Morgunblaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993 15 Mótmæla- fundur vegna komu Peresar MÓTMÆLAFUNDUR verður haldinn á Lækjartorgi í dag, föstu- dag, kl. 16 í tilefni af komu utan- ríkisráðherra Ísraelsríkis. Fund- urinn er haldinn til að knýja á um að ísrael virði mannréttindi, al- þjóðalög og samþykktir Samein- uðu þjóðanna. Ræðumenn verða Árni Ragnar Árnason alþingismaður og Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands. Fundarstjóri verður Kristín Ástgeirsdóttir alþingiskona. Félagið Island-Palestína hefur undirbúið útifundinn í samvinnu við samtök launafólks. Það er sennilega erfítt að neita utanríkisráðherra ríkis, sem ísland hefur stjórnmálasamband við, um að fá að koma hingað í opinbera heim- sökn. En mikilvægt er að honum mæti ákveðin mótmæli og að honum sé gerð skýr grein fyrir afstöðu Is- lendinga til framferðis ísraelsstjóm- ar og hers. Sú afstaða utanríkisráð- herra íslands er því mikilsverð, að tilkynna með löngum fyrirvara að hann verði fjarverandi og muni ekki taka á móti ísraelska utanríkisráð- herranum. Þess má geta að þegar greint var frá heimsókn Peresar til Finnlands, þótti þar í landi rétt að taka fram að hann kæmi í boði fyrr- verandi utanríkisráðherra og að heimboðið væri frá árinu 1990. Afstaða Alþingis Afstaða íslands til deilu ísraela og Palestínumanna er hafin yfir alla flokkapólitík. Hún felst í samhljóða ályktun Alþingis frá 18. maí 1989, þar sem lögð var áhersla á að viður- kenna bæri sjálfsákvörðunarrétt pa- lestínsku þjóðarinnar sem og tilveru- rétt Israelsríkis. Réttur palestínskra flóttamanna til að snúa heim var áréttaður, en ályktun um þetta efni hefur verið samþykkt árlega af Sam- einuðu þjóðunum allt frá árinu 1949 og jafnlengi hefur þessi_ réttur verið virtur að vettugi af ísraelsstjórn. Alþingi skoraði á ísraelsk stjómvöld að koma í veg fyrir manndráp á óbreyttum borgumm og hvatti þau til að virða mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og 4. Genfar- sáttmálann um vemd óbreyttra borg- Heil grind Meðal nýjunga: Rafmagns Servo Krabba stýring Fjórhjólastýring Tveggja hjóla stýring Tvöföld vökvadæla Sjálfvirkur útsláttur á bómu og skóflu Ingvar Helgason hf. Sævarhöföi 2,112 Reykjavík Sími 674000 Á NÝRRI OG GJÖRBREYTTRI L.ÍNU FRÁ IVIF TRAKTORSGRÖFUM Heimsókn ísraelsks stríðsherra eftir Svein Rúnar Hauksson Utanríkisráðherra ísraels, Shimon Peres, er á yfírreið um Norðurlönd. Utanríkisráðherrann gerir sér ferð hingað til að leita eftir stuðningi við stefnu stjórnar sinnar. Slíkar ferðir em alvanalegar. En það er sem bet- ur fer ekki alvanalegt að hingað komi erindreki ríkisstjómar sem get- ur sér einkum orð fyrir hryðjuverk gegn íbúum nágrannaríkja og her- tekinna svæða sem viðkomandi stjóm ber ábyrgð á samkvæmt al- þjóðalögum. Varla hefur kólnað í sprengjugigunum í borgum og bæj- um Suður-Líbanons, þaðan sem nær hálf milljón manna varð að flýja heimili sín og tugir, ef ekki hundmð saklauss fólks missti lífið. Enn huns- ar ísraelsstjóm ályktanir Sameinuðu þjóðanna og brýtur daglega alþjóða- lög á íbúum herteknu svæðanna. Enn hírast 400-menningamir í útlegð, sem rænt var af heimilum sínum 17. desember sl. þrátt fyrir einróma for- dæmingu Öryggisráðsins og kröfu um að þeir fengju tafarlaust að snúa heim. Hér breytir engu þótt útlagam- ir hafi vegna veikinda og annarrar neyðar séð sig knúna til að ganga að nauðungarkostum ísraelsstjómar, sem ætlar að hleypa tæpum helmingi þeirra heim í september en halda meirihlutanum í óbyggðum fram í desember og þar með í heilt ár. Það er raunar einkennilegt hvernig einu ríki líðst að hunsa ályktanir SÞ með- an önnur em með sprengjuárásum minnt á sams konar ályktanir. Ekki velkominn „Það væri ábyrgðar- hluti að mótmæla ekki ofbeldi Israela gagn- vart Palestínumönnum og öðrum nágrönnum, þegar slíkt tilefni gefst sem er opinber heim- sókn ísraelska utanrík- isráðherrans til ís- lands.“ ara á stríðstímum. Þessi áminning á því miður jafnt við í dag og árið 1989. Hryðjuverk og stríðsglæpir Tónlistarmaðurinn Elías Davíðs- son, sem fæddur er í Palestínu, þeim hluta þar sem nú er ísraelsríki, hefur komið á framfæri upplýsingum um feril fyrrum landsmanns síns. Ljóst er að ferill Peresar er ekki alveg jafn óhugnanlegur og forsætisráð- herrans Rabins eða forvera hans, Shamirs og Begins. Þó er af nógu að taka, hvað snertir beina aðild að hryðjuverkum og óbeina aðild að stríðsglæpum. Símon Peres var for- sætisráðherra ísraels árið 1985 og heimilaði þá loftárásir ísraels á út- hverfi Túnisborgar. Um 75 óbreyttir borgarar dóu en tilgangur loftárás- anna var. að myrða stjómmálaleið- toga Palestínumanna sem hafa skrif- stofur í Túnis. Slík árás er skilgreind í þjóðarrétti sem hryðjuverk. Enn- fremur var hér um að ræða skýlaust brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna enda var árásin fordæmd af Örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna mótat- kvæðalaust (Bandaríkin sátu hjá). Mannrán og kjarnorkuvopn Það var að skipun Peresar, þáver- andi forsætisráðherra, sem Mossad, ísraleska leyniþjónustan, rændi Mordechai Vanunu í Rómarborg árið 1986, eftir að hann hafði látið 'Sunday Times í Lundúnum í té sann- anir fyrir kjarnorkuvopnaframleiðslu ísraela. Peres hafði einmitt verið helsti forvígismaður ísraela um framleiðslu kjarnorkuvopna. Sú stað- reynd að ísraelar ráða yfir kjam- orkuvopnum var löngu kunn. Mannr- ánið var að sjálfsögðu brot á full- veldi Ítalíu. Því fylgdu leynileg rétt- arhöld. Vanunu var dæmdur í 18 ára fangelsi og er því framfylgt með ein- angrun sem er grimmúðleg viðbót- arrefsing og pynting. „Afbrot" hans var að hlýða kalli samvisku sinnar og greina frá þeirri kjarnorkuógn sem ísrael býr umheiminum. Það bætti víst ekki úr skák að hann hafði snúist til kristinnar trúar. Sveinn Rúnar Hauksson Shimon Peres ber fulla ábyrgð Shimon Peres ber fulla ábyrgð á stríðsglæpum ísraelsstjómar sem Yitzhak Rabin hefur haft forgöngu um, en þar er um að ræða margvís- leg og alvarleg brot á 4. Genfarsátt- málanum og öðmm alþjóðalögum. Framferði Israela gagnvart íbúum herteknu svæðanna hefur einkennst af miskunnarlausum manndrápum á vopnlausu fóki, ekki síst bömum og unglingum. Mannrán og ólögmætur brottflutningur íbúa, langvarandi varðhald án dóms og laga, pyntingar og ómannúðleg meðferð, eyðilegging íbúðarhúsa, lokun skóla og aðrar hóprefsingar á fólki sem ekkert hef- ur til saka unnið, — allir þessir glæp- ir og mannréttindabrot eru daglegt brauð fyrir Palestínumenn. Ábyrgðarhluti að mótmæla ekki Það væri ábyrgðarhluti að mót- mæla ekki ofbeidi ísraela gagnvart Palestínumönnum og öðram ná- grönnum, þegar slíkt tilefni gefst sem er opinber heimsókn ísraelska utanríkisráðherrans til íslands. Ráðamenn í ísrael þurfa að heyra slík mótmæli og þau þurfa að heyr- ast vel. Ástæða er því til að hvetja alla þá sem vettlingi geta valdið til að mæta hjá stjómarráðinu við Lækj- artorg í dag 20. ágúst kl. 16 og mótmæla stefnu ísraels gagnvart Palestínumönnum og öðram ná- grönnum. Kjörorð stefnu ísraels gagnvart Palestínumönnum og öðr- um nágrönnum. Kjörorð dagsins grandvallast öll á ályktunum Sam- einuðu þjóðanna. Þau era: ísrael burt af herteknu svæðunum - Stöðv- ið hryðjuverk ísraels gegn óbreyttum borgurum - Sjálfstætt ríki Palestínu- manna — Flóttamenn og útlagar fái að snúa heim tafarlaust. Höfundur er læknir. UM HELGINA FRA KL, .14-17 FRUMSÝNING (Fréttatilkynninp-'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.