Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Margræð kosmnga- úrslit í Noregi Tveir flokkar standa uppi sem sigurvegarar að lokn- um þingkosningunum i Noregi á mánudag. Verkamannaflokk- ur Gro Harlem Brundtland for- sætisráðherra og ekki síður Miðflokkurinn. Hægriflokkur- inn, sem gekk til kosninga í fyrsta skipti undir forystu Kaci Kullmann Five, og Framfara- flokkurinn eru hins vegar þeir flokkar sem mestan ósigur biðu í kosningunum. Þó að endanleg úrslit kosn- inganna liggi líklega ekki fyrir fyrr en á fimmtudag, vegna tölvubilunar í Ósló, virtist í gær sem Verkamannaflokkurinn myndi auka þingstyrk sinn úr 63 þingsætum í 67 (af alls 165) sem þýðir að minnihlutastjórn Brundtland getur haldið velli með stuðningi eins eða tveggja minni flokka. Raunar kemur þetta ekki á óvart og ekki heldur slæmt gengi Hægriflokksins, en hann virðist einungis fá 29 menn kjörna en var með 37 á síðasta kjörtímabili. Þetta er versta útreið sem flokkurinn hefur hlotið í kosningum í tvo ára- tugi. Skýringin er einföld. Kjós- endur stóðu frammi fyrir þeirri staðreynd að borgaralegu flokkarnir gátu ekki sýnt fram á neinn raunhæfan valkost við stjórn Brundtland. í þremur síð- ustu kosningum, árin 1981, 1985 og 1989, unnu borgara- legu flokkarnir sigur í þing- kosningum í Noregi og í kjölfar- ið voru einnig myndaðar borg- aralegar ríkisstjórnir. Fyrir kosningarnar á mánu- dag var hins vegar staðan sú að annar borgaralegu flokk- arma sem aðild áttu að þeim stjórnum, Miðflokkurinn, hafði lýst því yfir að hann myndi undir engum kringumstæðum fara í stjórn með flokki eða styðja stjórn flokks sem væri hlynntur aðild Norðmanna að Evrópubandalaginu. Gengu sumir forystumenn Miðflokks- ins jafnvel svo langt að útiloka samstarf við flokka sem væru hlynntir því að Norðmenn tækju þátt í hinu sameiginlega evr- ópska efnahagssvæði. Þar með var grundvöllurinn fyrir borg- aralegri ríkisstjórn, í fyrsta skipti í þijátíu ár, úr sögunni og Kaci Kullmann Five átti erf- itt með að kynna sig sem raun- hæft forsætisráðherraefni í stað Gro. Það má telja mjög ósennilegt að hægrimenn íhugi að skipta um forystu þó að kosningaósig- urinn hafi verið sá mesti síðan í kosningunum 1973. Megin- verkefni þeirra á næstu árum hlýtur að verða að byggja upp borgaralegan valkost við vinstriflokkana. Káre Willoch, fyrrum leiðtogi Hægriflokksins, minnti á mánudag á að kosn- ingaósigurinn 1973 hefði verið fyrsta skrefið í átt að því valda- tímabili borgaralegu flokkanna, sem hófst átta árum síðar. Ef raunin á að verða sú sama nú á Kaci Kullmann Five mikið verk fyrir höndum. Hún þarf að breikka hina borgaralegu fylkingu og hún þarf að gera hana trúverðugri. Þær borgara- legu ríkisstjórnir, sem myndað- ar voru að loknum kosningun- um 1985 og 1989 urðu ekki langlífar og varð Gro Harlem Brundtland tvívegis að mynda minnihlutastjórn á miðju kjör- tímabili. Á mánudag tókst henni aftur á móti í fyrsta skipti að sigra í kosningum sem forsætisráð- herra. Auk þeirra vandamála hægrimanna, sem áður var get- ið, naut Brundtland eflaust góðs af því að svo virðist sem efnahagslíf Noregs sé farið að glæðast á ný, svo og af nýlegri vaxtalækkun. Minnihlutastjórn hennar getur nú starfað áfram, jafnt með stuðningi Miðflokks- ins sem Sósíalíska vinstri- flokksins. En þó að kosningarnar séu unnar verða næstu ár Gro ekki auðveld. Evrópumálin voru mál málanna í kosningunum og andstæðingar EB-aðildar fengu rúmlega fjórðung þingsæta. Sá flokkur sem mesta andstöðu sýndi, Miðflokkurinn, jók fylgi sitt verulega og nánast þrefald- aði þingmannafjölda sinn. Þing- menn Miðflokksins eru nú 31 en voru áður ellefu og er hann því orðinn að næststærsta flokki þingsins. Gro Hariem Brundtland hefur margsinnis lýst því yfir að það verði norska þjóðin í þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki Stórþingið sem ákveði afdrif EB-aðildar. Margir EB- andstæðingar á þingi segjast hins vegar ætla að reyna að fella hugsanlega aðild á þingi jafnvel þó að þjóðin samþykki hana. Verði sú raunin gæti það leitt til alvarlegrar stjórnlaga- kreppu í Noregi. í ljósi kosningaúrslitanna hefur hins vegar einnig dregið úr líkum á að yfír höfuð verði ástæða til að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu. Norska ríkis- stjórnin mun án efa herða á kröfum sínum í samningavið- ræðunum í Brussel, sem vel gæti leitt til þess að engin við- unandi samningsniðurstaða ná- ist. ALMENN ATKVÆÐAGREIÐSLA UM SAMEI Kosnmgar hald 186 sveitarfélöi ALMENN atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaga fer fram 20. nóvember næstkomandi í öllum þeim sveitarfélögum, sem umdæ- manefndir hafa lagt til að verði sameinuð öðrum, en þau eru 186 talsins. Kostnaður við kosningarnar er greiddur af sveitarfélögun- um sjálfum, en ekki liggur fyrir hversu mikill hann verður. Kostnað- ur við störf umdæmanefnda og samráðsnefndar og kynningarkostn- aður er áætlaður 26-30 milljónir króna samtals, að sögn Braga Gúðbrandssonar, formanns samráðsnefndar um sameiningarmál sveitarfélaga. Samkvæmt bráðabirgðaákvæð- unum um sameiningu sveitarfélaga, sem bætt var inn í sveitarstjórnar- lög á seinasta þingi, skal greiða atkvæði um tillögur umdæma- nefndanna fyrir 24. nóvember. Kjósendur greiða eingöngu atkvæði um þá tillögu, sem snertir þeirra eigið sveitarfélag. Ekki verða greidd atkvæði í tíu sveitarfélögum af 196, þar sem ekki er lagt til að þau sameinist öðrum. Þetta eru Reykhólahreppur, Djúpavogs- hreppur, Skaftárhreppur og Mýr- dalshreppur, þar sem sameining hefur nýlega átt sér stað, Vest- mannaeyjar, Hafnarfjörður, Kópa- vogur, Ákranes, Siglufjörður og Eyrarsveit. Sveitarstjórnir taka ákvarðanir um útfærslu Lögin kveða á um að hljóti til- laga umdæmanefndar meirihluta atkvæða í öllum sveitarfélögum, sem málið varðar, skuli sveitar- stjórnirnar, sem hlut eiga að máli, taka ákvarðanir um íjárhagsmál- efni sveitarfélaganna, fjölda full- trúa í nýrri sveitarstjórn, nafn nýja sveitarfélagsins og önnur nauðsyn- leg atriði. Sveitarstjórnirnar skulu tilkynna félagsmálaráðuneytinu ákvörðun sína og ráðuneytið ákveð- ur hvenær sameining fer fram. Þar er að ýmsu að hyggja. Séu sveitar- félög í tveimur kjördæmum til dæmis sameinuð í eitt, getur sam- einingin ekki gengið í gegn nema að undangenginni lagabreytingu, sem hnikar til kjördæmamörkum. Sameining framkvæmanleg ef fleiri en % samþykkja Felli meirihluti íbúa sveitarfélags sameiningartillögu, er sjálfgefið að Sameining s Kosning um sameinini Sameining samþykkt Sveitc ákveða Sameining framkvæmd Kosið í nýju sveitarfélagi 1994 Almennar sveitarstj L.. Oddviti Kjósahrepps Fyrri hug- mynd leiddi ekki til sparnaðar GUÐBRANDUR Hannesson odd- viti Kjósahrepps, sagðist ekki hafa verið spenntur fyrir samein- ingu. Hann hafi fallist á þessa niðurstöðu Svæðisumdæmis- nefndar um sameiningu við Kjal- arnes, Mosfellsbæ, Reykjavík og Seltjarnarnes, þar sem lagt er til að gerður verði málefnasamning- ur ef að til sameiningar kemur og að leitað verði álits kjósenda. Fyrri hugmyndir um sameiningu við Kjalarnes og Mosfellsbæ hefði ekki haft spamað í för með sér. Reykjavík væri eina sveitarfélag- ið sem hefði bolmagn til að taka yfir minni sveitarfélög og halda þar uppi viðunandi þjónustu. „Ég held að ekkert sveitarfélag- anna hafi haft áhuga á sameiningu í upphafi en við vorum reknir áfram,“ sagði Guðbrandur. Lengi vel hafi umræðan snúist um sameiningu Kjalameshrepps og Kjósahrepps en það eru fámennustu sveitarfélögin. Þau voru talin veikust til að sinna þeim málum sem hugsanlegt er að verði einhvertíma færð frá ríki yfir til sveitarfélaganna. „Ég skil ekki hvernig staðið er að málunum," sagði hann. „Að ekki skuli fyrst vera ákveðið hvað eigi að færa yfír til okkar frá ríkinu. í staðin er verið að sameina upp á eitthvað sem verður einhvertíma." Guðbrandur telur að sveitarfélögin ráði öll við þau verkefni sem þau eru með. Samgöngur eru góðar milli þeirra þannig að þau verkefni sem óhepplegt er talið að hvert og eitt leysi fyrir sig eru leyst í samvinnu. í Kjósinni eru þrír efstu bekkir grunnskólans sameiginlegir með Kjalarneshrepp. Samið hefur verið um samstarf við Mosfellsbæ um öldr- unarþjónustu og heilsugæslu á Rey- kjalundi. Sýslumaður er í Reykjavík og þar eru opinber gjöld greidd. Reykjavík ein hefur efni á Guðbrandur sagði, að fyrri hug- myndir um sameiningu sveitarfélag- anna þriggja Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós hefði nánast ekki haft neinn sparnað í för með sér. Þess vegna hafi Reykjavík verið tekin með sem eina sveitarfélagið sem hefði efni á að þjónusta Kjósahrepp. „Það var komið með Reykjavík til að sætta okkur og það gat ég fallist á að vær eina sveitarfélagið sem mundi með sameiningu ef til vill ekki stefna að því að leggja okkur niður,“ sagði hann. „Þeir mundu ef til vill reyna að efla okkur og hefðu efni á því. Þess vegna var þetta afgreitt svona.“ Ingimundur Sigurpálsson Margt mælir með samein- ingu INGIMUNDUR Sigurpálsson bæj- arstjóri Garðabæjar segir að margt mæli með sameiningu Garðabæjar og Bessastaðar- hrepps, eins og svæðisumdæma- nefnd um sameiningu sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt til. Samvinna milli sveitarfé- laganna sé þegar nokkur á mörg- um sviðum. „Maður sér í hendi sér að ná megi fram aukinni hagræðingu þeg- ar til lengri tíma er litið ef af samein- ingu yrði,“ sagði Ingimundur. „í öllu falli er tímabært að kanna gaum- gæfílega hagræði af slíkri samein- ingu og vissulega hlítur það að vera rétt að kanna vilja íbúa til samein- ingu sveitarfélagnna. Það væri áhugavert að fá niðurstöðu um það.“ Ingimundur sagði, að þegar væri samvinna milli sveitarfélaganna. Garðabær sæi um innheimtu fasteig- nagjalda fyrir Bessastaðahrepp og vatnsveitu. Samvinna væri að nokkru um rekstur grunnskóla og fyrirhuguð væri samvinna um bygg- ingu fjölbrautarskóla. Þá ættu sveit- arfélögin tvö samvinnu við önnur sveitarfélög um rekstur strætis- vagna, slökkviliðs, heilbrigðiseftirlits og almannavarna svo fátt eitt væri nefnt. Ólína Þorvarð- ardóttir Ætti að þjóna hagsmun- um allra ÓLÍNA Þorvarðardóttir borgar- fulltrúi Nýs vettvangs, segir að hugmynd svæðisumdæmanefndar um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem leggur til sameinginu Kjóshrepps, Kjal- arnes, Mosfellsbæjar, Reykjavík- ur og Seltjarnarness, sé vel athug- andi og ætti áð geta þjónað hags- munum allra. „Umfram allt verður skýr vilji íbú- anna að koma fram um það hvort þeir vilji sameiningu og að ekki sé verið að þröngva hugmyndinni upp á neinn,“ sagði Ólína. „Mér finnst hugmyndin athyglisverð og ég þykist vita að frumkvæðið hafi komið frá hinum sveitarfélögunum á höfuð- borgarsvæðinu. í ljósi þess finnst mér að Reykjavikurborg eigi að taka þetta til jákvæðrar athugunar eins og ég vona að íbúar hinna sveitarfé- laganna muni einnig gera. Ég er því opin fyrir hugmyndinn þó svo að ég sé ekki farin að sjá útfærsluna fyrir mér.“ -i-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.