Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993 29 Yfirburðir Kasparovs Skák Margeir Pétursson ÞAÐ stefnir í mikinn yfirburða- sigur heimsmeistarans Gary Ka- sparovs á áskorandanum Nigel Short í einvígi þeirra í Lundún- um eftir að Kasparov vann fjórðu skákina á svart í gær- kvöldi. Hann hefur nú hlotið þrjá og hálfan vinning gegn að- eins hálfum vinningi Englend- ingsins. Þetta var að auki sá mest sannfærandi af þremur sigrum heimsmeistarans í ein- víginu. í hinu einvíginu í Hol- landi, sem FIDE stendur fyrir, burstaði Karpov Timman í gær- kvöldi. Það var ekki nóg með að Kasparov yki forskot sitt í gærkvöldi, hann vann einnig mikilvægan fræðilegan sigur. Kasparov endurtók ekki fremur vafasama byijanataflmennsku sína úr annarri skákinni heldur lét hann nú reyna á hvað Short hefði fram að færa í því fræga „eitraða peðs afbrigði", sem þrátt fyrir nafnið er hornsteinninn í Najdorf-afbrigð- inu í Sikileyjarvöm. Það virðist afar hæpið á svart, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunar öflugra meist- ara og stórmeistara hefur ekki tek- ist að finna einhlíta leið til að refsa svarti fyrir peðsránið. „Það hafa fleiri vinnustundir glatast vegna eitraða peðs afbrigðisins en í bresku allsherjarverkfalli" segir enski stórmeistarinn óg fræðibóka- höfundurinn dr. John Nunn. Eftir þrettán leiki í skákinni í gær var komin upp sama staðan og í eftirminnilegri elleftu einvígis- skák þeirra Spasskís og Fischers í Reykjavík 1972. Þá kom Spasskí með óvæntan riddaraleik á upp- hafsreitinn bl, króaði drottningu Fischers inni og vann glæstan sig- ur. Short hermdi ekki eftir Spasskí þótt hann léki riddaranum líka upp I borð. Hann valdi honum stað á dl. Skömmu síðar átti Englending- urinn kost á að þráleika til jafntefl- is, en hann hafnaði því og vann síðan skiptamun. En Kasparov hafði tvö peð í bætur og góða peðastöðu og Short sá greinilega ofsjónum yfir þessu því hann var alltof bráður á sér, fórnaði peði til viðbótar og réðst á stöðu heimsmeistarans með miklu offorsi. Heimsmeistarinn sá við at- lögunni og vann öruggan sigur. Hvítt: Nigel Short Svart: Gary Kasparov Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, 6. Bg5 — e6, 7. f4 - Db6, 8. Dd2 - Dxb2, 9. Rb3 - Da3, 10. Bxf6 - gxf6, 11. Be2 - Rc6, 12. 0-0 - Bd7, 13. Khl - h5, 14. Rdl!? Það er vafalaust mörgum skák- unnendum í fersku minni þegar Spasskí lék 14. Rbl gegn Fischer fyrir rúmum 20 árum og eftir Í4. — Db4, 15. De3 - d5?, 16. exd5 — Re7, 17. c4! náði hann vinnings- stöðu. Karpov endurbætti tafl- mennsku svarts síðar með 15. — Re7! Leikur Shorts er ekki síður frumlegur. 14. - Hc8, 15. Re3 - Db4, 16. c3!? - Dxe4, 17. Bd3 - Da4, 18. Rc4 Hc7, 19. Rb6 - Da3, 20. Hael!? Ria, grísk eiginkona Shorts, mætti með dóttur þeirra Kyveli á einvíg- ið, en allt kom fyrir ekki. sjónarhóli kunni það að vera best. Með þessú leggur Short snjalla gildru fyrir andstæðinginn, hann vonast eftir 20. — Be7?, 21. Rc4 — Da4, 22- He4! með vinningsstöðu. Kasparov finnur snjalla lausn, hann lætur af hendi skiptamun, enda þegar búinn að fá tvö peð í bætur. 20. - Re7!, 21. Rc4 - Hxc4, 22. Bxc4 - h4, 23. Bd3?! Það er erfitt að réttlæta þetta tímatap. 23. - f5, 24. Be2 - Bg7, 25. c4 - h3, 26. g3 - d5!, 27. Bf3? Það er eins og örvænting hafí gripið Short og hann leggur alltof miírið kapp á að tefja svart í að hróka. Eftir 27. cxd5 — Rxd5, 28. Bf3 — 0-0! má svartur að vísu vel við una, því peðið á h3 er sem fleinn í holdi hvíts. Úrslitin eru þó langt frá því að vera ráðin eftir 27. Hcl. 27. - dxc4, 28. He3 - c3! Líklega hefur Short aðeins reikn- að með því að Kasparov myndi taka manninn. Eftir 28. — cxb3, 29. Hxb2 — Da4, 30. Hxb7 er afar erfitt fyrir svart að losa um sig. 29. Hxc3 — Bxc3, 30. Dxc3 — 0-0 Kóngurinn er loksins kominn í örugga höfn á kóngsvængnum og svartur er tveimur sælum peðum yflr. Short tekst ekki að grugga vatnið í tímahrakinu. 31. Hgl - Hc8, 32. Df6 - Bc6!, 33. Bxc6 — Hxc6, 34. g4 — Rg6, 35. gxf5 — exf5, 36. Dxf5 — Dxa2, 37. Dxh3 - Dc2, 38. f5 - Hc3, 39, Dg4 — Hxb3, 40. fxg6 — Dc6+ og Short gafst upp, því hann getur aðeins valið um von- laust peðsendatafl og að lenda í hróksendatafli með tveimur peðum minna. Karpov tók forystuna Anatólí Karpov, fyrrum heims- meistari, vann mjög öruggan sigur í sjöttu skákinni í FIDE-heims- meistaraeinvíginu í Hollandi. Hann hefur því tekið forystuna, er með þijá og hálfan vinning, en Jan Timman hefur tvo og hálfan. Timman beitti afar hvössu Vínarafbrigði drottningarbragðsins í gær sem Karpov hefur vafalaust átt von á að mæta. Hann var greini- lega vel undirbúinn og í tíunda leik sá Timman sig knúinn til að koma með nýjung. Karpov lét það ekki ■ BJÖRG UNARS VEIT Ingólfs í Reykjavík heldur kynningarfund fyrir nýliða í Gróubúð, Granda- garði 1 í kvöld, miðvikudag, klukk- an 20. Fólk frá 17 ára aldri, sem áhuga hefur á björgunarstörfum til lands og sjávar, er velkomið á fund- inn. -------» ---------- slá sig út af laginu, náði öruggum stöðuyfirburðum og lét það aldrei þessu vant eftir sér að tefla stíft upp á kóngssókn. Timman lék illa af sér í 19. leik, lék drottningu sinni á reit þaðan sem Karpov gat strax rekið hana til baka. Við það tapaði hann tíma og kóngssókn hvíts varð óviðráðanleg. í framhaldinu fórnaði Karpov manni og þegar Timman gafst upp var hann óveijandi mát. Hvítt: Anatólí Karpov Svart: Jan Timman Drottningarbragð 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - d5, 4. Rc3 — dxc4, 5. e4 — Bb4, 6. Bg5 — c5, 7. Bxc4 — cxd4, 8. Rxd4 — Bxc3+, 9. bxc3 - Da5, 10. Rb5 - Bd7!?, 11. Rd6+ - Ke7, 12. Dd2 - Bc6, 13. f4 - Rbd7, 14. Hdl - Hhd8, 15. Dd4 - h6, 16. Bh4 - Dh5, 17. Bf2 - Kf8, 18. e5 - Rd5, 19. 0-0 - Dg4?, 20. h3! - Dh5, 21. f5 - Kg8, 22. Hd3 - R7b6, 23. Bxd5 - Bxd5, 24. Hg3 - Hd7, 25. Be3 - Bc4, 26. Hf4 - f6, 27. exf6! - e5, 28. Dxe5 - Ddl+, 29. Kh2 - Dxd6 30. f7+ - Kxf7, 31. Dxg7+ - Ke8, 32. Dh8+ - Ke7, 33. He4+ og Timman gafst upp, því auk þess sem mikið lið er að falla verður máti ekki forðað. Dæmalaus skaðræðisgripur Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Denni dæmalausi („Denis the Menace“). Sýnd í Bíóborginni. Leikstjóri: Nick Castle. Fram- leiðandi: John Hughes. Aðalhlut- verk: Walter Matthau, Mason Gamble, Christopher Lloyd, Lea Thompson, Joan Plowright. Þegar krakkar eru að taka völd- in í kvikmyndunum (ein skærasta stjaman vestra er drengur og mót- leikarar Amolds Schwarzeneggers í tveimur síðustu myndum eru drengir auk þess sem kvikmynda- verin leggja áherslu á að hafa myndir sínar ætlaðar krökkum) er ekki nema von að menn líti til yfir- burðaprakkarans Denna dæma- lausa, teiknimyndastjömu Tímans um árabil, eftir gríni og fjöri. Það er John Hughes, framleið- andi Aleins heima 1 og 2, sem lát- ið hefur gera mynd um Denna undir leikstjóm Nicks Castles, sem nú er sýnd í Bíóborginni, og reiðir sig talsvert á margt skothelt úr hinni ofurvinsælu tvennu sinni. Eins og lesendur Tímans vita er samband Denna og hins úrilla ná- granna Wilsons ekki eins og best verður á kosið og myndin fjallar nokkurn veginn eingöngu um þá tvo félagana og hvemig Wilson greyið verður fyrir barðinu á Denna. Kemur í ljós það sem mann hefur svosem grunað að flestir hrekkimir í Denna er misskilin greiðasemi. En það er ekki nóg að byggja á Denna og Wilson einum og því hefur ófrýnilegur innbrotsþjófur verið skrifaður í handritið og fær sá viðlíka meðferð hjá Denna og þeir Joe Pesci og Daniel Stern fengu í Aleinum heima myndunum. Sá sögulegi leikari Walter Matthau er afburðagóður í hlut- verki hins skapstirða Wilsons. Hið teygjanlega andlit á honum minnir á pizzudeig og hann beitir því til hins ýtrasta. Svipbrigði hans þegar hann verður fyrir barðinu á drengn- um em einna hlægilegustu hlutar myndarinnar auk þess sem Matt- hau hefur löngum notið sín sem skapstirt gamalmenni; hann hamr- ar reyndar á því að hann sé ekki illmennið í sögunni heldur fórnar- lambið en hver tekur mark á því? Christopher Lloyd fer ágætlega með hlutverk innbrotsþjófsins og flakkarans og byggir heilmikið á Fagin virðist vera og fær útreið við hæfi. Mason Gamble heitir drengurinn sem fer með hlutverk Denna og gerir það vel þótt hann sé kannski full sléttur og felldur fyrir prakkarahlutverkið. Leikstjórinn Castle skapar Denna fullkomna og sólríka út- hverfaveröld sem helst minnir á póstkort frá sjötta áratugnum og hann gætir þess að ofbeldið sé slysalegt og teiknimyndalegt og fyrst og fremst spaugilegt eins og nú tíðkast. Denni dæmalausi er sárasaklaus fjölskylduskemmtun sem á margt sameiginlegt með títt- nefndum metsölumyndum og er vel þess virði að sjá þótt ekki væri nema fyrir Walter Matthau. Hver er löggan? Tveir truflaðir... og annar verri („Who’s the Man“). Sýnd í Laug- arásbíói. Leikstjóri: Suzanne de Passe. Aðalhlutverk: Doctor Dré og Ed Lover. Svertingjar hafa eins og kunn- ugt er orðið mjög áberandi í Holly- wood á undanförnum árum. Hafa menn eins og Spike Lee og Eddie Murphy opnað þeim leið inn í kvik- myndaiðnaðinn sem áður var þeim lokuð og hafa margar myndir þeirra hlotið verðskuldaða viður- kenningu. Þær hafa ekki síst vakið athygli á bágum lífskjörum og umhverfi svertingja í Bandaríkjun- um með eftirtektarverðum hætti. En svo eru líka myndir eftir svertinga sem leggja áherslu á létt- ara hjal eins og sú sem nú er sýnd í Laugarásbíói. Titillinn á frummál- inu á myndinni Tveir truflaðir... og annar verri er „Who’s the Man?“ og þýðir á svertingjamáli Hver er löggan? Þetta er gamansöm saka- málamynd - fyrsta hipphopp glæpamyndin segir í auglýsingu - sem segir af tveimur vinum á raka- rastofu í Harlem sem fá störf hjá löggunni og rannsaka morð á fé- laga sínum eiganda rakarastofunn- ar. En í stað þess að hafa Tvo trufl- aða hreina og léttgeggjaða gaman- mynd er byggt á margtuggnum klisjum um vonda hvita manninn sem arðrænir svertingjana og vílar ekki fyrir sér morð og meiðingar. Þar er ekkert nýtt að finna nema í þetta sinn er hvíta illmennið fast- eignabraskari sem fundið hefur olíu í miðju Harlemhverfi og þótt það sé í sjálfu sér brandari tekur myndin furðu alvarlega á því og gerir heilmikinn píslarvott úr rak- aranum. Annars er áherslan á rapp og hipp hopp eins og hver getur í sig látið og koma ófáir þekktir per- sónuleikar við sögu: Kriss Kross, Ice T, Heavy D, Public Enemy, Naughty By Nature og margir fleiri. Brandaradúettinn Doctor Dré og Ed Lover, sem leika lögguvin- ina, sveija sig í ætt við Abbott og Costello en myndin þeirra nær aldr- ei neinu verulegu flugi hvorki sem gamanmynd né spennumynd. Formúlan gengur bara ekki upp. í 34 ár f g h Það væri alger hneisa í slíku ein- vígi að þráleika með 20. Rc4 — Da4, 21. Rb6, þótt frá hlutlægum ■ I TILEFNI af því að Hafnar- gönguhópurinn er ársgamall um þessar mundir verður í kvöld, mið- vikudagskvöldið 15. september, gengið hafnargarða á milli í gömlu höfninni og ýmislegt til gamans gert. Að venju verður farið frá Hafnarhúsinu kl. 20. Allir velkomn- ir. Hressingarleikfimi kvenna og' karla Haustnámskeið hefjast fimmtudaginn 23. september nk. Kennslustaöir: Leikfimisalur Laugarnesskóla og Iþróttahús Seltjarnarness. Fjölbreyttar æfíngar Músik - Dansspuni - Þrekæfingar - Slökun - Ýmsar nýjungar Irmritun og upplýsingar f dag kl. 9.00-22.00 í síma 33290. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.