Morgunblaðið - 20.08.1993, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993
21
Fjölskylda á flótta
HUNDRUÐ óbreyttra borgara flýðu úr suðurhluta Líbanons í gær
af ótta við að Israelar hefndu fyrir tilræði Hizbollah-skæruliða með
loftárásum. Var myndin tekin í þorpinu Ain Qana en þar hafa skæru-
liðar sterk ítök.
Skæruliðar gera ísraelum fyrirsát
Sjö ísraelskir
hermenn falla
Shihin, Líbanon.
SKÆRULIÐAR Hizbollah-hreyfingarinnar sem sækja andlega leið-
sögn til írans felldu að minnsta kosti sjö ísraelska hermenn og
særðu tvo í fyrirsát á svonefndu öryggissvæði ísraela í suður-
hluta Líbanons í fyrrinótt. Israelar hefndu fyrirsátarinnar með
loftárásum á fernar stöðvar Hizbollah í Beka-dalnum í Líbanon.
Atvikið átti sér stað klukkan fimm
að morgni að staðartíma í gærmorg-
un við þorpið Shihin á vesturhluta
öryggissvæðisins og þremur kíló-
metrum norðan ísraelsku landamær-
anna. Höfðu Hizbollah-skæruliðar
komið þremur sprengjum fyrir í veg-
arkanti og sprengdu þær með fjar-
stýringu.
Talsmenn Hizbollah sögðu að árás-
in hefði verið gerð til að minnast
þess er kveikt var í al-Aqsa mosk-
unni í Jerúsalem 21. ágúst 1969.
Héldu þeir því fram að átta hermenn
hefðu verið felldir og fjórir særst en
fulltrúar ísraelska hersins sögðu sjö
menn hafa fallið og tvo særst.
Atvikið er hið mannskæðasta frá
því líbanskir skæruliðar felldu átta
ísraelska hermenn og særðu sjö í
bílsprengingu við landamæraborg-
ina Metulla í október 1988.
Shimon Peres
ráðherra 1959 til 1965 en þá gekk
hann úr Verkamannaflokknum,
Mapai, ásamt Davíð Ben Gurion,
hinum aldna forystumanni flokks-
ins og varð aðalritari klofnings-
flokksins Rafi. Síðar sagðist Peres
iðrast þessarar ákvörðunar sem
hann hefði tekið af hollustu við Ben
Gurion er lét sér ávallt annt um
Peres og fól honum mörg trúnaðar-
störf. Þrem árum síðar átti Peres
þátt í að bera klæði á vopnin og
sameina fylkingarnar tvær á ný.
Hann gegndi ýmsum ráðherra-
embættum árin 1969 til 1974 er
hann varð varnarmálaráðherra.
Peres var mjög í sviðsljósinu 1975
er hann undirritaði bráðabirgða-
samning við Egypta tveim árum
eftir Yom Kippur-stríðið þar sem
báðir stríðsaðilar þóttust geta hrós-
að sigri. Þessi samningur varð und-
anfari friðarsamninga þeirra Anw-
ars Sadats Egyptalandsforseta og
hægrimannsins Menachems Beg-
ins, forsætisráðherra ísraels,
nokkrum árum seinna.
Valdataka og ósigur
1977 varð þáverandi forsætisráð-
herra og aðalkeppinautur Peres um
völd í Verkamannaflokknum, Yitz-
hak Rabin, að segja af sér vegna
þess að eiginkona hans hafði brotið
lög um erlenda bankareikninga og
Peres tók við flokksforystunni.
Verkamannaflokkurinn tapaði
þingkosningum sama ár, Likud-
maðurinn Begin tók við völdum.
Árið 1984 tóku Likud og Verka-
mannaflokkurinn höndum saman,
mynduðu stjórn og skiptu með sér
embættum þannig að Peres var
forsætisráðherra fyrstu tvö árin og
hafði þá forystu um að ísraelsher
hefði sig á brott frá Líbanon að
undanskilinni landræmu á mörkum
ríkjanna; 1986 tók Yitzhak Shamir
við stjórnarforystunni. Peres varð
síðan varaforsætisráðherra sam-
steypustjórnar sömu flokka eftir
kosningarnar 1988. Verkamanna-
flokkurinn rauf samstarfið 1990 og
vann mikinn kosningasigur í fyrra
undir forystu Rabins sem tekist
hafði að fella Peres í formannskjöri.
Samantekt: Krislján Jónsson.
Kvikmyndaleikarinn Anthony Quinn nálgast áttrætt
Orðinn faðir í ellefta sinn
New York. Reuter.
BANDARÍSKI leikarinn Anth-
ony Quinn hefur gengist við fað-
erni stúlku sem einkaritari hans
ól fyrir nokkrum vikum. Quinn
er 78 ára gamall og hefur átt
þijú börn utan hjónabands auk
þriggja sem hann á með eigin-
konu sinni og fjögurra með fyrri
eiginkonu.
Quinn og eiginkona hans, Io-
landa, hafa verið gift í 29 ár og
hefur hún að sögn dagblaðsins The
New York Post nú ákveðið að fara
frá honum. Leikarinn var áður
kvæntur Katharine DeMille, þau
eignuðust fjögur börn en skildu.
Anthony Quinn er af mexíkósk-
um og írskum ættum, hann hlaut
Óskarsverðlaun árið 1956 fyrir
frammistöðu í aukahlutverki í
myndinni Lífsþorsti sem byggðist
á ævisögu hollenska málarans
Vincents van Goghs. Quinn þótti
einnig standa sig afburða vel í
myndunum La Strada, Arabíu-Lár-
us og Grikkinn Zorba auk þess sem
hann er talinn snjall sviðsleikari
og myndlistarmaður.
The New York Post hafði eftir
Quinn að stúlkan væri „yndisleg.
Hún líkist mér ... ég elska barn-
ið“.
Ajithony Quinn
Verðið á 1. flokks
lambakjöti í
hálfum
skrokkum
lækkar um heil
20%. Fáðu þér
ljúffengt lambakjöt
næstu verslun á
frábæru verði, aðeins
398 krónur kílóið.
'i
m
*Leiðbeinandi smásöluverð
Bestu kaupin í lambcikjöti á aðeins 398kr. /kg.
ínœstuvershm
HVERT KILO OF
UUDBflKJÖTI
UEKKflR Ufl)
HEILOR
KROIIUR