Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993 Fangar eru lika menn eftir Sigurð Þór Guðjónsson Fyrir nokkrum árum ritaði ég grein um fanga. Þar vakti ég með- al annars athygli á því, sem nú er á allra vitorði, að ýmis mannrétt- indi um aðbúnað væru brotin á þeim. Ég spáði því að það væri tíma- spursmál hvenær uppþot eða upp- reisn yrði í íslensku fangelsi. Og ég bætti því við að ástæður slíkra atvika væru ávallt slæmur aðbúnað- ur. Hlutlausar fréttir? Og nú hefur orðið uppþot á Litla- Hrauni. Talið er að orsakirnar séu hert eftirlit vegna stroks fanga. En það er einungis hið tilviljunar- kennda ytra tilefni. Bergmál af hin- um raunverulegum ástæðum mátti heyra í fréttum ríkissjónvarpsins þegar fangi hrópaði út um glugga á Litla-Hraurti. Þær eru margra ára gremja fanga vegna þeirrar lítils- virðingar sem samfélagið sýnir þeim, með því að birta þeim alveg blygðunarlaust að þeir teljist ekki til manna. Sú staðreynd að mann- réttindabrot á þeim hafa viðgengist árum saman segir einfaldlega það og ekkert annað. Svo þutu fangarnir upp. Sagt er að þeir hafi ætlað að frelsa einn órólegan félaga sinn úr höndum fangavarðanna. Fangelsismálastjóri fullyrðir að sumir fanganna hafi verið undir áhrifum lyfja. Hann hefur líklega séð það í augunum á þeim, enda væntanlega sérfróður á þessu sviði. Þá eiga fangar að hafa hótað vörð- unum og þeir hafi því verið í hættu. Samt meiddist enginn þeirra! Ansi er það skrýtið hafi fangamir verið jafn illskeyttir og af er látið. Frá- sögnin er því ósannfærandi, en hún er öll komin frá fangelsisyfirvöld- um. Föngum hefur ekki verið gefinn kostur á því að lýsa atburðum frá sinni hlið. En það hefur hingað til ekki þótt áreiðanleg fréttamennska að leita einungis álits annars aðil- ans. Leiðari Morgunblaðsins 27. ágúst fylgir frásögn fangelsisyfirvalda og virðist telja hana alveg vafalausa. Og allur málflutningur blaðsins, sem er reyndar hófsamur, er í þá átt að herða beri eftirlit og ramm- gera fangelsið, svo samfélaginu stafi ekki hætta af föngunum. Sagt er að afbrotamenn séu nú harðari en áður. Margir telja þó að það gildi um allt samfélagið. Og afbrot- in endurspegla tíðarandann. Leiðar- inn minnist hins vegar ekki einu orði á réttindi og aðbúnað fanganna sjálfra. Fangar fyrirlitnir En það má ekki gleyma þeirri staðreynd að strok fanganna, sem varð tilefni herts eftirlits er aftur leiddi til uppþotsins, hefði aldrei átt sér stað, ef Litla-Hraun væri mann- helt og mönnum bjóðandi. Og það er ekki sök fanganna. Það er skuld yfirvalda og samfélagsins í heild. En í stað þess að horfast heiðarlega í augu við það er föngunum nú lát- ið blæða. Enn á að þrengja að þeim og nokkrir verða látnir dúsa í ein- angrun, en sú refsing er hreinn sadismi og ætluð til að bijóta menn niður. Og hún gerir það. Fangelsis- yfirvöld segja að átta fangar hafi einkum haft sig í frammi í uppþot- inu. Og við sáum í sjónvarpinu þeg- ar einn þeirra var fluttur handjárn- aður á nærklæðunum einum í fang- elsi í Reylqavík. Það er alveg ein- stæð niðurlæging á einum manni frammi fyrir alþjóð, jafnvel þó hann hafí ekki þekkst. Svona gengur bara ekki í siðuðu þjóðfélagi! Og við vitum ekkert um sök áttmenn- inganna nema fullyrðingar fangels- isyfirvalda, sem varla eru hlutlaus. Það er reyndar gamalkunnugt bragð yfirvalda að velja af handa- hófi nokkra sökudólga til sérstakrar hirtingar öðrum til viðvörunar, ef sýna skal hópi manna í tvo heim- ana. En það hve kröfur og atgang- ur fanganna var ómarkvís bendir einmitt til óskipulagðrar „spreng- ingar“. Slíkum „sprengingum“ er ekki stjórnað af fáum. Þær verða bara af sjálfu sér í heilum hópi þegar menn þola ekki lengur við. Fangarnir kröfðust þess að fang- elsisstjórinn yrði látinn víkja. En í stað þess að svara málefnalega þeirri kröfu vísar hann henni á bug við fjölmiðla með hrokafullri lítils- virðingu á föngum. Það sé nú ekk- ert nýtt að þeir líti á sig sem ljóta kallinn. Fangarnir eru þannig af- greiddir með því að ekki þurfi að taka þá alvarlega. Þeir séu bara fangar. En formaður fangavarðafé- lagsins, Guðmundur Einarsson, fer þó út yfir öll takmörk í DV þ. 27. ágúst. Þá sakar hann fanga um morðhótanir sem einhvem tíma hafi átt að eiga sér stað í fangelsi. Af manni í hans stöðu er þetta auðvitað alvarlegt brot á þagnareiði er hann hefur undirritað sem opin- ber starfsmaður. Undir öllum öðr- um kringumstæðum yrðu orð hans einnig talin fádæma rógburður um hóp manna sem ekki getur svarað fýrir sig. Og hér talar ekki óreynd- ur nýliði heldur formaður stéttarfé- lags fangavarða. Ég á þó ekki von á því að Guðmundur verði látin sæta ábyrgð fyrir brot á þagnar- Sigurður Þór Guðjónsson „Það er hætt við því að meiri harka í garð fanga, sem nú er krafa dagsins, skerði enn lög- bundin mannréttindi þeirra og auki til muna virðingarleysið fyrir þeim sem manneskj- um.“ skyldu. Hann er réttu megin við rimlana. Alið á fordómum, Fangelsisyfirvöld hafa í þessu máli dregið upp hasarkennda og mjög neikvæða mynd af föngum. Þeir eru málaðir í sem dekkstum litum án þess að hafa tök á að veija sig. Þetta verður til að dýpka enn fordóma og fyrirlitningu á föngum og magna upp hysteríska hræðslu við þá. En óttinn heldur öllum skiln- ingi utan dyra. Og ekki má dæma alla fanga eftir þeim fáu sem erfið- astir eru: Bakgrunnur margra síbrota- manna er reyndar svo ömurlegur að úr slíkum jarðvegi er ekki að vænta dyggðum prýddra góðborg- ara. Heimur þeirra var brotin heim- ili, basl, drykkjuskapur, vanræksla, barsmíðar, sifjaspell og guð má vita hvað. Flestir síbrotamenn eru einn- ig í viðjum vímuefna sem breytir besta fólki í villidýr. Undanfarin fjórtán ár hef ég kynnst tugum afbrotamanna sem náð hafa að sigrast á vímuefnum. Og þá kemur í ljós að þeir eru yfir- leitt ósköp venjulegir menn, hvorki verri né betri en gengur og gerist. Eftir að þeir náðu sér á strik hafa þeir orðið ágætir borgarar og sum- ir leggja jafnvel stund á háskóla- nám. Það er samt eitt sem mér finnst greina þá frá öðrum. Og það er hve líf þeirra .var ástlaust og gleðisnautt frá fyrstu tíð. Enginn lét þá finna að þeir væru einhvers virði. Að þeir væru menn. Engum þótti vænt um þá. Og meðan þeir voru enn í fjötrum fortíðarinnar og vímunnar kunnu þeir ekki að gefa öðrum annað en það eina sem lífið hafði skenkt þeim sjálfum frá blautu barnsbeini: Miskunnarleysi og ijandskap. Það er hætt við því að meiri harka í garð fanga, sem nú er krafa dags- ins, skerði enn lögbundin mannrétt- indi þeirra og auki til muna virðing- arleysið fýrir þeim sem manneskj- um. Kergja þeirra mun þá fyrr eða síðar bijótast fram í stjórnlausri bræði sem hefur engu að tapa. Þá verður ekki fangauppþot. Það verð- ur fangauppreisn. Og hún gæti orð- ið mikill hai-mleikur. Höfundur er rithöfundur. Almennir f lokkar - Frísf undanám Bóklegar greinar: íslenska (stafsetning og málfræði). íslenska fyrir útlendinga I, II, III (í I stig er raðað eftir þjóðerni nemenda). íslenska fyrir nýbúa (íslenska og fræðsla um íslenskt samfélag, matreiðsla pg handavinna). íslensk málnotkun og hugtök: Námskeið fyrir nýbúa á framhaldsskólaaldri sem þurfa að ná betri tökum á málinu. Erlend tungumál: (byrjenda- og framhaldsnámskeið) Danska, norska, sænska. Sænska og finnska fyrir ferðafólk, áhersla á finnska sögu og samfélag. Sænskar bókmenntir. Enska, þýska, hollenska, franska, ítalska. ítalskar bókmenntir. Spænska. Spænskar bókmenntir. Portúgalska, latína, búlgarska, gríska, pólska, tékk- neska, rússneska, japanska, hebreska. Verklegar greinar: Fatasaumur, bútasaumur, batik, fatalitun, skrautskrift, postulínsmálun, bókband, vélritun, trimm, myndvefnaður, batík, silkimálun, tauþrykk og taumálun. Myndlistarnámskeið: (Byrjenda- og framhaldsnámskeið) Teikning, málun, módelteikning, teikning og litameðferð fyrir 13-16 ára, umhverfisteikning, mónóþrykk. Aðstoð við skólafólk: Stærðfræði á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Stafsetning fyrir fram- haldsskólanema sem þurfa að bæta kunnáttu sína í íslenskri stafsetningu. íslenska fyrir nýbúa á framhaldsskólaaldri. íslensk málnotkun og hugtök. Danska, norska, sænska Fyrir börn, 7-10 ára, til að viðhalda kunnáttu þeirra sem kunna eitthvað fyrir í málunum. fl/ýff námskeið: Kynning á trúarbrögðum heims. Helstu trúarbrögð heims og áhrif þeirra í samskiptum þjóðanna. í almennum flokkum er kennt einu sinni til tvisvar í viku, ýmist tvær, þrjár eða fjórar kennslustundir í senn. Námskeiðin standa yfir í 6-11 vikur. Kennslugjald fer eftir stundafjölda og er haldið í lágmarki. Það skal greið- ast við innritun. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla og Gerðubergi. InnritunferframíMiðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, dagana 16. og 17. septem- ber kl. 17.00-19.30. Kennsla hefst 27. september. ___________Brids______________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélagið Muninn í Sandgerði Miðvikudaginn 15. september hefst vetrarstarfið eftir sumarfrí. Spilað verður í húsi Björgunarsveitarinnar Sigurvonar við Strandgötu öll mið- vikudagskvöld kl. 20.00. Fyrsta spila- kvöld félagsins hefst með léttum eins kvölds tvímenningi. Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að mæta, og þeir sem ekki hafa spilafélaga geta einnig komið og við reynum að útvega þá. Það vantar alltaf fleiri konur í hópinn og það er alltaf heitt á könnunni! Mótaskráin 1993-1994 Mótaskráin fyrir spilaárið 1993-94 er komin út og hefur verið send til allra félaga. Ef einstök félög óska eftir að fá fleiri eintök send þá vinsam- lega hafið samband við skrifstofu Bridssambandsins í síma 9619360. í mótaskránni eru upplýsingar um öll íslandsmót vetrarins, öll svæðamót og þau opnu mót sem ákveðin höfðu ver- ið í lok ágúst. Einnig er þar listi yfir félögin innan Bridssambands íslands og hvaða daga þau spila. Þá er síma- númer gefið upp með hveiju félagi og oftast er það formaður félagsins. Sumarbrids Mánudaginn 30. ágúst var spilaður Mitchell með þátttöku 42 para. Spiluð voru 30 spil og meðalskor var 420. NS Hrafnhildur Skúlad. - Jorundur Þórðarson 489 Guðjón Jónsson - Halla Ólafsdóttir 487 Jóhannes Ágútsson - Friðrik Friðriksson 486 AV María Haraldsdóttir - Ólöf Þorsteinsdóttir 499 RósmundurGuðm.-RúnarHauksson 476 Dóra Friðleifsdóttir - Sigríður Ottósdóttir 465 31. ágúst var spilaður Mitchell með 26 para þátttöku. Spiluð voru 30 spil. Meðalskor var 270. NS Páll Valdimarsson - Rapar Magnússon 368 Jón V. Jónmundsson - Albert Þorsteinsson 311 Jens Jensson - Guðbjöm Þórðarson 302 AV Hrólfur Hjaltason - Sverrir Ármannsson 321 Hjalti Elíasson - Páll Hjaltason 320 Sigurjón Harðarson - Haukur Árnason 299 1. september spiluðu 38 pör. Meðal- skor var 420. Efstu pör .voru: NS Baldur Bjartmarsson - Helgi Skúlason 525 Sigrún Pétursdóttir - Alda Hansen 466 AV Valdimar Sveinsson - Þorsteinn Berg 533 SverrirÁrmannss. - AðalsteinnJörgens. 479 2. september var spilaður tölvu- reiknaður Mitchell með þátttöku 36 para. Meðalskor var 420. NS Valdimar Sveinss. - Gunnar B. Kjartansson 509 HelgiJónsson-HelgiSigurðsson 493 Óskar Karlsson - Guðlaugur Nielsen 480 AV Jón Friðsteinsson - Runólfur Sigurðsson 482 Ámína Guðlaugsdóttir - Bragi Erlendsson 477 Gunnar V. Gunnarsson - Stefán Jóhannsson476 Föstudaginn 3. september mættu 38 pör. Meðalskor 420. NS Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 528 Eðvarð Hallgr. - Jóhannes Guðmannss. 489 Aðalheiður Torfad. - Ragnar Ásmundsson 464 AV Bjöm Þorláksson - Hlynur Garðarson 495 Jón H. Elíasson - Guðrún Jóhannesdóttir 485 Ámína Guðlaugsdóttir - Bragi Erlendsson 481 0 SINFONIUHLJOMSVEITISLANDS /\ VESTURLANDI Félagsheimilinu Ólafsvík föstudaginn 1 7. september kl. 21.00 Jöklakórlnn tekur þótt í tónlelkunum Kirkjunni Stykkishólmi Iþróttahúsinu Borgarnesi laugardaglnn 18. september, kl. 15:00 laugardaglnn 18. september, kl. 21:00 Borgflrskt söngfólk tekur þótt I tónlelkunum Kórarnir flytja eftirfalin verk með hljómsveitinni: Jöklakórlnn tekur þátt í tónlelkunum EFNISSKRA: Beethoven: Fldello, forlelkur, Grleg: Norskir dansar, op. 35 Massenet; Medltation úr Thals Mendelssohn Konsert f. klorinett og bassethorn Blzet: Carmen svíta m. 1 Póll ísólfsson: Úr útsœ rísa (flutt á öllum stöðum) Verdi: Fangakórinn úr Nabucco (flutt á öllum stöðum) Katl O. Runólfsson: [ flarlœgð (flutt á Ólafsvík og í Sfykklshólml) Verdl: Steðjakórlnn úr II Trovatore (Flutt í Borgamesi) Hljömsveltarstjórl: Örn Óskarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.