjur til barna
hans, móður og bræðra og annarra
Fædd 8. ágúst 1913
Dáin 14. ágúst 1993
Tengdamóðir mín, Hulda Gísla-
dóttir, andaðist á heimili sínu á
Sauðárkróki að morgni 14. ágúst,
þá nýorðin áttræð. Þótt búast megi
við því að maðurinn með ljáinn sé
ekki langt undan þegar aldrað fólk
á í hlut, þá kom andlát hennar á
óvart eins og svo oft vill verða.
Helgina áður hafði hún haldið upp
á afmæli sitt í Safnaðarheimili
Sauðárkrókskirkju af skörungsskap
og þangað sóttu hana heim margir
ættingjar og vinir.
Hulda var fædd á Bólstað í Svart-
árdal í Húnavatnssýslu, dóttir hjón-
anna Gísla Ólafssonar skálds frá
Eiríksstöðum í sömu sveit og konu
hans Jakobínu Þorleifsdóttur sem
ættuð var úr ísafjarðardjúpi. Hún
var elst þriggja bama þeirra, en
hin voru Guðrún, sem síðast bjó í
Reykjavík en er nú látin, og Ólafur
sem býr á Sauðárkróki.
Um tvítugt fluttist Hulda búferl-
um til Siglufjarðar. Þar giftist hún
og stofnaði heimili með Antoni Ingi-
marssyni sem lengst af var sjómað-
ur á Siglufirði en dvelur á öldrunar-
mikil gæfa fyrir framgang fyrir-
tækisins að fá hann til starfa. Það
er ekki ofsagt að vandfundinn er
sá íslendingur sem hefur jafn víð-
tæka þekkingu og reynslu á sviði
síldarsöltunar, saltfisk- og skreiðar-
verkunar. Síldarverkunin hjá Sig-
urði var þó í sérflokki, þar vora
yfirburðir hans mestir. Ófáir era
þeir Akurnesingar sem hafa unnið
undir hans stjórn og hlotið þar sitt
fyrsta uppeldi í atvinnulífinu, það
hefur eflaust verið strangur skóli
en hollur. Hann gerði körfur til
starfsfólksins, en ávallt mestar
kröfur til sjálfs sín og tryggð hans
og trúfesta við sína húsbændur var
óendanleg.
Ég hef þekkt Sigurð frá því ég
man eftir mér, hann vann fyrir afa
minn og föður og þeir virtu hann
mikils. Sterkar era mér mínar
fyrstu minningar frá Siglufirði
1959 þegar ég var 10 ára gamall
og fékk að fylgjast með iðandi lífinu
þar. Það fór ekki á milli mála í
mínum huga hver var konungur
staðarins, það var Sigurður Gísla-
son. Þar var hann eins og fyrirliði
á fótboltavelli og stjórnaði ferðinni.
Oft hef ég hugsað hversu þunnur
þrettándi það hefur verið fyrir Sig-
urð að fá mig sem yfirmann rétt
liðlegan tvítugan. Hann sem var
þá búinn að kynnast mörgum merk-
um athafnamönnum á sínum langa
starfsferli víðsvegar um landið. En
þá eins og ævinlega hafði hann
langtíma sjónramið og lét sig hafa
það og trúði á betri tíð. Með tíman-
um kynntumst við afar náið, urðum
meira en venjulegir samstarfsmenn
aðstandenda og vonum að algóður
Guð styrki þau og varðveiti.
Jón, Kristín og synir á Bakka.
Hann Axel er dáinn. Hann fórst
í bruna á heimili sínu þriðjudaginn
heimili á Sauðárkróki. Þau eignuð-
ust ú’óra syni en slitu síðar samvist-
ir. Þrír þeir elstu, Sigurður, Ingimar
og Gísli, luku allir iðnnámi og búa
á Sauðárkróki. Yngstur þeirra er
Ólafur, bifreiðastjóri í Reykjavík.
Hulda eignaðist síðar tvö börn með
Hilmari Jónssyni frá Tungu í Fljót-
um, þau Hilmar, sem er kjötiðnað-
armeistari á Sauðárkróki, og Sigur-
linu sem er hjúkrunarfræðingur í
Reykjavík. Hilmar faðir þeirra lést
árið 1954 og sama ár flutti Hulda
til Sauðárkróks þar sem hún bjó
allar götur síðan.
Tæp tuttugu ár era nú síðan ég
kynntist Huldu. Þá starfaði hún sem
matráðskona hjá Kaupfélagi Skag-
firðinga og veitti meðal annars
mötuneyti sláturhússins forstöðu
sem hún gerði um langt árabil. Síð-
ustu árin bjó hún ein og vildi ekki
heyra á það minnst að flytja á öldr-
unarheimili á meðan hún gæti séð
um sig sjálf. Eftir að hún hætti að
vinna höguðu aðstæður því þannig
til að leið mín lá oft til Sauðárkróks
starfs míns vegna. Þá bjó ég oftast
á heimili Huldu þar sem við áttum
margar ánægjulegar samveru-
stundir. Hún var greind kona, vel
við urðum vinir og því meiri vinir
er árin liðu. Allar meiriháttar breyt-
ingar og nýjungar sem voru í deigl-
unni í fyrirtækinu bar ég undir
hann og fékk ég alltaf góð ráð, og
ég mun lengi búa að þeirri lífsspeki
er hann innrætti mér. Hann trúði
eindregið á það að forsjónin og
góðu öflin væra með okkur í verki,
það var hans leiðarljós.
í einkalífí var Sigurður gæfu-
maður. Hann gekk að eiga Jónínu
Elísabetu Magnúsdóttur árið 1937.
Jónína fæddist á Iðunnarstöðum í
Lundarreykjadal, hún var mikil
ágætiskona og Sigurður einstakur
lífsförunautur og því var það þungt
áfall er hann missti hana í septem-
10. ágúst sl. Ég lá á sjúkrahúsi
þegar þessi hörmulegi atburður átti
sér stað, en svo einkennilega vildi
til að konan mín var að keyra mig
í rúminu fram að sjónvarpi. Og um
leið og hurðin opnaðist, sá ég sjón-
varpið. Þá blasti við mér á skjánum
mynd af brunastað og ég hrópaði
upp númer hvað þetta væri á Njarð-
argötunni, og mér var sagt að þetta
væri númer 34. Þegar ég kom nær
skjánum þekkti ég húsið strax.
Húsið hans Axels vinar míns stóð
í björtu báli. Ég heyrði að einn
maður hefði verið fluttur í burtu í
sjúkrabíl. Þá grunaði mig strax
hver það mundi vera. Guðrún, eigin-
kona hans, hringdi heim til okkar
og tilkynnti konunni minni þetta,
en hún hlífði mér við að heyra það
þangað til ég var kominn heim, þó
að innst inni hafí ég vitað þetta en
ekki viljað trúa því.
Axel var sprenglærður maður í
endurskoðun og vann áður hjá varn-
arliðinu við endurskoðun eða þar
til hann veiktist. Hann átti í mikilli
baráttu við þennan sjúkdóm fram
til dauðadags. Undir lokin var svo
komið að læknar virtust ekki mega
vera að því að sinna honum og er
máli farin og kunni frá mörgu að
segja. Mér eru minnisstæðar sög-
urnar sem hún sagði mér frá lífsbar-
áttunni í æsku sinni og síldaráran-
um á Siglufirði. Barn að aldri gekk
hún orðið í flest verk bæði á heim-
ili sínu og öðrum bæjum í Húna-
vatnssýslu og þau vora ófá skiptin
á Siglufirði sem staðið var yfir síld-
artunnunum frá morgni og fram á
miðjar nætur. Þeim fækkar sem búa
yfír þeim reynsluheimi að sækja
ber 1983 en hann trúði staðfastlega
á líf eftir þetta líf og það létti hon-
um missinn. Jónína og Sigurður
eignuðust fjögur börn, Hrefnu,
bankafulltrúa á Akranesi en hún
bjó í sama húsi og faðir hennar og
var honum alla tíð mikill og góður
félagi og hjálparhella ekki síst nú
hin síðustu misseri er heilsu hans
hrakaði; Gísla Þór, vélstjóra, býr í
Reykjavík, sambýliskona hans er
Petrína Bergvinsdóttir; Ármann
Magnús, vélfræðing á Akranesi,
hann var giftur Guðrúnu Bergmann
Valtýsdóttur sem lést árið 1978,
þau eignuðust fjögur börn; Siguijón
vélvirkja á Akranesi, giftur Guð-
rúnu Oddu Maríusdóttur og eiga
þau þijú börn. Barnabarnabörnin
eru orðin fimm talsins.
Ég kvaddi vin minn fáum dögum
áður en hann lést. Við vissum báð-
ir að þessu var að ljúka. Við gerðum
að gamni okkar eins og ávallt en
stutt var í alvöruna. Ég lít til þín
aftur í vikunni, sagði ég. Sigurður
brosti og sagði „ef ég hef þá tíma
til að taka á móti þér.“
Já, tíminn er liðinn. Ég veit að
ég þakkaði ekki nægjanlega vel
fyrir mig þegar við kvöddumst í
síðasta sinn, þó ég reyndi. Ég geri
það betur á síldarplaninu handan
hafsins, þar er víst mikill tími til
alls og það er ástæða til að ætla
að þar sé Sigurði vel fagnað og
hans hafi verið beðið af mörgum
gengnum félögum.
Aðstandendum öllum sendi ég
og fjölskylda mín, okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Haraldur Sturlaugsson.
átakanlegt að þegar fólk er að
reyna að leita sér hjálpar er því
vísað á bug. Oft var grátlegt að sjá
og heyra hvernig farið var með
hann.
Ég kynntist Axel fyrir níu áram
og fann fljótt hvaða mann hann
hafði að geyma. Hann var ljúfur
drengur og vildi allt fyrir alla gera.
Þessum góða vini mínum gleymi
ég ekki svo lengi sem ég lifi.
Ekki alls fyrir löngu kom hann
í heimsókn til mín að kvöldlagi og
var bara ánægður með lífið og til-
veruna. Hann var nýbúinn að kaupa
sér bíl og sýndi mér hann og var
mjög ánægður með hann. Ég
samgladdist honum. Ekki grunaði
mig að þegar ég kvaddi hann að
þetta væri í síðasta sinn sem ég sæi
hann í þessu jarðlífi, en það veit
enginn hver er næstur.
Með þessum fáu orðum vil ég
kveðja góðan vin og félaga þar til
við hittumst aftur í öðra lífi. Ég
votta Guðrúnu, eiginkonu hans og
syni þeirra, eldri syni hans, svo og
öðrum ættingjum, mína dýpstu
samúð og megi góður guð styrkja
þau í þeirra miklu sorg.
Pálmar.
vatn niður um ís og bera í fötum
til heimilisnota eða standa berfætt-
ir í frosti og þvo innan úr vömbum
í bæjarlæknum. Slíka lífsbaráttu
mátti Hulda reyna og lét sér fátt
um finnast.
Nú verður engin Hulda til að
hella upp á könnuna fyrir mig í
ferðum mínum á Krókinn. í ferðalok
þakka ég henni fyrir samfylgdina,
allt það sem hún hefur fyrir mig
gert og alla þá visku sem hún hef-
ur veitt mér af reynslu sinni og
ekki verður numin af bókum. Guð
blessi minningu hennar.
Aðalsteinn Hákonarson.
Vinkona mín! Nú ertu horfin mér
allt, allt of snemma. Ekki átti ég
von á því þegar við ókum bæjar-
rúntinn á miðvikudaginn fyrir rúmri
viku að það yrði þín síðasta bæjar-
ferð, Hulda mín. Hvernig verða
haustið og vetrarkvöldin án þín?
Ég rek ekki ævisporið þitt hér,
það verða aðrir og mér þekkingar-
betri að gera. En ég vil þakka þér
allar yndislegu stundirnar okkar.
Aldrei verður sláturgerðin sú sama
á haustin án þín og þau verða lengri
skammdegiskvöldin þegar ekki
verður hægt að skokka yfir til þín.
Megi algóður guð geyma sálu þína.
Við hittumst síðar.
Hólmfríður Þórðardóttir
og fjölskylda.
Hulda Gísladóttir frá
Sauðárkróki - Minning■