Morgunblaðið - 20.08.1993, Page 40

Morgunblaðið - 20.08.1993, Page 40
40 4 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FOSTUDAGUR 20. AGUST 1993 FRJALSIÞROTTIR / HEIMSMEISTARAMOTIÐ I STUTTGART Sally Gunnell sigraði Söndru Farmer-Patrick í æsilegum endaspretti í 400 metra grindahlaupi: Báðar undir gamla heimsmetinu SALLY Gunnell frá Bretlandi, setti nýtt og glæsilegt heimsmet í 400 metra grindahlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Stuttgart í gær. Hún hljóp á 52,74 sekúndum f úrslita- hlaupinu, en gamla heimsmetið, sem var sjö ára gamalt, átti Marina Stepanova; 52,94 sek. Þetta er eina heimsmetið sem fallið hefur á mótinu til þessa. Hlaupið var æsispennandi. Gunn- ell og bandaríska stúlkan Sandra Farmer-Patrick virtust hníf- jafnar yfir síðustu tvær grindumar, en Sally Gunnell sýndi frábæra bar- áttu á síðustu metranum, þegar hún komst fram úr þeirri bandarísku. Báðar komu þær í mark á tíma und- ir gamla heimsmetinu. Farmer- Patrick, sem leiddi hlaupið nær allt til enda, varð önnur á 52,79 sekúnd- um. „Mig langaði bara til að vinna í kvöld,“ sagði Gunnell himinlifandi eftir hlaupið. „Mér datt ekki í hug að ég myndi slá heimsmetið, það var hreinn og klár bónus,“ sagði hún. Farmer-Patrick féll á brautina þeg- ar hún kom í mark og ljóst var að Gunnell hefði sigrað. „Eftir hlaupið var ég niðurbrotin. En nú ber ég höfuðið hátt,“ sagði hún þegar ljóst var að hún hafði hlaupið undir gamla heimsmetinu, en samt tapað. Ljóst er að Gunnell hefur skipað sér á stall með, fremstu grindahlaup- uram sögunnar. Hún er nú heims- og Ólympíumeistari, Samveldismeist- ari og heimsmethafi. „Tæknilega séð var þetta fullkomið hlaup hjá mér... En ég held ég geti hlaupið þetta hrað- ar,“ sagði Gunnell. Fjórði HM-titill Bubka STANGARSTÖKKVARINN Sergei Bubka frá Úkraínu átti ekki í neinum vandræð- um með aðtryggja sérfjórða heimsmeistaratitilinn íröð«stangarstökki í gær. Hann stökk sex metra, og reyndi við nýtt heimsmet en án árangurs. Dómarar gerðu Bubka reyndar lífið leitt, gerðu þau mistök að sýna honum rauða spjaldið þegar hann var ekki farinn af stað eftir tvær mínútur í fyrstu tilraun við nýtt heimsmet. Bubka reifst við dómar- ana, sagðist eiga að fá sex mínútur, og þeir viðurkenndu mistök sín og leyfðu honum að stökkva. „Ég skil ekki hvernig dómari á slíkri keppni getur gert svona mistök. Ég var tilbúinn að setja heimsmet en þegar þetta gerðist tapaði ég allri einbeitingu," sagði Bubka eftir keppnina. Bubka er í algjörum sérfiokki í stangar- stökki og hefur verið það sl. áratug. Hann er eini keppendi sem sigraði hefur í sinni grein á öilum heimsmeistaramótunum fjórum sem haldin hafa verið. Carl Lewis sigraði í 100 metra hlaupi á fyrstu þremur mótunum, en náði ekki að bæta fjórða titlinum í safnið núna, og Greg Foster, sem einnig er frá Bandaríkjunum, er þrefaldur heimsmeistari í 110 metra grindahlaupi, en er ekki með nú. Reuter Sally Gunnell fagnaði að vonum ógurlega eftir sigur- inn og heimsmetið, og hafði næga orku í sigurhring um völlinn. Flástökk kvenna: Heimsmet- hafinn úr leik HEIMSMETHAFINN íhástökki kvenna, Stefka Kostadinova frá Búlgaríu, komst ekki í úrslit í hástökki á HM í Stuttgart í gær, og Ólympíumeistarinn Heike Henkel, mun ekki keppa í úrslitunum á morgun vegna meiðsla. | ótshaldarar tilkynntu í fyrstu að Kostadinova, sem aðeins stökk 1,90 metra, hefði komist í úrslit, en drógu það síðan til baka þegar þeir kynntu sér reglurnar nánar. Stúlkurnar þurftu að stökkva 1,93 metra til að tryggja sér sæti í úrslitum, og náðu tíu keppendur að gera það. Sjö stukku 1,90 metra, meðal annars Henkel og Kostadinova, en sú síðamefnda notaði til þess þijár tilraunir og komst því ekki í úrslit. Henkel tryggði sér aftur á móti sæti í úrslitum, komst yfir 1,90 í annarri tilraun. Þijár stúlkur komust yfir hæðina í þriðju tilraun og komust þær ekki í úrslit. Henkel hefur átt við meiðsli á hásin að stríða að undanförnu og gat aðeins tekið stutta atrennu, og virtist þjáð eftir hvert stökk. Hún ætlar að taka sér hlé frá keppni til að jafna sig af meiðslun- um. ÍSLENSKAR EmUHIR GETRAUNADEILDIN Hlídarendi kl. 18.30 föstudaginn 20. ágúst VALUR - Lollapottsfélögum, ársmiðahöfum og virkum knattspyrnudómurum Vals er boðið fkaffi í hálfleik. Skráningar íknattspyrnuskóla Vals og AEG standa yfir. AEG Loksins kom gullið BRONSDROTTNINGIN Mer- lene Ottey frá Jamaíku náði loksins sigri á stórmóti, þegar hún sigraði í 200 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu ígær. „Loksins tókst það,“ sagði Ottey eftir hlaupið, og var að vonum fegin; átta sinnum hef- ur hún hampað bronsverð- launum á stórmótum, tvisvar sinnum fengið silfur, en krækti loks í dýrmætasta peninginn: gullið. |jj|ftir þrettán ára bið er gullið komið,“ sagði Ottey. „Eftir 100 metra hlaupið var ég svo von- svikin að ég átti í erfiðleikum með að einbeita mér að þessu.“ Ottey náði góðri forystu strax i byijun, en á síðustu metrunum var augljóslega af henni dregið, og Reuter Merlene Ottey hljóp sigurhring með fána Jamaíku, nokkuð sem hún hefur ekki gert áður á stórmóti. munaði ekki nema tveimur hundr- uðustu úr sekúndu á henni og Gwen Torrence þegar upp var stað- ið. Ottey hljóp á 21,98 sekúndum, en Torrence á 22 sekúndum slétt- um. „Mig langaði svo mikið að vinna að ég hljóp fyrstu 100 metr- ana of hratt, og átti því í erfiðleik- um á síðustu metrunum,“ sagði Ottey. Kevin Young sigraði örugglega Kevin Young frá Bandaríkjun- um sigraði örugglega í 400 metra grindahlaupi karla og setti nýtt heimsmeistaramótsmet. Hann hljóp á 47,18 sekúndum, en heims- meistarinn frá því á síðasta heims- meistaramóti, Samuel Matete frá Sambíu, varð annar á 47,60 sek- úndu. Winthrop Graham frá Jama- íku varð þriðji. UTSALA 20-60% AFSLATTUR Opið laugardag kl. 10 — 16 »hummel S" SPORTBÚÐIN Ármúla 40 • Símar 813555 og 813655 íliróttaskór, íþróttagallar, bolir, sundfatnaður, dúnúlpur, regnfatnaður o.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.