Morgunblaðið - 31.08.1993, Page 1

Morgunblaðið - 31.08.1993, Page 1
64 SIÐURB 195. tbl. 81.árg. ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins ísraelar samþykkja drög að tímamótasamkomulagi við PLO, Frelsissamtök Palestínumanna Palestmumenn fái sjálfstjóm á Gaza-svæðinu og í Jeríkó # ^ ^ xvculci Friður í augsyn SHIMON Peres, utanríkisráðherra ísraels, flutti mjög tilfinningaþrungna ræðu um samkomulagsdrögin við PLO á ísraelska þinginu í gær. Sagði hann nú hilla undir „upphafið að endalokum 100 ára ófriðar milli gyðinga og Palestínumanna. Þeir eru menn eins og við og við viljum búa með þeim í friði“. Frakkar ráða ekki við lífeyrisgreiðslurnar Veruleg breyting á eftirlaunakerfinu París. Reuter. STJÓRNVÖLD í Frakklandi hafa breytt verulega reglum um almenn- an Hfeyri eða eftirlaun og verða nú þeir, sem fæddir eru eftir 1948, að vinna meira og lengur fyrir Iífeyrisréttindunum en þeir, sem eldri eru. Verkalýðsfélög og vinstriflokkar í Frakklandi hafa ekki sagt aukatekið orð um skerðinguna enda vita allir, að kerfið stefnir í gjald- þrot, réttindin hafa verið miklu rausnarlegri en sjóðirnar standa undir. Það er síður en svo, að ríkisstjórn Edouards Balladurs sé sökuð um að eyðileggja velferðarkerfið með breytingum á lífeyriskerfinu, þvert á móti er henni hrósað jafnt frá vinstri sem hægri fyrir að hafa unn- ið mikinn varnarsigur í þágu þess. „Ríkisstjórnin hefur sýnt af sér ein- stakt pólitískt hugrekki," sagði hægriblaðið Le Figaro og vinstri- blaðið Liberation sagði, að um væri að ræða mesta afrek Balladur- stjórnarinnar enn sem komið væri í efnahags- og þjóðfélagsmálum. „Bestu árunum“ fjölgað Með breytingunum verða menn að hafa unnið í 40 ár í stað 37,5 áður til að fá eftirlaun og fjöldi svo- kallaðra „bestu ára“, sem eru höfð til viðmiðunar eftirlaunagreiðslum, eykst úr 10 í 25 ár. Fyrrverandi ríkisstjórn sósíalista og Francois Mitterrands forseta ákvað 1983 að miða eftirlaunaaldur við 60 ár og franska kerfið hefur verið það örlátasta, sem þekkist. „Nú er þessi hátimbraða bygging hrunin án þess nokkur hafi æmt eða skræmt,“ sagði Liberation og ástæð- an er sú, að hallinn á eftiriaunakerf- inu verður á milli 700 og 800 millj- arðar kr. á næsta ári. Bosníu tvískipt? Genf. Reuter. RADOVAN Karadzic, lciðtogi Serba í Bosníu, sagði í gær, að féllust múslimar ekki á fyrirliggjandi tillögur um þrískiptingu landsins milli þjóðarbrotanna, yrði því hugsanlega skipt í tvennt að lokum, milli Serba og Króata. Fulltrúar þjóðarbrotanna koma saman í Genf í dag og munu þá skýra út afstöðu sína til tillögunnar um þrískiptingu landsins. Haft er eftir heimildum innan Sameinuðu þjóð- anna, að tilraunir til að breyta fyrir- liggjandi tillögu muni líklega gera friðarviðræðurnar að engu, fram- lengja stríðið og gera hlutskipti músl- ima enn verra að lokum. Serbar gefa þó í skyn, að þeir séu tilbúnir til að ræða smávægilegar breytingar en þó aðeins eftir að samkomulag um skiptinguna hafi verið undirritað. Jcrúsalcm, Túnis. Reuter. ÍSRAELSKA ríkisstjórnin samþykkti í gærkvöld drög að samkomulagi um sjálfsljórn Palestínumanna á Gaza-svæð- inu og í Jeríkóborg á Vesturbakkanum og síðar annars staðar á Vesturbakkanum. ísraelskir ráðamenn kváðu nú hilla undir frið eftir áratuga ófrið og ofbeldi og Bassam Abu Sharif, pólitískur ráðgjafi Yassers Arafats, leiðtoga PLO, Frelsissamtaka Palestínumanna, sagði, að „í dag er fæðingardagur spámannsins. Eg vona, að hann verði einn- ig að nýjum fæðingardegi palestínsku þjóðarinnar“. Þessum sögulega áfanga hefur verið fagnað víða um heim en and- stæðingar hans í ísrael efndu til mikilla mótmæla í Jerúsal- em og harðlinumenn innan PLO hafa hótað að ráða Ara- fat af dögum. Mótmæli í Jerúsalem TIL átaka kom í Jerúsalem í gær þegar þúsundir manna söfnuðust saman til að mótmæla samning- um við PLO. Samkomu- lagsdrögin verða lögð fram í frið- arviðræðunum í Washington í dag og í gær var haft eftir tals- mönnum Palest- ínumanna, að þau yrðu kynnt opinberlega inn- an tveggja sólar- hringa. Þau náð- ust á 14 leynileg- um fundum með fulltrúum ísraela og PLO og fyrir milligöngu Norð- manna, einkum norska utanríkis- ráðherrans, Jo- hans Jörgens Holsts. Shimon Peres, utanríkisráð- herra ísraels, sem talinn er helsti höfundur sam- komulagsdraganna, sagði í gær, að ísraelar gætu viðurkennt PLO að því tilskildu, að samtökin höfn- uðu því markmiði að uppræta ísra- elsríki, viðurkenndu það formlega og lýstu yfir andstöðu við hermdar- verk. Sjálfstætt ríki Nissim Zvilli, framkvæmdastjóri ísraelska Verkamannaflokksins, sagði hins vegar, að viðurkenning ísraela á PLO væri viðkvæmt mál og því ekki rétt að hrapa að neinu en kvaðst aftur á móti sjá fyrir sér stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu- manna á hernumdu svæðunum eft- ir fimm ára sjálfstjórnartímabil. Andstæðingar samkomulags- draganna í Israel efndu til mót- mæla í Jerúsalem í gær og Benjam- in Netanyahu, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, hét að fella stjórnina á þingi. Palestínskir harðlínumenn eru einnig ævareiðir og skæruliða- foringinn Ahmed Jibril hótaði að ráða Arafat af dögum gengi hann til samninga. Samkomulagsdrögin Helstu atriði bráðabirgðasam- komulagsins um sjálfstjórn Palest- ínumanna eru, að sögn Reuters: • Sjálfstjórnin verður fyrst bund- in við Gaza-svæðið og Jeríkóborg á Vesturbakkanum. Palestínu- menn munu annast öryggis- og löggæslu. • Annars staðar á Vestur- bakkanum verður valdsvið Palest- ínumanna aukið fljótlega og þeir munu taka við stjórn heilbrigðis-, mennta-, félags-, menningar- og ferðamála og hugsanlega fleiri. • ísraelskur her verður fluttur til umsaminna svæða, burt frá öll- um byggðakjörnum Palestínu- manna, en mun áfram gæta ný- byggða gyðinga í útjaðri Jeríkó og Gaza. Betleliem verði höfuðborg • ísraelar munu gæta landamær- anna við Egyptaland á Gaza og Allenby-brúarinnar við Jeríkó en hún tengir Vesturbakkann og Jórdaníu. • Staða Jerúsalemborgar verður rædd eftir tvö ár þegar lokaviðræð- ur um hernumdu svæðin heíjast. • Palestínumenn munu kjósa sér- stakt sjálfstjórnarráð ekki síðar en níu mánuðum eftir undirritun bráðabirgðasamkomulagsins og verður aðsetur þess í Betlehem. Sjá „Samkomulagsdrög ...“ á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.