Morgunblaðið - 31.08.1993, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993
ræða annast Rauði krossinn milli-
göngu milli þeirra. Ef nauðsyn
krefur tekur Rauði krossinn einnig
að sér það hlutverk í átökum þar
sem Sameinuðu þjóðirnar eiga hlut
að máli.
Alþjóðaráðstefnan um vernd
fórnarlamba striðs sem haldin 1
verður 30. ágúst til 1. september
verður að koma á framfæri við
ríki heims þeim boðskap að þau I
verði öll að vinna saman að því
að Genfarsáttmálarnir og alþjóð-
leg mannúðarlög yfirleitt séu al- |
menn og alls staðar virt og öll ríki
sem skuldbundin eru af ákvæðum
þeirra standi við skuldbindingar
sínar.
Refsingar og skaðabætur fyrir
brot á mannúðarlögum
Öll ríki sem hafa undirritað
Genfarsáttmálana eru skuldbund-
in til að hindra allt sem er and-
stætt ákvæðum þeirra og refsa
fyrir öll gróf brot. Öll gróf brot
eru álitin stríðsglæpur. Á ráðstefn-
unni til verndar stríðshijáðum,
verður fjallað um hvernig mögu-
legt er að stöðva sífellt brot á
Genfarsáttmálanum og hvernig
hægt er að koma lögum yfir stríðs-
glæpamenn. Þar verður að nást
árangur í að finna leiðir sem hægt
er að fara og þar verður til umfjöll-
unar í þessu sambandi hlutverk
alþjóðlegrar rannsóknarnefndar 1
og hugmyndir um alþjóðlega refsi-
löggjöf.
Viðauki 1 við Genfarsáttmálana
frá 1949 kom á fót mikilvægu
alþjóðlegu samstarfi um fjölþjóð-
lega nefnd til að framfylgja mann-
úðarlögum. 34 ríki af 125 sem
hafa undirritað viðaukann, hafa
skuldbundið sig til að hlíta umboði
nefndarinnar til að leita eftir upp-
lýsingum og ganga eftir því að
Genfarsáttmálarnir séu virtir.
Mikilvægt er að fleiri ríki fylgi í
Alþjóðaráð Rauða krossins
Mannúðarlögum verður að fram-
fylgja hvað sem það kostar
í styijöldum nútímans hefur
reynst nær ókleift að framfylgja
ákvæðum Genfarsáttmálanna.
Sjálfar forsendur þeirra hafa verið
véfengdar. Alþjóðleg mannúðarlög
ganga út frá því, að þegar til stríðs
kemur skuldbindi stríðsaðilar sig
til að virða viss grundvallaratriði
þeirra. Á þessu hefur orðið mikill
misbrestur.
Sú spuming er áleitin, hvernig
ríki heims eigi að bregðast við,
þegar stríðsaðilar neita áð virða
reglur og grunnforsendur alþjóð-
legra mannúðarlaga. Þessi þróun
kallar á ákveðin viðbrögð.
Réttur á aðstoð
í fyrsta lagi er brýnt að við-
halda tengslum og samskiptum við
alla aðila stríðsins og reyna að
hafa bein áhrif á þá, ekki aðeins
til að fá þá til að fallst á að virða
alþjóðleg mannúðarlög, heldur
einnig að fá þá til samvinnu um
lausn aðkallandi vandamála, svo
sem starf alþjóðlegra hjálparstofn-
ana við að aðstoða blásnauða og
sveltandi óbreytta borgara eða
annast varnarlausa stríðsfanga.
í öðru lagi verður að grípa til
aðgerða, þegar tengsl og sam-
skipti stríðsaðila reynast ekki duga
til að fá þá til að virða alþjóðleg
mannúðarlög. I slíkum tilfellum
verða ríki heims, sem skuldbundin
eru af aðild sinni að Genfarsátt-
málanum, að gera ráðstafanir í
Genfarsáttmálamir eiga að tryggja rétt þess fólks, sem stríðsátök hrekja á flótta.
samræmi við þær skyldur sem þær
hafa undirgengist, til að tryggja
að mannúðarlög séu virt.
í þriðja lagi verður að beita
þeim ákvæðum laganna sem kveða
á um utanaðkomandi afskipti. Til-
nefna má fyrir milligöngu Samein-
uðu þjóðanna einstök eftirlitsríki
til að fylgjast með framkvæmd á
ákvæðum Genfarsáttmálanna. Al-
þjóðlega rannsóknarnefndin getur
fengið umboð til að rannsaka
framferði stríðsaðila. Þessum að-
ferðum verður að beita.
Samband milli stríðandi
fylkinga
Þegar þau úrræði sem kveðið
er á um í Genfarsáttmálanum
reynast haldlítil eða gagnslaus
með öllu og þegar alvarleg og vís-
vitandi brot á Genfarsáttmálanum
eru þess eðlis að þau eru í sjálfu
sér undirrót átaka er það á valdi
Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
að láta málið til sín taka og annað
hvort bera fram tillögur um úrbæt-
ur eða ákveða aðgerðir í samræmi
við stofnskrá Sameinuðu þjóð-
anna.
Hlutlausar og óháðar stofnanir
svo sem Alþjóðaráð Rauða kross-
ins hafa það hlutverk að halda
uppi sambandi milli aðila í stríði.
Þegar um mannúðarmál er að
Hagfræðideild Seðla-
banka af sporinu
eftirÞorgeir
Eyjólfsson
í ágústhefti Hagtalna mánaðar-
ins, sem gefið er út af Hagfræði-
deild Seðlabanka íslands, er gerður
margvíslegur samanburður á
vaxtastigi á íslandi og nokkrum
nágrannalöndum. Samanburðurinn
er gerður á grundvelli neysluvöru-
verðs þegar raunvextir erlendis eru
reiknaðir en á grundvelli nýju láns-
kjaravísitölunnar þegar um ísland
ræðir. Grein minni er ætlað að sýna
fram á, með rökstuðningi úr Hag-
tölum Seðlabankans, að lánskjara-
vísitalan sé ónothæf til mælinga á
verðlagsbreytingum frá einum tíma
til annars og að raunvaxtatölurnar
í samanburði Seðlabankans hefðu
átt að reiknast á grundvelli fram-
færsluvísitölunnar. Þessari grein er
alls ekki ætlað að gera lítið úr þeim
vanda sem stafar af of háum vöxt-
um á íslandi og nauðsyn lækkunar
þeirra heldur er henni ætlað að
benda á nauðsyn vinnubragða
þannig að almenningur sé rétt upp-
lýstur um stöðu þessara mála á
hveijum tíma.
Tilvitnun í Hagtölur
mánaðarins janúar 1990 bls. 2
„Seðlabankinn hefur síðustu ár
notað lánskjaravístölu sem verð-
mælikvarða við mat á raunvöxt-
um enda var hún þannig gerð
að ætla mátti að hún endurspe-
glaði almennar verðlagsbreyt-
ingar. Sem kunnugt er var
grundvelli hennar breytt í upp-
hafí árs 1989 þar sem launavísi-
tala fékk jafna vog á við vístöl-
ur byggingar- og framfærslu-
kostnaðar hvora um sig í þeim
tilgangi að draga úr misgengi
lánskjara og launaþróunar.
Lánskjaravístitalan er því ekki
lengur almennur verðlagsmæli-
kvarði á sama hátt og hún var.
Því er hér í töflum og texta
miðað við framfærsluvístölu frá
og með árinu 1989 þegar fjallað
er um raunvexti."
Þorgeir Eyjólfsson
„Lánskjaravísitalan er
ekki nothæf til verð-
bólgumælinga. “
Þessu til áréttingar má benda á
línurit í Hagtölum mánaðarsins
ágsúst ’93 „mynd 13 á bls. 30“ en
þar er verðbólga sýnd í mismun-
andi útgáfu en reiknað er þar á
grundvelli framfærslukostnaðar.
Lesandanum kanna að þykja for-
vitnilegt að vita mismun þróunar á
nýju og gömlu lánskjaravístölunni.
Lánskjaravísitalan fyrir ágústmán-
uð hefur gildið 3.330. Hefði gamla
vístalan verið reiknuð hefði hún
gildið 3.503 fyrir ágústmánuð.
Þannig hefði gamla vísitalan verið
5,19% hærri í ágúst en sú nýja.
Dæmi:
Jón lánat Páli 10.000 kr. í ágúst
1988. Þeir semja um að Páll endur-
greiði lánið með 7% vöxtum og verð-
bótum að fímm árum liðnum eða í
ágúst 1993. Vegna breytinga á
lánskjaravístölunni greiddi Páll Jóni
21.067 kr. en hefði greitt Jóni
22.161 kr. ef engu hefði verið
breytt. En hvaða raunvexti fékk Jón
þá á lánsféð. Jú, þeir reiknast 5,9%
en ekki 7% eins ogþeir höfðu ákveð-
ið sín á milli.
Þennan mismun má yfírfæra á
stærri fjárhæðir í lánakerfinu. Ljóst
er að breytingin náði tilætluðum
árngri. Ekki er ólíklegt að fjárhæð
af stærðinni 8 til 10 milljarðar hafi
færst frá sparifjáreigendum til
skuldara með þessari breytingu, en
það er í mörgum tilfellum sömu
aðilarnir, svo ekkert er einhlítt í
þeim efnum og spurningar þar um
gagnslausar.
En hvaða tilgangi þjóna þá skrif
af þessu tagi, kann einhver að
spyija? Jú, þeim er ætlað að varpa
birtu á þá staðreynd að lánskjara-
vísitalan er ekki nothæf til verð-
bólgumælinga þó hún sé nothæf í
lánsviðskiptum, og þá sér í lagi
þegar lánað er til langs tíma en þá
sveiflujafnast áhrif launabreytinga
í viðskiptum.
Þegar gengi íslensku krónunnar
hefur verið fellt í tvígang á stuttum
tíma án þess að launþegum sé
bætt kjaraskerðingin sem af verð-
hækkunum í kjölfar gengisfelling-
anna leiðir er þeim lítill greiði gerð-
ur með því að telja þeim trú um
að þeir séu að greiða hærri raun-
vexti en veruleikinn segir til um.
Næg er nú óánægjan fýrir. Það á
jafnframt við um stjórnendur at-
vinnufyrirtækja.
Dæmi:
Jón tekur aftur 10.000 kr. að
láni hjá Páli í desember 1992. Lán-
ið er til eins árs og ber 7% vexti
ofan á lánskjaravístölu. Þegar Jón
greiðir Páli lánið til baka í desem-
ber n.k. verður greiðslan 11.047
kr. (notast við spá Seðlabanka um
þróun lánskjaravísitölu). Hefðu þeir
verðtryggt lánið miðað við fram-
færsluvístölu hefði greiðslan orðið
11.271 kr. Þannig er Jón ekki að
greiða 7% raunvexti til Páls heldur
4,8%.
Ég hvet Seðlabanka í samstarfí
við fjölmiðla að halda réttum upp-
lýsingum um þróun verðlags og
útreikningi raunvaxta að almenn-
ingi í landinu. Það hefur ekki síst
þýðingu á erfíðleikatímum. Raun-
hæfasta leiðin til lækkunar vaxta
liggur í gegnum fjárlagagerðina.
Minni halli á ijárlögum endurspegl-
ast mjög fljótt til í lægri vöxtum.
Komdu aó dansa...
.. .i Danssmiðjunni
Innritun og upplýsingar
alla daga milli kl. 12.00 og 19.00
í síma 689797 og á staðnum.
• Samkvæmisdansar
• Ballroom • Latin
• Barnadansar • Gömlu dansarnir
• Byrjendur og lengra komnir
• Hóptímar • Einkatímar
• Dansæfingar • Erlendir gestakennarar
Kynnið ykkur ýmis
afsláttartilboð
Suðurnesjamenn,
Danssmiðjan er líka í Keflavik
c
Opnunarhátíð
laugardaginn
4. sept.
J
Starfsfólk skólans.
CWld
SMIÐJAN
jÓHANN ÖRN
ÓLAFSSON
DANSKENNARI
: 68 97 97