Morgunblaðið - 20.08.1993, Page 13

Morgunblaðið - 20.08.1993, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993 13 Smekklegristu fj ölbýlishúsalóðirnar BIRKIMELUR 8, 8a og 8b og Ásholt 2-42 fengu viðurkenningar fyrir fallegustu fjölbýlishúsalóðirnar. frágangi lóða sinna og fegrað um- hverfi sitt eða sýnt til þess viðleitni. Stétt, hellusteypa, Hytjarhöfða 8 fékk viðurkenningu fyrir góðan frá- gang í iðnaðarhverfi, Stjórnunarskól- inn, Sogavegi 69, fékk viðurkenn- ingu fyrir góðan frágang á áberandi stað og íslensk - erlenda verslunarfé- lagið hf. Vatnagörðum 26 fékk viður- kenningu fyrir snyrtilegan frágang í þjónustuhverfi. Upprunalegum stíl viðhaldið Húsið að Laugavegi 20b fékk við- urkenningu fyrir vel heppnaðar end- urbætur á gömlu húsi. Pétur Hjalt- ested kaupmaður byggði húsið árið 1903 og var það stórhýsi á þess tíma mælikvarða. Húsið erj rílyft timbur- hús með járnþaki. I niðurstöðum dómnefndar segir að húsið sé góður vitnisburður um hvemig hægt sé að endurbyggja hús umhverfí sínu til sóma á nýjan leik. Við endurbætur hússins hafí verið gætt að eiginlegum byggingarstíl hússins, sem tryggt hafí góðan árangur. Niðurstöður skoðanakönnunar um umhverfismál Umhverfisvemd er sett ofar hagvexti Aðeins 20% vissu hvað gróðurhúsaáhrif eru ÍSLENDINGAR setja umhverfisvernd ofar hagvexti samkvæmt niður- stöðum skoðunarkönnunar sem Hagvangur hefur unnið fyrir Umhverf- isráðuneytið. Landsmenn hafa mestar áhyggjur af jarðvegs- og gróður- eyðingu, meðferð og förgun úrgangs og eyðingu ósonlagsins. 70,5% lögðu meiri áherslu á umhverfisvernd en hagvöxt. Konur hafa að jafn- aði meiri áhyggjur af umhverfismálum en karlar og taka umhverfis- Niðurstöður könnunarinnar á við- horfum íslendinga til umhverfísmála sýna að landsmenn leggja mun meiri áherslu á umhverfísvernd en hag- vöxt. Af einstökum þáttum umhverf- Kjarni í Borg- arholti fær nýtt nafn í LJÓS hefur komið að Kjarni, verslunarmiðstöð sem fyrirhugað er að reisa í Borgarholti, á sér alnafna í Mosfeilsbæ. Borgarráð hefur því samþykkt að leitað verði eftir öðru nafni fyrir verslunar- miðstöðina. í bréfí bæjarstjóra Mosfellsbæjar til Borgarskipulags er vakin athygli á að miðbæjarkjarninn í Mosfellsbæ og verslunarmiðstöðin í Borgarholti beri sama nafn. Þar segir að í lok árs 1990 hafí farið fram samkeppni um nafn á nýja miðbæjarkjarnanum í Mosfellsbæ og að veitt hafí verið verðlaun fyrir nafnið Kjami. I bréfi Borgarskipujagsins segir, að leitað hafí verið til Örnefnastofn- unar Háskóla íslands í mars árið 1990 eftir tillögum að hverfísheitum fyrir svæðið. Svar barst í nóvember sama ár og tillaga um nafngiftina Kjami var síðan samþykkt í borgar- ráði í janúar árið 1991. ismála hafa íslendingar mestar áhyggjur af þáttum sem snerta hags- muni þjóðarinnar sérstaklega, s.s. jarðvegs- og gróðureyðingu, meðferð og förgun úrgangs og mengun fískimiða. íslendingar hafa álíka miklar áhyggjur af alþjóðlegri þátt- um umhverfísmála, svo sem gróður- húsaáhrifum og eyðingu ósonlagsins. Á blaðamannafundi sem umhverf- isráðuneytið efndi til kom fram að könnunin benti til að þörf væri á aukinni fræðslu um umhverfismál fyrir almenning og gæfí hún jafn- framt vísbendingar um hvar fræðslu væri þörf. Aðeins um 20% vissu hvað gróðurhúsaáhrif eru, þrátt fyrir að fram komi að íslendingar hafí miklar áhyggjur af þeim. Helstu niðurstöður Samkvæmt könnuninni setja ís- lendingar umhverfisvernd ofar hag- vexti, 70,5% lögðu meiri áherslu á umhverfísvernd en hagvöxt en 29,5% töldu að hagvöxtur væri þýð- ingarmeiri. Konur hafa að jafnaði meiri áhyggjur en karlar af þeim umhverfisþáttum sem spurt var um og taka umhverfísvernd frekar fram yfír hagvöxt. íslendingar hafa mestar áhyggj- ur af jarðvegs- og gróðureyðingu, meðferð og förgun úrgangs og eyð- ingu ósonlagsins. Þar á eftir koma áhyggjur af mengun fiskimiðanna og gróðurhúsaáhrif. Minnstar Morgunblaðið/RAX Umhverfisvernd í brennidepli ÖSSUR Skarphéðinsson um- hverfisráðherra kynnir niður- stöður könnunar á viðhorfum Islendinga til umhverfismála. áhyggjur hafa landsmenn af ofnýt- ingu og útrýmingu tegunda, en af einstökum tegundum hafa þeir mestar áhyggjur af útrýmingu þorsksins og öðrum físktegundum. Hliðstæð könnun var gerð árið 1992 og má merkja nokkrar við- horfsbreytingar síðan hún var gerð. Þá tóku 78,1% afstöðu með um- hverfisvernd fram yfír hagvöxt en sá hópur hefur minnkað samkvæmt nýju könnuninni. íslendingar hafa minni áhyggjur af mengun fískimið- anna en áður samkvæmt könnun- inni og einnig virðist hafa dregið úr áhyggjum af mengun drykkjar- vatns, jarðvegs- og gróðureyðingu og mengunar vegna meðferðar og förgunar útgangs. Nesjavellir og Gvendarbrunnar - skemmtileg dagsferð. Kaffi og meðlæti á báðum stöðum. Hitaveita Reykjavíkur Vatnsveita ■mm Vatnsveita Reykjavtkur og eita Reykjaií bjóða fólki að skoða mannvirkin í Gvendarbru\ og á Nesjavöllum. Nesgauellir Giiendarbrunnar Opið á laugardag frá kl. 10.30 -17. Skoðunarferðir um orkuverið með leiðsögn og fræðslu um tilhögun virkjunarinnar. Hitaveita Reykjavíkur býður til kaffidrykkju og meðlætis í Nesbúð, skammt frá orkuverinu. Aðkomuleiðir: Nesjavallavegur meðfram aðveituæðinni (ekið af Hafravatnsleið milli Miðdals og Dals); Grafningsvegur, sunnan- eða norðanfrá. Opið a laugardag frá kl. 10 -16. Skoðunarferðir undir leiðsögn um brunnasvæðið, m.a. um hið: Gvendarbrunnahús. Vatnsveita Reykjavíkur býðurtil kaffidrykkju og meðlætis í Jaðri. Aðkomuleið: Bílastæði við Rauðhóla. Þaðan eru tíðar ferðir strætisvagn svæðið, Rauðhólar-Gvendarbrunnahús-Jaðar-Rauðhólar. Einnig erl ganga hluta leiðarinnar, t.d. á milli Gvendarbrunnahússins og Jaðars.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.