Morgunblaðið - 31.08.1993, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 31.08.1993, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993 Sverrir Reynisson átti góðan hlut að máli er UMSE-a hafnaði í öðru sæti en hann varð annar í bæði fjórgangi og tölti á hryssunni Flugu frá Bringu. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Jóhann Magnússon átti góðan dag og sigraði á Brynjari frá Syðstu Grund og varð jafnframt stigahæstur keppenda í fullorðinsflokki. Bikarmót Norðurlands í hestaíþróttum • • Oruggur sigur Skagfirðinga í fjarveru Akureyringa ________Hestar__________ Valdimar Kristinsson J>að voru norðlenskir hesta- menn sem ráku endahnútinn á keppnistimabil hestamanna að þessu sinni er þeir héldu Bikar- mót Norðurlands á Flötutung- um í Svarfaðardal. Skagfirðing- ar sigruðu nú í fyrsta skipti og það á nokkuð sannfærandi hátt. Voru tæplega 150 stigum ofan við a-lið Ungmennasambands Eyfirðinga sem skipað var liðs- mönnum frá Funa en b-liðið sem varð í fjórða sæti var skipað liðsmönnum frá Hring á Dalvík. Sigurvegararnir frá því í fyrra IBA eða Léttismenn voru fjarri góðu gamni nú og sendu ekki lið til keppninnar. Að sögn Jónsteins Aðalsteinssonar formanns gekk af ýmsum ástæðum illa að ná sam- an liði og því ákveðið að sitja hjá þetta árið en Akureyringar hafa alltaf unnið þessa keppni utan einu sinni. Þess í stað voru þeir fengn- ir til að dæma og sendu þeir fimm manna sveit vaskra dómara sem stóð sig með stakri prýði. Þótt ekki væri teflt þarna fram sterkustu hestum og í sumum til- fellum knöpum Norðurlands var Efst í fjórgangi unglinga urðu frá vinstri talið Friðgeir og Ör, ísólf- ur og Nátthrafn, Elsa og Hrafntinna, Agnar og Toppur og sigurveg- arinn Bergþór og Jónas. keppnin hörkuspennandi framan af. Um var að ræða hvortteggja í senn liðakeppni og keppni ein- staklinga. Gullverðlaun skiptust nokkuð bróðurlega milli keppenda og enginn einn skaraði afgerandi framúr. Jóhann Magnússon Ung- mennasambandi Skagafjarðar varð stigahæstur í fullorðinsflokki með 289,54 stig, aðeins einu stigi hærri en Ingimar Ingimarsson sem kom næstur og sýnir það vel hversu hart var barist. Aðeins var keppt í einum yngri flokki og voru þar saman í keppni krakkar úr bæði barna- og unglingaflokki. Gáfu þau yngri þeim eldri lítið eftir í keppninni og sigraði til dæmis ein þeirra, Bergþóra Sig- tryggsdóttir UMSE-b á Jónasi frá Bakka í fjórgangi en þau eru ný- bakaðir Islandsmeistarar í barna- flokki í þessari grein. En stiga- hæstur varð hinsvegar Agnar S. Stefánsson með 105,41 stig. Stuttu áður en keppni átti að hefjast kom í Ijós að tveir af hest- um Vestur-Húnvetninga voru for- fallaðir og því útlit fyrir að keppn- issveit þeirra félli þar með út úr stigakeppninni. Hringsmenn sem héldu mótið brugðust hinsvegar skjótt við og útveguðu hesta sem dugðu Húnvetningum til að kom- í fjórgangi fullorðinna börðust um sigurinn Ingimar og Djákni, Ármann og Garður, Stefán og Ófeigur, Sverrir og Fluga og Hilmar og Gjafar sem höfðu sigur. Sigurreyfir Skagfirðingar hampa hér verðlaunagripum í lok bikarmótsins. ast upp fyrir gestgjafana. Rign- ingarkalsi var fyrri dag mótsins en léttskýjað og blíðuveður seinni daginn þar sem Svarfaðardalur skartaði sínu fegursta og vel fór um menn og hesta. Úrslit urðu annars sem hér segir: Stigakeppni héraðssambanda 1. Ungmennasamband Skaga- fjarðar 1149,18. 2. Ungmennasamband Eyjafjarð- ar-a 1003,17. 3. Ungmennasamband Vestur- Húnavatnssýslu 1000,09 4. Ungmennasamband Eyjafjarð- ar-b 977,79. 5. Héraðssamband Þingeyinga 749,76. Fullorðnir: Tölt 1. Jóhann Magnússon UMSS, á Brynjari frá Syðstu-Grund, 79,20. 2. Sverrir Reynisson UMSE-a, á Flugu frá Bringu, 74,40. 3. Armann Ólafsson UMSE-a, á Garði frá Litla-Garði, 69,99. 4. Þór Jónsteinsson UMSE-a, á Hlíðari frá Skriðu, 68,40. 5. Herdís Einarsdóttir USVH, á Óttu frá Grafarkoti. Fjórgangur 1. Hilmar Símonarson UMSS, á Gjafari frá Stóra-Hofi, 44,04. 2. Sverrir Reynisson UMSE-a, á Flugu frá Bringu, 41,52. 3. Stefán Friðgeirsson UMSE-b, á Ófeigi frá Þverá, 41,02. 4. Armann Ólafsson UMSE-a, á Garði frá Litla-Garði, 40,77. 5. Ingimar Ingimarsson ÚMSS, á Djákna frá Sleitustöðum, 40,77. Fimmgangur 1. Anton Níelsson UMSE-b, á Stígi frá Lækjamóti, 51,89. 2. Þór Jónsteinsson UMSE-a, á Sunnu frá Skriðu, 52,20. 3. Herdís Einarsdóttir USVH, á Nátthrafni frá Grafarkoti, 48,60, 4. Bjarni P. Vilhjálmsson HSÞ, á Náttfreyju frá Höskuldsstöðum, 49,19. 5. Jóhann Magnússon UMSS, á Þey frá Varmalæk, 47,59. Gæðingaskeið 1. Ágúst Andrésson UMSS, á Prinsessu frá Gili, 99. 2. Þór Jónsteinsson UMSE-a, á Sunnu frá Skriðu, 81,5. 3. Jóhann Magnússon UMSS, á Drottningu frá Lýtingsstöðum, 78. Hlýðni 1. Ingimar Ingimarsson UMSS, á Tindi, 57. 2. Elvar Einarsson UMSS, á Skúfi frá Syðra-Skörðugili, 50. 3. Matthildur Hjálmarsdóttir USVH, á Eldibrandi frá Búrfelli, 47. Hindrunarstökk 1. Matthildur Hjálmarsdóttir USVH, á Eldibrandi frá Búrfelli, 48,4. 2. Jóhann Skúlason UMSS, á Þyti, 45,6. Islensk tvíkeppni:Jóhann Magn- ússon UMSS, á Brynjari frá Syðstu-Grund. SkeiðtvíkeppnirÁgúst Andrésson UMSS, á Prinsessu frá Gili, 146,39. Stigahæsti keppandinnJóhann Magnússon UMSS, 289,54. Unglingar: Tölt 1. Agnar S. Stefánsson UMSE-b, á Toppi frá Hömluholti, 64,39. 2. Kolbrún S. Indriðadóttir USVH, á Sölva frá Skáney, 61,20. 3. Líney Hjálmarsdóttir UMSS, á Glettingu frá Tunguhálsi, 54,79. 4. Bergþóra Sigtryggsdóttir UMSE-b, á Jónasi frá Bakka, 54,79. 5. ísólfur L. Þórisson USVH, á Frekju, 54,75. Fjórgangur 1. Bergþóra Sigtryggsdóttir UMSE-b, á Jónasi frá Bakka, 42,28. 2. Agnar S. Stefánsson UMSE-b, á Toppi frá Hömluholti, 41,02. 3. Elsa Ósk Þorvaldsdóttir UMSE-a, á Hrafntinnu frá Akur- eyri, 36,99. 4. Isólfur L. Þórisson USVH, á Nátthrafni frá Grafarkoti, 36,99. 5. Friðgeir Kemp UMSS, á Ör frá Vatnsleysu, 35,98. Stigahæsti keppandinn: Agnar S. Snorrason UMSE-b, 105,41.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.