Morgunblaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993 29 Minning ^ Guðmundur Olafsson frá Hvítárvöllum Fæddur 4. maí 1911 Dáinn 12. ágúst 1993 í víðlendum Borgarfirði er höfuð- bólið og héraðsprýðin Hvítárvellir í Andakíl. Sagt var stundum fyrr á öldinni, „það er fagurt á Hvítárvöll- um þegar vel veiðist". En það þarf ekki laxveiðina til, svo augljóst er það. Á þessum_ fagra stað fæddist Guðmundur Ólafsson 4. maí 1911. Hann var sonur Maríu Sæmunds- dóttur húsfreyju þar á bæ og Ólafs Davíðssonar óðalsbónda og héraðs- höfðingja, og yngstur níu bama þeirra. Guðmundur ólst upp í for- eldrahúsum en útþráin og ævintýrin kölluðu hann snemma á vit sín. Á kreppuárunum hóf hann akst- ur hjá Finnboga Guðlaugssyni í Borgarnesi, sem hafði með höndum vöru- og fólksflutninga í héraðinu. Á stríðsárunum var hann á fisk- veiðiskipum, sem sigldu með aflann til Englands. Lenti hann þó oft í svaðilförum þegar kafbátar og flug- vélar þriðja ríkisins gerðu árásir á skipalestirnar. Síðar var hann um árabil á afla- skipinu Eldborginni, hjá Ólafi Magnússyni skipstjóra. Einnig var hann á Akraborginni eldri, sem var í ferðum milli Akraness og Reykja- víkur. Síðustu starfsárin vann hann hjá Borgamesbæ og undi þar hag sínum vel. Árið 1944 kvæntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Guðfinnu Ei- ríksdóttur frá Hesti. Þau eignuðust tvær dætur, Maríu og Ágústu, en áður hafði Guðfínna eignast Sigríði Brynjólfsdóttur. Guðmundur var mannblendinn og gleðimaður og hvers manns hugljúfí öllum þeim sem kynntust honum og vildi allra vanda leysa. Guðmundur var elskur að tónlist eins og hann á ættir til og laxveiði var mikið áhugamál hans. Handlag- inn var hann og lék nánast allt í höndunum á honum. Síðustu árin var hann á dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi, þar sem hann naut hinar bestu aðhlynningar. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness 12. ágúst síðastliðinn. Nú, þegar ég kveð elskulegan mág minn, þakka ég honum sam- fylgdina og bið Guð að blessa minn- ingu hans, eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu. Friðrik Eiríksson frá Hesti. Afí minn, Guðmundur Ólafsson frá Hvítárvöllum, er látinn. Hann var góður maður, en heiðarleiki hans og dugnaður gerði hann að miklum og vinamörgum manni. „Upp eftir“, upp í Borgarnes til afa og ömmu, fór ég eins oft og kostur gafst á mínum yngri árum. Alltaf var jafnspennandi að fara með afa á „Pressunni“ og alltaf var jafn vel tekið á móti manni hjá afa og ömmu minni, Guðfinnu Ei- ríksdóttur frá Hesti. Ég var ekki einn um þá skoðun, því ávallt var gestkvæmt hjá þeim hjónum. í seinni tíð hefur fjölskylda mín svo fengið að kynnast hlýju þeirra og gestrisni. Afí lifði mikla framfara- og upp- byggingartíma í íslensku þjóðfé- lagi. Var því gaman er hann talaði um gamla tíma. Tíma er hann keyrði rútur, en eitt sinn að lokinni ferð fór hann í sjúkraflutninga og vakti samfleytt í 72 klukkustundir. Og á stríðsárunum þegar hann sigldi og skip hans var talið af. Já, þær voru margar ævintýrasögurn- ar, en ævintýri mín og afa voru Jónína Sigrún Pálma- dóttir - Minning Fædd 20. júlí 1911 Dáin 10. ágúst 1993 Okkur langar til þess minnast ömmu okkar, Jónínu S. Pálmadótt- ur, með nokkrum fátæklegum orð- um. Amma er ríkur þáttur í öllum bernskuminningum okkar og þá sérstaklega í óteljandi ferðum okkar í litla appelsínugula húsið sem afi og amma áttu á Drangsnesi. Betri stað gátum við krakkarnir vart hugsað okkur að koma á, enda ríkti þar svo mikil ástúð og væntum- þykja að leitun er að öðru eins. Amma var mikil húsmóðir í sér og kannski er besta dæmið um það að hún hélt öllum sínum barnabörnum uppi vettlingum, húfum og ullar- sokkum og reyndar vinum þeirra líka. Úr eldhúsinu hennar fór eng- inn svangur, enda var „nei takk“ ekki tekið gilt svar þar inni. Amma var einstaklega skapgóð og hláturmild og hafði ótrúlega smitandi hlátur þannig að oft var maður farinn að skellihlæja með án þess að hafa hugmynd um hvað var svona fyndið. Þegar heilsunni fór að hraka þurftu afí og amma að flytjast til Reykjavíkur og bjuggu þá fyrst hjá börnum sínum, en fengu svo úthlutað herbergi á Hrafnistu í Reykjavík. Við þessa flutninga kynntumst við krakkarnir þeim nánar og áttum með þeim margar góðar stundir, enda höfðum við margt að tala um. Beggi afi dó svo eftir fjögurra ára dvöl í Reykjavík og auðvitað var það öllum þungbært og þá sér- staklega ömmu sem varð aldrei söm á eftir. Nú er amma dáin eftir erfíð veikindi um tæplega þriggja ára skeið og þrátt fyrir að lífsviljinn hafí verið ótrúlega mikill, vitum við að hún er hvíldinni fegin. Við erum þakklát fýrir að hafa átt jafn góða konu að og amma var og við kveðj- um hana með söknuði. Góða nótt, elsku amma. Hafþór, Ámi, Kristjana, Hanna Björk og Ema Rós. Ástkær móðir okkar lést á Hrafn- istu i Reykjavík 10. ágúst eftir harða baráttu við erfið veikindi. Hennar hlutskipti var að liggja rúm- föst tæp 3 ár. En fáir ráða þeim örlögum sem okkur eru ákveðin. Eitt eigum við sameiginlegt, það er að á naflastrenginn verður að klippa til að komast í jarðvistina, síðan er það lífsstrengurinn sem brestur til að komast aftur til skap- ara okkar. Margt eldra fólk er jafnvel orðið sem börn aftur, tvisvar vérður gam- all maður barn. Móðir okkar var fædd að Hrauk- bæjarkoti í Kræklingahlíð við Eyja- fjörð. Foreldrar hennar voru Sigrún Sigurðardóttir, Borgum, Akureyri, og Pálmi Gíslason frá Hrísgerði í Fnjóskadal, Þingeyingur að ætt, hann lést þegar hún var barn að aldri. Það má segja að lífshlaupið hafi ekki ávallt verið létt. En nú viljum við minnast þess hve hún hló oft innilega og var skemmtileg og glöð þegar barnahópurinn kom saman. Oft var glatt og gert að gamni sínu í húsinu heima á Drangsnesi. Þar átti hún heima um 50 ára skeið. Þar leið okkur öllum vel og eigum þaðan dásamlegar minningar, ekki síst barnabörnin. Móðir okkar átti sínar sorgar- stundir eins og margir eiga, lífs- hlaupið er ekki alltaf dans á rósum. Ung að árum missti hún tvo syni, annar dó úr lungnabólgu, en hinn drukknaði við bryggjuna heima á Drangsnesi. Hún var tvígift, en áður en hún giftist eignaðit hún tvo syni, Pálma og Lúkas. Eftir það ekki minni, til dæmis þegar ég fór með honum í vinnuna. Þá gat svo borið við, milli þess að hann boraði og sprengdi, að hann væri kallaður fram í sveitir til að draga upp stóra bíla eða vinnuvélar. Einnig eru veiðitúrarnir og beijaferðirnar minnisstæðar. Umræður afa snérust oft um bíla, sérstaklega rútur og voru þær ófáar stundirnar er hann varði nið- ur á verkstæði hjá Sæmundi Sig- mundssyni systursyni sínum. En í mínum huga eiga afi og bílarnir hans það sameiginlegt að slíkir kjörgripir eru vandfundnir. Það sem stendur þó upp úr í minningunum um afa er lund hans og trú á að vinna og erfiði væri af hinu góða og styrkti og efldi menn. En afi lifði fyrir tíma „hag- ræðingarinnar" og var aðgerðar- leysi ekki hans stíll, þrátt fyrir háan aldur. Þó söknuður sé mikill að afa í dag hjá ömmu og okkur hinum í fjölskyldunni, lifír hann ætíð meðal okkar. Vigfús Guðmundsson og fjölskylda. eignast hún fleiri böm, þau eru: Alda, Guðrún, Jóhanna, Ragnar og Sigrún. Alls urðu börnin níu. Af- komendur hennar em yfír 50 talsins og nú hefur hún kvatt bamahópinn sinn. Fyrri maður hennar var Jens Aðalsteinsson frá Heydalsá, þau slitu samvistir. Seinni maður henn- ar var Ingibergur Jónsson frá Drangsnesi. Þau bjuggu saman yfir 50 ár við ástríki og umliyggju þvort til annas. Þær minningar munum við börnin geyma í minningasjóði. Þung urðu sporin þegar þau þurftu að yfirgefa hús sitt, Sunnuhvol á Drangsnesi. Síðustu árin vom þau á Hrafnistu, Reykjavík. Þá var heilsan farin að bresta. Faðir okkar lést 1989. Við börnin þökkum nú allar samverustundirnar. Minning- una um þau munum við varðveita um alla framtíð. Við þökkum fyrir ástúð alla indæl minning lifir kær nú mátt þú vina höfði halla við herrans brjóst er hvíldin vær í sölum himins sólin skín við sendum kveðju upp til þín. (H.J.) Börn og tengdabörn. pH 4,5 húðsápan er framleidd úr völdum ofnæmisprófuðum efnum og hentar jafnt viðkvæmri húð ungabama sem þinni húð. Hið lága sýrustig (pH gildi) sápunnar styrkir náttúmlega vöm húðarinnar gegn sveppum og sýklum og vamar því að hún þomi. Hugsaðu vel um húðina og notaðu pH 4,5 sápuna alltaf þegar þú þværð þér. pH 4,5 húðsápan vinnur gegn of háu sýrustigi húðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.