Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993
33
j
til okkar. Hann lést á Borgarspítal-
anum hinn 4'. september eftir stutta
en erfiða legu þar.
Ég kynntist Didda, eins og hann
var ávallt kallaður af sínum nán-
ustu, og Obbu tengdamóður minni
vorið 1974, þegar við Teitur sonur
þeirra byijuðum að vera saman.
Við fyrstu kynni mín af Didda man
ég hvað mér fannst hann hlédrægur
og feiminn maður, en þegar árin
liðu fannst mér hann ekki hlédræg-
ur og feiminn heldur óskaplega
vandaður maður sem vildi öllum vel
og sagði aldrei neitt nema að vel
athuguðu máli. Hann var passa-
samur á alla hluti og hafði allt í
röð og reglu og gekk að öllum hlut-
um á vísum stað.
Einu sinni bað ég Didda um að
lána mér vissa töng sem mig vant-
aði. „Jú jú, Lovísa mín, hún er úti
í bílskúr," sagði Diddi og fór ég
með honum þangað. Ég hefði aldrei
fundið hana, en Diddi gekk að henni
á sínum stað og rétti mér. Diddi
var alltaf að hugsa um aðra og þá
sérstaklega um börnin sín, Elínu
og Teit, og svo um barnabörnin sín.
Hann vildi okkur allt það besta og
var barnabörnum sínum ávallt góð-
ur. Þegar börnin okkar Elínar voru
lítil tók hann þau í fangið og sat
með þau og spjallaði við þau. Ef
þau voru eitthvað óróleg þá náði
afi alltaf að róa þau niður. Diddi
var barnabörnum sínum eins góður
afi og hugsast getur, líkt og þegar
við lesum um í ævintýrasögum um
afann sem var alltaf svo gott að
koma til þegar eitthvað var að eða
bara til að spjalla við, þannig var
Diddi.
Diddi var mikill hagleiksmaður,
enda lærður húsasmiður. Hann
vann mikið og var ákaflega ósérhlíf-
inn maður, enda sást það best þeg-
ar hann tók þá ákvörðun að fara
að byggja sér sumarbústað í landi
Eyvindartungu við Laugarvatn þar
sem hann er fæddur og uppalinn.
Hann var þá ekki alveg heill heilsu
og fékk son sinn Teit til að reisa
bústaðinn í fyrrahaust sem hann
og gerði og ætlaði Diddi þá að
dunda sér við að ljúka við hann
þannig að hann og Obba gætu ver-
ið þar saman. Hann var búinn að
fara þangað ótal sinnum í sumar
og var þá ávallt sonur okkar Teits,
alnafni afa síns, eða Elvar, sonur
Elínar, með í förinni. Hann komst
yfir svo ótrúlega mikið, þótt sár-
þjáður væri. En áhuginn var svo
mikill að koma þessum bústað í
gagnið að það gekk fyrir öllu. Og
getum við best séð hvað ósérhlífinn
hann var af því að aðeins tveimur
vikum eftir að hann var fyrir aust-
an var hann allur.
Það var alltaf gott að leita til
Didda, það var alveg saman hvað
það var, hann hlustaði og fann svo
bestu lausnina á málinu.
Þótt Didd væri alvörugefinn mað-
ur var stutt í kátínuna hjá honum.
Hann sá alltaf skondnu hliðarnar á
hlutunum og hló mikið og gerði að
gamni sínu. Hann var mjög fróður
maður og hafði gaman af því að
segja frá og var gaman að hlusta
á hann.
Stundum töluðum við Diddi lengi
saman í símann, því að hann hringdi
ævinlega eftir fréttir og var þá
bara að spyija um börnin sín og
síðastiðið eitt og hálft ár bættist
við önnur spurning hjá honum:
„Hefurður nokkuð heyrt af Teit?“
Þar sem Teitur hefur verið sjómað-
ur í eitt og hálft ár. Hann saknaði
Teits sonar síns mikið.
Ég gæti haldið lengi áfram og
dásamað tengdaföður minn, en ég
þakka fyrir að hafa fengið að kynn-
ast honum og enginn gæti óskað
sér betri tengdaföður eða afa en
Diddi var.
Elsku Obba mín, við vitum að
þar sem hann er nú hefur verið
tekið vel á móti honum og honum
líður vel. Því í heimi hér er meira
af gleði en sorg. En ég segi þér
að sorgin og gleðin ferðast saman
að húsi þínu, og þegar önnur situr
við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu.
Þú vegur salt milli gleði og sorgar.
Jafnvægi nærð þú á þínum dauðu
stundum. Þegar sál þín vegur gull
sitt og silfur á metaskálum, hljóta
gleðin og sorgin að koma og fara.
Lovísa Viðarsdóttir.
Hallgrímur Péturs
son - Minning
AUtaf er það jafn ósanngjarnt
þegar vinir kveðja. Okkur finnst
tímasetningin ávallt röng þegar
ekki er um ellimóða öldunga að
ræða, heldur fólk sem enn virðist
eiga dijúgan veg framundan. Svo
snögglega og óvænt bar andlát
Hallgríms að. Aðeins nokkrir dag-
ar á sjúkrahúsi og svo skyndilega
öllu lokið.
Öll jól ævi minnar hef ég fengið
jólakort þar sem hin óvenju fallega
rithönd Hadda gladdi mig. „Þegar
ég verð stór ætla ég að skrifa eins
vel og Haddi,“ ságði ég fyrir löngu,
en þrátt fyrir vilja og ævingu gekk
það ekki eftir.
Hallgrímur Pétursson var giftur
móðursystur minni Huldu Björg-
vinsdóttur í hartnær fimmtíu ár. Á
milli fjölskyldna systranna var
mikið og gott samband. Alltaf var
hægt að leita til Hallgríms í ýmsum
vandræðum. Átti mamma þar hauk
í horni sem hann var.
Haddi og Hulda eru sámtvinnuð
í vitund minni, samhent um alla
hluti. Hallgrímur hafði traust fas
og það var gott að vera nálægt
honum. Alltaf stutt í kímni og smá
glens. Hann hafði listræna strengi
í fari sínu, eins og hans fallega
rithönd sannar. Oft var hann þeim
systrum innanhandar þegar draga
þurfti mynstur á dúk eða koddaver
hér á árum áður. Ekki held ég að
hann hafi lagt neina sérstaka rækt
við þessa hæfileika sína.
Hið trausta og fumlausa lundar-
far Hallgríms gerði það að verkum
að fólk leitaði til hans með ýmis
mál, bæði í einkalífi hans og þá
ekki síður í starfi. Hann starfaði
stóran hluta ævi sinnar á skrif-
stofu Verkamannafélagsins Hlífar
í Hafnarfirði, þar af tíu ár sem
formaður, auk þess að gegna ýms-
um trúnaðarstörfum fyrir Hafnar-
fjarðarbæ. í slíkum störfum koma
upp mörg mál sem krefjast festu,
natni og skilnings á mannlegum
þáttum. Þá hefur starfsdegi ekki
alltaf verið lokið þótt heim væri
komið.
Hallgrímur og Hulda áttu eina
dóttur, Sigrúnu. Hennar maður er
Ásgeir Þorsteinsson. Þau eiga þijú
böm, en langafabörnin eru fjögur.
Einnig ólu þau upp systurson
Huldu, Stefán Hermanns. Hall-
grímur var fjölskyldumaður sem
lifði hófsömu lífi og barst ekki á.
Hann sé kært kvaddur.
Ása Björk.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjóm blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu
blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi.
ÞESSIR krakkar héldu hlutaveltu til styrktar Reykjavíkurdeild
Rauða kross íslands og varð ágóðinn 1.720 krónur. Þau heita Dag-
mar Ólafsdóttir, Berglind Gyða Loftsdóttir, Freyr Luca, Harpa Krist-
insdóttir, Bjarki Kristinsson og Anna Guðrún Hallsdóttir.
ÞESS AR stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Reykjavíkurdeild Rauða
kross íslands og varð ágóðinn 4.392 krónur. Þær heita Sara Rós
Grétarsdóttir, Björk Konráðsdóttir og Dagrún Konráðsdóttir.
ÞESSAR stúlkur héldu hluta-
veltu til styrktar Sophiu Hansen
og varð ágóðinn 622 krónur. Þær
heita Sigrún Edda Siguijónsdótt-
ir og Margrét Róbertsdóttir
★ STRIKAMERKING
III llll
634578 901008
• Prentarnr fyrir strikamerki
• Hóflegt verð
• íslensk leturgerð
• Prentun: EAN-íi, EAN-13, UPC, OkIc
39, Code 93, Codabnr, ofl.
• Aflesarapennar fyrir strikamerki
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 105 Reykjavík
Símar 624631 624699
LEGSTEINAR
720 Borgarfirði eystra,
sími 97-29977, fax 97-29877
+
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir og amma,
ELIN INGA BRAGADÓTTIR,
Akurgerði 7A,
Akureyri,
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 14. september.
Kristinn Hólm Vigfússon,
Lára Björk Kristinsdóttir, Karl S. Bragason,
Bragi Hlfðar Kristinsson, Frfða Pétursdóttir,
Baldur Bragason,
Karl Bragason,
Þórhalla Bragadóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
KARITASAR HALLDÓRSDÓTTUR.
Helgi Kristjánsson,
Kristján Helgason, Steinunn Jónasdóttir,
Jóhann Helgason, Helga Jónasdóttir,
Stefán Helgason, Ásdís Skarphéðinsdóttir,
Númi Helgason,
bárnabörn og barnabarnabörn.
+
Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir,
SIGURJÓN M. JÓNASSON,
Syðra-Skörðugili,
Skagafirðl,
verður jarðsunginn frá Glaumbæjarkirkju, föstudaginn 17. septem-
ber kl. 14.00.
Sigrún Júlfusdóttir,
Unnbjörg E. Sigurjónsdóttir, Árni Jóhannsson,
Júlía S. Sigurjónsdóttir, Sigurður Jónsson,
Jónas H. Sigurjónsson, Valgerður Kristjánsdóttir,
Ásdis S. Sigurjónsdóttir, Einar E. Gislason.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð
við andlát og útför,
BALDURS ÞÓRISSONAR,
Baldursheimi,
Mývatnssveit.
Ingibjörg Friðjónsdóttir,
Ásgeir Baldursson, Þórhalla Þörhallsdóttir,
Grétar Ásgeirsson,
Inga Arnhildur Ásgeirsdóttir, Jón Þór Ólafsson,
Elva Ásgeirsdóttir,
Rósa Björg Ásgeirsdóttir,
Eva Sóley Ásgeirsdóttir,
Þórlaug Þórfinnsdóttir.