Morgunblaðið - 20.08.1993, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993
17
Kristjón Ólafsson húsgagnasmíðameistari hundrað ára í dag
Lukkuvættir hafa
staðið vörð um miff
KRISTJÓNI Ólafssyni húsgagnasmíðameistara, sem í dag fagnar
hundrað ára afmæli sínu, var á unga aldri sagt að hann væri
fæddur smiður. Tvítugur hóf hann að nýta sér meðfædda hæfi-
leika og varð sveinn hjá hjá Eyvindi Arnasyni líkkistusmið. Eigið
verkstæði rak húsgagnasmíðameistarinn í rúm fimmtíu ár og
hefur alla tíð síðan haft nóg fyrir stafni. A 81. aldursári var
honum meðal annars falið að smíða eftirlíkingar húsgagna úr
skrifstofu Jóns Sigurðssonar forseta. Á síðustu árum hefur hann
málað sér til ánægju og tekið saman ættartölur, vísur og sögur.
Kristjón er fæddur í Lárkoti í
Eyrarsveit á Snæfellsnesi en hann
fluttist ungur í sjóþorp við Grund-
arfjörð. „Eg lærði allt mögulegt
í æsku og móðir mín, sem komin
er af ætt mikilla smiða, kenndi
mér undirstöðuatriðin í smíðum,"
sagði hann. „Ég var handlaginn
og gerði við vélar áður en ég
kynntist tækjum og verkfærum.
Það þótti því ráð að ég leitaði
eftir vist sem trésmíðasveinn í
Reykjavík."
Trésmíðanám í kaupstaðnum
Það var sumarið 1912 sem
Kristjón hélt í kaupstaðinn, sem
síðar varð heimabær hans. Þá
varð hann vitni að hluta þeirrar
iðnbyltingar, sem breytti Reykja-
vík úr bæ í borg. „Ég fylgdist
með malbikunarframkvæmdum á
Austurstræti, sem voru með þeim
fyrstu í Reykjavík. Það var Svíi
sem stýrði verkefninu en hann
gekk sjálfur um með fötu og
bleytti ofaníburðinn en loks kom
Bríet og spásseraði yfir allt,“
sagði Kristjón og af nákvæmri
frásögn má greina að hann er
stálminnugur.
Kristjón komst að hjá Eyvindi
Ámasyni líkkistusmið og lærði
þar iðn sína. Eftir sex ára vist
þar hóf hann störf sem vélamaður
og trésmiður og í nokkur ár vann
hann t.a.m. hjá stærsta trésmíða-
fyrirtæki landsins, Völundi hf. Á
þessum tíma vann hann m.a. við
uppsetningu innréttingar í Lands-
bankanum, sem Guðjón Samúels-
son teiknaði, og í hana var ný
viðartegund notuð, tekkviður.
„Aðeins ein hurð úr þessari inn-
réttingu stendur eftir og hana
smíðaði ég. Við endurinnréttingu
bankans árið 1950 kom Þjóð-
minjavörður í veg fyrir það á síð-
ustu stundu að rifið yrði allt hand-
verk úr gömlu innréttingunni."
Smíði húsgagna Jóns forseta
Árið 1928 kom Kristjón sér upp
eigin trésmíðaverkstæði og hélt
því gangandi allt þar til hann
varð hálfníræður. „Ég vann alla
tíð mest við smíði húsgagna og
innréttinga,“ sagði hann. Einna
minnisstæðast er honum verkefni,
sem honum var falið á 81. aldurs-
ári. .„Árin 1973 og ’74 var mikið
unnið við endurinnréttingu Jóns-
húss í Kaupmannahöfn og þar
sem Alþingi hafði keypt afar
merkileg skrifstofuhúsgögn Jóns
Sigurðssonar forseta fljótlega eft-
ir andlát hans árið 1879 þótti
ekki ráðlegt að flytja þau út. Ég
var þess í stað fenginn til að
smíða eftirlíkingar þeirra,“ sagði
Kristjón en hann þurfti m.a. að
smíða sérstök tæki til að smíða
listana. „Ég komst nokkuð í sviðs-
ljósið eftir þetta en þegar Dönun-
um var sagt að verkið hafi unnið
maður á níræðisaldri hlógu þeir
og sögðu það kjafthátt og vit-
leysu.“
Tómstundir á efri árum
Eftir að Kristjón hætti að vinna
tók hann til við að mála en mynd-
ir hans eru margar hverjar unnar
eftir draumsýnum en aðrar sýna
æskustöðvar hans á Snæfellsnesi.
Hann hefur fengist við það að
safna saman og rita niður fjöl-
margar vísur, sem hann hefur
lært utan bókar. Hann hefur einn-
ig tekið saman ættartölur og sög-
ur en flest þessara bóka eða hand-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hefur lifað 100 ár
KRISTJÓN Ólafsson húsgagna-
smíðameistari hefur einstakt
minni og af sögum hans að
dæma hefur hann lifað við-
burðaríka öld á tímum um-
breytinga í íslensku samfélagi.
rita hefur hann meðal annars
unnið að ósk Þjóðminjasafns og
Landsbókasafns.
Kristjón mun fagna afmæli sínu
á heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar í Hvammsgerði 9 í Reykja-
vík. Hann tekur á móti gestum
milli klukkan 16 og 19 á afmælis-
daginn.
Þ.J.
Heimsókn Peres-
ar hefst í dag
Mun ræða
mál Eðvalds
við ráðherra
OPINBER heimsókn Shimons
Peresar, utanríkisráðherra Isra-
els, í boði Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra, hefst í dag. Peres
mun hitta forseta Islands og for-
sætisráðherra, en hann fer aftur
af landi brott á sunnudagsmorg-
un. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins hyggst Peres
ræða mál Eðvalds Hinrikssonar
við forsætisráðherra.
Flugvél Peresar á að lenda á
Keflavíkurflugvelli í dag kl. 13.45.
Ráðherrann hittir frú Vigdísi Finn-
bogadóttur, forseta íslands, á skrif-
stofu hennar í Stjórnarráðshúsinu
kl. 16.15 og kl. 16.35 mun hann
eiga fund með Davíð Oddssyni for-
sætisráðherra á skrifstofu hans.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins verður væntanlega rætt
um ástandið í Mið-Austurlöndum á
fundi þeirra Peresar og Davíðs. Þá
hafa Israelar lýst því yfir að ísra-
elski ráðherrann hyggist taka upp
mál Eðvalds Hinrikssonar, en hann
er sakaður um stríðsglæpi gegn
gyðingum í Eistlandi í síðari heims-
styrjöld.
Blaðamannafundur á
hvíldardegi
Á morgun, laugardag, er hvíld-
ardagur gyðinga og er eini liðurinn
á dagskrá Peresar blaðamannafund-
ur, sem haldinn verður á Þingvöllum
kl. 15. Að honum loknum er dag-
skrá heimsóknarinnar á enda og
fiýgur Peres heim kl. 7.30 á sunnu-
dagsmorgun.
Kelldgg's Cgrn pgps
ER EIN AF NÝJUSTU AFURÐUM
Kelldgg's.
Sláið til
DG REYNIÐ B RAGÐIÐ
- ÞAÐ KEMUR Á GVART!
HEPPNIR VIÐSKI PTAVI N IR FÁ
HAFNABGLTAHÚFU .
HAGKAUP
gœói úrval þjónusta
KYNNIR
NÝTT MORGUNKEIRN
í ÖLLUM VERSLUNUM
HAGKAUPS í DAG.
HITTIR
KKI Á BETRI
MDRGUNMAT!