Morgunblaðið - 20.08.1993, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993
fclk í
fréttum
SIMAAT
Bono ónáðar
konu Uffe
FERÐALÖG
Eiginkona Uffe Elle-
mann-Jensen kann
Bono, söngvara U2, litlar
þakkir fýrir uppákomu á
tónleikum hljómsveitarinn-
ar fyrr í sumar. Þeir voru
haldnir í Kaupmannahöfn
fyrir 32.000 áhorfendur und-
ir heitinu Zooropa. Á hveijum
tónleikum hefur Bono hringt
í einhvem málsmet-
andi mann og lagt
fyrir hann pólitískar
spurningar og í Dan-
mörku varð Uffe Elle-
mann-Jensen fyrir
valinu. „Ég á vin í
Danmörku. Þið þekkið
hann. Hann heitir Uffe-
mand,“ æpti Bono
hringdi í leyninúme
Uffe Ellemann-Jense
og fór upphátt með tó.
umar um leið. Svo óhepp-
lega vildi til að Uffe var að heim-
an en Alice Vestergaard kona
hans kom á endanum svefn-
dmkkin í símann enda langt liðið
á kvöld. Bono kynnti sig sem
„Macphisto" og bað um að fá að
tala við Uffemand en Alice bað
hann um að hringja daginn eftir,
hélt að um símaat væri að ræða.
Hún hafði hins vegar ekki fyrr
lagst til svefns á ný en síminn
fór að hringja að nýju og vom
það þá tónleikagestir sem
Bono og Alice
Vestergaard,
kona Uffe Elle-
mann-Jensen,
áttu stutt síma-
spjall um daginn.
hringdu til að spyija hvort Bono
hefði virkilega hringt heim til
þeirra. Það sem eftir lifði nætur
hringdu drukknir tónleikagestir
stanslaust.
Er Alice mætti ósofin til vinnu
á sjónvarpsstöðinni TV2 morgun-
inn eftir, var ekki laust við að
samstarfsmennirnir öfunduðu
hana af því að hafa talað við
Bono en sjálf hugsar hún honum
þegjandi þörfina.
Morgunblaðið/Páll Stefánsson
Svisslendingarnir lukkulegu í skoðunarferð í ná-
grenni Reykjavíkur. Jacobi Doni er til vinstri og
Jean von Burg til hægri.
Fyrstu verðlaunahafarnir í áskrifendahappdrætti
Iceland Review ásamt ritstjórum Iceland Review.
Talið frá vinstri: Jacobi Doni, Haraldur J. Hamar,
Jean von Burg og Ásgeir Friðgeirsson.
Milljónir franka jafnast ekki
á við einn dag* á Islandi
Eg hélt að það væri verið að gera grín að mér.
Þetta var svo ótrúlegt,“ sagði Genfarbúinn
Jean von Burg. „Ég ætlaði ekki að trúa því að ég
hefði unnið Islandsferð. Það var ekki fyrr en sviss-
neski ljósmyndarinn Max Schmid kom heim til min
og ítrekaði tíðindin, að ég þorði að trúa þessu.“
Von Burg, áttræður ellilífeyrisþegi, og ferðafélagi
hans Jacob Doni vom aðeins búnir að vera einn dag á
íslandi þegar hann sagði að hann hefði fremur kosið
það sem hann hafði þá þegar upplifað heldur en eina
milljón franka í happdrættisvinning. „Fjöllin hér koma
og fara,“ sagði hann brosandi fyrsta kvöldið eftir að
hafa séð skýjabólstra í hyllingum á rauðum himni vest-
ur af Snæfellsjökli, sem líktust engu nema fjallgarði.
Vinningur von Burgs í áskrifendahappdrætti Iceland
Review var 14 daga ferð til íslands. Innifalin var viku
hringferð um landið með Úrval-Útsýn þar sem gist var
á Edduhótelum, vikudvöl á Hótel Sögu og bílaleigubíll
frá bílaleigu Flugleiða.
„Ég ákvað að bjóða vini mínum, honum Jacob Doni,
með. Hann er yngri en ég og vanur að fara með bíla,“
sagði van Burg, en Doni er sjötugur bifvélavirlji sem
lokaði eigin verkstæði í úthverfi Genfar í síðasta sinn
daginn áður en hann hélt til íslands.
Eftir hringferðina voru þeir félagar hrifnastir af því
hversu miklar flarlægðir sæjust á Islandi. Þeim fannst
allt svo stórt og umfangsmikið í landslaginu, jafnvel
Reykjavík fannst þeim breiða sig yfir stærri lendur en
þær borgir sem þeir þekktu og vom þó fjölmennari.
Þeir héldu því einnig fram að íslendingar væm agað-
ir. Máli sínu til stuðnings bentu þeir á að unglingar
virtust vinnusamir, hreinsuðu til á almenningssvæðum
og gróðursettu tré. Þeir sögðu einnig að hótelin bæru
íslendingum gott vitni. „Þau em á við það besta í Frakk-
landi,“ sagði von Burg.
Kynni von Burg af Islandi hófust þegar hann kynnt-
ist ungri íslenskri stúlku, Ester Ólafsdóttur, sem var
við nám í orgelleik í Genf. Von Burg hafði þá oft aðstoð-
að hana við orgelleikinn og flett fyrir hana nótnablöðum.
Þegar Ester hélt til íslands átti von Burg ekki von á
að sjá hana nokkum tíma aftur. Hún hélt sambandi
við hann og gaf honum í fyrstu gjafaáskrift af Iceland
Review sem dóttir von Burgs hélt síðan við. Það var
einmitt þessi áskrift sem kom honum til íslands og það
eina sem hann vissi fyrir víst þegar hann kom var að
hann yrði að heimsækja Ester til Keflavíkur, þar sem
hún býr nú og starfar.
OHÖPP
Kemur fyrir bestu menn
Það getur öllum orðið á í messunni, jafn-
vel þó að sérfræðingar séu annars veg-
ar. Naomi Campbell er sérfræðingur í að
sýna föt og er sem kunnugt er ein hæstlaun-
aðasta fyrirsæta heims. Á sýningu hjá
breska hönnuðinum Vivienne Westwood á
dögunum varð þó það óhapp, að fyrirsætan
réði ekkert við háa hælana sem fylgdu bún-
ingnum og datt á rassinn að öllum áhorfend-
um ásjáandi. Eins og sjá má af myndunum
var ákaflega heppilegt að Naomi skyldi ekki
gleyma að klæðast nærfötum áður en sýn-
ingin hófst. Annars slapp Naomi vel, hælar
af þessu tagi geta verið stórhættulegir lið-
böndum í ökklum er fólk misstígur sig.
Ekki kom óhappið heldur niður á launaum-
slaginu, því það jók bara umtalið um sýning-
una fremur en hitt...
Naomi steðjar brosandi í salinn,
en brosið var skammvinnt eins
og myndirnar bera með sér...
H01UW0
DlSúO
D'SúO
D\SúO
DISKÓTEKARAR
ALLI BERGÁS-GÍSLI SVEINN HOLLYWOOD/SIGTÚN
RIFJA UPP GAMLAR RISPUR
MIÐASALA OG BORÐAPANTANIR I S: 687111