Morgunblaðið - 20.08.1993, Page 44
Vs
BL
i®
é
LÉTTÖL ^
--- r'
WtttuMftfetfr
Gæfan fylgi þér
í umferðinni
SJOVÁOoALMENNAR
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Morgunblaðið/Bjami
Ekki er allt sem sýnist
BYGGIÐ á akrinum hjá Guðjóni Vigfússyni á Húsatóftum á Skeiðum virðist standa í blóma en ráðunaut-
ur telur að kornið hafi eyðilagst í hörðum frostnóttum.
Uppskerubrestur
á kornökrum eftir
harðar frostnætur
RAÐUNAUTUR Búnaðarsambands Suðurlands telur að lítil eða engin
kornuppskera fáist af ökrum vestan Markarfljóts. Þrjár frostnætur
gerðu útslagið. Á þessu svæði er 75-80% kornræktarinnar í landinu.
Kornbændur í Árnessýslu sem blaðamenn hittu í gær vildu ekki al-
mennilega trúa því að kornræktunin væri alveg ónýt því akrarnir litu
þokkalega út þó að kornið væri illa þroskað.
Þijár harkaiegar frostnætur gerði
um og uppúr 10. ágúst. Gerði þá
meira frost en vitað er um á þessum
árstíma. Einnig gerði frost aðfara-
nótt 25. júlí. Kristján Bjarndal Jóns-
son, jarðræktarráðunautur Búnaðar-
sambands Suðurlands, telur að þess-
ar frostnætur hafi eyðilagt flesta
akra í Árnes- og Rangárvallasýslu
vestan Markarfljóts. Kristján segir
að þetta sé smám saman að koma í
ljós en óyggjandi sannanir liggi ekki
fyrir um að allir akaranir séu ónýtir.
Því biður hann bændur um að fylgj-
ast vel með ökrum sínum og ef kom-
ið reynist ónýtt segir hann að ekki
sé eftir neinu að bíða með að slá
byggið og verka sem gróffóður.
Eyjafjöllin sluppu
Kristján segir að bygg í ökrum
undir Eyjafjöllum og þar fyrir austan
virðist hafa staðið frostið af sér.
Hann segir að á komræktarsvæðinu
vestan Markarfljóts séu um 80 bænd-
ur með að minnsta kosti 450 hektar-
ar af þeim tæplega 600 sem í var
sáð á öllu landinu í vor. Kristján
segir að flestir séu með örfáa hekt-
ara og tjónið því ekki mikið hjá hveij-
um og einum, sérstaklega ef þeir ná
að slá byggið og nýta áður en fóður-
gildið fer að minnka verulega.
Sjá bls. 4: „Frostnætur ..
Lánþeg-
um LÍN
fækkar
LJÓST er að mikil fækkun virðist
hafa orðið á lánþegum hjá Lána-
sjóði ísienskra námsmanna á síð-
ustu þremur árum. Skólaárið
1990-91 voru lánþegar í HÍ og
skólum erlendis 5.314 en eru nú
sé litið til síðasta skólaárs 3.639.
Lárus Jónsson, framkvæmdastjóri
LIN, segir að tölur síðasta árs séu
ekki endanlegar. Nú sé þó ljóst að
fækkun verði meiri en búist hafi
verið við. Fækkunin mun hafa þau
áhrif að fjárþörf sjóðsins minnkar.
Láras segir að í kjölfar þess þurfi
ekki að nýta allar heimildir til lán-
töku, sem gert er ráð fyrir í ijárlögum.
Hann bendir á að þetta kunni að
vera tímabundin sveifla. Tölur um
fyölda umsókna sýni að mikil fjölgun
hafí orðið á þeim frá fyrra ári. 6.179
umsóknir hafa borist sjóðnum en á
sama tíma í fyrra höfðu 4.624 verið
skráðar.
Sjá bls. 16: „Lánþegum hefur...“
Aðsóknarmet sett
Um 25.000
hafa nú séð
Júragarðínn
ENN eitt aðsóknarmetið í kvik-
myndahúsunum var sett í gær-
kvöldi en þá höfðu um 25.000
manns séð myndina Júragarðinn
hér á landi á fyrstu sýningarvik-
unni. Þessi mynd hefur sett mörg
aðsóknarmet ytra og er ísland
engin undantekning.
Alfreð Árnason, markaðsstjóri hjá
Sambíóunum, segir að þessi aðsókn
fyrstu vikuna sé á svipuðum nótum
og þeir reiknuðu með, kannski ívið
meiri. Áður höfðu myndirnar „Home
Alone 1“ og „Lethal Weapon“ átt
aðsóknarmet hjá Sambíóunum en
þær sáu um 16.000 manns á fyrstu
sýningarvikunum.
Utanríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra um Barentshaf
Til greina kemur
að ræða við Rússa
Norska strandgæzlan telur að íslenskir togarar hafi
verið með ólögleg veiðarfæri og undirmálsfisk í afla
JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra segja að til greina komi að ræða við Rússa
um fiskveiðar í Barentshafi. Að sögn Jóns Baldvins greindi Johan
Jörgen Holst, utanríkisráðherra Noregs, honum frá því að Rússar
hefðu lýst áhyggjum sínum vegna veiða íslenzkra skipa í Smugunni
svokölluðu. Norska strandgæzlan segist hafa farið um borð í íslenzk-
an togara, sem reyndist með ólögleg veiðarfæri, í Smugunni.
„Það er ekki óeðlilegt að við
ræðum við Rússa ef þeir óska eftir
því, en engar slíkar óskir hafa kom-
ið,“ sagði Þorsteinn Pálsson í sam-
tali við Morgunblaðið. Hann sagði
að Rússar hefðu nýtt fisk í Barents-
hafi og tekið ákvarðanir um kvóta
ásamt Norðmönnum, og það kæmi
því ekki á óvart að þeir hefðu áhuga
á málinu.
Jón Baldvin Hannibalsson sagði
að ef niðurstaða viðræðna við Norð-
menn yrði sú að samið yrði um
veiðiheimildir innan lögsögu strand-
ríkja. væri hugsanlegt að Rússar
tækju þátt í þeim.
Ekki ágreiningur ráðherra
Jón Baldvin segir misskilning að
hann telji að ræða eigi um gagn-
kvæm skipti á veiðiheimildum við
Norðmenn. Ekki sé ágreiningur
milli sín og sjávarútvegsráðherra
um málið. Hann segist eingöngu
vera að vísa til, rammasamnings
íslands og Noregs frá 1976 um
veiðiheimildir Norðmanna í ís-
lenzkri lögsögu, en eftir 1984 feli
hann í sér veiðiheimildir á gagn-
kvæmnisgrundvelli. Samningurinn
hafi hins vegar aldrei komið til
framkvæmda og við ekki fengið
veiðiheimildir. „Samningurinn er í
gildi og hann er auðvitað eitt af
því sem verður óhjákvæmilega að
ræða,“ sagði Jón Baldvin.
Ólögleg veiðarfæri og
smáfiskur
Norska strandgæzlan hélt því
fram í gær að hún hefði farið um
borð í íslenzkan togara i Smug-
unni, sem hefði verið með ólögleg
veiðarfæri. Ekki kom fram um
hvaða togara væri að ræða. Að
sögn Thorsteins Myhre skipherra
var um að ræða „veiðarfæri sem
voru verulega frábrugðin þeim sem
aðrir útlenzkir togarar notuðu".
Norsk stjórnvöld greindu frá því í
gær að í afla skipsins hefðu
strandgæzlumenn mælt 27% hlut-
fall smáfisks.
Halldór Jónasson, fyrsti stýri-
maður á Snæfugli frá Reyðarfirði,
sem er á veiðum í Smugunni, sagði
samskiptin við norsku strandgæzl-
una með friði og spekt. „Þeir eru
kurteisir og almennilegir," sagði
hann í talstöðvarspjalli við Morgun-
blaðið.
Sjá fréttir á miðopnu.
Morgunlaðið/Sverrir
*
Islendingur
leikur um gullið
ÍSLENDINGAR eiga í fyrsta
skipti möguleika á að eignast
heimsmeistara í snóker undir 21
árs. Kristján Helgason og Jó-
hannes B. Jóhannesson sem eru
á myndinni eru báðir komnir í
undanúrslit keppninnar. Það er
ljóst að annar þeirra leikur um
heimsmeistaratitilinn því þeir
mætast innbyrðis í undanúrslit-
um. Kristján og Jóhannes B.
fylgdust með hinum undan-
úrslitaleiknum milli Johan van
Grethem frá Belgíu og Do Daan
Goda Indika frá Sir Lanka í
húsi Taflfélags Reykjavíkur í
gær, en Indika sigraði 8:5. Leik-
ur Kristjáns og Jóhanns B. um
sæti í úrslitaleiknum hefst kl.
14 í dag, en úrslitaleikurinn
sjálfur fer fram á laugardag og
sunnudag.
Sólin skín
sunnanlands
VEÐURSPÁIN fyrir helgina er
hagstæð Sunnlendingum enda
gert ráð fyrir sólskini og allt að
16 stiga hita í dag, laugardag og
sunnudag. Að sama skapi verða
veðurguðirnir ekki jafnhagstæðir
Norðlendingum því þar er gert
ráð fyrir norðankalda eða stinn-
ingskalda og hita á bilinu 3-5 stig.
Samkvæmt upplýsingum frá Veð-
urstofunni er norðanátt tekin við á
öllu landinu. Henni mun fylgja rign-
ing um allt Norðurland, frá Vest-
fjörðum til Austfjarða, en léttskýjað
veður og sól sunnanlands.
4 þúsund börn ískólann ífyrsta sinn
GERA má ráð fyrir að tæplega 42 þúsund nemendur hefji nám í grunnskól-
um um allt land í septemberbyijun. Þar af byrja rúmlega fjögur þúsund börn
í sex ára bekk grunnskóla. Um fjögur þúsund nemendur verða í 10. bekk
grunnskóla í vetur. Stærsti árgangurinn verður í 8. bekk, en þar verða
tæplega fimm þúsund nemendur. Á myndinni sést Anna Eir Guðfinnsdóttir
skoða skólatöskur, en hún byijar í sex ára bekk í haust.