Morgunblaðið - 31.08.1993, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993
55
UR DAGBOK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK:
27. - 30. ágúst 1993
Bókanir í dagbókina eru 405
talsins á tímabilinu. Þar má m.a.
sjá fjögur bókuð umferðarslys, 28
önnur umferðaróhöpp, níu inn-
brot, átta þjófnaði, sex líkams-
meiðingar, sex skemmdarverk,
sex rúðubrot og 63 tilvik vegna
ölvunarástands einstaklinga.
Um miðjan dag á föstudag var
tilkynnt um að karlmaður væri
að bera á sér kynfærin í undir-
göngum undir Breiðholtsbrautina.
Um var að ræða u.þ.b. þrítugan
mann, klæddan í svartan leður-
jakka og bláar gallabuxur. Hann
fannst ekki þrátt fyrir leit.
Aðfaranótt laugardags var til-
kynnt um að pilti hefði verið veitt-
ur áverki á höfði í Árbæjarhverfi.
Pilturinn var fluttur á slysadeild
þar sem hann var lagður höfuð-
kúpubrotinn inn á gjörgæsludeild-
ina. Vitað er hver gerandinn er.
Á laugardagsmorgun voru tveir
menn gómaðir er þeir hugðust
bijótast inn í bifreið við Báru-
götu. Þeir voru vistaðir í fanga-
geymslunni.
Skömmu fyrir hádegi á laugar-
dag var tilkynnt um að tveir menn
væru að bijótast inn í hús við
Laugaveg. Náðist til þeirra þar
sem þeir voru að skríða inn um
glugga. Þeir fengu og að gista
fangageymslurnar.
Aðfaranótt sunnudags sást til
manna vera að stela eldsneyti af
bifreið við Austurberg. Þar voru
handteknir fimm alþekktir mi-
sindismenn og voru þeir vistaðir
í fangageymslunum. Líklegt má
telja að menn þessir hafi fleira á
samviskunni þar sem í bifreið
þeirra fundust hlutir er líklega
má telja til þjófagóss.
Fjölmenni var í miðborginni
aðfaranætur laugardags og
sunnudags. Veður var stillt og
hlýtt. Talsverð ölvun var á meðal
fólksins, sem margt var ungt að
árum. Þeir síðustu voru að tínast
af svæðinu undir morgun. Hand-
taka þurfti nokkra vegna ölvuna-
róláta og flytja varð a.m.k. þijá
á slysadeildina vegna áverka, sem
þeim var veitt af viðstöddum.
í raun er um að ræða óskipu-
lega útisamkomu í miðborginni
hveija helgi. Og svo mun líklega
verða allan næsta vetur ef ekkert
verður að gert. Lögreglan hefur
hingað til með miklum tilkostnaði
gert það sem hún getur til þess
að halda í við ástandið, en það
hefur sýnt sig að hún ein getur
ekki komið á viðunandi ástandi
til frambúðar. Lögreglan hefur
lagt fram hugmyndir að því hvað
borgin og aðrir geta gert til þess
að færa ástandið í átt til hins
betra. Fyrri ábendingar lögregl-
unnar að lausn hafa hingað til
ekki fengið hljómgrunn hlutaðeig-
andi aðila.
Ef almenningur er sammála um
að færa þurfi ástandið til betri
vegar er hjálp hans við lausn
málsins því veí þegin.
Ver doktorsrit-
gerð við verk-
fræðideild HÍ
ÚT ER komin bókin „Modelling of Geothermal District heating
Systems" (Gerð reiknilínana af heitaveitukerfum), sem er doktors-
ritgerð Páls Valdimarssonar, vélaverkfræðings. Verkfræðideild
Háskóla íslands hefur samþykkt ritgerðina til doktorsvarna og
hefst vörnin í sal 4 í Háskólabíói í dag, þriðjudaginn 31. ágúst,
kl. 14.15. Páll er fyrsti verkfræðingurinn sem ver doktorsritgerð
sína við verkfræðideild Háskóla Islands. Andmælendur af hálfu
deildarinnar eru þeir dr. Oddur Björnsson yfirverkfræðingur
dr. Carl-Johan Fogelholm, prófessor við tækniháskólann í Hels-
inki. Forseti verkfræðideildar, dr. Þorsteinn Helgason, stjórnar
athöfninni. Ollum er heimill aðgangur.
Sól fær heimild til nauðasamninga
Lánardrottnar gefi
eftir 7 0% af kröfum
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur veitt forsvarsmönnum
Sólar hf leyfi til að leita nauðasamninga við þá lánardrottna
sína sem ekki hafa kröfur sínar tryggðar með veðum. Að
sögn Davíðs Sch. Thorsteinssonar framkvæmdastjóra Sólar
er þar um að ræða um 300 milljónir króna af 1.100-1.200
milljóna heildarskuldum fyrirtækisins og hyggst Sól leita
eftir því að lánardrottnarnir gefi fyrirtækinu eftir 70% af
þeirri fjárhæð.
Að sögn Davíðs hefur þegar
verið gengið frá samningum við
veðkröfuhafa, sem eru helstu lán-
ardrottnar fyrirtækisins.
Afsalar sér 80% eftirlauna
Að sögn Davíðs fólst í þeim
samningum mikil niðurskrift en
þeir eru bundnir þremur skilyrð-
um: því að fyrrgreindur nauð-
samningur við almenna kröfuhafa
náist; að hlutafé verði aukið um
120 millj. kr. og að Davíð Schev-
ing gefí eftir 80% af eftirlauna-
samningi sínum við fyrirtækið,
þannig að við starfslok fái hann
20% af launum sínum í eftirlaun
en ekki 90% eins og samningurinn
hafði gert ráð fyrir. Davíð kvaðst
þegar hafa orðið við skilyrðinu um
eftirlaunasamninginn, hlutafjár-
söfnunin væri að hefjast og hefðu
ýmsir sýnt henni áhuga og bundn-
ar væru vonir við að nauðasamn-
ingar fengjust samþykktir. Meðal
almennra kröfuhafa eru að sögn
Davíðs margir erlendir aðilar. Inn-
köllun krafna er að heíjast en
umsjón með nauðasamningunum
hefur Sigurður G. Guðjónsson hrl.
Davíð sagði að í samningi við
veðkröfuhafa fælist að þeir væru
reiðubúnir að afskrifa það af kröf-
um sínum sem þeir teldu ótryggð-
ar ef ekki tækist að bjarga fyrir-
tækinu. Davíð segir að að þessari
endurskipulagningu lokinni ættu
skuldir fyrirtækisins að vera orðn-
ar það litlar að það verði vel rekstr-
arhæft. Hann vildi ekki nefna töl-
ur í því sambandi.
Ritgerðin fjallar um gerð reikni-
líkana af vatnsrennsli í hitaveitu-
kerfi, þannig að unnt er að líkja
eftir hegðun og viðbrögðum þess
við ytri áhrifum í tölvu. Hitaveitu-
kerfi sem byggð eru á jarðhita eru
viðfangsefni ritgerðarinnar. Áhrif
veðurfars á vatnsnotkun hitaveitu-
kerfa eru skoðuð og aðferð til
reikninga á rennsli í dreifikerfi
hitaveitu sett fram.
í ritgerðinni eru hitaveitukerfi
skoðuð frá tveimur sjónarhólum,
annars vegar notandans og hins
vegar sjónarhóli veitufyrirtækis-
ins. Veitufyrirtækið hefur fyrst og
fremst áhuga á að geta sagt fyrir
um vatnsnotkun heilla bæjar-
hverfa, eins og hún mælist í dælu-
stöð. Reiknilíkan af vatnsnotkun
hverfisins sem fall af veðri getur
svarað þeirri spurningu. Slíkt líkan
er sett fram með því að fella allt
hverfið inn í eitt reiknilíkan. Það
er byggt á þekkingu á varmafræði
hitaveitukerfa, þróað með tölfræði-
legum aðferðum og niðurstöður
þess bornar saman við gögn frá
Hitaveitu Reykjavíkur. Línulegt
kvikt líkan, þar sem gert er fráð
fyrir að rennsli til bygginga not-
endanna sé stýrt eftir innihita með
Pl-regli reynist gefa beztar niður-
stöður.
Notandinn hefur fyrst og fremst
áhuga á að vita hvort hann fær
alltaf nægjanlega mikið vatn og
hvort það er nógu heitt. Reiknilík-
an af rennsli og kælingu í dreifi-
kerfinu getur svarað þeirri spurn-
ingu. Slíkt líkan lýsir rennsli og
kælingu í hverri lögn dreifikerfis-
ins. Veitufyrirtækið mun vitaskuld
einnig hafa áhuga á að tryggja
ánægju viðskiptavina sinna, en
engu að síður er hér frekar um
kröfur hins einstaka notanda að
ræða. Hitaveitur byggðar á jarð-
hita hafa alla jafna fáar hringteng-
ingar í dreifikerfinu, og því henfy-
hefðbundnar reikniáðferðir tíT
rennslisreikninga, svo sem aðferð
Hardy-Cross, frekar illa. Graf-
fræðileg greining reynist einfalda
verulega bæði stöðuga og kvika
lausn rennslis í pípukerfi hitaveit-
unnar borið saman við fyrri aðferð-
ir. Þá er gert ráð fyrir að vatnið
í kerfinu sé ekki samþjappanlegt.
Einnig kom í ljós að nægjanlegt
er að finna stöðuga lausn orku-
jöfnu pípukerfisins. Það stafar af
því að varmafræðileg tregða byggt
inganna í hitaveitukerfinu er mikil
miðað við rennslistregðu pípunets-
ins og rennslið nær jafnvægis-
ástandi á undan byggingunum.
Loks er einnig ijallað um neyzlu-
vatnsnotkun hjá Hitaveitu Reykja-
víkur og helztu áhrifaþættir veð-
urfars á rekstur hitaveitu skoðaðir.
Háskólaútgáfan gefur bókina
út.
(Fréttatilkynning)
Útbob ríkisvíxla
fer fram mibvikudaginn 1. september
Níræður
maður
fyrir bíl
91 ÁRS gamall maður varð fyr-
ir bíl á Brúnavegi móts við
Laugarásveg um klukkan níu á
sunnudagskvöld og hlaut höf-
uðáverka. Hann var fluttur á
sjúkrahús til rannsóknar og var
lagður þar inn en var talinn
óbrotinn, að sögn lögreglu.
Maðurinn var enn á sjúkrahúsi
. í gær en ekki í bráðri lífshættu
samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar. Myndin var tekin á slysstað
í þann mund er verið var að flytja
manninn á brott en eins og sést á
mýndinni er bíllinn sem ekið var
á hann talsvert skemmdur.
Melsölublað á hveijum degi!
—efþú spilar til að vinna!
34. leikvika ,28.-29. ágúst 1993 |
Nr. Leikur:
Röðin:
1. Halmstad - Frölunda - - 2
2. Helsingborg - Norrk. - - 2
3. Hficken Brage 1 - -
4. Trelleb. Malmö 1 - -
5. Örebro Göteborg . - 2
6. Arscnal - Everton i -.
7. AstonV. - Tottenham i - -
8. Chdsea Sheff. Wed. - X -
9. Liverpool - Leeds 1 - -
10. Oldham - Wimbiedon - X -
11. Sheff. Utd. - Ipswidi - X -
12. SouthampL - Man. Utd. - - 2
13. WestHam-QPR - - 2
Hcildarvinningsupphæðin:
90 milljón krónur
13 ríttir: | 353.740 _J kr-
12 róttir: 3.720 J kr-
11 réttir: 310 ] hr.
10 réttir: 0 -J kr*
Nýtt útbob á ríkisvíxlum fer fram á
morgun. Um er að ræða 17. fl. 1993 í
eftirfarandi verðgildum:
Kr. 1.000.000 Kr. 50.000.000
Kr. 10.000.000 Kr. 100.000.000
Ríkisvíxlarnir eru til þriggja mánaða
með gjalddaga 3. desember 1993. Þessi
flokkur verður skráður á Verðbréfa-
þingi íslands og er Seðlabanki íslands
viöskiptavaki ríkisvíxlanna.
Ríkisvíxlarnir verða seldir með
tilboðsfyrirkomulagi. Lágmarkstilboð
samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu
er 5 millj. kr. og lágmarkstilboð í
meðalverð samþykktra tilboða er
1 millj. kr.
Löggiltum verðbréfafyrirtækjum,
verðbréfamiðlurum, bönkum og
sparisjóðum gefst einum kostur á ab
gera tilboð í ríkisvíxlana samkvæmt
tiltekinni ávöxtunarkröfu.
Abrir sem óska eftir aö gera tilboð í
ríkisvíxla eru hvattir til að hafa
samband við framangreinda aðila,
sem munu annast tilboðsgerb fyrir þá
og veita nánari upplýsingar. Jafnframt
er þeim sjálfum heimilt ab bjóða í
vegið meðalverð samþykktra tilboba
(meðalávöxtun vegin með fjárhæð).
Öll tilboð í ríkisvíxlana þurfa
að hafa borist Lánasýslu ríkisins
fyrir kl. 14 á morgun, miðvikudaginn
1. september. Tilboðsgögn og allar
nánari upplýsingar eru veittar hjá
Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6,
í síma 62 60 40.
Athygli er vakin á því ab
3. september er gjalddagi á 11. fl.
ríkisvíxla sem gefinn var út
4. júní 1993.
LÁNASÝSLA RÍKISINS
Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40.