Morgunblaðið - 31.08.1993, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993
Lilý Guðrún Tryggva
dóttir — Minning
Fædd 24. september 1912
Dáin 23. ágúst 1993
í fáum orðum langar mig að
minnast fyrrum nágrannakonu
miniiar og fjölskyiduvinar.
Alla sína tíð átti Lilý heima á
Lauiásvegi 37 í Reykjavík í næsta
húsi við æskuheimili mitt á Baldurs-
götu 1.
Svo langt aftur sem ég man er
minning Lilýar 'tengd léttri lund,
góðu viðmóti og mannskilningi sem
hún sýndi öllum og ekki síst börn-
um.
Hún hafði frá miklu að segja og
gaf sér nægan tíma til samræðna.
Margar stundir átti hún með krökk-
unum við að spila á spil, kenna
okkur spilagaldra og segja
skemmtilegar sögur.
Þau börn sem alist hafa upp í
næsta nágrenni við Lilý gegnum
tíðina eignuðust í henni góðan vin
og entist sá vinskapur yfírleitt alla
tíð.
Lengst af starfsævi sinnar vann
hún á ljósmyndastofu Sigríðar
Zoéga og Co. Þar starfaði hún
ásamt móðursystur minni.
Þær voru ekki aðeins vinnufélag-
ar, heldur jafnframt vinkonur sem
áttu margt sameiginlegt. Voru þær
m.a. félagar í íþróttafélagi kvenna
og rifjuðu iðulega upp góðar stund-
ir í faðmi íslenskrar ijallafegurðar
og víðáttu.
Þannig varð til traust vinátta við
okkur öll sem bjuggum á Baldurs-
götu 1. Sú vinátta og tryggð entist
ævilangt.
Það er réttur mánuður síðan við
lékum saman krikket við Hafravatn
og nokkrir dagar síðan við horfðum
á áhrif halastjömunnar á himin-
hvolfíð á Hólmsheiði. Ekki hvarflaði
að okkur þá að kallið kæmi svona
fljótt.
Á kveðjustundu vil ég fyrir hönd
okkar systkinanna, fjölskyldna okk-
ar og móður þakka henni af alhug
tryggðina og kærleikann sem við
nutum svo ríkulega og ekki hvað
síst við fráfall móðursystur minnar
fyrr á árinu.
Maríu systur Lilýar og fjölskyldu
vottum við einlæga samúð.
Blessuð sé minning Lilýar.
Guðmundur H. Einarsson.
Ekki bauð mér það í grun þegar
Lilý frænka kom í mat til okkar
sunnudaginn 15. ágúst að það yrði
í síðasta sinn sem ég sæi hana hérna
megin móðunnar miklu. Tilefnið var
að við vorum að kveðja Maríu dótt-
ur okkar Sigrúnar sem var á leið
til Bandaríkjanna í eitt ár. Lilý var
að vanda með myndavélina á lofti
en ljósmyndun var eitt af hennar
aða! áhugamálum, enda vann hún
við skylda grein hjá ljósprentunar-
stofu Sigríðar Zoéga í um 40 ár.
Ljósmyndaáhugi Lilýjar er það
sem ég man einna best eftir frá
æsku minni, og hræddur er ég um,
að ekki væru til margar myndir frá
uppvaxtarárum okkar bræðranna
ef Lilýjar hefði ekki notið við því á
árunum milli 1950 og 1960 voru
myndavélar ekki orðnar almenn-
ingseign og mun vandmeðfamari
en í dag.
Lilý var ekki mikið fyrir breyting-
ar, hún bjó alla sína tíð á Laufás-
vegi 37 og vann á sama vinnustað
í 40 ár. Hún fór heldur ekki í sína
fyrstu utanlandsferð fyrr en eftir
að hún lét af störfum fyrir aldurs
sakir. íhaldssemin var henni einnig
í blóð borin í pólitíkinni og hafði
ég oft lúmskt gaman af því að kíta
við hana um pólitík á árum áður,
því að hennar- mati voru allar at-
hafnir þeirra stjórnmálamanna, sem
hún trúði á, réttar.
Mig langar að lokum til að minn-
ast á þann eiginleika hjá Lilý sem
mér fannst hvað einstæðastur. Það
var sama um hvem hún talaði, aldr-
ei talaði hún öðmvísi en vel um
annað fólk. Ef hún hafði aðrar skoð-
anir um fólk, sem um var rætt, lét
hún þær hreinlega ekki í ljós. Þetta
er eiginleiki sem ég tel að fleiri
mætttu temja sér.
Þetta eru fátækleg kveðjuorð,
sem ég hef fest hér á blað til Lilýj-
ar frænku. Kveðja til konu sem
aldrei mátti vamm sitt vita og var
ætíð boðin og búin til að hjálpa
þeim sem á þurftu að halda, konu
sem ekki lét mikið yfír sér, en geisl-
aði af kærleika og velvild til allra
sem hún umgekkst.
Megi hún hvfla í friði.
Gunnar K. Gunnarsson.
Lilý mín,
Eg veit ekki beinlínis hvað ég
get sagt. En þegar ég frétti að þú
værir dáin fannst mér ég verða að
koma við hjá þér, þó ekki væri nema
til að skrifta fyrir skiptin sem ég
lét það ógert vegna þess þjóðlega
ósiðar sem við köllum „annir“.
Og þar sem ég stóð þarna í garð-
inum, niðurlútur með kökk í hálsi,
þá tók ég eftir því hvernig þú hafð-
ir skilið við allt þitt héma megin.
Þótt sólskinið opinberaði hvern krók
og kima mátti sjá að þú hafðir
hvergi kastað til höndunum. Hvert
tré og hver runni, hvert beð og
hvert blóm bar þér svo fagurt vitni
að það var engu líkara en allt segði:
„Svona viljum við hafa það um ald-
ur og ævi.“
Nú ætlaðist ég ekki til að þú
yrðir að eilífu til reiðu þegar við
þyrftum á þér halda. Það er bara
svo að okkur vantar sárlega fleiri
þína líka; garðyrkjumenn sem
rækta allt og alla og skilja við lífíð
syngjandi af samræmi.
En eins og þú veist þá er flest í
hönk í þessum heimi og þess vegna
get ég ekki annað en saknað þín,
og ég veit að þar er ég ekki einn
á báti. Því segi ég fyrir hönd okkar
allra: „Þakka þér fýrir alla ánægj-
una, gleðina og gæskuna. Þær ljúfu
minningar em vísastur vegur til að
forða okkur frá óræktinni."
Halldór Björn Runólfsson.
Fjölskyldan syrgir nú látinn
heimilisvin. Lilý er ekki lengur
meðal okkar. Hún var heimagangur
á heimili Nönnu frá bamæsku og
er söknuður mikill. Minningar
hrannast upp svo erfitt er að festa
á blað. Lily var mikil ræktunar-
manneskja, blóm og tijágróður áttu
hug hennar sem sjá má í fallega
garðinum hennar á Laufásvegi 37.
Hann er nú í blóma og ber vitni
um natni hennar og alúð við rækt-
unina.
Lilý hafði ung lært tannsmíði hjá
Páli Ólafssyni, sem eldri borgarar
muna sem einn af betri tannlæknum
bæjarins. Ekki átti iðnin alls kostar
við hana. Hún var orðin góður
myndatökumaður og sneri sér í þá
áttina. Réðst hún snemma á stríðs-
ámnum til Sigríðar Zoéga, sem rak
eina af stærri ljósmyndastofunum.
Þar kunni hún vel við sig og starf-
aði þar til reglur um aldur neyddu
hana til að taka sér hvíld. Vand-
virkni hennar og samviskusemi var
óvenjuleg og muna hundmð við-
skiptavina eflaust. hve henni var
annt um að gera þeim til hæfís.
Arkitektar, verkfræðingar og verk-
takar áttu í henni tryggan og áreið-
anlegan vin sem bjargaði ljósritun
teikninga oft þegar mikið lá við.
Á heimili okkar var hún sem ein
af fjölskyldunni og notaði svo sann-
anlega hvert skemmtilegt atvik til
að festa það á fílmu því ávallt var
myndavélin tiltæk. Afmæli og stór-
hátíðir vom þó einkum festar á
mynd og er safn hennar sem nær
langt aftur fyrir seinni stríðsárin
og geymir margan hálfgleymdan
viðburðinn úr lífi þjóðarinnar orðið
stórt og merkilegt.
Lilý var óvenjulega hlý í viðmóti
og eftir því tillitssöm. Var sama
hver átti í hlut. Styggðaryrði heyrð-
ust aldrei og ávallt sneri hún til
betri vegar ef á einhvem var hall-
að. Hún mátti ekkert aumt sjá og
gjafmildi hennar átti sér naumast
takmörk. Við höfum aldrei kynnst
nokkurri manneskju sem átti jafn
auðvelt með að gleðja böm, enda
hændust þau að henni svo að lá við
ósköpum á stundum. Drengjunum
okkar þrem var hún líkt og hún
ætti þá allt frá fæðingu. Vonandi
hafa þeir kunnað að meta mann-
kosti hennar, elskusemi og gæsku.
Systurinni, Maríu og hennar fjöl-
skyldu, sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur.
Geymd er minning um góða konu
sem allt sitt líf var þjóð sinni til
sóma.
Nanna og Runólfur.
Mánudaginn 23. ágúst kvaddi
Lilý Guðrún þennan heim eftir stutt
veikindi. Lilý var fædd á Laufás-
vegi 37 í Reykjavík hinn 24. sept-
ember 1912. Hún var dóttir Helgu
Jónsdóttur og Tryggva Gunnars-
sonar. Hún ól allan sinn aldur á
Laufásveginum og bjó enn í sama
húsinu þegar hún lést.
Lilý Guðrún var elst þriggja
systra, yngri vora Áslaug, fædd 28.
mars 1915, dáin 28. júní 1987, og
María, fædd 17. nóvember 1917.
Þær systurnar ólust upp í miklu
ástríki hjá móður sinni og móð-
urömmu. Lilý starfaði lengst af á
Ljósprentstofu Sigríðar Zoéga, eða
í um fjörutíu ár.
Allt frá því að ég kynntist Lilý
1972 var hún óijúfanlegur hluti af
tengdaíjölskyldu minni en hún var
móðurstystir mannsins míns. Lilý
var alveg einstakur persónuleiki.
Svo einstök var hún að þegar við
eignuðumst yngri dóttur okkar kom
ekki til greina annað en að gefa
henni nafn Lilýar og var hún skírð
Inga Lilý. Lilý var mjög trúrækin
kona og einstaklega barngóð. Þegar
börnin okkar þijú voru að alast upp
var helst ekki hægt að halda barna-
afmæli eða aðrar fjölskylduuppá-
komur án þess að Lilý frænka væri
með. Hún rétt gaf sér tíma til að
drekka kaffísopa með fullorðna
fólkinu, en síðan undi hún sér allra
best í leik með öllum krökkunum.
Hún var óþijótandi að fínna upp
nýja og nýja leiki.
Lilý hafði mjög gaman af blóma-
rækt og bar garðurinn hennar á
Laufásveginum því ótvírætt vitni.
Aldrei kom Lilý í heimsókn til okk-
ar að sumri til án þess að hafa með
sér blóm úr garðinum sínum eða
þá gulrætur eða annað góðmeti er
hún ræktaði þar. Sunnudaginn 15.
ágúst sl. kom Lilý til kvöldverðar
til okkar ásamt Maríu og Gunnari.
Tilefnið var að kveðja elstu dóttur
okkar, Maríu Kristínu, sem var að
fara til ársdvalar í Bandaríkjunum.
Lilý lék á als oddi að venju en fann
síðan til verkjar, sem leiddi til þess
að hún var flutt á sjúkrahús þaðan
sem hún átti ekki afturkvæmt.
Ég vil að lokum þakka Lilý
frænku, fyrir mína hönd og barna
minna, fyrir allt og allt og bið algóð-
an Guð að geyma hana.
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir.
Lily æskuvinkona móður minnar
lést eftir stutta legu á Borgarspítal-
anum að morgni mánudagsins 23.
ágúst, tæplega 81 árs að aldri. Þrátt
fyrir aldur sinn var hún jafn lífs-
glöð, hress og ung og þegar ég
hitti hana fyrst, er ég var bam að
aldri.
Lily giftist aldrei og átti engin
böm, en hún reyndist bömum vin-
kvenna sinna sem besta móðir. Allt-
af tók hún okkur opnum örmum,
heima jafnt sem á vinnustað. Hún
vann í 40 ár á ljósmyndastofu Sig-
ríðar Zoéga og ósjaldan lá leið mín
þangað. Þrátt fyrir mikið annríki á
vinnustað, hafði hún alltaf tíma
fyrir litlu vinina, sem komu í heim-
sókn í tíma og ótíma. Eldri systkini
mín höfðu áður notið sömu velvildar
og ófá vora þau eintök af Vísi sem
hún keypti af bróður mínum og
mun þó oftast hafa átt annað ein-
tak fyrir.
Lily tók ógrynni af ljósmyndum
og þess vegna eigum við systkinin
fjölda mynda frá uppvaxtarárum
okkar.
Alla ævi sína bjó hún að Laufás-
vegi 37 og undi sér þar vel, enda
aðstæður þar með eindæmum. Þrátt
fyrir það lagðist hún á efri árum í
ferðalög og nokkrar voru þær ferð-
ir, sem þær fóra saman hún og
móðir mín og ætla ég að báðar
hafí notið þess. Síðustu ferðina fóra
þær stöllur til Björgvinjar til þess
að halda upp á 80 ára afmæli henn-
ar og létu hvergi deigan síga, þótt
aldurinn væri orðinn hár.
Fyrir hönd móður minnar og
systkina færi ég henni þakkir og
óska henni velfamaðar á þeirri ferð,
sem hún á nú fyrir höndum og
þykist þess fullviss, að manngæska
hennar og velvild muni verðá henni
gott veganesti.
Sigrún Aspelund.
Ég fínn til löngunar til að skrifa
nokkrar línur og með þeim þakka
þér fyrir allt það góða og yndislega
sem við höfum átt saman í nær 40
ár. Þrátt fyrir mikinn aldursmun
vorum við svo góðar vinkonur. Þú
varst dætram mínum og bamaböm-
um hin bezta frænka og amma.
Þegar þau komu í heimsókn hingað
í sumar frá útlöndum var efst á
t
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR ÞÓRDÍS VIGGÓSDÓTTIR,
Krummahólum 8,
lést í Borgarspítalanum 28. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún H. Ágústsdóttir.
t
Eiginmaður minn og bróðir okkar,
HALLDÓR JÓSEPSSON,
Vesturgötu 7,
lést 20. ágúst.
Útför hefur farið fram.
Unnur Jakobsdóttir,
Kristjana Jósepsdóttir, Skafti Jósepsson,
Pétur Jósepsson, Ása Gunnarsdóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI JÓNSSON,
lést í Danmörku þann 26. ágúst.
Minningarathöfn auglýst síðar.
Aðajbjörg M. Jóhannsdóttir,
Bergþóra Árnadóttir, Bergur Sverrisson,
Margrét Sverrisdóttir.
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg konan mín, móðir okkar, dóttir og systir,
GUÐRÚN BIRNA FINNSDÓTTIR,
andaðist í Landspítalanum 29. ágúst.
Grétar Júníus Guðmundsson,
Elvar Finnur Grétarsson, Heiðar Kristján Grétarsson,
Hannar Sindri Grétarsson,
Hanna Ármann, Finnur Björnsson,
Valdis Ella Finnsdóttir.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
KRISTJÁN GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON
tryggingastærðfræðingur,
Bjarmalandi 24,
andaðist í Landspítalanum sunnudaginn 29. ágúst.
Arndis Bjarnadóttir,
Guðmuridur Guðmundsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir,
Ólafur Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson,
Hólmgeir Guðmundsson.
t Móðir okkar og tengdamóðir,
SIGRÚN BALDVINSDÓTTIR,
lést í Landspítalanum 28. ágúst.
Sigurveig Erlíngsdóttir, Jónas Jónsson,
Hulda Erlingsdóttir, Jónas Hallgrímsson,
Kristfn Erlingsdóttir, Hrafn Magnússon,
Baldvin J. Erlingsson, Guðrún H. Jónsdóttir.