Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993 15 Frelsi er dýrmætt eftir Guðmund Þ. Jónsson Greinar um meint mannréttinda- brot verkalýðshreyfmgarinnar hafa verið tíðar í fjölmiðlum að undan- förnu. Þessi meintu „mannréttinda- brot“ eru skylduaðild að verkalýðs- félögum. Það sem vekur athygli í þessu sambandi er einkum þrennt: I fyrsta lagi að skrifararnir eru flest- ir fræðimenn, starfsmenn samtaka atvinnurekenda eða ungir menn sem hyggja á frama í stjórnmálum. í öðru lagi að greinar frá meintum „fórnarlömbum mannréttindabrota" verkalýðshreyfingarinnar eru fátíð- ar. I þriðja lagi er forsendan fyrir skrifunjum - að skylduaðild sé að verkalýðsfélögum - röng. Enginn er skyldugur til að vera í verkalýðsfélagi þótt fólk greiði til þess. Verkalýðsfélög eru hinsvegar skyldug til að taka sem félagsmenn alla þá er vinna þau störf sem við- komandi verkalýðsfélög semur fyrir. Þannig geta allir launþegar haft lýðsræðisleg áhrif á þá stefnu og starfshætti sem verkalýðsfélag setur hér. Kjarasamningar tryggja öllum launamönnum lágmarksréttindi, líka þeim er standa utan verkalýðsfé- laga. Kjarasamningar eru þannig einskonar almannagæði sem notuð eru sem almenn viðmiðun í þjóðfé- laginu um'kaup og kjör. Veikindaréttur, helgidagalaun og orlof eru dæmi um það sem verka- lýðshreyfingin hefur áorkað fyrir félagsmenn sína og launafólk al- mennt. Þetta eru réttindi sem öllum þykja sjálfsögð í dag, þó hafa „frels- ispostularnir" ekki séð ástæðu til að prédika um mikilvægi frelsis til þess að taka sumarfrí. Ríkisábyrgð á vangreiddu orlofi og ríkisábyrgð á launum hjá gjaldþrota fyrirtækjum eru önnur dæmi um mikilvægi sterkrar verkalýðshreyfíngar til að vernda það frelsi sem skiptir launa- fólk máli, nefnilega frelsi til þess að eiga skilyrðislausa kröfu á oríofs- laun (frelsi til að geta nýtt orlof) og rétt til fullnaðaruppgjörs á van- greiddum launum frá fyrirtækjum við gjaldþrot (frelsi til að eiga til hnífs og skeiðar þó atvinnurekandi fari á hausinn). Það er þetta já- kvæða frelsi sem hlýtur að teljast mikilvægt við mat á hagsmunum launþega, frelsi til mannsæmandi lífs án sífelldrar óvissu um afkomu sína og sinna nánustu. En það er ekki nóg að ná einu sinni fram ákveðnum réttindum, það verður stöðugt að standa vörð um fengið frelsi. Til þess eru verkalýðs- félög ekki síður nauðsynleg. Mikið af starfi verkalýðsfélags snýst ein- mitt um að tryggja það að launþeg- ar nýti sér þessi réttindi sín - þetta frelsi sitt - hvort sem um er að ræða að gera kröfu í ríkisábyrgðar- sjóð launa vegna gjaldþrots eða til félagsmálaráðuneytis um innlausn á vangreiddri orlofskröfu. Þetta eru réttindi sem oft er tímafrekt að standa í því varla á færi launafólks ásamt því sem þessu fylgir kostnað- ur vegna lögfræðiaðstoðar sem verkalýðsfélög greiða nú. Verkalýðs- félög eru þannig mikilvæg til þess að standa á bak við verkafólk þegar eitthvað bjátar á. Verkalýðsfélögin eru einnig mikilvæg til að miðla reynslu og þekkingu á hinum misj- öfnu aðstæðum sem upp koma í samskiptum verkafólks og yfir- manna á vinnustöðum. Þau taka á sig að fullu þann kostnað sem felst í því að leita réttar starfsmanns þegar á honum er brotið. Það er einmitt þessi kostnaður við eftir- rekstur réttindamála sem oftar en ekki myndi fæla launafólk frá því að leita réttar síns, ög slíkt væri atvinnurekendum líklega ekki á móti skapi. Frelsið getur nefnilega verið dýrt í krónum talið og sterk verkalýðsfélög tryggja öllum frelsi, ekki bara þeim sem á nóg af krón- unum. Atvinnuleysistryggingasjóður er annað skýrt dæmi um mikilvægi sterkrar verkalýðshreyfingar. At- vinnuleysistryggingasjóði var komið á í kjarasamningum þar sem verka- lýðshreyfingin, í krafti síns styrks, náði fram gríðarlega mikilvægu rétt- indamáli launafólks sem stjórnmála- menn höfðu fyrst vakið máls á 30 árum fyrr. Hvert væri frelsi þeirra launþega sem í dag hefðu ekki vinnu ef ekki nyti við atvinnuleysistrygg- ingasjóðs? „Frelsið" gæti e.t.v. verið falið í því að bjóða starfskrafta sína á t.d. 30 þús. kr. á mánuði, þ.e. að bjóða sig niður fyrir lágmarkskjör. Þetta er líklega það „frelsi" sem sumir atvinnurekendur a.m.k. myndu ekki slá hendi á móti sem og ýmsir talsmenn þeirra eins og dæmin sanna. Það sem einnig er alvarlegt er að þetta „frelsi“ til að bjóða kjör sín niður verður til þess að aðrir launþegar hafa verri samn- ingsstöðu; „frelsi“ eins getur þannig þýtt helsi annars. Hér myndu rök „frelsispostulanna" líklega vera þau að kaupin og kjörin eigi einmitt að gerast svona; á markaði. Þá er því til að svara að samningsstaða laun- þega og atvinnurekenda er hreint ekki jöfn og því fáranlegt að tala um fijálsa samninga í beinum sam- skiptum atvinnurekenda og launa- fólks. „Frelsið" væri allt atvinnurek- anda megin; frelsi hans til að ákveða einhliða kaup og kjör starfsmanna. Að halda því fram að starfsmaður og atvinnurekandi hafi sömu mögu- leika og þannig sömu samningsstöðu er ekki bara út í hött heldur lýsir það skilningsleysi á kjörum og að- Guðmimdur Þ. Jónsson „Það er okkur öllum nauðsynlegt að skoða á gagnrýninn hátt og af yfirvegun hugmyndir og rök fyrir frelsi og réttlæti. Hinsvegar ber okkur að forðast að falla í þá gryfju að taka slagorð um frelsi og réttlæti alvarlega sem augljóslega miða að því að veikja samtök verka- fólks í sífelldri baráttu fyrir þeim sjálfsagða rétti að geta lifað mannsæmandi Iífi.“ stæðum launafólks almennt. Þeir sem gera sig seka um slíkt skilnings- leysi hafa ekki þann þroska til að bera sem hlýtur að vera frumskil- yrði þess að ræða opinberlega um kjara- og verkalýðsmál; og enn síður ættu slíkir menn að fjölyrða um frelsi. Verkalýðsfélög eru einmitt til þess að launafólk hafi svipaða samn- ingsstöðu og atvinnurekendur, að aðilar geti mæst á jafnréttisgrund- velli og náð ásættaníegum samning- um fyrir heildina. Frelsi er dýrmætt, svo dýrmætt að ungir menn á uppleið eða málpíp- ur atvinnurekendasamtaka ættu, þrátt fyrir ákafa og metorðagirnd, að leggja meiri metnað í umfjöllun um efnið. Oft er talað um jákvætt og neikvætt frelsi, en frelsi á sér fleiri víddir. Frelsi fyrir alla verður ekki náð án tillits manna á milli, frelsi frumskógarins þar sem sá sterki hefur frelsi til að traðka á þeim sem minna mega sín erekki það frelsi sem íslenskt launafólk kýs. Mörg dæmi eru um að menn hafi virt þennan almenna skilning á frelsi yfir hinn þrönga skilning. Bí- leigendur eru skyldugir til þess að tryggja bílinn sinn, undan-því kom- ast menn ekki meðan þeir eiga bíl. Það er til þess að tryggja réttindi og frelsi annarra sem e.t.v. verða fyrir eigna- eða heilsutjóni af völdum bíleigenda. Á sama hátt hafa menn komist að þeirri niðurstöðu að krist- in trú og boðskapur biblíunnar sé það veganesti sem okkur einstakl- ingum og þjóðfélagi farnist best að lifa eftir. Þess vegna komast menn ekki undan því að greiða þó svo menn segi sig úr þjóðkirkjunni, þrátt fyrir að hafa aldrei sótt um inn- göngu. Það er okkur öllum nauðsynlegt að skoða á gagnrýninn hátt og af yfirvegun hugmyndir og rök fyrir frelsi og réttlæti. Hinsvegar ber okkur að forðast að falla í þá gryfju að taka slagorð um frelsi og rétt- læti alvarlega sem augljóslega miða að því að veikja samtök verkafólks í sífelldri baráttu fyrir þeim sjálf- sagða rétti að geta lifað mannsæm- andi lífi. Höfundur er formaður Iðju, félags verksmiðjufólks, og Landssambands iðnverkafólks. Nú baelosl peningor í pollinn fró Austurríki og Donmörku! Sölu lýkur miðvikudog kl. 16:55 Dcinmörk 09 ísloncP Auslurríki, Svíþjóð,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.