Morgunblaðið - 31.08.1993, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 31.08.1993, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993 Aðalfundur Stéttarsambands bænda Hafnað tillögu um fjölgun fulltrúa búgreinanna Fulltrúum á aðalfundí fækkað um rúman þriðjimg BREYTINGAR á samþykktum Stéttarsambands bænda voru viðamesta málið á aðalfundi sambandsins sem haldinn var á Hvanneyri fyrir og um helgina. Fyrir fundinum lágu tillögur um breytta uppbyggingu, fækkun fulltrúa á aðalfundi og í stjórn, aukið vægi búgreinafélaganna á aðalfundi og Framleiðsluráði og breytt kosningafyrirkomulag. A fundinum sættu ýmsar breytingartillögur harðri gagnrýni. Mest var deilt um vægi búgreinafélaganna í samtökunum og var fellt að fjölga fulltrúum þeirra á aðalfundi. Hins vegar var samþykkt að fækka full- trúum úr kjördæmunum þannig að fulltrúar á aðalfundi verði 39-40 í stað 63 nú. Þá var ákveðið að búnaðarsamböndin verði grunneiningar Stéttarsambandsins, ásamt búgreinafélögunum, í stað hreppabúnaðar- félaganna og að bændur kjósi fulltrúa á aðalfund í almennri kosningu. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fækkun framundan SEXTÍU og þrír fulltrúar sátu aðalfund Stéttarsambands bænda á Hvanneyri um helgina en þeim mun fækka um 23 þegar nýjar sam- þykktir taka að fullu gildi. í tillögum félagsmálanefndar aðal- fundarins var gert ráð fyrir að búnað- arsamböndin í landinu og samtök einstakra búgreina ættu aðild að Stéttarsambandinu en í fyrri sam- þykktum voru hreppabúnaðarfélögin og búgreinafélögin grunneiningar sambandsins. Gert var ráð fyrir að fulltrúum sem kosnir eru í búnaðar- samböndunum fækkaði úr 52 í 39. Nefndin var sammála um að bú- greinasambönd sem ekkert gjald eða lítið greiddu til sambandsins fengju ekki fulltrúa á aðalfund með fullum réttindum. Við það myndi Félag ferðaþjónustubænda missa aðalfund- arfulltrúa með fullum réttindum en gæti sent fulltrúa án atkvæðisréttar. Agreiningur var í nefndinni um vægi búgreinafélaganna. Minnihlutinn lagði til að tíu félög ættu einn full- trúa eins og nú er þannig að heildar- fjöldi fuiltrúa á aðalfundi yrði 39 í stað 63 nú. Meirihlutinn vildi auka vægi búgreinanna þannig að þær stærstu fengju fleiri fulltrúa. Þannig fengi Landssamband kúabænda þijá fulltrúa og Landssamtök sauðfjár- bænda, Samband garðyrkjubænda og Svínaræktarfélag Islands tvo hvert, en önnur búgreinafélög einn fulltrúa. Nefndin lagði til að stjórnar- kjör yrði að mestu óbreytt, ekki yrði fækkað í stjórn eins og hugmyndir höfðu verið uppi um. Hún lagði til ýmsar aðrar breytingar, eins og beint kjör á aðalfund í stað kjörmanna- funda og fleira. Ferðaþjónustan úti eða inni Við almennar umræður voru til- lögumar gagnrýndar. Sveinn Jóns- son, fulltrúi ferðaþjónustubænda, gagnrýndi harðlega tillögur um tak- markanir á aðild búgreinafélaga. Sagði hann meðal annars að erfitt væri að leggja búnaðarmálasjóðs- gjald á ferðaþjónustuna með sama hætti og aðrar búgreinar, ekki hefði staðið á ferðaþjónustubændum að greiða árgjald til Stéttarsambandsins en aldrei hefði verið farið fram á það. Vakti hann athygli á því að flest- ir ferðaþjónustubændur væru með annan búskap og greiddu þar gjöld til Stéttarsambandsins. Sagði hann að bændur þyrftu að standa saman en ættu ekki að kasta frá sér fólki sem vildi starfa innan samtaka þeirra. Margir fundarmenn tóku und- ir orð Sveins og fluttar voru breyting- artillögur sem opnuðu fyrir aðild þeirra að aðalfundi með fullum rétt- indum. Sigurgeir Hreinsson, fulltrúi úr félagsmálanefnd, sagði í þessu sam- bandi að fundurinn þyrfti að gera það upp við sig hvort Stéttarsam- bandið ætti að vera samtök búvöru- framleiðenda eða samtök allra sem stunduðu þjónustu í sveitum lands- ins. Félagsmálanefndin gerði breyt- ingar á tillögum sínum sem opnar búgreinafélögum aðild að aðalfundi að því tilskyldu að samið hafí verið um árgjald þeirra til sambandsins. Fækkun fulltrúa viðkvæm Margir fundarmenn gagnrýndu fækkun aðalfundarfulltrúa og breyt- ingar á uppbyggingu Stéttarsam- bandsins, það er að hreppabúnaðar- félögin yrðu ekki lengur grunnein- ingar sambandsins heldur búnað- arsamböndin og að aðalfundarfull- trúar yrðu ekki lengur kjörnir á kjör- mannafundum. Einar Þorsteinsson sagði að í sínu héraði vildu menn hafa hreppabúnaðarfélögin sem grunneiningar og kjörfundi. Þá vildu menn hafa sama fulltrúafjölda á að- alfundi þannig að hinar dreifðu byggðir gætu haldið hlut sínum. Fækkunin kæmi verst niður á stijál- býlli héruðum. Sigurgeir Hreinsson sagði að vissulega væri slæmt að -fækka full- trúum. Á móti kæmi að hætt hefði verið við að fækka stjórnarmönnum. Væri það gert til að viðhalda sem bestum tengslum hinna dreifðu byggða við höfuðstöðvamar. Rögn- valdur Ólafsson sagði að þó fulltrúum yrði fækkað um þriðjung væri nægi- leg breidd á aðalfundi. Sigurgeir mótmælti að með breytingunni væri verið að leggja niður hreppabúnaðar- félögin, þau misstu aðeins það hlut- verk að ’kjósa fulltrúa á kjörmanna- fund. Fundurinn samþykkti þessar breytingar. Samkvæmt bráða- birgðaákvæði halda núverandi full- trúar þó umboði sínu út kjörtímabilið sem er tvö ár og lýkur 1995. Mæta þeir allir á næsta fund því fækkunin kemur ekki til framkvæmda fyrr en eftir hann. Tengsl við sameiningarviðræður Umræða um sameiningu Búnaðar- félags íslands og Stéttarsambands bænda blandaðist inn í umræður um þessar breytingar á samþykktum Stéttarsambandsins. Fram kom á fundinum, bæði í ræðum fundar- manna og ályktunum úr héruðum, að mjög ákveðin krafa er frá bænd- um víða um landið að félagskerfi bænda verði einfaldað og kostnaður við það minnkaður. Sumir fulltrúar vildu fresta afgreiðslu á tillögum um breytingar á samþykktum Stéttar- sambandsins þar til niðurstaða hefði fengist í sameiningarmálin. Aðal- steinn Jónsson sagði að bændur vildu róttækar breytingar á félagskerfinu. Hann kvaðst flytja skýr skilaboð frá Austurlandi um að flýta sér hægt við afgreiðslu á nýjum samþykktum Stéttarsambandsins af þeim ástæð- um og lagði til að þeim yrði að mestu leyti frestað. Sturlaugur Eyjólfsson spurði hvort áhersla á afgreiðslu til- lagnanna sýndi að menn hefðu enga trú á að viðræður um sameiningu bændasamtakanna skiluðu árangri. Aðrir mæltu á móti frestun. Hörð- ur Harðarson, formaður félagsmála- nefndar, sagði að breyttar samþykkt- ir gætu orðið fyrirmynd að sam- þykktum nýrra bændasamtaka. Guð- brandur Brynjúlfsson sagði að sférk krafa væri meðal bænda um breyt- ingar og það væri stórhættulegt að verða ekki við þeim. Sagði hann að frestun væri flótti frá Viðfangsefninu og gæti borið vott um kjarkleysi. Tillaga um frestun var felld með 37 atkvæðum gegn 16. Tillaga Hrafnkels Karlssonar um fækkun í stjórn og breytt kosninga- fyrirkomulag til stjórnar og for- manns var felld með 31 atkvæði gegn átta. Tillagan gerði ráð fyrir að stjórnarmenn yrðu sjö í stað níu nú. Einnig að formaður yrði kosinn beinni kosningu áður en gengið yrði til kosninga um aðra stjórnarmenn. Fulltrúum búgreina ekki fjölgað Mestu átökin urðu um hvort fjölga ætti fulltrúum búgreinafélaganna á aðalfundi en úm það atriði klofnaði félagsmálanefndin. Ágúst Gíslason, framsögumaður minnihlutans sem mælti á móti fjölgun búgreinafulltrú- anna, sagði að bændur væru að biðja um grisjun í félagskerfinu. Misjöfn þörf væri fyrir búgreinafélögin og nefndi sérstaklega sambönd kúa- bænda og sauðíjárbænda í því sam- bandi. Þau hefðu verið stofnuð til að vinna að markaðsmálum fyrst og fremst og tilgangur þeirra væri ekki nógu skilgreindur nú. Hann benti á að vægi fulltrúa búgreinanna á aðal- fundi ykist verulega þó þeim fjölgaði ekki, vegna fækkunar kjördæma- kjörnu fulltrúanna. Síðan væri gert ráð fyrir að þeim yrði nánast afhent Framleiðsluráð landbúnaðarins. Því vildi minnihluti nefndarinnar ekki ganga lengra en að þau kysu einn fulltrúa hvert á aðalfund eins og verið hefði. Fulltrúar meirihluta nefndarinnar sögðu að tillaga þeirra um fjölgun búgreinafulltrúanna byggðist á að sem mest jafnvægi ríkti milli bú- greina á aðalfundi Stéttarsambands- ins. Sigurgeir Hreinsson sagði að ef aðeins einn kæmi frá hveiju bú- greinasambandi væri samsetning fulltrúa á aðalfundi ekki rétt. Sigurð- ur Þráinsson sagði að garðyrkju- bændur hefðu eigið félagskerfi og bændur í þeirra röðum hefðu lítil tengsl við félagskerfið að öðru leyti. í lok aðalfundarins var kosin stjórn til tveggja ára, auk fulltrúa í Framleiðsluráð. Níu menn eiga sæti í stjórn Stéttarsambandsins, sjö úr kjördæmunum og tveir frá búgreinafélögunum. Kosningarnar fóru þannig að Guðmundur Jónsson á Reykjum var endurkosinn fulltrúi Reykjaneskjördæmis með 52 at- kvæðum, Þórólfur Sveinsson á Feijubakka var endurkosinn fulltrúi Vesturlandskjördæmis með 47 at- kvæðum, Birkir Friðbertsson í Birkihlíð var endurkosinn fulltrúi Vestfjarðakjördæmis með 39 at- kvæðum en Ágúst Gíslason á ísafirði varð næstur honum með 18 atkvæði, Rögnvaldur Ólafsson í Flugumýrarhvammi var endurkos- inn úr Norðurlandskjördæmi vestra með 33 atkvæðum á móti 20 at- Þeir væru hræddir við að sérstaða þeirra myndi gleymast og sagði að fjölgun fulltrúa þeirra væri til bóta. Guðmundur Lárusson, formaður kúabænda, sagðist ekki vilja trúa því að fundurinn ætlaði að hafna bú- greinafélögunum. Þolinmæðin væri á þrotum og nefndi hann sérstaklega græna geirann og korngreinarnar í því sambandi. Hann sagði að ef minnihlutaálitið yrði samþykkt hlytu búgreinafélögin að ræða það hvort aðalfundurinn hefði hafnað þeim. Benti hann aðalfundarfulltrúum á að hafa það í huga hvort Stéttarsam- bandið yrði sterkara sem samtök hefðbundnu búgreinanna eingöngu. Guðmundur fékk hörð viðbrögð vegna þessara orða. Þrír fulltrúar sökuðu hann um að hafa í hótunum og sögðust ekki vilja sitja undir slíku. Rögnvaldur Ólafsson spurði hvort ástæða væri til að veita mönnum sem væru með slíkar hótanir aukin völd. Ágreiningurinn um vægi búgrein- anna snýst ekki síst um tilverurétt stóru búgreinasamtakanna tveggja, Landssambands kúabænda og Landssamtaka sauðfjárbænda. Frá því þessi samtök voru stofnuð til hlið- ar við hefðbundið félagskerfí bænda, meðal annars til að vinna að mark- aðsmálum, vegna óánægju almennra bænda með forystuna, hefur verið tekist á um uppbyggingu félagskerf- isins. Sú skoðun á fylgi að fagna meðal búgreinamanna að breyta upp- kvæðum Elínar R. Líndal á Lækjar- móti, Ari Teitsson á Hrísum var endurkjörinn fulltrúi Norðurlands- kjördæmis eystra með 52 atkvæð- um, Emil Siguijónsson í Ytri-Hlíð endurkjörinn fulltrúi Austurlands- kjördæmis með 38 atkvæðum á móti 20 atkvæðum Aðalsteins Jóns- sonar í Klausturseli og Guðmundur Stefánsson í Hraungerði var endur- kosinn fulltrúi Suðurlandskjördæm- is með 46 atkvæðum. Haukur Halldórsson og Hörður Harðarson svínabóndi í Laxárdal voru kosnir fulltrúar búgreinanna. Haukur var endurkosinn með 49 atkvæðum. Hörður var kosinn með 27 atkvæðum, einu meira en Sig- urður Þráinsson garðyrkjubóndi í Reykjakoti. Varamenn í stjórn voru kosnir: byggingu félagskerfisins þannig að Stéttarsambandið og síðan hin vænt- anlegu nýju samtök verði samtök búgreinasambandanna en ekki sveit- anna eða héraðanna eins og nú er. Aðrir reyna að koma í veg fyrir þessa þróun, vilja að búnaðarfélögin og búnaðarsamböndin verði áfram aðal- grundvöllur félagskerfísins og efast um tilgang stóru búgreinafélaganna, eins og sést á orðum Ágústar Gísla- sonar hér að framan. Mikill meirihluti fundarmanna á aðalfundi Stéttarsambands bænda studdi minnihlutaálit félagsmáia- nefndar, það er að fulltrúum bú- greinafélaganna yrði ekki fjölgað. I nafnakalli greiddu 40 atkvæði með því en 21 vildi fjölgun. Atkvæði skipt- ust mjög eftir landshlutum. Þannig var stuðningur við tillögu meirihlut- ans bundinn við Suður- og Vestur- land frá Árnessýslu í Borgarfjörð og Snæfellsnes og Dalasýslu að hluta, Eyjafjörð og Suður-Þingeyjarsýslu að hluta og búgreinasamtökin. Þó greiddu tveir fulltrúa búgreinasam- takanna, Sveinn Jónsson ferðaþjón- ustubóndi og Bragi Gunnlaugsson ' kartöflubóndi, atkvæði á móti auknu vægi búgreinasamtakanna. Minni- hlutaálitið studdu allir fulltrúar Vest- fjarða og Norðurlands vestra, hluti fulltrúa Norðurlands eystra, allir full- trúar Austurlands og fulltrúar Suð- urlands til og með Rangárvallasýslu. Samþykktirnar í heild hlutu síðan samþykki með 50 atkvæðum gegn tveimur. Sameining bændasamtakanna Félagsmálanefnd aðalfundarins lagði fram tillögu þar sem fagnað er viðræðum um sameiningu Stéttar- aambands og Búnaðarfélags og hvatt til að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. Fundarmönnum fannst þessi tillaga ekki ganga nógu langt og var sam- þykkt tillaga Aðalsteins Jónssonar og fleiri um að ákveðið skuli stefnt að sameiningu heildarsamtakanna í þeim tilgangi að draga úr kostnaði og auka skilvirkni. Einnig kemur fram áhersla á að viðræðunum verði hraðað svo aðalfundur næsta árs geti tekið afstöðu til þeirra. Sá grundvallarágreiningur um uppbyggingu bændasamtakanna sem fram kom á þessum fundi er örugglega ekki leystur til frambúðar með niðurstöðu aðalfundarins. Hreppabúnaðarfélögin eru grunnein- ingar Búnaðarfélags íslands. Guð- mundur Sigurðsson sem á sæti í sam- einingarnefnd Stéttarsambands og Búnaðarfélags sagðist telja að hægt yrði að sameina félögin. Hins vegar mætti búast við að ágreiningur um grunneiningar nýrra samtaka gæti komið þar upp og menn lentu aftur í rifrildi út af því. Ekki er ólíklegt að Guðmundur sé að vísa til þess að baráttan þar geti staðið um það hvort búgreinasamböndin ættu yfirleitt einhvern rétt á aðild, þó ekki kæmi það skýrt fram hjá honum. Texti: Helgi Bjarnason Pétur Lárusson í Káranesi, Guð- bjartur Gunnarsson á Hjarðarfelli, Agúst Gíslason, Elín R. Líndal, Sig- urgeir Hreinsson á Hríshóli, Aðal- steinn Jónsson, María Hauksdóttir í Geirakoti, Sigurður Þráinsson og Atli Vigfússon á Laxamýri. Að lokinni stjórnarkosningu á fundurinn að kjósa formann úr hópi stjórnarmanna. Haukur Halldórs- son varð sjálfkjörinn þar sem aðrir stjómarmenn gáfu ekki kost á sér. Sjálfkjörið í Framleiðsluráð Stjórnin kaus sjö úr sínum hópi í Framleiðsluráð landbúnaðarins, það er alla nema Þórólf og Birki. Á aðalfundi á að kjósa fimm fulltrúa búgreinanna í ráðið og voru eftir- taldir sjálfkjörnir: Arnór Karlsson sauðfjárbóndi, Bjarni Ásgeir Jóns- son kjúklingabóndi, Guðmundur Lárusson kúabóndi, Halldór Gunn- arsson hrossabóndi og Sigurður Þráinsson garðyrkjubóndi. Auk þess eiga tveir fulltrúar afurða- stöðvanna og fulltrúi landbúnaðar- ráðuneytis sæti í Framleiðsluráði. Haukur endurkjörinn formaður HAUKUR Halldórsson var endurkosinn formaður Stéttarsam- bands bænda í lok aðalfundarins um helgina. Var hann sjálfkjör- inn því aðrir gáfu ekki kost á sér til starfans. Ein breyting varð á stjórninni. Bjarni Helgason garðyrkjubóndi gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Hörður Harðarson svínabóndi kjörinn í hans stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.