Morgunblaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993
11
Afmælisdagur Norræna hússins verður þriðjudaginn 24. ágúst.
Norræna húsið
25 ára afmælishátíð
í SÍÐUSTU viku ágústmánaðar í ár, þriðjudaginn 24. ágúst verður
haldin 25 ára afmælishátíð Norræna hússins, en í siðustu viku ágúst-
mánaðar árið 1968 var Norræna húsið í Reykjavík vígt. í afmælisdag-
skránni er litið um öxl, en þó aðallega fram á við.
Dagskráin hefst með saxófón-
blæstri kl. 9_ að morgni og kl. 9.15
sker Lars Áke Engblom, forstjóri
hússins, fyrstu sneiðina af afmælis-
tertu sem verður á boðstólum allan
daginn.
Kl. 10 er dagskrá fyrir börn með
upplestri og söng og kl. 11 mun
Ragnheiður Gestsdóttir lesa upp og
leikskólabörn koma í heimsókn.
Kl. 12.30 verða hádegistónleikar
þar sem Ingibjörg Guðjónsdóttir
sópran og Jónas Ingimundarson
píanóleikari flytja norræna tónlist.
Kvikmynd frá vígslu Norræna
hússins 24. ágúst 1968 verður sýnd
kl. 14 og kl. 15 syngja söngfélagar
í Félagi eldri borgara í Reykjavík.
Stjórnandi Kristín S. Pjetursdóttir.
Anna Pálína og Aðalsteinn Ás-
berg syngja vísnasöng kl. 16 og kl.
17 er bókmenntadagskrá helguð
Ólafi Jóhanni Sigurðssyni, Snorra
Hjartarsyni, Thor Vilhjálmssyni og
Fríðu Á. Sigurðardóttur, en þau
hafa öll hlotið bókmenntaverðlaun
Norðurianda. Thor Vilhjálmsson les
úr Grámosinn glóir. Þórunn Magnea
Magnúsdóttir, Jóhann Sigurðarson
og Hilmir Snær Guðnason lesa úr
verðlaunabókunum. Kynnir Sveinn
Einarsson.
Um kvöldið verður kvöldskemmtun
við Norræna húsið að sunnanverðu
kl. 20-24. Leikarar úr Bandamanna-
sögu koma fram. Norræningjarnir
flytja skemmtidagskrá eftir Þórarin
Eldjárn. Undirleikari Jónas Þórir.
Grettir Björnsson harmonikuleik-
ari og félagar spila fyrir dansi og
veittar verða veitingar í tjaldi frá
kaffistofu. Dagskránni lýkur síðan
á miðnætti með flugeldasýningu.
Kynnir Borgar Garðarsson.
Allir eru velkomnir á afmælishá-
tíðina.
Ludvig Gosevitz
Myndlist
Eiríkur Þoriáksson
í hinum sérstaka 'sýningarsal
„Önnur hæð“ á Laugavegi 37
stendur nú yfir sýning á verkum
þýska listamannsins Ludvigs Gose-
vitz. Nafn þessa manns hljómar
tæpast kunnuglega í eyrum ann-
arra en þeirra sem hafa sökkt sér
niður í sögu Fluxus-hreyfingarinn-
ar, en Gosevitz er gott dæmi um
listamann sem kemur að myndlist-
inni úr öðru námi og finnur þar
þann vettvang, sem hann vill starfa
í framtíðinni.
Ludvig Gosevitz fæddis í Naum-
burg í Þýskalandi 1936, og lagði
fyrst stund á tónlist, en síðar einn-
ig á tónlistarsögu, germönsk fræði,
sagnfræði og heimspeki. Á náms-
árum hans (milli 1956-65) átti sér
stað mikil gerjun á mörgum lista-
sviðum, og mörk listgreina voru
þanin til hins ýtrasta. Gosevitz fór
að takast á við konkret-ljóðlist um
1960, og frá 1962 tók hann virkan
þátt í ýmsum uppákomum og
gjörningum undir gunnfána FIux-
us-hreyfingarinnar; helstu sam-
starfsmenn hans á þessu sviði voru
þeir Tomas Schmit og Wolf Vo-
stell, en verk þeirra var m.a. að
finna á þeirri Fluxus-sýningu, sem
haldin var á Kjarvalsstöðum vorið
1991.
Nokkru síðar tók Gosevitz einn-
ig að leggja stund á stjörnuspeki,
og eftir 1971 hóf hann að vinna
mikið í glerlist, en þessir tveir
þættir eru einn helst grunnur
þeirra myndverka sem listamaður-
inn er að fást við í dag, ef dæma
má eftir sýningunni hér og skrá
yfir mikinn sýningarferil hans und-
anfarin ár. Hann hefur haldið
einkasýningar og tekið þátt í mikl-
um fjölda samsýninga, tónleika og
annarra listviðburða beggja vegna
Atlantshafsins, og nýtur greinilega
almennrar viðurkenningar sem
fjölhæfur listamaður.
Árið 1988 tók hann við stöðu
yfirmanns glerlistadeildar Lista-
akademíunnar í Munchen, og hefur
leitast við að efla hinn hugmynda-
fræðilega og listræna grundvöll
þess starfs sem þar er unnið; í því
starfí kemur stjörnuspekin einnig
við sögu, og má sjá dæmi um hvoru
tveggja á sýningunni hér.
Sýningu sína nefnir listamaður-
inn „Þijár konur, þijú börn, þijá
handskrifaða texta og röð af rauðu
gleri“, og er það nánast lýsing á
innihaldi sýningarinnar. í gluggum
hafa verið sett upp tólf glerverk,
vasar eða önnur ílát, þar sem fín-
legar línur skreytinga og litbrigða
njóta sín vel; stöku sinnum færir
listamaðurinn verkin einnig á ann-
að svið með því að nefna þau „Trú-
arleg ílát“ (nr. 7 og 10); áhrif
nafnsins eins geta þannig verið
talsverð.
Áhugaverðasti hluti sýningar-
innar er þó fólginn í sextán teikn-
ingum eða myndverkum, sem
ýmist eru unnin með blýanti, vatn-
slitum, gvassi eða bleki. Hér eru
tengslin við fyrri tima mest áber-
andi, en einnig kemur áhugi Gose-
vitz á stjörnuspeki og kristöllum
sterklega fram, oft á listrænan
hátt. Hér má finna verk (nr. 13)
sem eru unnin út frá afstöðu stjör-
numerkjanna á fæðingardegi
ýmissa fluxus-listamanna (t.d
Nam June Paik, George Maciunas,
David Spoerri), ritaða texta, sem
síðan eru speglaðir og notaðir til
grundvallar öðrum verkum (nr. 14
og 15), og litaða kristalla (t.d.
nr.l, 7 og 16), sem um margt
minna á litafræði Johannesar Itten
Ludvig Gosevitz
og annarra Bauhaus-manna. Allt
er þetta einstaklega vel unnið, og
áhorfandanum verður ljóst að hér
stendur hann ekki andspænis nein-
um flöktandi tilraunum, heldur
markvissum niðurstöðum rann-
sókna, sem hafa staðið árum sam-
an.
Það er þessi tilfinning fyrir því
sem að baki býr, sem er ef til vill
mest heillandi við þessa sýningu.
Fluxus var upphafið, en það sem
á eftir hefur komið er verk lista-
mannsins sjálfs. Ludvig Gosevitz
hefur unnið lengi að list sinni á
markvissan hátt, og þannig náð
fram tærleika, sem er ekki algengt
að rekast á hjá þeim sem eru
komnir skemmra á veg. Fyrir það
eitt er þessi sýning vel þess virði
að líta inn, auk þess sem sú list-
sýn, sem býr að baki höfðar örugg-
leg til margra.
Sýningin á verkum Ludvig
Gosevitz í sýningarsalnum „Önnur
hæð“ á Laugavegi 37 stendilr út
ágústmánuð, en fólki skal bent á
að þessi sérstæði sýningarsalur er
aðeins opinn á miðvikudögum frá
kl. 14-18, en utan þess tíma eftir
samkomulagi.
fiisölMVÖrumar a gömmarkað
I p I N G L U N N A R
SLÁ bVtwÍNn í útsölubNar
Kýniiini Í>1U QH
í/ og *
VORURNARÚT h 6ÖTU llRJJÐ
P IÐ TIL KL.fTSl LAUGARDAe
kringwn
- gatan mín -