Morgunblaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993 Heimsmeistaramótið í Hollandi Signrbjöm hreppti fyrsta HM-titilinn Spaarnwoude. Frá Valdimar Knstinssym, fréttantara Morgunblaðsins. ALLT gekk upp eins og áætlað hafði verið þegar Sigurbjörn Bárðarson á Höfða frá Húsavík sigraði glæsilega í gæðingaskeiði og varð þar með fyrstur til að tryggja sér HM titil á mótinu. Hlaut hann 7,96 í einkunn en næstur honum varð Ulf Lindgren Svíþjóð á Hrafnkatli frá Sauðárkróki og Piet Hoyos, Austurríki, þriðji á Vaski frá Birgisskarði. 6. sæti í gæðingaskeiði. Frammistaða íslendinganna í töltinu fór langt fram úr björtustu vonum. Einar Öder Magnússon á Funa frá Skálá varð þriðji í for- keppninni með 8,07 á eftir þýsku valkyijunum Danielu Schmitz á Biskupi frá Ólafsvöllum með 8,23 og Jolly Schrenk á hinum þýsk- fædda Ófeigi með 8,13. Jafn Ein- ari í þriðja sæti er Bernd Vith, Þýskalandi, á Rauði frá Gut El- lenbach. Baldvin Ari Guðlaugsson á Nökkva frá Þverá hafnði í fimmta sæti og er þar með öruggt sæti í A-úrsltium með 7,47 og kom árangur hans skemmtilega á óvart. Hinrik Bragason og Eitill urðu í Sýning núverandi heimsmeistara Andreas Trappea sem mætti með Tý frá Rappenhof til að veija titil- inn hlaut dramatískan endi þegar hann var dæmdur úr leik þar sem hann reið aðeins tvo og hálfan hring í stað þriggja. Er ljóst að nýr heimsmeistari verður krýndur í tölti á sunnudag. Sigurður Matthíasson sem keppti á Þráni frá Gunnars- holti í töltinu hafnaði í sjöunda sæti sem er kannski heldur betri útkoma en búist hafði verið við. Á hann góða möguleika á að vinna sig upp í A-úrslit en til þess þarf hann að sigra í B-úrslitum. Það Heimsmeistarinn SIGURBJÖRN Bárðarson á léttu skeiði á hesti sínum. gæti því hugsast að þar yrðu þrír Islendingar á móti þremur Þjóð- veijum. Sigurbjörn Bárðarson varð 13. í tölti. Heldur hefur lifnað yfir landan- um hér í Spaamwouds eftir góðan og árangursríkan dag. Það er alt- ént ljóst að í það minnsta -eitt gull verður tekið með heim og góðar vonir eru um gull í 250 metrunum og sennilega fimmgangi einnig. Þá eru bæði Sigurbjörn og Einar Öder vel inni í myndinni í baráttunni um stigahæsta keppandann. Þeir bjart- sýnustu spá þremur Islendingum sæti í A-úrslitum og ekki vafa leika á því að sigur vinnist. Veðrið hefur leikið við mótsgesti það sem af er mótinu, hitinn vel yfir 20 stigin. í dag verður keppt í ijórgangi og fimmgangi og endað á dansleik eins og í gær. Lánþegar hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna eru 3.639 um þessar mundir Lánþegiim hefur fækkað á síðustu þremur árum RLR um umfjöllun um nauðgunarmál Lýsir for- dómumí garðKLR BOGI Nilsson, rannsóknarlög- reglusljóri, segir að umræða fjöl- miðla um meðferð nauðgunar- mála lýsi fordómum sem ríki í garð lögreglunnar. Hann segir að ef alið sé á þessum fordómum geti það spillt fyrir framgangi rannsóknar á þessum málum og komið í veg fyrir að brotaþolar leití til lögreglunnar. Á fundi sem haldinn var á vegum Rannsókn- arlögreglunnar í gær um meðferð nauðgunarmála kom fram að á þessu ári hefðu borist fleiri nauðgunarkærur en undanfarin ár. Þegar hefðu borist 19 kærur en til samanburðar hefðu alls borist 16 kærur á árinu 1992. Af þeim 19 kærum sem nú hefðu borist væru 3 frá karlmönnum. Það væri nýlunda hér að karl- menn kærðu nauðganir og afleið- ing breytinga á almennum hegn- ingarlögum. Á fundinum kom fram að Rann- sóknarlögreglan vissi dæmi þess að nauðganir hefðu ekki verið kærðar vegna ótta brotaþola í garð RLR. Ótta sem rekja mætti til neikvæðrar umræðu um RLR. Bogi sagðist ekki hafa skýringar á því hvers vegna umræðan væri á þessum nótum en nefndi að hugsanlegt væri að ósáttir brotaþolar leituðu að sökudólgi og skelltu skuldinni á RLR. Umræða skilað árangri SAMKVÆMT upplýsingum frá Lánasjóði íslenskra námsmanna hefur lánþegum sjóðsins fækkað á undanfömum þremur ámm. Lánþegar í Háskóla Islands og skólum erlendis voru á skólaárinu 1990-91 sam- tals 5.314 en sömu lánþegar skólaársins 1992-93 eru um þessar mund- ir 3.639. Lárus Jónsson, framkvæmdasljóri LÍN, bendir á að tölur um fjölda lánþega á síðasta skólaári séu ekki endanlegar. Hann segir að sljórn LÍN hafi búist við fækkun en hún reynist nú meiri en ætlað var. Fækkunin hefur að sögn hans þau áhrif á fjárhagsstöðu sjóðsins að fjárþörf hans minnkar verulega. Nú líti út fyrir að ekki þurfi að nýta eins miklar heimildir fjárlaga til lántöku. I upplýsingum LÍN kemur og fram að þegar hafi borist 6.179 umsóknir vegna lána næsta skólaárs. Á sama tíma í fyrra höfðu 4.624 umsóknir verið skráðar. Lárus segir að afar varhugavert sé að bera saman tölur um lánþega- fjölda og það sé enn erfíðara nú en áður í ljósi þess hve lánasjóðskerfíð hefur mikið breyst. Hann bendir á að nú verði enginn lánþegi nema MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Islands- banka hf. frá Jóni G. Briem hrl. forstöðumanni lögfræðideildar bankans. „í Morgunblaðinu 19. ágúst, birt- ist grein eftir Vilhjálm Inga Áma- son, formann Neytendafélags Ak- ureyrar, þar sem hann dregur ís- landsbanka með ósanngjömum hætti inn í mál „tveggja ungmenna" í fast- eignaviðskiptum á Akureyri. Getur bankinn ekki setið undir slíkri aðför heldur leiðrétt rangfærslur Vil- hjálms. í rauninni vekur framferði Vilhjálms furðu því hann vissi ná- kvæmlega á hvem hátt íslandsbanki tengdist málinu en kaus samt sem áður að draga nafn bankans á ósann- an hátt inn í málið. Þær ávirðingar sem Vilhjálmur ber á bankann eru tvíþættar: í fyrsta lagi segir hann undir milli- fyrirsögn „Bankastjóri og falska veð- leyfið“ að bankinn hafi útbúið ódag- sett og rangt veðleyfi. í texta sínum þar á eftir notar Vilhjálmur ekki orðið falskt eins og í fyrirsögninni heldur talar um rangt veðleyfí. Mik- ill munur er á þessu tvennu eins og Vilhjálmi er full ljóst. Um þetta veð- leyfi var fjallað í dómsmáli sem selj- andi eignarinnar höfðaði á hendur íslandsbanka. Áðurnefnd ungmenni voru ekki aðilar að því máli enda hann sýni árangur og það gildi einu hversu langt viðkomandi sé kominn í námi. Fækkun milli ára Ef skoðaðar eru tölur um fjölda áttu þau engar kröfur á bankann vegna veðleyfisins. Málinu er nú lok- ið. í öðm lagi segir Vilhjálmur undir fyrirsögninni „Lögbrot íslands- banka“ að seljandi fasteignarinnar hafi notið fulltingis bankastjóra ís- landsbanka á Akureyri sem varð „til þess að þau misstu húsið sitt í greip- ar íslandsbanka". Vilhjálmur veit að það er rangt að íslandsbanki hafi stutt seljandann í viðskiptum við kaupandann. Hið rétta er að bankinn átti engan þátt í viðskiptum þessara aðila, umfram það að gefa út veðleyf- ið. Ungmennin fóm í mál við íslands- banka og körfðust skaðabóta af hon- um vegna ófara sinna. Því máli er lokið og var íslandsbanki sýknaður af kröfum þeirra. Þetta veit Vilhjálm- ur en kýs engur að síður að skrifa um „Lögbrot Islandsbanka" og hafa vitneskjuna að engu. Þessi vinnubrögð Vilhjálms sæta mikilli undmn þegar haft er í huga að maðurinn er formaður neytenda- félags og þarf því að vera trausts verður. Islandsbanki harmar hvernig kom- ið er fyrir þeim aðilum sem Vilhjálm- ur Ingi Árnason telur sig vera að gæta hagsmuna fyrir. Bankinn legg- ur hins vegar áherslu á að hann beri enga sök á því enda hefur það verið staðfest með dómi.“ lánþega, sem stunda nám sitt í Há- skóla íslands, kemur í ljós að þeim hefur fækkað milli skólaáranna 1991-92 og 1992-93 eftir nokkra fjölgun á milli áranna 1990-91 og 1991- 92. Lánþegar í HÍ vom 2.796 árið 1990-91, 1991-92 voru þeir 2.916 en um þessar mundir em lán- þegar síðasta skólaárs 1.879 talsins. Samsvarandi tölur lánþega í skól- um erlendis ieiðir jafnframt í ljós fækkun. Fyrsta viðmiðunarárið vom þeir 2.518, á hinu næsta 2.471 en eru nú 1.760 miðað við skólaárið 1992- 93. Ástæður fækkunar Lárus leggur ríka áherslu á það að tölur um lánþegafjöldi síðasta skólaárs séu ekki endanlegar. Hann bendir ennfremur á það að saman- burður á tölum síðustu ára sé bund- inn fyrirvömm. „í fyrsta lagi er rétt að nefna það að búist hafði verið fækkun á síðasta námsári. Það kem- ur til vegna þess að fjölgun lánþega, vegna endurkomufólks nokkur ár á undan, hafði á síðasta ári skilað sér út út kerfinu. í annan stað em lánin talin óhag- stæðari en áður og þar af leiðandi minnkar ásókn í þau, svo fremi að námsmenn þurfi ekki nauðsynlega á þeim að halda. Loks bendi ég á áhrif þeirra breytinga, sem orðið hafa á lánasjóðskerfinu. Nú em lán greidd námsmönnum eftir á i ljósi náms- árangurs þeirra. Fjöldi námsmanna í þeirri aðstöðu er nú 613 en þeir hefðu allir fengið lán ef eftirá- greiðslukerfisins nyti ekki við.“ Áhrif fækkunar „í ljósi fækkunarinnar er ljóst að fjárþörf sjóðsins er minni en gert var ráð fyrir á fjárlögum þessa árs,“ sagði Láms. „Það þýðir að munum ekki þurfa að nýta eins miklar heim- ildir til lántöku eins og leyft er á fjárlögunum. Með öðram orðum hef- ur fjárhagsstaða sjóðsins styrkst og ég tel að það megi þakka breytingum á lánasjóðskerfinu." Fjölgun umsókna Það sem af er hafa 6.179 umsókn- ir um lán vegna næsta skólaárs borist Lánasjóðnum. Láms bendir á að enn hafi ekki allar umsóknir verið skráðar auk þess, sem umsóknir Vegna vorann- ar berist ekki fyrr en síðar á námsár- inu. Samkvæmt upplýsingum sjóðsins var búið að skrá 4.624 umsóknir um svipað leyti í fyrra. Bogi sagði að umræða undanfar- inna ára hefði þó skilað talsverðum árangri, RLR tekið ábendingum og ýmsu hefði verið breytt í samræmi við þær. Hann nefndi sem dæmi að 1987 hefði rannsókn nauðgunar- mála verið færð úr 3. í 1. deild RLR en þar væri fengist við alvarlegustu ofbeldisbrotin. RLR hefði átt sam- starf við nauðgunarmálanefndina, sem skilaði tillögum um úrbætur í þessum málaflokki um áramótin 1989. Þá hefðu rannsóknarlögreglu- menn farið til Óslóar 1991 til að kynna sér meðferð þessara mála. Bogi sagði að í maí sama ár hefði verið stofnaður þverfaglegur sam- starfshópur milli Rannsóknarlög- reglunnar og Félagsmálastofnunar um meðferð kynferðisafbrotamála gagnvart börnum. Bogi sagði að fullyrðingar um að ekkert samband væri á milli áfengis- neyslu og nauðgana væm rangar. I meirihluta þessara mála væri áfengi með í spilinu. Hann sagði Rannsókn- arlögregluna leggja áherslu á vin- samlegt viðmót, nærgætni en festu í meðferð málanna og lagði áherslu á nauðsyn þess að brotaþolar fyndu að tekið væri á málum þeirra af al- vöru. Morgunblaðið/Kristinn Tónlistarfólkið sem flytur verk úr mörgum áttum á Kirkjubæjar- klaustri í kvöld, á morgun og á sunnudag. Kammertón- leikar á Kirkju- bæjarklaustri ÞRENNIR kammertónleikar verða á Kirkjubæjarklaustri nú um helgina 20. - 22. ágúst. Sex tónlistarmenn flylja fjölbreytt verk á þessum árlegu sumartónleikum á Klaustri, í kvöld kl. 21, á morgun laugardag kl. 17 og á sunnudaginn kl. 15. Flytjendur í ár em Auður Hafsteinsdótt- ir, fiðla, Bergþór Pálsson, söngur, Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, Edda Erlendsdótt- ir, píanó, Steinunn Bima Ragnarsdóttir, píanó, og Zoltan Toth, vióla. í kvöld verður leikin sónata eftir Hum- mel fyrir fiðlu og píanó, fluttir ljóða- söngvar eftir Schubert og þjóðlagaút- setningar eftir Beethoven, Elegía eftir Fauré og Requiebros eftir Cassado. Síðdegis á morgun hljóma á Kirkju- bæjarklaustri verk eftir Sarasate, Brahms og Ravel og ljóðasöngvar eftir Duparc. Vísvitandi ósannindi í garð Islandsbanka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.