Morgunblaðið - 31.08.1993, Síða 42

Morgunblaðið - 31.08.1993, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993 Vilborg Bjömsdóttir kennari — Minning Fædd 25. febrúar 1918 Dáin 22. ágúst 1993 Ávallt verður manni hverft við og setur hljóðan þegar andlátsfregnir vina og samferðamanna frá ein- hveiju æviskeiði berast á öldum ljós- vakans eða á annan veg. Sama er þótt fréttin sé ekki alveg óvænt. Maður staldrar við og hugsar til hins látna og í gegnum hugann líða, sem í skuggsjá, liðnar samverustundir og minningar um góð kynni. Andlátsfregn Vilborgar Björns- dóttur húsmæðrakennara, skóla- systur minnar, 22. ágúst sl. kom óvænt þó að ég vissi að hún hefði átt við vanheilsu að stríða um langt árabiL Mér varð hugsað til haustsins 1944 þegar fimmtán ungar stúlkur hófu nám í Húsmæðraskóla íslands og við Vilborg vorum þar á meðal. Fram undan var vær tveggja ára erfitt nám. í skólanum unnu þessar ungu stúlkur saman, þoldu súrt og sætt, gleði og sorgir. Þær kynntust og tengdust vináttuböndum sem aldrei hafa slitnað þótt stundum hafi verið langt á milli samfunda af ýmsum ástæðum. Vilborg var góður félagi og skóla- þegn, alltaf boðin og búin til að rétta hjálparhönd, glöð í viðmóti og lagði ævinlega gott til allra mála. Hún sá það skemmtilega við hvaðeina án þess að það væri neinum að meini. Vinnudagurinn var langur í Hús- mæðraskólanum og miklar kröfur voru gerðar til nemenda. Vilborg lagði hart að sér við námið og stund- aði það af þeirri alúð og einbeitni sem einkenndi síðan öll hennar störf. Eitt var það sem Vilborg átti umfram okkur hinar, hún átti litla dóttur sem hún elskaði og tilbað og minntist oft á. Mér er til efs að nokk- ur okkar skólasystranna hafí gert sér grein fyrir því þá hversu erfitt það hefur verið að láta litla sólar- geislann í fóstur til að geta verið í skólanum. Vilborg hlakkaði því mik- ið til að ljúka náminu og taka hana aftur til sín. Að loknu húsmæðrakennaraprófi byijaði Vilborg að kenna, fyrst við Húsmæðraskólann á Laugarvatni og ísafirði og síðan við verknámsdeildir gagnfræðastigs og grunnskólann í Reykjavík. Hún kenndi lengst við Laugames- og Laugalækjarskóla en einnig á ýmsum námskeiðum. Vilborg stundaði framhaldsnám við háskólann í Árósum í Danmörku og fór í námsferðir til Norðurland- anna og sótti endurmenntunamám- skeið hér heima. Hún og Þorgerður Þorgeirsdóttir hússtjórnarkennari sömdu ágætar kennslubækur fyrir gmnnskólastigið. Þær heita „Unga fólkið og eldhússtörfin" og „Fæðan og gildi hennar“. Að loknu námi dreifðumst við skólasysturnar til starfa víða um landið og eftir það lágu leiðir sjaldan saman nema helst á fundum og nám- skeiðum. Þá var bjartsýni og starfsá- hugi það sem fyrst var tekið eftir þegar ég hitti Vilborgu og síðan var það dóttirin og heimili hennar sem stóða huganum næst og Vilborg umvafði ástúð og umhyggju. Vilborg starfaði mikið að félags- • málum stéttarinnar. Hún var m.a. fyrsti formaður Reykjavíkurdeildar Hússtjómarkennarafélags íslands. í sumar, á þingi norrænna hússtjórn- arkennara að Laugarvatni, 19.-23. júní, hélt Vilborg erindi á dönsku um sögu Laugarvatns og staðhætti allt frá landnámi til okkar daga. Má af því sjá einbeitni hennar, fjöl- hæfni og áhuga á starfínu sem hún hafði helgað krafta sína. Við skólasystumar minnumst með þakklæti liðinna samverustunda og góðra kynna. Við sendum dóttur hennar, Guðríði Guðbjörnsdóttur, tengdasyni, bömum, barnabömum og fjölskyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Megi Drottinn blessa þeim minn- ingamar um góða móður, ömmu og langömmu. Fyrir hönd skólasystranna úr Húsmæðraskóla íslands. Gerður Pálsdóttir. Hinn 22. þessa mánaðar andaðist tengdamóðir mín, Vilborg Björns- dóttir, hússtjórnarkennari, eftir langa og erfiða baráttu við skæðan sjúkdóm. Það var í ársbyijun 1959 sem ég hitti hana fyrst en þá hafði ég ný- lega kynnst einkadóttur hennar, Guðríði Lillý Guðbjömsdóttur. Allt frá fyrstu kynnum sýndi hún mér svo mikla hlýju og vináttu að það ná engin orð yfir það. Þetta sama ár fluttumst við Lillý til hennar og hófum búskap og er mér ógleyman- legt hvað hún tók vel á móti okkur. Við bjuggum næstu árin ásamt börn- um okkar í húsinu hennar sem hún hafði byggt af fádæma dugnaði. Hún hefur vakað yfir velferð okkar allra síðan og þegar langömmubörnin komu til sögunnar voru þau það sem líf hennar snerist um. Heiðarleiki og samviskusemi voru ríkir þættir í fari hennar. Allt stóð eins og stafur á bók sem hún lof- aði. Hún hafði mikla ánægju af að rétta þeim hjálparhönd sem minna máttu sín í Íífinu án þess að hafa það í hámælum. Hún tók ungmenni inn á heimili sitt um lengri eða skemmri tíma og hafði mikla ánægju af að hjálpa þeim. Vilborg var mjög fróð og vel lesin og kunni frá mörgu að segja um fólk og atburði á fyrri tímum. Hún hafði einstaklega gott minni og var nákvæm í frásögnum sínum. Hún hafði yndi af bókum og kom oft við á fombókasölum í leit að fágætum bókum. Henni var líka annt um umbúnað þeirra. Hún byijaði að fást við bókband fyrir nokkrum árum og hafði hún bundið inn fjölda gamalla bóka sem hún vildi varðveita. Vil- borg var sístarfandi fram á síðustu stundu og voru áhugamál hennar fjölmörg. Dagurinn hjá henni var vel skipulagður svo að hún gæti komið í verk öllu því sem hún stefndi að. Leti var hugtak sem henni var fjarri skapi. Hún lagði alúð við hvað- eina sem hún tók sér fyrir hendur. Á síðustu mánuðum þegar þrek hennar hafði dvínað og hún lá oft fyrir átti hún það til að segja: „Ég er nú búin að vera hálflöt í dag.“ Að leiðarlokum vil ég þakka elsku tengdamóður minni allt sem hún gerði fyrir mig og fjölskyldu mína. Blessuð sé minning hennar. Gunnar Þór Þórhallsson. Nýlátin er merk og mikilhæf kona. Vilborg Björnsdóttir var fædd 25. febrúar 1918 í Múla í Álftafirði, Suður-Múlasýslu. Foreldrar hennar voru Bjöm bóndi á Hofí, Álftafirði, Jónsson og kona hans Þórunnborg Brynjólfsdóttir bónda á Starmýri í Geithellnahreppi, Suður-Múlasýslu. Sá er þessar línur ritar fluttist í nýtt hús Samtaka aldraðra í Bólstað- arhlíð 45 í ágústmánuði 1986 í íbúð á þriðju hæð nr. 304, en Vilborg fluttist þá samtímis inn á sömu hæð í íbúð nr. 305. Þannig höfum við verið nágrannar frá þeim tíma. ‘ Vilborg Bjömsdóttir var hús- mæðrakennari að mennt. Sótti hún menntun sína í Héraðsskólann á Laugarvatni, Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar og Húsmæðraskólann á Laugarvatni. Einnig fór Vilborg til námsdvalar til Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Vilborg stundaði kennslu á ýmsum stöðum svo sem í Selvogsskólahreppi og Húsmæðra- skóla Suðurlands á Laugarvatni. Þar var Vilborg skólstjóri í íjarveru skólastjóra. Einnig kenndi hún við Húsmæðraskóla Isafjarðar og hjá Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Eins og hér segir þá var kennsla aðal- starf Vilborgar. Nokkur sumur þeg- ar frí var frá kennslu þá leysti hún af forstöðukonu í eldhúsi Landspít- alans sem þá var rekið með miklum myndarbrag. Leysti Vilborg það vandasama verk af hendi við góðan orðstí. Einnig starfaði Vilborg tvö sumur hjá sendiherrahjónum íslands í Ósló, þeim Margréti Brandsdóttur og Haraldi Guðmundssyni. Minntist hún þeirra hjóna með mikilli virð- ingu. Vilborg Björnsdóttir var virkur félagi í Samtökum aldraðra og var hún um tíma í stjóm þess félags- skapar með Hans Jörgenssyni sem formanni, þeim merka forgöngu- manni í byggingu íbúða sem reistar voru á vegum Samtaka aldraðra. Auk aðalkennslustarfa sinna sem hún sinnti heils hugar og leysti af hendi með mikilli prýði og með ágæt- um árangri þá var Vilborg snillihgur í ýmiskonar handavinnu og þá sér- staklega saumaskap. Hún lagði gjörva hönd á marga hluti. Vilborg giftist ekki. Hún átti eina dóttur: Guðríði Lillý Guðbjörnsdóttur og er hún gift Gunnari Þór Þórhalls- syni vélstjóra frá Kópaskeri, syni Þórhalls Bjömssonar og Margrétar Friðriksdóttur frá Efri-Hólum í N orður-Þingeyj arsýslu. Vilborg var góður granni og þótti okkur mjög vænt um hana. Við sökn- um góðs og heils vinar. í heimsókn til okkar Ragnheiðar komu oft tveir sonarsynir, Bragi Eiríkur og Brynjúlfur, sem nú em átta og sex ára. Vilborg tók einstak- lega skemmtileg á móti þeim. Dreng- imir urðu hændir að henni og var svo komið málum hjá þeim að þeir knúðu dyra fyrst hjá Vilborgu síðar hjá okkur. Ég vil leyfa mér að setja fram þakkir okkar Ragnheiðar konu minnar fyrir einstaklega trygga og einlæga vináttu og einnig vil ég flytja kveðjur frá vinum hennar litlu drengjunum Braga Eiríki og Brynj- úlfi. Við sendum Lillý og Gunnari og fjölskyldu þeirra einlægar samúðar- kveðjur. Ragnheiður Sveinsdóttir, Bragi Eiríksson. í dag er Vilborg Björnsdóttir, frænka mín og góður vinur, lögð til hinstu hvflu. Ég vil þakka henni góða og lær- dómsríka samfylgd. Kynni okkar hófust, þegar hún kom á heimili foreldra minna að Torfabæ í Selvogi með dóttur sína Guðríði Lillý er þá var rúmlega ársgömul. Þar með eignaðist ég jafnaldra systur og traustan vin. Síðar er leið mín lá til Reykjavík- ur í skóla bjó ég hjá Villu og Lillý. Aldrei bar neinn skugga á sam- skipti okkar og aldrei hvorki fyrr né síðar man ég eftir að okkur Villu hafi orðiði sundurorða. Hún gerði heldur ekki upp á milli „dætranna". Vilborg fæddist í Múla í Álftafirði 25. febrúar 1918. Lífið fór ekki allt- af mjúkum höndum um hana. Móðir hennar, Þórunnborg Brynjólfsdóttir, lést úr berklum 27 ára gömul og var Vilborg þá aðeins sex ára. Vilborg var hetja í lífi og dauða og hún kvart- aði aldrei. Æðruleysið var hennar aðalsmerki og henni var ekki gjarnt að gefast upp. Hún setti sér stöðugt ný og ný markmið, sem hún stefndi ótrauð að og náði því oftast settu marki. Sem dæmi um stórhug Vilborgar má nefna þegar hún réðst í að byggja þriggja hæða hús við Digranesveg í Kópavogi árið 1953. Inneignir átti hún engar en eitthvað skuldaði hún af peningum. Með mikilli elju og vinnusemi lauk hún við húsið og inn var flutt árið 1957. Þar bjó hún til ársins 1986, en þá fluttist hún í Bólstaðarhlíð 45. Þar bjó hún þang- að til kallið kom. Þar átti hún góða nágranna, sem hún mat mikils. Hús- ið á Digranesveginum er í góðum höndum. Þar búa öll dótturbörn Vil- borgar, þau Margrét, Vilborg og Þórhallur ásamt fjölskyldum sínum. Það var alltaf hreint og fágað í kringum Vilborgu og hún hafði næmt fegurðarskyn. Hún var ein- staklega verk- og handlagin. Hún saumaði listavel, smíðaði klukkur og batt inn bækur svo að eitthvað sé nefnt. Hún var mikill bókaunnandi og sjálf var hún vel ritfær. Hún átti mörg áhugamál og sinnti þeim, jafn- vel eftir að hún var orðin fársjúk. Hún hélt fyrirlestur um sögu Laug- arvatns á norrænu þingi er haldið var á Laugarvatni í sumar. Hún undirbjó fyrirlesturinn vel eins og hennar var von og vísa en hún var líka viðbúin því að geta ekki haldið hann vegna krabbameinsins er heij- aði æ harðar á hana. Slíkt var æðru- leysi hennar og raunsæi. Vilborg þekkti vel til á Laugar- vatni. Þar gekk hún í skóla og þar varð hún seinna kennari sjálf. En lengst af kenndi hún í Laugames- og Laugalækjarskóla. Hún var höfundur að bókinni Unga fólkið og eldhússtörfin ásamt samkennara sínum, Þorgerði Þor- geirsdóttur. Þessi bók er alltaf tekin fram á mínu heimili þegar ég og dóttir mín vöndum okkur við mat- reiðslu og kökubakstur. Vilborg var vel að sér í næringarfræði, hafði enda menntað sig í Árósum á því sviði. Góð kona er gengin og gifturíku starfi hennar hér á jörð en minning- in um mæta konu lifir og verk henn- ar leiðbeina okkur og kenna. „Mennirnir elska, missa, gráta og sakna.“ Ég og bömin min, Eyþór og Berg- ljót, kveðjum Villu frænku með sökn- uði og þakkæti og sendum Lillý og Gunnari Þór, bömum þeirra og bamabörnum innilegar samúðar- kveðjur. Sigríður Eyþórsdóttir. Vilborg Björnsdóttir hússtjórnar- kennari er látin. Hún lést á Landspít- alanum 22. ágúst sl. Hún barðist hetjulegri baráttu við illkynja sjúk- dóm síðustu misserin. Hún kvartaði ekki og var þakklát fyrir hvem dag, en oft var hún sár- þjáð. Vilborg fæddist í Múla í Álfta- firði eystra 25. febrúar 1918. For- eldrar hennar vom Björn Jónsson bóndi þar og kona hans Þómnnborg Brynjólfsdóttir. Vilborg missti móð- ur sína þegar hún var sex ára göm- ul, en faðir hennar giftist aftur og ólst hún upp í Múla til fimmtán ára aldurs. Vilborg var greind kona og fróð- leiksfús og aflaði sér góðrar mennt- unar með stakri eljusemi og þraut- seigju. Það var ekki sjálfgefið í þá daga að ganga menntaveginn. Hún lauk prófi frá Húsmæðra- kennaraskóla Islands 1946 og fyrsta starf hennar eftir útskrift var að gerast forstöðukona við Húsmæðra- skóla Suðurlands á Laugarvatni í fjarvem Halldóm Eggertsdóttur. Þá var Vilborg kornung stúlka og sum- ar námsmeyjar hennar jafnaldra og aðrar yngri. Hún stóðst þessa próf- raun með prýði, þótt ýmsir erfiðleik- ar steðjuðu að. Hún var kennari af Guðs náð og búum við nemendur hennar þennan vetur að því enn þann dag í dag. Hún bar alla tíð umhyggju fyrir okkur og fylgdist með hvemig okkur reiddi af. Hún kenndi víða eftir þennan fyrsta vetur, m.a. við Húsmæðra- skólann á ísafirði og við gmnnskóla Reykjavíkur, lengst af við Lauga- lækjarskóla í sambýli við Þorgerði Þorgeirsdóttur hússtjómarkennara. Þær sömdu í félagi kennslubók í heimilisfræðum „Unga stúlkan og eldhúsið", og síðar „Unga fólkið og eldhússtörfin" og einnig „Fæðan og gildi hennar". Þessar bækur hafa verið ómetanlegt hjálpartæki í kennslu í grunnskólum landsins. Vilborg eignaðist eina dóttur, Lillý Guðríði Guðbjörnsdóttur kennara. Eiginmaður hennar er Gunnar Þór Þórhallsson og þau búa í Kópavogi. &au eiga þrjú börn og fimm barna- börn, sem vom augasteinar ömmu sinnar. Vilborg réðst í það stórvirki á erfiðum tímum að byggja stórt þrí- lyft hús á Digranesvegi 90. Því ráð- stafaði hún til barnabarnanna fyrir nokkrum árum og fluttist í Bólstað- arhlíð 45 í Reykjavík. Þar undi hún vel hag sínum og hugðist nota eftir- launaárin sín til ýmissa hluta, sem ekki hafði gefíst tími til í amstri dagsins. Hún nýtti sér vel það starf, sem bauðst í nýju heimkynnum, svo sem bókband o.fl. Árin hennar hefðu mátt vera fleiri, hún átti margt ógert. Ég kveð kæra velgerðar- og vinkonu mína með trega og bið henni Guðs blessunar. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég dóttur hennar og íjölskyldunni allri. Far þú I friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Steinunn M. Guðmundsdóttir. Elsku amma mín, Vilborg Björns- dóttir, kvaddi þennan heim aðfara- nótt 22. ágúst sl. eftir mikla baráttu við erfiðan sjúkdóm. Hún þjáðist oft en kvartaði aldrei. Hugur hennar var sífellt bundinn við að gleðja aðra en hjálpsemi og umhyggja fyrir öðrum var henni í blóð borin. Ég átti því láni að fagna að alast fyrstu árin upp í sama húsi og hún, húsinu sem hún byggði og garðinum hennar sem hún eyddi ómældum tíma í að hlúa að. Margar og góðar minningar á ég tengdar ömmu úr bamæsku, t.d. er hún fór með okkur barnabörnin sín þijú nokkur sumur í Selvoginn þar sem við dvöldum í Torfabæ sem þá var kominn í eyði. í húsinu var kola- eldavél notuð til kyndingar. Á morgnana fór amma fyrst á fætur til að kveikja upp eldinn og á meðan kúrðum við undir heitum sængunum og komum ekki fram fyrr en heitt var orðið og kaffíilminn lagði um húsið. Hún fór með okkur í langar gönguferðir þar sem hún sagði okk- ur nöfnin á blómum og jurtum og kenndi okkur að þekkja söng fugl- anna. Amma var húsmæðrakennari og stundum kom það fyrir að við feng- um að koma með henni í kennslu- stundir og máttum þá baka með „krökkunum hennar" eins og hún kallaði nemendur sína. Er ég fór sjálf að búa studdist ég við mat- reiðslubókina hennar og Þorgerðar Þorgeirsdóttur sem upphaflega hét „Unga stúlkan og elshússtörfin" en nafni hennar var breytt í takt við tímann í „Unga fólkið og eldhús- störfín". Matargerð var hennar áhugamál og fram á það síðasta var hún að velta fyrir sér nýjum og spennandi uppskriftum í „tilrauna- eldhúsi sínu“ sem við kölluðum svo okkar á milli. Amma átti fímm langömmubörn sem henni var mjög annt um. Peys- umar sem hún pijónaði á þau voru ófáar og margar hrein listaverk. Sem dæmi um hve ofarlega í huga henn- ar þau voru má nefna að fjórum dögum áður en hún lést hafði hún áhyggjur af því að geta ekki klárað peysuna á yngsta langömmubarnið. Að leiðarlokum þakka ég þér, elsku amma mín, alla þína ástúð og umhyggju. Minning þín lifír. Vilborg Gunnarsdóttir. Nú ertu dáin, elsku amma Vil- borg, og söknuður okkar er mikill. Við þökkum þér alla þá ást og um- hyggju sem þú veittir okkur og allar yndislegu stundimar sem við áttum saman. Minningin um þig mun lifa með okkur. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn jfyrst sorgar þraut er gengin hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja en það er Guðs að vilja og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem) Þórhallur, Vigdís og Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.