Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993 HM í Hollandi Fagmennskan grunn- ur að góðum árangri Hestar Valdimar Kristinsson Nú þegar nokkuð er um liðið frá því Islendingar unnu hina fræknu sigra á heimsmeistara- mótinu í Hollandi og sigurvíman farin að renna af landanum setj- ast margir spekingar niður og velta fyrir sér hversvegna út- koman var svo góð sem raun bar vitni, hvort hún hefði getað orðið betri hjá einstökum liðsmönnum eða liðinu í heild. Þegar illa geng- ur er rík ástæða til að fara ofan í saumana á keppninni og finna hvað hafi brugðist, en það er einnig full ástæða fyrir nafla- skoðun þótt vel gangi. Þótt oft sé erfitt að vinna upp slæma stöðu þá er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að enn erfiðara er að halda fengnum hlut eins og Þjóðveijar fengu nú að reyna. Jolly Schrenk hampar hér tölthorninu og enn einu sinni verða íslend- ingar að gera sér að góðu að fá aðains að horfa á það. Þótt ekki gengi allt eftir hjá Andreas Trappe og Tý frá Rappenhof í töltinu yljaði það mönnum að fá að sjá þennan mikla skörung koma þarna fram. undi þannig að árangur fjórgangs- hestanna var aldeilis vel við unandi. Einar Öder Magnússon hafði lengi stefnt með Funa frá Skálá á heimsmeistaramót en þeir voru að- eins hársbreidd frá því að komast í liðið 1991. Þegar litið er yfir ár- angurinn hjá þeim á mótinu nú verður ekki annað séð en ýmiskonar mistök eða öllu heldur rangar ákvarðanir hafi orðið til þess að Einar fór heim án titils. Einar og Funi komust glæsilega frá úrtök- unni hér heima, voru efstir í tölti fimmgangi og stigahæstir kepp- enda. Sjálfsagt hefur þessi góða útkoma ruglað Einar og ráðgjafa hans nokkuð í ríminu og ranga'r ákvarðanir teknar út frá því sem vafalaust hafa verið taldar réttar á sínum tíma. í fyrsta lagi virðist Funi hafa verið ofdæmdur í gæð- ingaskeiði hér heima og jafnvel að hann hafi fengið of hátt fyrir skeið- ið í fimmgangnum. Það er deginum ljósara að Einar tók mikla áhættu með því að stefna svo hátt með Funa bæði í tölti og fimmgangi, þar sem ljóst var að skeiðið var mjög krítískt (fjórtaktað). Stóru mistökin voru að sjálfsögðu að þeir skyldu taka þátt í gæðingaskeiðinu á fimmtudeginum, þar sem þeir opin- beruðu og undirstrikuðu þennan veikleika hestsins fyrir fimmgang- inn sem var daginn eftir. Betra hefði verið að láta sigur í saman- lögðu lönd og leið og einbeita sér að tölti og fimmgangi úr því sem komið var. Athyglisvert var að í fimmgangsúrslitum voru Einar og Funi langefstir þegar komið var að skeiðinu, sem var síðasta atriði úr- slitanna. í forkeppninni og úrslitun- um gáfu þýsku dómararnir Einari og Funa 0 fyrir skeið. Eftir að hafa skoðað skeiðkaflana í forkeppninni á myndbandi er ekki hægt að neita því að um réttan dóm var að ræða, en tæplega veijandi einkunn í úrslit- unum. En líklega hafa þýsku dóm- aramir Marlisa Grimm og Susan Beuk hitt naglann á höfuðið þegar þær sögðu að Einar væri með Funa á röngum stað, hann hefði átt að fara í fjórgang. Það leiðir hugann að því hvort stærstu mistökin hjá Einari hafi ekki verið þau að stíla Funa inn á tölt og fimmgang í stað fjórgangs. En þá er líka hægt að spyija hvort hann hefði með því móti átt möguleika á að sigra Jolly Schrenk á hinum geysisterka Ófeigi í tölti eða fjórgangi og svari nú hver fyrir sig. En líklegast hefðu möguleikar Einars á titli verið mest- ir ef hann hefði ekki lagt svo mikla áherslu á töltið á kostnað skeiðsins og þar með hugsanlega tekið gullið af Sigurbirni í fimmgangi. Niður- staðan er því líklega sú að miðað við þann hestakost sem sendur var út hafi fjögur gull verið hámarks- árangur sem hægt var að ná — og það tókst! Landsmótskenningin fallin Vangaveltur þessar sýna vel að hve mörgu þarf að hyggja, ætli menn sér að ná árangri á heims- meistaramótum. Ekki bara á mót- inu sjálfu heldur jafnvel tveimur árum áður en mótið hefst. Ákvarð- anir í upphafi þjálfunar og upp- bygging á hestinum sem tefla skal fram og svo framvegis. En það er annað sem vekur nokkra athygli varðandi árangur íslenska liðsins. Nú virðist fallin sú kenning að við teflum ávallt fram slöku liði árið fyrir landsmót en árið eftir tefli menn fram mörgum af helstu kan- ónum landsmótsins. Á mótinu í Svíþjóð 1991 sem haldið var ári eftir landsmót var árangur ekki góður í gullum talið en nú ári fyrir landsmót er allt annað upp á ten- ingnum. Ef það er eitthvað eitt öðru frem- ur sem einkennir þátttöku íslend- inga í heimsmeistaramótinu og und- irbúning fyrir úrtökuna umfram anpað þá er það fagmennska. Það er liðin tíð að menn hristi hesta til þátttöku í úrtökunni fram úr er- minni nokkrum dögum áður en skráningu lýkur. Að baki liggur eins til tveggja ára undirbúningur hjá öllum, misjafnlega markviss eins og gengur, en þeir einir virð- ast eiga möguleika í dag sem taka hlutina alvarlega og hafa til að bera góða hæfileika. Áður dugðu góðir hæfileikar og þokkalegur hestur til að fleyta mönnum í lið. Góður andi yfir vötnum Þá er almennt talið að agamálin hjá íslenska liðinu hafí verið með öðrum og betri hætti en hingað til hefur verið, enda var andinn innan liðsins mjög góður og sennilega aldrei verið jafn góður. Ekki má þó skilja sem svo að allt hafí verið upp í loft innan íslenska landsliðsins fram til þessa. í stórum dráttum hefur þetta verið í lagi, en þó hafa komið upp mál sem ef til vill hefur ekki verið tekið á sem skyldi. Mun erfiðara er að spá um óorðna hluti og framtíðina en horfa á það sem liðið er og flestir þekkja orðatil- tækið að gott sé að vera vitur eft- irá. En það er bæði gagnlegt og skemmtilegt að líta yfír farinn veg. Ef við byijum á Sigurbimi Bárð- arsyni og Höfða frá Húsavík þá hefur Iengi legið í loftinu að þeir yrðu í liðinu. 1992 vom þeir ósigr- andi í fimmgangi og gæðingaskeiði og talið nánast formsatriði fyrir þá að fara í úrtökuna. Ekki fór það sem skyldi, því þeir voru valdir af liðsstjórum eftir að dómarar úrtök- unnar höfðu hafnað þeim með dóm- um sínum. Eftir á að hyggja var þetta nokkuð merkileg niðurstaða, því fyrir mótið voru Sigurbjöm og Höfði taldir nær ömggir með sigur í gæðingaskeiði, enda hesturinn fádæma teknískur í þeirri grein. Var þetta eina greinin sem við töld- um okkur örugg með sigur í. Um frammistöðu Sigurbjöms á mótinu þarf ekki að fara mörgum orðum. Þar gekk allt upp og meira en það, því hann varð í þriðja til fjórða sæti í 250 metra skeiði, grein sem hann hafði aldrei tekið þátt í fyrr. Árang- ur þeirra í 250 metmnum tryggði þeim reyndar sigur í samanlögðu og þar með þriðja HM-titilinn. Hlutverk Hinriks Bragasonar og Eitils frá Akureyri var einfalt, sigur í 250 metra skeiði. Kannski ekki svo einfalt, því það getur tekið á taugamar ef ekki tekst að láta hest- Með bros á vör gaf Marlisa Grimm frá Þýskalandi landa sínu m Andreas Trappe rauða spjaldið, en það er kannski ekki alveg að marka þvi hún er nánast alltaf brosandi þessi elska. inn liggja fyrstu sprettina, en alls em famir fjórir sprettir á þessum mótum. Það var í öðram spretti sem þeim félögum tókst að tryggja sigurinn með þremur hundraðustu úr sekúndu betri tíma en aðalkeppi- nauturinn, Vera Reber frá Þýska- landi á hinum ódrepandi Frosta frá Fáskrúðarabakka, sem nú hefur að baki eitt ár yfir annan áratuginn. I síðasta sprettinum sem farinn var mátti greina mikinn skelfíngarsvip á Hinrik þegar hann missti Eitil upp á stökk og Vera og Frosti geystust fram úr honum á flugskeiði. Ekki er gott að segja til um hvað hefur flogið í gegnum huga hans á þess- ari stundu en líklega hefur hann talið heimsmeistaratitilinn vera þarna að renna úr greipum sér. Það reyndist nú ekki vera svo Hinrik gat tekið gleði sína á ný þegar ljóst var að titillinn var hans. Hinrik og Eitill vom skráðir í fimmgang og tölt auk skeiðgreinanna með það í huga að hann gæti átt möguleika á sigri í samanlögðu, en líklega var skynsamlegt að vera ekki að þvæl- ast með klárinn inn á hringvöllinn heldur leggja allan þungann á skeiðið eins og gert var. Atli Guðmundsson og Reynir frá Hólum voru næst hæstir í fímm- gangi á úrtökunni og stíluðu fyrst og fremst á árangur þar, þótt þeir tækju þátt í gæðingsaskeiði og tölti T 2 (slaktaumatölt) svona rétt til að tékka á því hvort þeir ættu möguleika á samanlögðum sigur- vegara. Segja má að Atli og Reyn- ir hafí siglt nokkuð lygnan sjó með- an á mótinu stóð. Fastlega var gert ráð fyrir að þeir myndu komast í úrslitin í fimmgangi en tæplega sigra. Höfnuðu þeir í þriðja sæti eins og margir höfðu reiknað með. Segja má að Reynir sem er jafn sterkur fímmgangshestur hafi liðið fyrir að nokkuð skortir á glæsileik í í háls- og höfuðburði. Reynir Aðalsteinson sem keppti á Skúmi frá Geirshlíð var valinn af liðsstjómm eins og Sigurbjörn, en hann átti það sameiginlegt með Atla að vera ekki undir mikilli pressu. Átti það kannski sér í lagi við um Reyni, en fyrirfram var ekki reiknað með honum í toppbarátt- unni. Það er gaman ð fylgjast með Reyni á mótum erlendis, því þar nýtur hann sín vel að því er virðist og kemst oft í feikna stuð. Á það sér í lag við um þegar hann er með hesta sem ekki eru komnir á topp- inn í þjálfunarferlinu og hann hefur úr einhveiju að moða. Þar kemur fram sú mikla næmni og reynsla sem hann býr yfir. Þetta tvennt ásamt. upplagsgóðum og sterkum hesti fleytti Reyni ótrúlega langt, lengra en nokkurn óraði fyrir. Ann- að sæti i fimmgangi, þriðja sæti í slaktaumatölti og tíunda sæti í gæðingaskeiði. Allt sótt af miklu harðfylgi. Baldvin Ari Guðlaugsson með Nökkva frá Þverá var með annan tveggja fjórgangshestanna í liðinu og er skemmst frá því að segja að þeir vom báðir taldir vonlausir, þ.e. hestarnir tveir. „Við skulum ekkert vera að minnast á fjórgangshest- ana“ sagði einn viðmælandi „Hesta“ þegar hann var inntur eft- ir möguleikum íslenska liðsins á mótinu og hann bætti við: „Það væri nú gaman ef þeim tækist að komast í B-úrslit í annaðhvort tölti eða ijórgangi." Þeir Baldvin og Nökkvi gerðu gott betur því þeir vom í A-úrslitum í báðum greinum og stóðu þar vel fyrir sínu; í fímmta sæti í tölti og því sjötta í fjór- gangi. Nýliðanum Sigurði Vigni Matthíassyni á Þráni frá Gunnars- holti tókst að laumast upp fyrir Baldvin Ara í úrsiitunum í fjór- gangi en í töltinu varð hann átt- Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Fyrsti HM-titillinn í höfn og Pétur Jökull liðsstjóri fagnar Sigur- birni en Höfði bíður þess með óþreyju að komast „heim“ í tjald til að fá sér að eta. i/. ;í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.