Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 41
i i i i I I I í 1 3 i I 'i I I I- MÖRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993 41 Auðlindavísitala Frá Guðjóni Sveinssyni: Miklar og merkilegar umræður hafa verið síðustu misseri um lausn efnahagsmála, vanda ríkis, sjávar- útvegs og landbúnaðar. Gjaldþrot, halli ríkissjóðs, niðurskurður, upp- sagnir, aukið atvinnuleysi o.fl., o.fl. glymur í eyrum úr öllum rásum og stöðvum. Til lausnar vandans er fyrst og fremst rætt um sameining- ar af öllum gerðum og stærðargráð- um, fækkun fólks á vinnumarkaði, óútskýranlegri hagræðingu og ekki má gleyma útrýmingu bænda — svona hér um bil. En fyrst og fremst ræður ráðleysið ríkjum, farið kring- um raunveruleikann sem köttur um heitan graut. Samdráttur í fiskveiðum Orsökin að þessum bölmóði er samdráttur í auðlind okkar, sjónum. (Við getum rétt hugsað okkur óhljóð oiíufurstanna ef tæki fyrir olíulekann hjá þeim.) Þegar slíkt gerist er tæpast hægt að greiða iandsmönnum jafnhátt kaup og þegar allt leikur í lyndi, nema með auknum lántökum, sem nú þegar hafa næsta vaxið okkur yfir höfuð. Það veldur mér talsverðum heila- brotum, í þessum kórsöng sam- dráttar og sameiningar, að ekki hefur verið minnst á eða hugað að aðgerðum þeirra Vestmannaeyinga frá öndverðum apríl sl. (hélt fyrst að um aprílgabb væri að ræða). Þar fóru þeir út á þá braut að lækka kaup, mest hjá þeim hæstlaunuðu. Já, hvers vegna ekki? Enginn vill láta af sínu Skýringin virðist varla vera nema sú, að þeir ríku (þ.e. mennirnir með yfir 200-300 þús. króna mánaðar- laun og þar yfír) vilja ekki né tíma að minnka við sig — ekki einu sinni þingmenn, ráðherrar eða forkólfar sveitar- og bæjarstjóma. Þess í stað tala menn um hag- ræðingu, sem felst fyrst og fremst í fækkun starfa, sem leiðir til fjölg- unar atvinnuleysingja (sem ríkið verður víst að neyðast til að sjá farborða eða afhausa ella!), svo hagræðingin étur gat á sjálfa sig og vitleysan mengar urnhverfíð. Atvinnuleysið erfítt sem áður vofa á plani velferðarþjóðfélagsins (er það ekki rétt?), of margir með of há laun miðað við þjóðarfram- leiðslu. Er eitthvert vit í þessu? Stiglækkandi niðurfærsla kaupgjalds Nei, því fer fjarri. Hér verður að huga betur að (hefði þurft að vera búið fyrir allnokkru), ekki flana að neinu og hafa hugfast, að við erum ein þjóð með jafnan rétt á lifi- brauði, innan hóflegra skiptingar. Að halda að allt þetta sameiningar- baul leysi vanda þjóðarinnar er al- ger firra. Það skapar ekki auð í garð, heldur sundurlyndi og von- leysi. Þetta þjóðfélag er svo háð auðæfum hafsins, að við það verður að miða allt, kaupgjald og aðrar áætlanir og aðgerðir. M.ö.o. auð- lindavísitölu (þar með má farga hinum). í ljósi hennar (auðlindavísi- tölunnar) þarf í dag að lækka laun í landinu. Mest hjá þeim er ég nefndi áðan, en skerða ekki laun upp að svona 80 þúsund á mánuðu, miðað við átta stunda vinnudag. Maður sem hefur yfir 300 þúsund kr. á mánuði, verður ekki var við og munar ekkert um, þó kaup hans lækki um 15-20%. Sama gildir um laun frá 150-299 þúsund kr. þó þau lækki um ein 10% og laun frá 81-149 þúsund kr. lækki stígandi frá U/2-5%. Upphaf betri tíðar Ekki held ég því fram, að þetta leysi einn, tveir og þrír, vanda þjóð- arbúsins, en eru menn tilbúnir að ríða á vaðið? Fullvíst er að með þessari launaniðurfærslu má stoppa upp í fjölmörg fjárlagagöt, án þess að valda sársauka uppsagna og aukins vinnuálags þeirra er eftir lifa (sem ekki verður lengi). Þetta er skilvirk leið, réttlát og fljótvirk. En ef dómgreind íslenskra stjórn- málamanna er slík (og fer ég ekki í flokkadrætti), að þeir skilji ekki né sjái jafn auðskildan sannleik, þá er meiri vandi framundan en nokk- um getur órað fyrir. Til hvers hefur þá menntunin leitt oss? Á hún ekki að auka víðsýni, réttsýni — samfé- lagsþroska? Ekki eftir neinu að bíða Byijum þegar á þessari niður- færslu. Látum kjósa um hana, ef með þarf, (með öðru) 20. nóvember nk. Ef fólki er annt um sitt föður- land, ætti tillagan að verða sam- þykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Dreifum störfum, lækkum laun í stað þess að hækka þau og færa á færri hendur. Ég er viss um að með samheldni (bak í bak) og bróður- kærleik, náum við okkur, með ráð- gjöf okkar bestu vísindamanna, upp úr þessum öldudal. Vitið þið tá. Þá kemur betri tíð o.s.frv. Þá mætti aftur hækka kaupið — ef mönnum myndi líða betur. GUÐJÓN SVEINSSON Mánabergi, Breiðdalsvík Pennavinir ÁTJÁN ára Tanzaníupiltur með áhuga á tónlist (rapp) og íþróttum: Richard Elias, Box 8032, Moshi, Tanzania. SEXTÁN ára fínnsk stúlka með margvísleg áhugamál: Laura Kuitunen, Salakkatie 8c, 02170 Espoo, Finland. SAUTJÁN ára þýskur piltur með margvísleg áhugamál: Christoph-Lars Lange, Am Eetzteich 55, D-24321 Liitjenburg, Germany. FRÁ Bandaríkjunum hefur blaðinu borist bréf frá konu sesm rekur pennavinaklúbb þar í landi. Segist hún fá mörg bréf frá löndum sínum sem vilja eignast pennavini í útlönd- um og bað um að nafn og heimilis- fang sitt yrði birt: Pen Pal World Network, 3760 Market St. N.E. 19, Salem, Oregon97301, U.S.A.. LEIÐRÉTTING Rang titlaður Á baksíðu Morgunblaðsins í gær var sagt frá fölsuðum þúsund kr. seðli sem kom fram í versluninni Goðsögn og var Maron Brynjarsson sagður verslunareigandi. Hið rétta er að Maron er afgreiðslumaður í versluninni. VELVAKANDI MOTMÆLIR HREINDÝRAVEIÐI AXEL hringdi til að mótmæla því að fjölmiðlar slái upp mynd- um og fyrirsögnum af hrein- dýraveiðimönnum og þeir gerðir að hetjum fyrir það að fella hreindýr. Ef fækka þarf í hrein- dýrastofninum ætti það að vera í verkahring veiðivarða, þegj- andi og hljóðalaust, en ekki manna sem njóta þess að drepa dýrin. BÍLSTJÓRIRANGE ROVER-BIFREIÐAR GEFISIGFRAM KONA hringdi í Velvakanda: Þann 3. september sl. lá leið mín eftir Elliðavatnssvegi við Vífílsstaðavatn þegar á móti mér kemur stór og mikill ljós jeppi af Range Rover-gerð. Jeppinn var upphækkaður á áberandi fallegum krómfelgum á ofsahraða dansandi eftir veg- inum og ég komin eins og ég gat út í kant þegar ég sá í hvað stefndi. Það dugði ekki til því maðurinn á jeppanum hélt sínu striki og skrapaði alla hlið bíls- ins míns. Uppi sit ég með allan kostnað ef þessi maður gefur sig ekki fram. í Range Rover-bifreiðinni var kona og barn. Vitað er að stuttu seinna eða um kl. 22.00 sat þessi sama bifreið föst á steini utan vegar á Rjúpnahæð, sjálf- sagt eftir ofsaakstur frá slys- stað. Allar upplýsingar eru vel þegnar og tilkynnist til Lögregl- unnar í Hafnarfirði, sími 51166. TAPAÐ/FUNDIÐ Myndavél fannst SL. sunnudag fannst myndavél á Þingvöllum og getur eigandinn vitjað hennar í síma 666738. Barnakoddi fannst BARNAKODDI í hvítu veri fannst við Ægisíðu sl. sunnu- dag. Eigandinn getur vitjað hans í síma 16591. Ullarkápa tapaðist BRÚN síð ullarkápa var tekin í misgripum á skemmtistaðnum „Tveim vinum og annar í fríi“ föstudagskvöldið 27. ágúst sl. Sá sem kynni að hafa hana undir höndum er vinsamlegast beðinn að skila henni á skemmti- staðinn eða hringja í síma 21368. Svart axlaveski SVART axlaveski tapaðist eða var tekið í misgripum á Hótel íslandi föstudagskvöldið 10. september. Ef einhver hefur veskið í fórum sínum þá vinsam- lega skilið því á Hótel ísland eða hringi í síma 686645. Rúskinnsjakki SVARTUR rúskinnsjakki tapað- ist frá Ártúnshöfða sl. laugar- dagskvöld. Finnandi hringi í síma 672082. Lesgleraugu fundust I VERSLUNINNI Sigurbogan- um, Laugavegi 80, fundust Ies- gleraugu fyrir u.þ.b. 2 vikum. Ef einhver saknar gleraugn- anna, þá eru upplýsingar í síma 611330. GÆLUDÝR Læða tapaðist BIKSVÖRT læða, grönn en loð- in, tveggja ára, ólarlaus og ómerkt, hvarf frá heimili sínu neðst í Breiðholti við Elliðaár- dalinn fyrir um það bil viku. Hafí einhver orðið vár við hana er hann beðinn að hringja í síma 685693. Nóri er týndur SVARTUR fallegur eins árs högni hvarf frá heimili sínu, Krummahólum 6, miðvikudag- inn 8. september. Hann er ólar- laus en eyrnamerktur, R-3026. Ef einhver hefur séð hann eða gefið upplýsingar um afdrif hans vinsamlega látið vita í síma 673109 fyrir hádegi og eftir kl. 18. Svartur og hvítur fress SVARTUR og hvítur fress tap- aðist frá Suðurgötu í Hafnar- firði fyrir viku, hann er eyrna- merktur og hálsmerktur. Ef ein- hver veit um ferðir kisu þá vin- samlega hringið í síma 50327. Ffíshun - fyrir DALE CARNEGIE ® félaga KonráðAdolphsson GuðrúnJóhannesd. Ingibjörg Bemhöft D.C. kennari D.C.kennari D.C.kennari Er ekki kominn tími til ad hressa upp á sjálfan sig - virkja betur hæfileikana sem blómstrudu á sinn hátt, þegar þú tókst þátt í Dale Carnegie ® námskeidinu? Innritun og upplýsingar í síma: 812411 STJÓRNUNARSKÓLINN Konráó Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie® námskeiðin. 5 ára afmœlistilboð ‘TóCvusfcióCi ísCands er utti þessar mutuCir 5 ára 0£ býður af því tiCefni einstakf afmcefístiCboð Skrifstofutækninám med 20% afslætti ...aðeins kr. 3.990 á mánuði Tölvuskóli íslands Sími 67 14 66 • opið til kl. 22 Verðið miðast við jafnar afborganir í 24 mánuði Listförðunarskóli Línu Rutar hetst 20. september nk. Um er að ræða dag- eða kvöldskóla, fjóra daga vikunnar í eftirfarandi: Kvikmyndaförðun 12 vikur Kennarar: Ásta Högnad., Hanna Maja ásamt gestakennara. Ljósmynda- og tískuförðun 6-12 vikur Kennarar: Ásta Hafþórsd., Hanna Maja,Lína Rut og Þórunn Högnad. Tökum nú einungis 10-12 nema á námskeið. Bjóðum einnig upp á förðunarnámskeið sniðin að þörfum hvers og eins. Allar nánari upplýsingar í Förðunarmeistaranum, Borgarkringlunni, sími 677280. MAKE UP FOR EVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.