Morgunblaðið - 20.08.1993, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993
Góa hf. hefur keypt rekstur Súkkulaðiverksmiðjunnar Lindu
Nýir eigendur
taka við í dag
GÓA hf. keypti í gær rekstur Súkkulaðiverksmiðjunnar Lindu
og taka nýir rekstraraðilar við í dag, föstudag. Verksmiðjan
hefur síðustu mánuði verið í meirihlutaeigu Landsbanka ís-
lands, en bankinn átti rúmlega 60% hlut í fyrirtækinu eftir nauða-
samninga sem fyrirtækið gerði við lánardrottna sína.
Helgi Vilhjálmsson eigandi
Góu segir að kaupin leeggist
þokkalega vel í sig. „Það má bú-
ast við töluverðum breytingum á
rekstrinum í tengsl við eigenda-
skiptin en Linda er með góða
vöru og góð vörunöfn," segir
Helgi. „Við eigum eftir að taka
ákvörðun um hvort reksturinn
verður áfram á Akureyri eða ekki
en slíkt mun skoðað á næstu
mánuðum. Til að byrja með verð-
ur starfsemin til staðar á Akur-
eyri.“
Að sögn Helga er húsnæði það
sem rekstur Lindu er í of stórt
og fyrir liggi að ef ákveðið verður
að starfsemin verði áfram í bæn-
um þurfi að fínna minna húsnæði.
Mjög ánægður
„Ég er mjög ánægður með
þessi málalok, ég hef mikla trú á
nýjum eigendum fyrirtækisins,
þetta er góður hópur sem kann
til verka og akureyrskt verkafólk
þarf ekki að óttast að fyrirtækið
verði flutt úr bænum,“ sagði Sig-
urður Amórsson framkvæmda-
stjóri. Hann sagði að kaup sæl-
gætisverksmiðju Góu á Lindu
væri einnig gott fyrir sælgætis-
iðnaðinn í heild, þama yrði um
sterka einingu að ræða sem betur
væri í stakk búin að takast á við
aukna samkeppni sem óhjá-
kvæmilega yrði frá Evrópu innan
tíðar. „Menn snúa bökum saman
og takast á við samkeppnina og
þarna verður líka um sterkari ein-
ingu á innanlandsmarkaði að
ræða,“ sagði Sigurður. „Dreifing
verður á einni hendi og allur fast-
ur tilkostnaður við reksturinn
Nýju eigendurmr
FEÐGARNIR Hannes Helgason og Helgi Vilhjálmsson, eigendur
Góu, voru fyrir norðan í gær, að skrifa undir samninga um kaup
á Súkkulaðiverksmiðjunni Lindu hf.
minnkar þannig að það er alveg
ljóst að þetta er sterkur leikur.“
„í mínum huga er þetta spurn-
ing um að halda rekstrinum hér
í bænum. Með þessum aðgerðum
er von til að fyrirtækið verði rek-
ið áfram, við megum ekki við
öðru,“ sagði Kristín Hjálmars-
dóttir formaður Iðju, félags verk-
smiðjufólks, eftir að gengið hafði
verið frá sölu á rekstri Súkkulaði-
verksmiðjunnar Lindu í gær.
Um 20 manns hafa starfað hjá
Lindu undanfarið.
Sundlaugargarðurinn
Hátíð fyr-
ir alla fjöl-
skylduna
EFNT verður til fjölskylduhátíð-
ar í sundlaugargarðinum við
Þingvallastræti á morgun, laug-
ardag, og stendur hún frá kl. 13
til 17. Um er að ræða samstarfs-
verkefni milli Sundlaugar Akur-
eyrar og veitingahússins Greif-
ans sem er 3ja ára um þessar
mundir.
í sundlaugargarðinum verður
ýmislegt til skemmtunar, hljóm-
sveitimar Rokkabillýband Reykja-
víkur og Namm frá Akureyri leika
nokkur lög, rafmagnsbílar frá Fjöl-
skyldugarðinum í Reykjavík verða
á staðnum, efnt verður til kodda-
slags, feluleiks, körfuboltaskot-
keppni, minigolf er á staðnum og
ýmis leiktæki. Þá verða veitingar í
boði og þekktir Akureyringar munu
taka þátt í þrautakeppni, m.a. að
kafa eftir hlutum og sigla á slöng-
um.
„Við vonumst eftir að sjá sem
flesta og hvetjum fólk til að koma,
menn mega ekki láta veðrið aftra
sér neitt, en við vonum að það verði
í lagi,“ sagði Sigurður Guðmunds-
son, forstöðumaður Sundlaugar
Akureyrar.
Morgunblaðið/Benjamín Baldursson
Hersetinn heimavistarskóli
NÝLEGA voru hermenn frá vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli á heræf-
ingu á Norðurlandi, sem nefndist „Norðurvíkingur ’93“. Þeir fengu húsið
sem áður hýsti grunnskóla Öngulsstaðahrepps og þar áður Húsmæðraskól-
ann á Laugalandi til afnota.
Benjamín
...er til sölu !
Húsið, sem er 211m2, er byggt 1930
og endurbyggt á árunum 1982-1993.
Upplýsingar gefa
Guðbjörg Inga og Sigmundur Rafn í sima 96 12612
Færri ferðamenn með Hríseyjarfeijunni Sævari í sumar
Islendingar voru lítið
á ferðinni í votviðrinu
NOKKRU færri ferðamenn hafa lagt leið sína til Hríseyjar í sum-
ar en sumarið þar á undan. Mestu munar um Islendinga, sem
lítið hafa verið á ferðinni í votviðrinu í sumar, en útlendingum
hefur fjölgað hægt og sígandi á síðustu árum.
Alls hefur Hríseyjarfeijan Sæv-
ar flutt 20.740 manns milli lands
og eyjar tímabilið júní, júlí og
fyrstu tólf dagana í ágúst, en á
sama tíma í fyrra flutti ferjan
23.486 farþega. Farþegum fjölg-
aði í júní, þeir voru 6.517 í fyrra
en í júní síðastliðnum voru þeir
7.133. Nokkur fækkun varð í júlí
en þann mánuð í fyrra voru far-
þegamir 11.339 á móti 9.610 far-
Hörputón-
leikar í
Deiglunni
HÖRPULEIKARINN Sophie
Schooiyans heldur tónleika í
Deiglunni, sal Gilfélagsins í
Grófargili, í kvöld, föstudags-
kvöldið 20. ágúst, og hefjast
þeir kl. 20.30.
Á tónleikunum, sem eru liður í
Listasumri á Akureyri, leikur
Sophie hörputónlist eftir Saint-
Saéns, Thomas, Hondý, Carda,
Pescetti og Watkin.
Sophie er fædd í Belgíu en starf-
ar nú sem tónlistarkennari á Þórs-
höfn. Hún hefur vakið mikla at-
hygli og unnið til verðlauna fyrir
leik sinn. Hún kom síðast fram á
Sumartónleikum á Norðurlandi í
júlíbyijun og þá má nefna að Soph-
ie var hörpuleikari íslensku óper-
unnar.
þegum nú. Fyrstu tólf dagana í
ágúst ferðuðust 3.997 manns með
Sævari milli lands og Hríseyjar,
en þeir voru 5.630 á sama tíma í
fyrra.
Vantar íslendinga
„Þetta er töluverð fækkun frá
því í fyrra og við verðum áberandi
varir við að það vantar íslending-
ana,“ sagði Hörður Snorrason
skipstjóri á Sævari. „Útlendingum
hefur aftur á móti fjölgað, þeir
koma hingað í auknum mæli en
stoppa oft stutt, gjarnan milli
ferða og ganga þá um og skoða
fuglalífið og upplifa kyrrðina hér.
Þeim er sama um veðrið, þeir segj-
ast hafa nóga sól heima hjá sér
og séu ekki að sækjast eftir henni
hér, en íslendingarnir ferðast
meira eftir veðri. Það var ágætt
veður hér í vikunni og þá lifnaði
strax yfir. íslensku ferðamennirnir
láta sjá sig um leið og sólin fer
að skína,“ sagði Hörður.
Útsölumarkaður Hagkaups og KA
Útsölumarkaður sem Hagkaup og KA standa fyrir hefur verið opnað-
ur að Óseyri 4. Hann mun standa yfír alla daga frá kl. 12 til 19 fram
til 28. ágúst næstkomandi. Hagkaup útvegar allar vörur sem verða
til sölu, en KA sér um undirbúning og framkvæmd. Á boðstólum verða
nokkur hundruð vöruflokkar í fatnaði og skóm og mun enginn hlutur
kosta meira en 1.995 krónur. Ef vel tekst til getur verið um að ræða
umtalsverða fjáröflun fyrir KA.