Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993 3 Heiðarvatn á Botnsheiði minnkar enn Silungnr í vatn” inu gæti verið í mikilli hættu ísafírði YFIRBORÐ Heiðarvatns á Botnsheiði hefur minnkað um hér um bil þriðjung og lækkað um hátt í einn metra. Margt bendir til að næsta vatn norðar á heiðinni og í svipaðri hæð hafi minnkað lítillega en það vatn sem hæst stendur og er norður undir Búrfelli er óbreytt. Nokkur hundruð smásilunga eru í Heiðarvatni, líklega af sérstökum stofni. Yfirborðið lækkaði um tæpan metra Þótt lítillega hafi dregið úr rennsli flóðgáttarinnar í Vest- fjarðagöngum er óvíst að yfir- borðsáhrifin séu enn komin í ljós. Heiðarvatn sem liggur nálægt yf- irborði misgengisins sem vatnið kemur úr hefur greinilega minnk- að mikið í sumar. Ef miðað er við sömu gróðurlínu og í efsta vatninu á heiðinni sem ekkert virðist hafa minnkað hefur yfirborð vatnsins lækkað um tæpan metra. Við það hafa stórir hlutir botnsins komið upp úr og má ætla að um þriðjung- ur yfirborðsins hafi horfið. í vatn- inu er töluvert af smásilungi, lík- lega nokkur hundruð. Kunnugir segja að ástæða smæðar silungs- ins sé takmarkað æti. Ef það er rétt er líklegt að stór hluti fisksins drepist á næstu vikum, því uppi- staða fæðunnar eru skordýr og lirfur við yfirborð. Eftir því sem næst verður komist hafa allar rannsóknir sérfræðinga þarna beinst að vatnsrennslinu en ekkert að lífríkinu og einn af sérfræðing- um Vegagerðarinnar sem frétta- ritari talaði við sagðist ekki vita til að nokkur silungur væri í vatn- inu. Lindir hafa þornað Aðrennsli úr lindum í kring'er orðið mjög lítið og eina frárennslið sem verið hefur úr vatninu er að mestu horfið. Með lækkandi yfir- borði og minnkandi rennsli aukast líkur á að vatnið botnfrjósi veru- lega. Lindir og pollar víða á heið- inni hafa þornað en við það drepst sá fábreytti gróður sem hefur dafnað í kring um vatnsrennslið. - Úlfar. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson. Þurr botn YFIRBORÐ Heiðarvatns hefur lækkað mikið. Að- og frárennsli er að mestu stöðvað og stór hluti botns- ins er kominn á þurrt. Silungar í VATNINU eru nokkur hundruð silungar, flestir mjög smáir. Hætt er við að þeir drepist allir ef vatnið heldur áfram að minnka. Ekki er ólíklegt að þarna sé um sérstakan stofn að ræða því ekkert samband er þarna á milli vatnasvæða, nema neðanjarðar. ERJUM10 VELJA VOLVO PENTA Volvo Penta hefur um árabil verið mest selda bátavélin á íslandi í flokki 100-200 hestafla véla með um 80% hlutdeild og í flokki 100-500 hestafla véla er Volvo Penta með 56% hlutdeild. Þetta er engin tilviljun þar sem Volvo Penta hefur reynst frábærlega vel við íslenskar aðstæður í áratugi. Þetta ásamt öflugri þjónustu Brimborgar hefur gert Volvo Penta að sigurvegara á íslandi. Báturinn á myndinni er nýji Sómi 860 sem framleiddur er af Bátasmiðju Guð- mundar en Sóma bátarnir hafa notið óhemju vinsælda um árabil. Bátasmiðja Guðmundar valdi að sjálf- sögðu Volvo Penta í Sóma 860 og er TAMD61 A 306 hestafla dieselvél með beinum öxli staðalbúnaður í honum. Volvo Penta verður í bás D32 á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll. Brimborg býður alla veikomna! VOLVO BRIMB0RG FAXAFENI 8 • SÍMI 91- 68S870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.