Morgunblaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993
r
Ki’istján Jóhannsson syngnr lög úr söngleikjum og bíómyndum inn á plötu
Hefur leikárið í Vínar-
óperunni og MetropoBtan
„ÉG ER stoltur af að fá að hefja leikárið í Vínaróperunni í næsta
mánuði í Aidu undir stjórn Zubins Mehta,“ segir Krislján Jóhanns-
son óperusöngvari sem jafnframt hefur samið við Metropolitan
í New York um að opna þar 1995 með-sömu óperu í sljórn Jam-
es Levine. Krislján syngur raunar í Metropolitan strax á næsta
ári, að loknum sýningum í Þjóðleikhúsinu í ársbyijun. Hann ætl-
ar líka að syngja inn á plötu, sem Jón Karlsson í Iðunni gefur
út, ýmis lög sem margir þekkja úr kvikmyndum og söngleikjum.
„Það er auðvitað gerólíkt því sem ég geri í óperunni, en mér
finnst gaman að syngja þetta þótt ég sé miklu frekar maður
hefðarinnar."
í sumar hefur Kristján sungið
í Aidu Verdis og Cavalleria rustic-
ana eftir Mascagni í hringleika-
húsinu í Veróna og síðasta sýning-
in verður Aida, á föstudaginn eft-
ir viku. Hann segir það hafa verið
strembið að syngja í þessum óper-
um til skiptis, fara úr raunsæi
Mascagnis í upphafna og glæsi-
lega Aidu. Næsta sumar syngi
hann aftur Radames í Aidu í Ver-
óna og þá ætli hann ekki að gera
sér erfitt fyrir á þennan hátt.
Hörð gagnrýni
„Annars hefur sumarið ein-
kennst af mjög harðri gagnrýni,"
segir Kristján, „leikstjórar og leik-
myndahönnuðir hafa verið púaðir
niður fyrir nútímauppfærslur á
Carmen og La Traviata og kvik-
myndaleikstjórinn Gabrieli Lavia
hlaut slæma útreið fyrir meðferð
á Cavalleria rusticana og I pagl-
iazzi sem Placido Domingo söng
í. Það er hart að þurfa að taka
við skömmum sem öðrum eru
ætlaðar eftir að sýningu lýkur,
en huggun að ég hef fengið góðar
viðtökur sjálfur, klapp og hróp
eftir aríur. Mér finnst að þeir sem
setja upp svona sýningar verði að
vinna út frá tradisjóninni, tilraun-
ir eins og að láta Don José myrða
Carmen í Mercedes Benz ganga
kannski á festivölum en ekki
svona klassískum óperum eins og
í Veróna."
Stóru húsin
Kristján er ánægður með að
hafa orðið fyrir valinu í Vínar-
óperunni, þar sem leikárið hefst
með Aidu að gróinni hefð. Hann
syngur í fimm sýningum af fjórtán
og kemur aftur fram í sama húsi
í febrúar, í Andrea Chenier eftir
Umberto Giordano og Manon
Lescaut Puccinis. Sú ópera.verður
væntanlega líka fyrir valinu í
Þjóðleikhúsinu í byijun næsta árs.
Um svipað leyti gerir Kristján ráð
fyrir að syngja í Covent Garden
í Lundúnum í Grímudansleiknum,
ári síðar í Turandot og í La gioc-
onda eftir tvö ár.
En hæst ber samning hans við
Metropolitan óperuna um að hefja
leikárið í Aidu 1995. Á næsta
ári, strax að loknum sýningunum
í íjóðleikhúsinu, syngur hann líka
í Metropolitan og þá í Cavalleria
rusticana.
Hljómplata
Kristján ætlar á næstunni að
syngja inn á hljómplötu Iög sem
honum þykja skemmtileg þótt
hann sé ekki vanur að fara með
Hefur leikárið í Vín
Kristján Jóhannsson byijar
leikárið í Vínaróperunni með
því að syngja í Aidu.
þau. „Ed Welch, sern útsetti fyrst
fyrir mig fyrir tíu árum, sér um
það núna líka og mér finnst hann
gera þetta mjög vel. Við reynum
að hafa þessa plötu á heimsmark-
aðsvísu og veljum lög úr kvik-
myndum og söngleikjum sem allir
þekkja, eins og Spanish Eyes,
Memory, Ama Pola og Jealousy.
Ég syng þarna falleg lög á napólí-
önsku, ítölsku og ensku og finnst
gaman að gera þetta svona, þótt
mér þætti ekki gott að vefja þeim
við klassíkina."
Verð sjávarafurða í júlí og ágúst
Lækkaði um 1,8%
á milli mánaðanna
VERÐVÍSITALA sjávarafurða á mörkuðum erlendis er um 1,8%
lægri í ágúst en hún var í júlí, samkvæmt bráðabirgðaútreikningi
Þjóðhagsstofnunar. Er þá miðað við verð afurða í mynteiningunni
SDR. Reiknuð í íslenzkum krónum er lækkunin hins vegar 0,8%.
Lánskjara-
vísitala hækk-
aði um 0,7%
LÁNSKJARAVÍSITALA hefur
hækkað um 0,7% síðastliðinn mán-
uð, sem svarar til um 8,7% verð-
bólgu á ársgrundvelli. Byggingar-
vísitala hækkaði um 1,2% milli
mánaða, líkt og í júlí, sem svarar
til um 15% verðbólgu á ári. Launa-
vísitala stóð í stað.
Um 0,7% af hækkun byggingar-
vísitölunnar má rekja til verðhækk-
ana á steypu, vinnuliður múrara olli
0,26% hækkunarinnar en sement
0,03%. Byggingarvísitala er nú
194,8 stig. Launavísitala er 131,3
stig og lánskjaravísitala 3.330 stig.
Hækkun byggingarvísitölu síð-
ustu 12 mánuði svarar til 3,2% verð-
bólgu. Hækkun lánskjaravísitölu
sama tímabil svarar til 2,9% verð-
bólgu.
Verðvísitalan er reiknuð út frá
söluverði um það bil 99% allra ís-
lenzkra sjávarafurða, sem seldar
eru á mörkuðum erlendis. Þyngst
vegur til lækkunar í þetta sinn
verðlækkun á rækju, bæði pillaðri
og skelrækju, að sögn Asgeirs
Daníelssonar, hagfræðings hjá
Þjóðhagsstofnun. Verð annarra
tegunda er nokkuð stöðugt milli
mánaða.
6% lækkun frá áramótum
Frá áramótum hefur verð ís-
lenzkra sjávarafurða á mörkuðum
erlendis lækkað um 10,9%, reiknað
í_ SDR. Sú lækkun er að sögn
Ásgeirs nokkuð ýkt, þar sem gengi
SDR hefur hækkað meira en gengi
erlendra gjaldmiðla almennt.
Vegna gengisfellingar krónunn-
ar og gengisbreytinga erlendra
gjaldmiðla hefur verð hins vegar
hækkað um 2,1% í íslenzkum krón-
um frá janúar til ágúst.
Morgunblaðið/RAX
Lækkun raunvaxta
Hvert 1%
sparar
ríkinu 90
millj. kr.
MIÐAÐ við áætlaða verðbólgu
á þessu ári er raunávöxtun
nýútgefiima ríkisskuldabréfa
um 7% á íslandi en aðeins 3-4%
að jafnaði í nálægum löndum.
Samkvæmt upplýsingnm sem
fengust í fjármálaráðuneytinu
myndi 1% raunvaxtalækkun á
innlendum markaði geta þýtt
um það bil 90 milljóna króna
sparnað fyrir ríkissjóð ef mið-
að er við þau lán sem ríkissjóð-
ur tekur á heilu ári.
Ef raunávöxtun ríkisskulda-
bréfa lækkaði til jafns við meðal-
raunávöxtun í helstu viðskipta-
löndum gætu vaxtagreiðslur ríkis-
ins lækkað um 300-400 milljónum
króna á ári skv. þessum forsend-
um.
Raunávöxtun ríkisskuldabréfa
til fimm ára á eftirmarkaði er nú
2,2% í Bandaríkjunum, 3,7% í Sví-
þjóð, 3,3% í Bretlandi en 7% á
Islandi, svo dæmi séu tekin. Á
heilu ári nema lántökur ríkissjóðs
á innlendum markaði 8-10 millj-
örðum króna, og því ættu vaxta-
greiðslur ríkissjóðs að geta lækkað
um nálægt 90 milljónir kr. fyrir
hvert prósentustig sem raunvext-
irnir þokuðust niður á við á ríkis-
skuldabréfum. í erlendum lánum
nýtur ríkið aftur á móti þeirra
vaxta sem ríkjandi eru á erlendum
mörkuðum.
Vaxtaútgjöld ríkissjóðs vegna
innlendrar og erlendrar lánsfjár-
öflunar nema nú nálægt 10% af
ríkisútgjöldum. Skv. nýrri skýrslu
Ríkisendurskoðunar námu vaxta-
greiðslur af lánum ríkissjóðs 4,7
milljörðum króna á fyrri hluta
þessa árs.
—
Á leiðarenda
STEFÁN Jasonarson kemur glaðbeittur á Elliðaárbrú að lokinni 500
km göngu, sem hefur tekið á annan mánuð.
Stefán Jasonarson göngugarpur kominn til Reykjavíkur
Aldrei verið upplagðari
GÖNGUGARPURINN Stefán Jasonarson kom til Reykjavíkur um kl.
9 í gærkvöldi en honum fylgdu síðasta spölinn nokkrir tugir gesta
af samnorrænni hátíð 60 ára og eldri, Fimleikum í norðri. Stefán
sagði í samtali við Morgunblaðið að hann fyndi vart til þreytu og
hefði aldrei verið upplagðari en síðasta spölinn.
Stefán sagðist fyrst hafa komið
til Reykjavíkur á fermingarári sínu
1929, þá einnig gangandi. Hann
sagðist hafa verið þreyttari þá en
núna þótt liðin væru 64 ár.
Stefán sagði að sér væri þakk-
læti efst í huga og hefðu hlýjar
móttökur sem hann fékk á leið sinni
gert sér fært að ná takmarki sínu;
ganga þessa 500 kílómetra, hitta
sem flesta íslendinga og hvetja fólk
til hreyfingar og efla trú þess á
framtíðina. Þá vildi Stefán þakka
góðar gjafír en sú minnisstæðasta
hefði ef til vill verið blómvöndur
sem lítil stúlka færði honum á góð-
um degi. Aðspurður sagði Stefán
að því færi fjarri að hann væri
þreyttur eftir gönguna. Hann
sagðist aldrei hafa verið í betra
stuði en síðasta spölinn, frá Mos-
fellssveit til Reykjavíkur. Endur-
teknar rannsóknir lækna sýndu
líka að skrokkur og skankar væru
í fullkomnu lagi. Þetta væri eins
og hver önnur guðsgjöf og teldi
hann það því skyldu sína að láta
gott af sér leiða á ári aldraðra og
hvetja aldrað fólk til að hreyfa sig
sér til heilsubótar.
/ dag
Fegursta gata Reykjavíkur
Umhverfismálaráð Reykjavíkur
hefur valið Frostaskjól fegurstu
götu borgarinnar 12
100 ára afmæli_________________
Kristjón Óiafsson húsgagnasmíða-
meistari er hundrað ára í dag 17
Nýr þjálfari KR
Janus Guðlaugsson hefur verið ráð-
inn þjálfari KR 43
Leiðari
Hver er stefnan við íjárlagagerð-
ina? 22
jft#í
*Bi_ h9$$í
jtæJZigtm
ÍæESMáí’Si.ÍE.
u i- j-.-- .
~~: aft rcoM * twgMtMn i íMij
■HMRririi
svieer8 JJ2S&4i uæz *
...i
ngrntii
ítnK n litdtit
Eysteinn Jónsson Daglegt líf
minmng
► Nýr Saab - Kastalahótel í Port-
úgal - samtal við Braga Hlíðberg
- gæludýr og böm - á reiðskjótum
á Qöll - reynsluakstur á Escort -
í Flatey á Skjálfanda
Langnr vinnufund-
ur um fjárlagagerð
RÍKISSTJÓRNIN kom saman í gærmorgun til að ræða um útgjalda-
hlið fjárlagafrumvarpsins og niðurskurðartillögur einstakra ráð-
herra. Gert var hlé á fundinum kl. 5 síðdegis en honum var svo
fram haldið í gærkvöldi og var ekki búist við að honum Iyki fyrr en
í nótt.
Engar ákvarðanir voru teknar á
fundinum, skv. upplýsingum Morg-
unblaðsins. Ráðherrar mæltu fyrir
tillögum sínum um niðurskurð og
sparnaðaraðgerðir í ráðuneytum
sínum og snerist umræðan um út-
færslu þeirra hugmynda.
Tekjuhlið rædd í næstu viku
Fyrirhugað er að næsti fundur
um fjárlagagerðina Verði um miðja
►
>
§
næstu viku en fram að þeim tíma
fara fram viðræður á milli fjármála-
ráðuneytisins og einstakra ráðu-
neyta. Er þess vænst að teknar
verði ákvarðanir um einstakar hug-
myndir í lok næstu viku og þá hefst
einnig umræða um tekjuhlið frum-
varpsins. Er stefnt að því að niður-
staða verði fengin um alla helstu
þætti frumvarpsins um eða upp úr
næstu mánaðamótum.
>
i
i