Morgunblaðið - 31.08.1993, Síða 46

Morgunblaðið - 31.08.1993, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993 félk ■ fréttum RÆKT Forsetinn fölur og- f... Það er haft fyrir satt, að starf for- seta Bandaríkjanna sé vægast sagt krefjandi og ekki sakaði að sólar- hringurinn væri lengri heldur en 24 klukkustundir þegar mest er um að vera. Tími til að hugsa um sjálfan sig eða fjölskyldu sé afar lítill ef nokkur. Þótt Biil Clinton hafí verið iðinn við að fínna smugur þannig að ijöl- skyldan geti sameinast reglulega voru sannindi ofangreindra orða ljós er það birtust myndir af forsetanum á sundi í brimgarðinum í Honolulu fyrir skömmu. Þar kom hann við í einn sólarhring á heimleið frá Suður Kóreu. Þótt forsetinn væri hress og kátur að sjá, sló það margan Banda- ríkjamanninn hversu fölur Bill er á húðina , að ekki sé minnst á væna summu aukakílógramma á miðbiki líkama hans. Sýnist vera lítill tími til líkamsræktar og útiveru þótt forset- inn sé allur af vilja gerður í þeim efnum. Hljómsveitin Jet Black Joe var gestasveit kvöldsins. Lipstick Lovers slógu botninn í kvöldið... TÓNLIST Rokkað á Skaganum Mikil rokkhátíð var haldin í Bíó- höllinni á Akranesi eigi alls fyrir löngu og komu þar fram fimm hljómsveitir, fyrstar „Stripshow", „Regn“ og „Dos Pilas“, síðan „Jet Black Joe“ sem voru sérstakir gest- ir kvöldsins og loks aðalsveit kvöldsins, „Lipstick Lovers“. Um 180 manns voru viðstaddir tónleik- ana sem auk þess var útvarpað beint á Rás 2. Eric Cantona SVIÐSUÓS Eric Cantona sýnir föt Það hefur verið sagt um franska knattspymulandsliðsmanninn Eric Cantona, að hann sé talsvert sérvit- ur. Hann aðhyllist nýaldarfræði, sé grænmetisæta og verulega bókhneigð- ur, sem ekki hefur hingað til verið tal- in dæmigerð lýsing á atvinnumanni í knattspyrnu. Auk þess sé hann agalít- ill, enda hefur hann oft komið sér út úr húsi í gegn um tíðina hjá þjálfurum sem reynt hafa að temja hann í stað þess að leyfa honum að njóta sín á knattspyrnuvellinum. Hermt er að Cantona hafí nokkuð gaman að því að vekja eftirtekt á hina ýmsu vegu, ekki síst ef eftirtektin er frá ungum fallegum stúlkum, en í of- análag þykir hinn einhleypi Cantona vera mikið kvennagull. Það var því eins og við manninn mælt, er honum bauðst að sýna föt á tískusýningum var hann fús til þess. Þar með hefur hann enn eitt uppátækið sem mun varpa sviðsljós- inu á hann og gera hann meiri í augum kvenna, sem eru auk knattspymunnar, ær hans og kýr. VÁKORTALISTÍ Dags.31.8.1993.NR. 137- 5414 8300 2760 9204 5414 8300 1028 3108 5414 8300 0310 5102 5414 8300 1130 4218 5414 8300 1326 6118 5414 8300 2814 8103 5414 8300 3052 9100 5422 4129 7979 7650 R??1 nnm 911R u?a Ofangreind kort eru vákort, sem takaberúrumferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrirþann,sem nærkorti og sendir sundurklippt til Eurocards. VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4100 0004 0072 4543 3718 0006 3233 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4506 43** 4507 46** 4543 17** 4560 08** 4560 09** 4920 07** 4938 06** 4988 31** 4506 21** Afgreiðslulólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendiö VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og visa á vágest. |-S-IVD»U*J.'f.ll Höfðabakka 9 • 112 Reykjavfk Slmi 91-671700 Julie Andrews. SÖNGUR Mary Poppins snýr aftur Hinn þekkta söng- og leikkona frá árunum áður, Julie Andrews hyggur nú á endurkomu á sviði í söngleiknum „Victoria, Victoria!" Andrews hefur víða skotið upp kollinum, en er þó án nokkurs vafa þekktust fyrir hlut- verk sitt sem Mary Poppins. Julie þekkir vel til þessa söng- ieiks, þ.e.a.s. söguþráðarins, því hún lék á sínum tíma aðalhlutverk- ið í kvikmyndinni sem gerð var eftir sömu sögu. Söngleikurinn verður settur upp í West End í Lundúnum og það er Blake Edw- ards sem stendur við stjórnvölin. Og hann leitaði ekki langt yfir skammt með aðalhlutverkið, því Julie er eiginkona hans. Þótt Julie sé einkum þekkt sem leikkona, er haft fyrir satt að hún sé enn betri söngvari og því megi búast við góðri frammistöðu. LEIKARAR Faðir Arsins Anthony Quinn hefur verið út- nefndur faðir ársins af er- lendum tímaritum og ekki að ástæðulausu, því leikarinn sem orðinn er 78 ára gamall eignaðist dóttur fyrir skömmu. Eiginkona hans Iolanda, sem hann hefur ver- ið giftur í þrjá áratugi, hefur þó ekki fagnað atburðinum því hún mun víst ekki hafa talað við kapp- ann síðan dóttirin kom í heiminn. Hún var í leyfi án eiginmannsins þegar hún frétti að hann hefði gengist við faðerni Patriciu, eins og hin mánaðargamia dóttir er nefnd. Móðirin er um þrítugt og var áður ritari leikarans. Anthony Quinn er hins vegar stoltur og ánægður faðir og segir að dóttirin sé lifandi eftirmynd sín. Anthony Quinn hefur nýlega eignast dóttur, en þó ekki með konu sinni Iolanda, sem með honum er á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.