Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993
Með
morgunkaffinu
Því miður er „álit mitt“ ekki
heima núna.
Ast er...
10-2.0
að finna stað í hjartanu
fyrir hvort annað
TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved
® 1992 Los Angeles Times Syndicate
Hefurðu ekki efni á þremur
máltíðum á dag- og vilt
launahækkun? Til að koma
á móts við þig skal ég láta
þig hafa svo mikið að gera
að þú hefur ekki tíma til að
borða þrjár máltíðir á dag!
HÖGNI HREKKVÍSI
»ÉG BR EK*y EÍNU5INNI BÚINN AÐ OPNOSTOFU EKJNþA"
BREF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Landbúnaður - til hvers?
Frá Valdimar Guðjónssyni:
BÆNDUM á íslandi er legið á hálsi
fyrir ýmiss konar músarholusjón-
armið og afturhald er þeir vara við
hömlulausum innflutningi búvara.
Hver yrði staða dvergríkisins íslands
sem Jón Baldvin nefnir títt því nafni?
Finnst einhveijum einkennilegt
að íslenskir bændur óttist hömlu-
lausan innflutning þegar starfs-
bræður okkar hjá milljónaþjóðum
gera það? Þar má nefna franska
bændur, japanska hrísgrjónabændur
í 123 milljóna manna samfélagi o.fl.
Landbúnaðarvörur eru nokkuð
dýrar á Islandi en líka flest annað.
Af einhveijum ástæðum hækka vör-
urnar býsn frá bændum til neyt-
enda. Það þarf að laga og leita allra
leiða til að lækka verðið. En ástæð-
urnar eru einnig lega landsins og
sú að gæði eru yfirleitt dýr.
íslendingar hafa fram á síðustu
ár borið gæfu til að nýta kosti lands-
ins þjóðinni til framdráttar. Land-
búnaðurinn nýtur ákveðinnar vernd-
ar. Hann má án efa gera hagkvæm-
ari fyrir bændur og neytendur. Illt
er hins vegar að sitja undir því
ámæli sem bóndi að beingreiðslur
ríkisins séu blóðpeningar. Meirihluti
þjóðarinnar og þar með stjórnmála-
flokka hefur sem betur fer skilið að
margfeldisáhrifin út í þjóðlífið eru
án efa meiri en þeim greiðslum nem-
ur.
Fyrir aðeins nokkrum árum klif-
aði Jón Baldvin á því að langhag-
kvæmast væri að borga bændum
beint hlut ríkisins. Einnig að hætta
útflutningsbótum. Ófært væri að
láta afurðastöðvar fitla með þessar
greiðslur og fitna sem fjósbitapúk-
inn. Hvoru tveggja var breytt í bú-
vörusamningnum. Samt var hann
ómögulegur að mati Alþýðuflokks-
ins. Marga bændur grunaði að þess-
ar greiðslur yrðu síðar gerðar tor-
tryggilegar. Sem hefur nú komið á
daginn. Samningurinn er ekkert
einkamál bænda og ríkisins. Að hon-
um komu einnig Alþýðusamband,
Vinnuveitendasamband, BSRB o.fl.
Þar er fjallað um atvinnu og lífsvið-
urværi 16-18.000 manns.
Vöruskiptajöfnuður við útlönd er
nokkuð hagstæður. Einnig er gjald-
eyrisforði hjá Seðiabanka víst bæri-
legur. Þetta eru tírur í myrkri krepp-
unnar 1993. Hvort tveggja mundi
raskast hæfist hér innflutningur
búvara í stórum stíl.
Hagfræðingar Háskóla íslands
reiknuðu nýlega landbúnað á íslandi
útúr kortinu. Ut frá hagkvæmni má
reikna út allt milli himins og jarðar
séu gefnar ákveðnar forsendur. Það
má án efa reikna út að ísland sé
óhagkvæm stærð. Við séum allt of
fá. Þetta og hitt beri sig ekki vegna
smæðar. Svo má einnig gefa sér
hina forsenduna. Við erum alltof
mörg. Þessum fáu fiskum sem eftir
eru mætti auðveldlega ná með
nokkrum. verksmiðjuskipum. Land-
búnaðarvörur og aðra næringu má
auðveldlega flytja inn á tombóluprís.
Sem sagt nokkrir sægreifar gætu
veitt fískinn og aðeins þyrfti nokkra
tugi þúsunda fólks til að þjóna þjóð-
arskútunni frá Reykjavík. Hinir
gætu annaðhvort þegið atvinnuleys-
isbætur eða leitað erlendis um at-
vinnu á évrópska eða GATT-íska
efnahagssvæðinu. Svo vænlegt sem
það er nú um stundir.
Það eru þotuliðið og nokkrir
stjórnmálamenn gegnsýrðir af al-
þjóðahyggju sem hrópa nú hátt að
íslenskur landbúnaður sé púkalegur
og dýr. Við höfum hér á Fróni til
Frá Filippíu Kristjánsdóttur:
ÞAÐ VAR laugardaginn 11. sept-
ember sl. sem tilkynnt var í útvarp-
inu að tvær konur ætluðu að hefja
umræður sama dag um andleg efni
og hugsaði ég mér að þær umræð-
ur skyldu ekki fara fram hjá mér.
Þegar til kom reyndist stjórnandinn
vera sr. Auður Eir, einn þekktasti
kvenprestur þjóðarinnar. Ég bjóst
við allt, öðru en sorglegu tuggunni
um kynferði Guðs. Mér finnst nú
satt að segja komið nóg af því
hneykslismáli. Allir sem telja sig
kristna hvort sem þeir eru hempu-
klæddir eða ekki ættu að vita að
þessa dags nýtt okkur fieira en
hreina ómengaða jörð. Til dæmis
jarðvarma. Hitaveiturnar eru þægi-
legar og góð ímynd fyrir okkur sem
mengungarlausa þjóð. En þær eru
ekki allar hagkvæmar. Víða er þetta
dýr orkugjafí vegna mikils stofn-
kostnaðar óg reksturs. Ríkið hefur
jafnvel orðið að afskrifa skuldir hjá
stórum hitaveitum. Viljum við hins
vegar flytja inn olíu sem er ódýr á
heimsmarkaði í dag? Viljum við
brenna þessa olíu í okkar mengun-
arlausa landi og ná hitun og jafnvel
rafmagni ódýrara um stundarsakir?
Viljum við flytja inn niðurgreitt er-
lent kjöt og mjólkurvörur sem er,
sé það ódýrt, trúlega með leifar af
hormónum og skordýraeitri? Svari
hver fyrir sig.
Undirritaður óttast ekki sam-
keppni erlendis frá sem slíka. Ætli
við þurfum ekki að bíta í það súra
epli að GATT-gáttir opnist. Þá hef
ég meiri áhyggjur af stjórnmála-
mönnunum sem skilja ekki mikil-
vægi landbúnaðar né orðið matvinn-
ungur bæði í merkingu einstaklings
og heillar þjóðar.
VALDIMAR GUÐJÓNSSON
bóndi í Gaulveijabæ,
Gaulveijabæjarhreppi, Árnessýslu
skaparinn er hafinn yfír allt slíkt
þrátt fyrir margar tilraunir til að
troða inn í kirkju Krists að hann
geti alveg eins kallast móðir eins
og faðir. Hvað segir bæn Jesú sjálfs:
„Faðir vor“? Sendi ekki guð son
sinn í heiminn í karlmannslíki, hann
var sannur maður og sannur guð.
Enginn sannkristinn maður snið-
gengur orð Biblíunnar. Þetta er al-
varlegt mál, heimatilbúin kvenper-
sónudýrkun og ekkert annað.
FILIPPÍA KRISTJÁNSDÓTTIR
Hjallaseli 55,
Reykjavík.
Heimatilbúin kven-
persónudýrkun
Víkveiji skrifar
Að undanförnu hefur fjölmiðla-
umfjöllun um samkeppni fjöl-
margra pizzuframleiðenda verið all-
nokkur, og þá hefur verið fjallað
um verð, þjónustu, gæði, heimsend-
ingarkostnað, slysahættu vegna
sérstakra tilboða um að hafi pizzan
ekki borist kaupandanum innan 30
mínútna, þá fái hann hana endur-
gjaldslaust. Af þessari umfjöllun
hefur mátt ráða, að stærð þessa
markaðar og velta hefur aukist
umtalsvert á mjög skömmum tíma
og samkeppnin að sama skapi. Því
undraðist Víkveiji mjög þá tak-
mörkuðu þjónustu, er hann fyrir
nokkrum dögum sótti Pizza Hut í
Mjóddinni í Breiðholti heim ásamt
börnum sínum. Pizza Hut býður upp
á sérstakar pizzur er nefnast
pönnupizzur, er mörgum þykja mik-
ið lostæti.
xxx
Iáðurnefndri heimsókn bar þó svo
við að tveir vildu fremur hinn
þunna, stökka pizzubotn, en pönnu-
pizzubotninn, sem er þykkur og
mjúkur. Afgreiðslustúlkan spurði
þá er valið höfðu þunna botninn
hvort þeir hefðu prófað pönnupizz-
una og fékk jáyrði að svari og tók
við svo búið niður pöntunina eins
og hún hafði upphaflega verið gerð.
En nokkrum mínútum síðar kom
önnur afgreiðslustúlka til gestanna
og spurði hveijir hefðu pantað
þunna botninn. Að fengnu svari
sagði stúlkan: „Því miður eru þunnu
botnarnir búnir. Má ekki bjóða ykk-
ur pönnubotna?" Þetta var klukkan
að ganga átta að kveidi og rólegt
að gera. Víkveiji var svo barnaleg-
ur að halda að pizzugerðarmenn
stæðu einfaldlega í eldhúsinu á
Pizza Hut og hnoðuðu og flettu út
botna, samkvæmt þeim pöntunum
sem bærust, en sá af þessu að um
mikinn barnaskap var að ræða.
Hvar eru þunnu botnarnir fram-
leiddir og hveiju sætir þessi tilraun
þessarar stóru og öflugu pizzu-
sölukeðju til neyslustýringar við-
skiptavinanna?
xxx
Lítil frétt á forsíðu Morgunblaðs-
ins fyrir nokkrum dögum
vakti athygli Víkveija, þar sem
greint var frá því að Bill Clinton,
Bandaríkjaforseti og A1 Gore, vara-
forseti Bandaríkjanna hefðu lagt til
atlögu við skrifræðið í opinbera
geiranum í Bandaríkjunum, og
væri ætlunin með nýjum tillögum
um uppskurð í bandaríska stjórn-
kerfínu ætlað að spara 108 millj-
arða dollara á fimm árum. Af eigin
raun þekkir Víkveiji skriffinnskuna
vestan hafs og þá kvöl og pínu sem
hún getur kostað borgarana.
xxx
Víkveiji á hins vegar eftir að sjá
það í reynd gerast að opinber-
um starfsmönnum í Bandaríkjunum
verði fækkað um 12%, eða um 252
þúsund manns, áður en hann trúir
því að slíkt sé framkvæmanlegt.
Jafnframt datt Víkveija i hug er
hann las þessa frétt hvort ekki
gæti verið tilefni til þess fyrir ís-
lensk stjórnvöld að taka sér þessar
hugmyndir æðstu manna banda-
rísks stjórnkerfis til fyrirmyndar,
svo og þá hugmynd að fjárlagagerð
nái til tveggja ára í senn. Líkast
til myndi slíkt auðvelda alla áætl-
anagerð til muna, jafnframt því sem
hægt yrði að taka fleiri stefnumark-
andi ákvarðanir til lengri tíma.