Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993
mm
„ tíerit ekJc) ftfrir. Hann heidur aó hann
6é- firvs kur."
TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved
° 1993 Los Angeles Tlmes Syndicate
Vi £&
Ég sakna Inga. Synd að for-
stjórinn skyldi ráða vél í
staðinn fyrir hann.
HÖGNI HREKKVÍ SI
BREF HL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Að blekkja almenning
Frá Þresti Ólafssyni:
MEÐAL lýðræðisþjóða er það höf-
uðnauðsyn að fjölmiðlar gegni
skyldum sínum við að upplýsa al-
menning um meginmál, geri grein
fyrir mismunandi skoðunum og
leggi þau síðan fram til skoðunar-
myndunar meðal þjóðarinnar.
Þessi skylda fjölmiðla er enn
skýrari þegar um er að ræða með-
ferð mikilvægra þjóðmála sem
skiptar skoðanir eru um meðal þjóð-
arinnar.
Ef fjölmiðlar rangtúlka vísvitandi
málflutning eða halla á annan hátt
réttu máli er hætta á ferðum. Óháð-
ir fjölmiðlar hafa því gegnt lykil-
hlutverki við þróun nútíma lýðræð-
issamfélags. Þeir hafa greint frá
mismunandi skoðunum flokka eða
einstaklinga og, á grundvelli þeirra
upplýsinga, gert almenningi kleift
að taka afstöðu til viðkomandi máls.
Enn eimir eftir af því ástandi
þegar fjölmiðlar voru pólitísk slags-
málatæki fyrir stjómmálahreyfmg-
ar, þótt verulega hafi dregið úr því
á síðustu árum. Þá vom fréttir
gjarnan afbakaðar og skoðanir
rangtúlkaðar eftir þörfum stjóm-
málaflokka. Þessi aðferð er nú
blessunarlega á undanhaldi.
Fimmtudaginn 18. ágúst sl. birt-
ist leiðari í DV, sem var kostulegur.
Fyrr á tímum áttum við ýmsa
spaka menn sem töluðu og ortu
gjarnan í öfugmælum. Þau em
bráðskemmtileg sem skáldskapur
en að sama skapi óbrúkleg sem
mnlegg til útskýringar á pólitískum
skoðunum, vilji menn láta taka
mark á sér.
Nú bregður svo undarlega við
að Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV,
bregður sér í gervi öfugmælaskrif-
ara þegar hann tekur fyrir eftirlæt-
isviðfangsefni sitt — íslenskan land-
búnað.
I þetta sinn vill hann sannfæra
lesendur sína um að vegna þess að
Gunnlaugur Stefánsson sé þing-
maður fyrir Alþýðuflokkinn, þá sé
flokkurinn ófær um að beijast fyrir
skynsamlegri landbúnaðarstefnu.
Hér er mikill misskilningur á
ferð. Þótt Gunnlaugur sé fullfær
um að svara fyrir sjálfan sig full-
yrði ég að hann telji það ekki sitt
pólitíska hlutverk að viðhalda
óbreyttri landbúnaðarstefnu á ís-
landi.
Jónas Kristjánsson veit það full-
vel að Alþýðuflokkurinn er eini ís-
lenski stjórnmálaflokkurinn sem
áratugum saman hefur bent á skað-
semi núverandi landbúnaðarkerfis
og barist af öllum mætti fyrir breyt-
ingum á því. Það gildir einu hvar
Jónas ber niður í málflutningi for-
ustumanna flokksins. Þegar land-
búnaðarmál hafa verið annars veg-
ar hefur stefnan verið skýr. Það er
auðvelt að sýna fram á, að hefði
stefna Alþýðuflokksins orðið ofaná
fyrr, stæðu hvorki bændur né neyt-
endur frammi fyrir þeim mikla
vanda sem núverandi skipan land-
búnaðarmála er. Jónasi má einnig
vera fulljóst að allir aðrir stjórn-
málaflokkar hafa ætíð sett tiltölu-
lega óbreytta landbúnaðarstefnu
sem forsendu fyrir öllu stjómarsam-
starfi við Alþýðuflokkinn. Tilkoma
Kvennalistans hefur litlu breytt í
þessu tilliti.
Lokaályktun ritstjórans í fyrr-
nefndum leiðara er sú að eina leið-
in til að fá stuðning Alþýðuflokks-
ins við breytta landbúnaðarstefnu
sé að halda honum sem minnstum,
svo aðrir flokkar hafi yfirburða-
Offjölgun í
Frá Ólöfu Jóhannsdóttur:
í KVÖLDFRÉTTUM sjónvarpsins
hinn 20. ágúst kom fram að ís-
lenskir læknar teldust alls 1.300.
Þetta gæti okkur 260.000 íslend-
ingunum þótt nokkuð há tala en
þeirra á meðal eru að sjálfsögðu
læknar með margs konar þarfa
sérfræðimenntun. Ennfremur kom
fram í fréttunum að offjölgun
væri í læknastéttinni sem sjá má
á þeirri staðreynd að um 20% ís-
lenskra lækna eru starfandi í Sví-
þjóð og 10% eru starfandi í Banda-
ríkjunum. Margir þessara lækna
hafa sóst eftir störfum hér á landi
en vegna fyrmefndrar offjölgunar
eiga þeir oft ekki afturkvæmt.
Þetta þóttu mér sorgarfréttir,
áð mikið af okkar vel menntuðu
læknum og fjölskyldum þeirra eigi
þess ekki kost að snúa heim vegna
þess að störf liggi ekki á lausu.
Höfum við efni á að missa þá
menntun úr landi sem við kostum
stöðu og þurfí ekki á honum að
halda til stjómarsamstarfs. Þetta
er mildilega sagt makalaus rökleysa
og slík rangtúlkun á staðreyndum
að með ólíkindum er. Þjóðviljinn
sálugi hefði vissulega átt auðvelt
með slíka fölsun. Hún hefði þjónað
hagsmunum ákveðinna afla þar.
Erfitt er að finna samsvömn með
Jónasi og Þjóðviljanum sáluga,
nema um sé að ræða illlæknandi
sjálfsblekkingarhvöt. Hvað sem
veldur þá er þessi villandi málflutn-
ingur með öllu illskiljanlegur.
Jónas er með þessum fullyrðing-
um orðinn ötulasti talsmaður
óbreyttrar landbúnaðarstefnu hér-
lendis.
Hann beitir öllu sínu afli til að
koma í veg fyrir að eini íslenski
stjórnmálaflokkurinn sem heilshug-
ar vill breytta landbúnaðarstefnu
fái brautargengi meðal þjóðarinnar.
Landbúnaðarafturhaldið á víðar
bandamenn en ég hugði.
ÞRÖSTUR ÓLAFSSON
aðstoðarmaður utanríkisráðherra
utanríkisráðuneytinu, Hverfísgötu
115, Reykjavík
læknastétt
sjálf? Það er ansi hart að leggja
Iangt og strangt starfsnám á ungt
fólk ef engin störf eru í boði að
því loknu. Því ekki að takmarka
fjölda læknanema í Háskóla ís-
lands enn frekar en nú er? T.d.
væri hægt að fækka nemum úr
37 manns á ári í 27. Eins væri
hægt að fjölga störfum í lækna-
stéttinni ef eldri læknar hættu
störfum um 67 ára aldur enda eiga
margir þeirra langan starfsdag að
baki. Sjúkrahúslæknar, og þá sér-
staklega kandídatslæknar, hafa
oft unnið langar vaktir. Ef yfir-
vinna þeirra væri takmörkuð
myndi skapast svigrúm fyrir fleiri
störf öllum til hagsbóta; læknum,
kandídötum og sjúklingum.
Ég tel að okkur beri skylda til
að taka á móti þeim íslensku lækn-
um sem vilja starfa hér á landi í
okkar þágu.
ÓLÓF JÓHANNSDÓTTIR
Hlíðarvegi 3, Kópavogi
Víkveiji skrifar
að getur verið vandasamt verk
að merkja hús eða setja skilti
á hús, ef það á að gerast af smekk-
vísi. Glöggt dæmi um þetta er ljósa-
skilti, sem sett hefur verið upp á
Borgarleikhúsið til þess að auglýsa
starfsemi leikhússins í vetur. Marg-
ir hafa haft orð á skilti þessu við
Víkverja og allir sammála um, að
hér hafi illa tekizt til. Það sé alls
ekki við hæfi að setja skilti af þess-
ari gerð á Borgarleikhúsið og sé
tvímælalaust til lýta. Fróðlegt væri
að vita, hvort þetta hefur verið
gert með vitund og vilja arkitekta
hússins.
Borgarleikhúsið er menningar-
stofnun, sem væntanlega á eftir að
hazla sér völl í menningarlífi höfuð-
borgarinnar með sama hætti og
Iðnó gerði á löngum tíma. Þess
vegna eru gerðar meiri kröfur til
þess hvernig merkingum er háttað
á húsinu en t.d. skrifstofubyggingu,
þar sem fyrirtæki telja sjálfsagt að
nota húsgafl fyrir auglýsingar.
Það er ekkert óeðlilegt við það,
að Borgarleikhúsið vilji vekja at-
hygli á þeirri starfsemi, sem fram
fer innan dyra. En það verður að
gera á smekklegan hátt. Auglýs-
ingaskilti þetta á að taka niður og
ef nauðsynlegt er að koma því fyrir
í tengslum við húsið fer betur á
því, að það standi með einhverjum
hætti sjálfstætt. Þessu er hér með
komið á framfæri við forráðamenn
Leikfélags Reykjavíkur og Borgar-
leikhússins.
xxx
Annars eru auglýsingaskilti af
því tagi, sem settur hefur
verið upp á Borgarleikhúsið að
verða plága. Og spurning hvort þau
eru ekki líka hættuleg fyrir umferð-
ina. Skiltunum er augljóslega kom-
ið fyrir þar, sem líklegt er að öku-
menn taki eftir þeim. Má nefna sem
dæmi auglýsingaskilti, sem blasir
við þegar ekið er eftir Kringlumýr-
arbraut til Reykjavíkur. Einnig má
nefna skilti á Hagkaupshúsinu í
Kringlunni, sem blasir við þegar
ekið er eftir Miklubraut. Fleiri dæmi
mætti nefna um þetta. Hafa um-
ferðaryfirvöld hugleitt þetta vanda-
mál?
XXX
IBandaríkjunum er mikil um-
hverfismengun af völdum aug-
lýsingaskilta, sem standa þétt í röð-
um við þjóðvegi, þegar menn nálg-
ast þéttbýli. Þetta er einnig að ger-
ast hér. Ef svo heldur fram sem
horfir verður komið mikið af slíkum
skilti við þá þjóðvegi, sem liggja til
Reykjavíkur. Það þarf að stoppa
þetta áður en það fer úr böndum.