Morgunblaðið - 31.08.1993, Síða 20
20______________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993_
Tengiliður milli Islands
og annarra Norðurlanda
eftir Lars-Áke
Engblom
Norræna húsið var reist í Reykja-
vík á sjöunda áratugnum af því að
á hinum Norðurlöndunum höfðu
menn áhyggjur af því að íslendingar
væru að mjakast vestur á bóginn út
úr norrænni einingu. Nú þegar Nor-
ræna húsið verður 25 ára liggur
beint við frá íslenskum sjónarhóli að
hafa sama ugg um að á öðrum Norð-
urlöndum sé stefnan nú austur og
suður, burt frá Islandi (og öðrum
löndum í útnorðri).
Ef til vill er hvor tveggja hug-
myndin tilefnislaus. Norræn sam-
kennd var sennilega ríkari á Islandi
1968 en margir annars staðar á
Norðurlöndum álitu. Og nýjar skoð-
anakannanir sýna að samvinna nor-
rænu landanna fimm er enn talin svo
mikilvæg að meirihluti þegna alls
staðar á Norðurlöndum vill styrkja
hana og auka. Jafnvel, eða kannski
einkum og sér í lagi, á þeim Evrópus-
innuðu Norðurlöndum sem austast
liggja.
En jafnframt er norræn samhygð
ekki eins sjálfsögð og þegar Norræna
húsið var opnað 1968. Samtímis því
sem norrænt samstarf hefur orðið
áþreifanlegra hefur það orðið um-
deildara. Stórbrotnar glæsihug-
myndir á borð við Nordek og Nord-
sat hafa siglt í strand undir fána
sundurlyndisins. Það að norræn sam-
hygð lifði af þessi vonbrigði sýnir
hve lífseig hún er þegar öllu er á
botninn hvolft.
Hin mikla, almenna samstaða um
norrænar hugmyndir og sameigin-
lega norræna sameiningu er eini
grundvöllur Norræna hússins í
Reykjavík. Samkvæmt stofnskrá
skal húsið vera tengiliður milli ís-
lands og annarra Norðurlanda í
„menningu, atvinnulífí og félagslífi",
auk þess að „örva áhuga á norrænu
samstarfi á íslandi og flytja íslenska
menningarstrauma til annarra Norð-
urlanda". Þannig eru í margháttuð-
um skilningi engar markalínur um
starf Norræna hússins; það er í senn
menningarhús, upplýsingamiðstöð
og almennur samkomustaður og það
hefur veitt þessari stofnun einstæð
sambönd um öll Norðurlönd. Jafnvel
þeir sem eiga beinan hlut að máli
hljóta að líta svo á að íslendingar
og norrænir gestir hafi sýnt Norræna
húsinu stórkostlegan áhuga allt frá
upphafi 1968. Milli 100.000 og
150.000 gestir á ári vitna um það
að húsið er ekki reist handa neinni
fámennri klíku. Þannig standa málin
nú. En hver verður hlutur Norræna
hússins á næstu tuttugu og fimm
árum. Það er sú spurningin sem
mestu skiptir nú þegar haldið er upp
á afmæli hússins. Hvernig getur
Norræna húsið haldið hlut sínum og
styrkt stöðu sína á íslandi - og í
norrænu menningarsamstarfi?
Framtíð Norræna hússins á ís-
landi ræðst mjög a,f því hversu mikið
starf hússins höfðar til íslenskrar
æsku, hve vel því tekst að skapa eða
bjóða kosti og uppfyllingu sem keppi
við engilsaxneska fjölmiðlunarmenn-
ingu. Eins og rannsókn sýnir, sem
kynnt verður á námstefnu í tilefni
afmælisársins, hefur áhugi á Norður-
löndum minnkað á undanfömum
árum meðal íslensks æskufólks. Ann-
að væri undarlegt þegar litið er á
hvemig enskumælandi kvikmyndir
fá æ meira yfirhöndina, jafnt í kvik-
myndahúsum sem á myndbandaleig-
um og í sjónvarpi. En jafnframt er
tiltölulega stór, gallharður hópur Is-
lenskra æskumanna sem er hlynntur
norrænu samstarfí, ungt fólk, sem
margt hefur búið í norrænum grann-
löndum, unnið þar um stundarsakir
(nordjobb) eða stundað þar nám.
Þetta fólk er mikilvægur og traustur
hópur að útbúa dagskrár fyrir og
starfa með. Þarfir og óskir unga
fólksins ættu sem sé að fá enn stærri
skerf í starfi hússins.
Það er einnig eðlilegt verkefni
Norræna hússins að fara í fylking-
arbijósti til að styrkja stöðu nor-
rænna tungumála á íslandi. Það er
einstakt forskot fyrir allt norrænt
starf á íslandi að danskan (norsk-
an/sænskan) er ennþá fyrsta erlent
tungumál í skólum. Það má hins
vegar spyija hve lengi það helst -
ef böm og kennarar fá enga uppörv-
un eða ástæðu til að nota í reynd
norrænu tungumálin. Þetta má gera
á margan hátt; það má óska þess í
afmælisgjöf að fá ærlegan skammt
af norrænum kvikmyndum í hið ný-
opnaða myndbandasafn. Það myndi
gefa Norræna húsinu raunverulegan
möguleika á því að bjóða upp á nor-
rænt efni á móti framboði mynd-
bandaleiganna sem er að yfírgnæf-
andi hluta upp á amerísku.
Það er líka nærtækt að Norræna
húsið eigi ennþá oftar frumkvæði að
því sem efla má kunnáttu í tungu-
málum Norðurlanda. Það námskeiða-
hald, sem hafið er á síðustu árum í
íslensku (fyrir Skandinava og Finna)
og í skandinavískum málum (fyrir
íslendinga) má enn auka t.d. í sam-
vinnu við norrænu sendikennarana
og Norræna félagið. Hér er vettvang-
ur fyrir margar góðar tillögur. Al-
mennt séð held ég að það skipti miklu
máli að húsið tileinki sér nýjustu
tækni og vísindi á sviði menningar,
fjölmiðlunar og fjarskipta. Nokkur
dæmi: Þá hugmynd sem upp kom í
sumar um samskipti norræns skóla-
fólks um tölvur, um tenginet fyrir
2-3 milljónir norrænna skólanema,
mætti sýna og þróa áfram af Islands
hálfu í Norræna húsinu. Og ef eng-
inn annar verður til þess þá á Nor-
ræna húsið einnig að fylgjast með'
norrænum hagsmunum í sjónvarps-
málum og sjá til þess með öðrum
velviljuðum aðiljum að norrænt efni
verði að minnsta kosti á einhverri
eða einhveijum af þeim tuttugu sjón-
varpsrásum sem brátt eiga að standa
til boða á íslandi. Á síðastliðnu ári
varð algengt að taka á móti dönsk-
um, sænskum og norskum sjónvarps-
sendingum á íslandi, þær höfum við
sýnt í Norræna húsinu til þess að
árétta að tækniþróun í sjónvarps-
sendingum er ekki einskorðuð við
markaðssjónvarp um alheimsgervi-
hnetti.
I víðri merkingu getur Norræna
Lars-Áke Engblom
„Þannig eru í marg-
háttuðum skilningi eng-
ar markalínur um starf
Norræna hússins; það
er í senn menningar-
hús, upplýsingamiðstöð
og almennur samkomu-
staður og það hefur
veitt þessari stofnun
einstæð sambönd um öll
Norðurlönd.“
húsið tekið á sig veigamikið starf
fyrir norræn tungumál á íslandi.
Skipulagslega má hugsa sér að það
verði bundið bókasafninu, þar sem
sérstakur umsjónarmaður barna- og
unglingabóka gæti fengið mikið og
áhugavert verkefni.
Jafnframt skiptir vitaskuld miklu
máli að hefðbundnar dagskrár og
sýningar haldi áfram að þróast. Það
eru tónleikar, fyrirlestrar, námstefn-
ur, listsýningar, kvikmyndasýningar
o.fl. sem gefa húsinu menningaryfír-
bragð sitt. Lykilorðin eru norrænt
víðfeðmi og vandað efni og hér er
rótgróin 25 ára hefð að byggja á. Á
þeim tímum sem margar menningar-
stofnanir fá æ rýrari framlög verður
sífellt mikilvægara að standa saman
um að vanda dagskrár og sýningar.
Eðlilegir samstarfsaðiljar Norræna
hússins eru í fyrsta lagi norrænar
systurstofnanir á Grænlandi og
Álandi, norræna listamiðstöðin í
Sveaborg, norræna tónlistarnefndin
Nomus, norræna mála- og upplýs-
ingamiðstöðin, o.fl., en auðvitað
einnig íslenskar menningarstofnanir,
norrænu félögin og sendiráðin á ís-
landi og - nærtækast af öllu - Nor-
ræna félagið. í þessu sambandi er
ég bjartsýnn fyrir hönd Norræna
hússins. Margar bestu dagskrár
hússins hafa einmitt verið samstarfs-
verkefni: bókmenntahátíðir með ís-
lenskum rithöfundum og útgefend-
um, vísnahátíðir með Vísnavinum,
norrænar kvikmyndavikur með nor-
rænum sendiráðum og Háskólabíói
o.s.frv. Auk þess á Norræna húsið
marga stuðningsmenn meðal nor-
rænna stjómmálamanna og embætt-
ismanna sem hafa átt þess kost að
fylgjast með starfseminni innanhúss.
A ekki lengri tíma en ég hef verið
við húsið hefur verið stofnað til
tveggja nýrra starfa hér sem ég sé
einnig sem viðurkenningu við hið
trygga og dugmikla starfslið sem
fylgir húsinu frá einum forstjóra til
annars.
Sjálfur kom ég í fyrsta sinn í
Norræna húsið sem sjónvarpsfrétta-
maður 1969 fyrir bráðum 25 árum.
Sú jákvæða mynd, sem ég fékk þá
af húsinu, hefur haldist ár mín á
íslandi. Hugmyndin að láta norræna
þræði hnýtast saman á einum og
sama stað, eins og gert hefur verið
á íslandi, er allt of góð til þess að
koma henni ekki verk á fleiri stöðum
en í Færeyjum. Næsta aldarfjórðung
vildi ég sjá Norræna húsið í Reykja-
vík sem fyrirmynd fyrir samnorræn
menningarhús, upplýsingamiðstöðv-
ar og samfundarstaði í stórborgum
Evrópu að minnsta kosti. Áður en
önnur Norðurlönd hafa komið upp
sínu menningarhúsinu hvert, t.d. í
Berlín - eða Brussel! - ætti að skoða
hugmyndina að hafa samflot eins og
í þeirri norrænni stofnun sem fjöl-
sóttust er allra stofnana í norrænu
samstarfí, þ.e.a.s. Norræna húsinu í
Reykjavík. Bæði til að styrkja nor-
ræna menningu og spara fé.
Höfundur erforstjórí Norræna
hússins.
Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída
Að yngja upp
í desember í fyrra vorum við
að spjalla um matarvenjur og
megrunaraðferðir fólks hérna í
henni Ameríku. Þar sagði svo frá
meðal annars: „Sagt er, að ástin
geti framkallað megrun. Ég þekki
mann einn hér, sem kominn er
vel yfír fímmtugt og var búinn
að safna sér myndarlegri ístru.
Hann fór í haust að hjaðna að
framan hægt og sígandi og á
tveimur mánuðum var ístran ekki
orðin svipur hjá sjón og maðurinn
leit miklu betur út en áður. Hvað
hafði valdið þessu? Það kom í ljós,
að hann hafði orðið ástfanginn
af stúlku, sem auðveldlega hefði
getað verið dóttir hans, því hún
var 27 árum yngri en hann. Ekki
veit ég um það, hvort eiginkona
hans er búin að fínna út, hvaða
megrunaraðferð maður hennar
notar og ég veit ekki, hvemig
þetta fer. Eg mun fylgjast með
ístrunni og láta ykkur vita.“
Eins og lofað var, hefi ég fylgst
grannt með þessu spennandi máli,
og get nú gefið ykkur nákvæma
skýrslu. Skömmu eftir að desem-
bergreinin var rituð, fór allt upp
í loft, því konan komst að eðli
megrunaræfinga manns síns, þótt
þær væru aðallega iðkaðar í skjóli
myrkurs. Hún kunni lítið að meta
hvarf ístrunnar og bætt útlit ekta-
makans. Heimilið splundraðist og
illska hljóp í allt saman eins og
lög mæla fyrir. Sem betur fer
áttu hjónin engin börn saman, en
þó átti konan tvö uppkomin börn
af fyrra hjónabandi.
Það var skrítið að sjá ástina
heltaka þennan fullorðna mann.
Hann sagði, að sér liði alveg eins
og unglingi, og hagaði hann sér
eftir því, alveg eins og fífl. Kunn-
ingjar og vinir vissu ekki, hvaðan
á sig stóð veðrið. Sumir hneyksl-
uðust og sögðu: Það er enginn
eins mikið fífl og gamalt fífl
(There is no fool like an old fo-
ol). Aðrir öfunduðu kauða af því
að verða aðnjótandi ástar fagurr-
ar, ungrar konu þetta seint í líf-
inu, þegar margur maðurinn má
láta sér nægja að dreyma um slíka
hluti. Sjálfur sagðist hann vera
hamingjusamari en hann hefði
áður verið í lífínu. Vinir hans
samglöddust.
Af því að fylgjast með þessum
vini mínum hefí ég séð, að það
er ekki auðhlaupið að því að yngja
upp hjá sér. Þið miðaldra og eldri
kallar, sem lesið þetta, ættuð að
hugsa ykkur um tvisvar áður en
þið leggið út í slíkt. Haldið heldur
áfram að dreyma! ístrulausi mað-
urinn er mjög vel gefinn og and-
lega ungur í hugsun. Þess vegna
hjá sér
virðist honum ætla að takast
þetta, þótt enginn viti auðvitað,
hvað framtíðin ber í skauti sínu.
Erfíðast var líklega fyrir hann
að útskýra þetta fyrirbæri fyrir
vinum og vandamönnum. Hann
bar fyrir sig ólukku í hjónaband-
inu og eyðslusemi konunnar
ásamt ýmsu öðru. Bersýnilega var
honum mikið í mun að fá blessun
sem flestra. Eiginkonugarmurinn
lét í minni pokann í þessu áróðurs-
stríði, enda hafði maðurinn alltaf
verið ráðríkari en hún. Flestir
kunningjar og vinir voru fyrst og
fremst hans kunningjar og tiltölu-
lega fáir sýndu konunni tryggð
og þá helzt á laun. Hjónaskilnaðir
eru erfiðir fyrir vinina.
Þegar mesta víman var gufuð
upp, kvenmaðurinn fluttur til
elskhuga síns og lögfræðingamir
famir að smjatta á væntanlegu
skilnaðarmáli, fór ýmislegt að
gerast. Unga konan tók sér nú
fyrir hendur að „yngja" upp fórn-
arlambið. ístran var að vísu farin
að mestu leyti, sem hafði reyndar
gerst fyrir hliðarverkanir tilhuga-
lífs og ástarleikja, og nú vildi sú
stutta ganga af henni algerlega
dauðri og bæta einnig almenna
heilsu mannsins, herða vöðvana
■ og styrkja hjartað. Það síðasta
er víst mjög áríðandi í svona til-
felllum, því blessuð pumpan á það
til að stoppa og taka feilslag, ef
miðaldra eða eldri kroppur verður
fyrir mikilli áreynslu eða pústri,
þótt í rúmi sé.
Hann, sem áður hafði haft
mikla andúð á líkamsdýrkun yngri
kynslóðanna og öllu, sem því
fylgdi, venti nú kvæði sínu alger-
lega í kross. Unga konan innrit-
aði þau í svokallaðan heilsuklúbb,
þar sem fólk ku hoppa og skoppa
og takast á við vélar, til þess að
ná ef sér aukakílóum og bæta
styrk sinn. Líka vom keypt reið-
hjól og teknar upp gönguferðir í
ljörunni. En það var ekki allt, því
þau fundu sér finnska nuddkonu
til að nudda skrokkana vikulega.
Til að yngja upp frekar útlit elsk-
hugans, var breytt um hárklipp-
ingu, greiðslu og gleraugu. Svo
vom keypt unglegri föt.
Þegar búið var að gera ráðstaf-
anir til þess að hressa upp á útlit-
ið og ytra byrðið, tók hnátan sér
fyrir hendur að endurbæta það,
sem innvortis var. í fyrsta lagi
kom í ljós dálitið, sem maðurinn
hafði ekki tekið eftir í hita og
þunga þessa óvænta ástariífs:
Elskan hans hafði haft sérkenni-
legar matarvenjur. Hún snæddi
m.a. aldrei kjötmeti, egg, flesta
alifugla og margt annað, sem
venjulegt fólk leggur sér til
munns. Vinurinn nærist nú aðal-
Iega mest á grænmeti og ávöxt-
um, en fær þó af og til fisktutlu
og kjúklingsbringu. Hún og hann
reyktu bæði, en svo var ákveðið
að hætta því, þótt hann hafi sést
púa á laun. Kaffí hefír líka verið
gert útlægt og er jurta-te komið
í staðinn.
Og nú er hún búin að draga
garpinn til skottulæknis, sem
fremur alls kyns kúnstir á sjúk-
lingum sínum. Ekki bara stingur
hann í þá nálum, heldur hleypir
líka í þá vægum rafstraumi og
mælir með því starfsemi allra líf-
færa líkamans. Það tekur margar
heimsóknir að láta hann mæla
starfsemi allra líffæranna. Hann
er víst hálfnaður með að mæla
upp mannin, en kominn lengra
með konuna. Síðan selur hann
þeim alls kyns efni og vítamín,
sem eiga að bæta afköst hinna
ýmsu líffæra, sem læknirinn segir
ekki virka að fullu. Það merkileg-
asta við það, að maðurinn virðist
hæst ánægður með þetta tilstand
og segir heilsu sína betri, en hún
hefir verið í mörg ár.
Lang flest hefír breyzt í lífí
þessa manns, sem einu sinni var
lang-giftur og með ístru. Hann
er kominn með ný áhugamál og
nýtt útlit og eyðir miklum tíma
með nýjum og yngri vinum. Eng-
inn veit, hvað ókomnir tímar muni
færa skötuhjúunum. Hann segir,
að þau ætli að gifta sig, þegar
skilnaðurinn nái fram að ganga.
Víst er um það, að skilnaðurinn
verður erfiður fjárhagsbaggi. í'
næstu viku fara þau saman í sum-
arfrí og ætla þá að hitta fjöl-
skyldu hennar. Ekki virðist hann
kvíða fyrir því, þótt væntanlegur
tengdafaðir hans sé sex árum
yngri en hann. Við skulum öll
óska þeim alls hins bezta.